Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 13
HAUKUBi HELGASON skátaforSsigi Hver harmafréttin á eftir annarri hefur flogið að undanförnu, og nú nýskeð kom sú fregn, að Haukur Helgason, rafvirki og skátaforingi, hefði farizt 10. þ. m., er hann var að gegna skyldustörfum sínum við Raf- veitu Akureyrar. Haukur var ungur maður, aðeins þrí- tugur, f. 3. ágúst 1914. Það er ávallt skaði að missa unga og efnilega rnenn, ekki sízt jafn ágætan mann sem Hauk. Hann var drengur góður og sannur maður í þess orðs beztu merkingu, hjálpsamur og fórnfús og vildi alltaf láta gott af sér leiða. Allir, sem kynntust honum, báru hlýjan hug til hans. Og það er erfitt að þurfa að trúa þeirri helköldu staðreynd, að þessi ungi maður, með alla starfskrafta sína óskerta, skuli allt í einu vera „kallaður heim“. Hvernig eigum við að skilja tilganginn með þessu? Hvers vegna máttum við ekki hafa hann lengur meðal vor, til gagns og blessunar fyrir þennan synduga heim? Haukur var kvæntur Svövu Ingimundar- dóttur frá Rvík, sem nú á um sárt að binda vegna fráfalls hins ágæta eiginmanns síns. Foreldrar hans voru Helgi Magnússon, vélstjóri, sem lézt árið 1918, og Sigríður Oddsdóttir, Oddssonar gullsmiðs frá Eyrar- bakka. Hún giftist síðar Páli Sigurgeirssyni kaupmanni á Akureyri, og var Haukur upp- alinn hjá þeim. Gagnfræðaprófi lauk Haukur á Akureyri, en fór svo til Reykjavíkur og lærði raf- virkjun, og lauk því námi 1937. Haustið 1935 innritaðist hann í Iðnskólann í Rvík og fauk burtfararprófi þaðan um vorið með sérstaklega góðum vitnisburði. Hann SKÁTABLAÐIÐ starfaði um tíma hjá Rafveitu Reykjavík- ur, en fór svo norður og varð verkstjóri hjá Rafveitu Akureyrar. Áður en Haukur hóf rafvirkjanám sitt, starfaði hann nokkur sumur við símavinnu víða um land. Samstarfsmenn Hauks. fyrr og síðar, bæði yfirmenn og undirmenn hans, róma mjög dugnað hans, samvizku- semi og áhuga og þá sérstöku alúð, sem hann lagði í störf sín. Enda varð Haukur sérstaklega vinsæll maður. Með Hauk er fallinn í valinn einn bezti skáti þessa lands. Okkur, vinum Hauks, þykir mikið skarð orðið fyrir skildi við fráfall hans. Sá er nú horfinn úr hópi okkar, sem mest jók á gleði hinna glöðu og syrgði með þeim, sem syrgðu. Flann bar viðkvæma sál í brjósti og var hverjum manni trygglyndari og vinfastari. Störf hans standa og sæti hans mufi verða vandfyllt. Á bernskuárum sínum gerðist Haukur skáti á Akureyri, en þar ólst hann upp að mestu, og hefur ávallt verið skáti síðan, lengst af sem foringi, bæði í Reykjavik og á Akureyri. Flann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstöðum fyrir skátafélagsskapinn og leyst þau öll af hendi með ágætum, eins og búast mátti við af slíkum ágætismanni. — Það var ávallt ánægjulegt að vera með Hauki, á hinu ágæta heimili þeirra hjóna, eða í glöðum skáta- og vinahóp, alltaf var hann hinn góði og skemmtilegi félagi. — Haukur var gæddur óvenjulega miklum foringjahæfileikum, og báru skátarnir ótak- markað traust til hans; þeir elskuðu hann og virtu og vildu allt fyrir hann gera. — En nú hafa skátarnir á Akureyri misst Framli. á hls. 20. 13

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.