Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Side 18

Skátablaðið - 01.04.1945, Side 18
Nýr skátahöfðingi brezku samveldislandanna. Þann 22. febrúar síðastliðinn, afmælisdag Baden Powell, var kjörinn nýr skátahöfð- ingi Breta í stað Somers lávarðar, sem lézt í fyrra. Fyrir valinu varð Rowallan lávarð- ur. Hann hefur verið skáti í 23 ár og hafði nú síðast yfirumsjón á þjálfun skátaforingja í Skotlandi. Þann 12. janúar fóru þeir Páll H. Páls- son og Páll Gíslason til Stokkseyrar og endurreistu þar skátafélagið „Svani“. Svan- ir eru stofnaðir fyrir sjö árum af Hlöðver Sigurðssyni, sem var þá skólastjóri á Stokks- eyri, en allt starf hefur legið niðri hjá þeim um nokkurn tíma. Félagsforingi „Svana“ er nú Hjálmar Guðmundsson, en sveitarforingi þeirra er Björgvin Jósteins- son. gangi. A fremstu síðu er, auk smekklegs titils, ávallt grein alvarlegs efnis. Á annarri bls. eru birtar fréttir til félagsmanna, en á 3. bls. eru greinar eftir flokksforingjana. Á öftustu bls. er svo framhaldssaga. Þetta mun vera eina fjölritaða skátablaðið á ís- landi, sem kemur út vikulega og ber góðan vott um dugnað félagsmanna. Ritstjóri er Björn Sveinbjarnarson. Hraunbúinn. Þá hefur Skátablaðinu borizt blaðið „Hraunbúinn“, en það er gefið út af skát- um í Hafnarfirði. Er það hið vandaðasta að öllum frágangi og prýtt fjölda mynda úr sögu félagsins og víðar að. Helztu grein- ar blaðsins eru: Ágrip af sögu Skátafélags Hafnarfjarðar, Brautryðjandinn Sir Robert Baden-Powell, Hvað mætir menn segja um skátafélagsskapinn og Uppeldisgildi skáta- félagsskaparins. Auk þess eru í blaðinu sögur, leikþáttur, þrautir, gátur o. s. frv. Ritstjóri er Vilbergur Júlíusson, en prent- un annaðist Prentsmiðjan Oddi h.f. Nýlega hefur skátafélagið „Fossbúar", Selfossi, gengið í B.Í.S. Félagsforingi þeirra er Leifur Eyjólfsson kennari. Andvari. Skátablaðinu hefur að undanförnu bor- izt vikublaðið Andvari. Útgefandi þess er Skátafélagið Völsungar. Blaðið er 4 bls., fjölritað og hið vandaðasta að efni og frá- Félagsblaðið. Að lokum hefur Skátablaðinu borizt Fé- lagsblaðið, en það er blað skáta í S.F.R. Er það 6 bls. fjölritaðar. Blaðið er hið bezta að efni og flytur ýmsar fréttir, sögur o. s. frv. Ritstjóri er Pétur Guðmundsson. Leiðrétting. Sú leiðinlega villa komst inn í grein Þórarins Óskarssonar í síðasta jólablaði, að 18 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.