Morgunblaðið - 16.02.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.02.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. www.noatun.is Fermingarveislur Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun. 1990 KR./MANN VERÐ FRÁ AÐEINS FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Boðuðu verkfalli í níu fiskimjöls- verksmiðjum, sem hefjast átti í gær- kvöldi, var aflýst í gær. Sameiginleg samninganefnd Afls starfsgreina- félags og Drífanda stéttarfélags af- lýsti fyrst verkfalli í fiskimjölsverk- smiðjum á félagssvæði sínu og Verkalýðsfélag Akraness fylgdi í kjölfarið. „Við erum ánægðir með að það skyldi vera tekin skynsamleg ákvörðun,“ sagði Jóhann Pétur And- ersen, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra fiskimjölsframleiðenda. Hann sagði að búið hefði verið að stoppa flestar verksmiðjurnar þar sem verkfall var boðað. Jóhann kvaðst reikna með að verksmiðjurnar færu allar í gang aft- ur. Ekki væri þó víst að það gerðist strax heldur biðu líklega einhverjir eftir að hrognataka hæfist. Skortur á samstöðu „Ástæða þess að verkfallinu er af- lýst er skortur á samstöðu milli verkalýðsfélaga á landinu en brætt er á vöktum í verksmiðjunni á Þórs- höfn og í Helguvík og enn ekki boðað til vinnustöðvunar þar,“ segir í yf- irlýsingu Afls og Drífanda. Samn- inganefndin lýsti miklum vonbrigð- um með þróun mála. Hún benti m.a. á að afstaða Verkalýðsfélags Þórs- hafnar, sem ekki hafði boðað verk- fall, og gangsetning fiskimjölsverk- smiðju Síldarvinnslunnar í Helguvík veikti mjög stöðu Afls og Drífanda til verkfalls. Samningaviðræður Afls og Dríf- anda við SA vegna fiskimjölsverk- smiðja halda áfram í næstu viku und- ir stjórn ríkissáttasemjara. „Það var ekkert annað í stöðunni eftir að hinar bræðslurnar afboðuðu verkfall,“ sagði Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um afboðun verkfalls á Akranesi. „Það er illa komið fyrir ís- lenskri verkalýðshreyfingu og aum- ingja íslenskir launþegar. Það er með ólíkindum að verða vitni að því að menn skuli ekki hafa kjark eða þor til að standa í lappirnar,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það vera sitt mat að Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefðu bundist órjúfanlegum böndum um að hér skyldu engir fá neitt um- fram það sem samið yrði um í sam- ræmdri launastefnu. „Þetta tel ég vera meginástæðu þess hvernig hér fór,“ sagði Vilhjálmur. Samninganefnd bræðslumanna Loðnuvinnslunnar á Þórshöfn og SA undirrituðu í gær yfirlýsingu í fjór- tán liðum um sérkröfur starfsmanna fyrirtækisins. Ekki náðist sátt um launakjör og verður kjaradeilan um launaliðinn áfram hjá ríkissátta- semjara. Ef Verkalýðsfélag Þórs- hafnar boðar til verkfalls til að knýja á um launakröfur þá fellur yfirlýs- ingin úr gildi. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Loðnufrysting Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafa keppst við að frysta loðnu áður en boðað verkfall bræðslumanna skylli á. Nú hefur verkfallinu verið frestað og því ljóst að hægt verður að vinna loðnuhrogn. Verkfalli bræðslumanna aflýst á elleftu stundu  Talsmenn bræðslumanna segja að skort hafi á samstöðu milli verkalýðsfélaga Samtökin InDefence segja að Ice- save-samningarnir, sem eru til um- ræðu á Alþingi, feli óbreyttir í sér „óásættanlega áhættu fyrir Ísland“. Þjóðaratkvæðagreiðsla sé eina úr- ræðið sem eftir sé til að ljúka málinu með „sæmilegri sátt meðal þjóðar- innar“. Samtökin skora þess vegna á Alþingi að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um samningana. „Í ítarlegri umsögn InDefence- hópsins til Alþingis um Icesave III samningana var á það bent að óbreyttir samningar fælu í sér óásættanlega fjárhagslega áhættu fyrir Ísland,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá InDefence. „Sú áhætta er staðfest í öðrum efnahagslegum um- sögnum til Alþingis. Í umsögninni ráðlagði InDefence-hópurinn fjár- laganefnd og Alþingi að sameinast um eina breyting- artillögu sem hefði minnkað fjárhagslega áhættu þjóðar- innar. Krafa um þessa breytingu styðst m.a. við 11. gr. innstæðutil- skipunar Evrópusambandsins. Í til- lögu þessari fólst viðleitni til að ljúka Icesave-málinu í meiri sátt við ís- lensku þjóðina. Alþingi sýnir enga viðleitni í því að berjast fyrir breyt- ingum á samningunum og mæta þannig óásættanlegri fjárhagslegri áhættu Íslendinga.“ InDefence bendir á að í þjóðarat- kvæðagreiðslu um Icesave II hinn 6. mars á liðnu ári synjuðu 98% þeirra kjósenda, sem tóku afstöðu, staðfest- ingar á lögum sem forseti Íslands hafði skotið til þjóðarinnar. „Sam- bærilegt frumvarp liggur nú fyrir Alþingi en kosningar til Alþingis hafa ekki farið fram síðan fyrra frumvarp var til umfjöllunar á þingi.“ Eina leiðin til að ljúka málinu í sæmilegri sátt „Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR vilja 62% landsmanna fá að kjósa um nýju Icesave III samn- ingana. Úr því sem komið er telur InDefence-hópurinn að eina leiðin til að ljúka Icesave-málinu í sæmilegri sátt við þjóðina sé að þjóðin fái að kjósa um afdrif þess. Alþingi er því hvatt til þess að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave III samningana.“ InDefence hvetur til þjóðaratkvæðagreiðslu  Segir Icesave fela í sér óviðunandi áhættu fyrir Ísland Lögmaður slitastjórnar Glitnis hef- ur skrifað Charles E. Ramos, dóm- ara í hæstarétti New York, bréf þar sem farið er fram á að réttarhöld í skaðabótamáli Glitnis gegn sjö ein- staklingum og endurskoðunar- fyrirtæki hefjist að nýju. Michael C. Miller, lögmaður hjá Steptoe & Johnson, vísar í bréfi til dómarans til þess að er Ramos ákvað í desember að vísa málinu frá dómi hafi hann sett ákveðin skilyrði. Þessi skilyrði hafi ekki enn verið uppfyllt. Skilyrðin voru að sjömenningarnir og Pricewater- houseCoopers myndu ekki mót- mæla lögsögu íslensks dómstóls í málinu. Einnig að þeir lýstu því yfir að því yrði ekki mótmælt að dómur, sem kunni að falla í sambærilegu máli á Íslandi, yrði aðfararhæfur í New York. Segir Miller að rúmur hálfur mánuður sé einnig liðinn frá því dómarinn staðfesti orðalag yfirlýs- ingar, sem þeir sem málið beindist gegn yrðu að fallast á svo frávísun- in yrði staðfest. Tveir þeirra, Hannes Smárason og Pálmi Har- aldsson, hafi ekki fallist á yfir- lýsinguna og gefið til kynna að þeir muni ekki gera það. Óskar Miller eftir því að úr því að skilyrði fyrir frávísun hafi ekki verið uppfyllt verði málinu haldið áfram fyrir dómstólnum í New York án tafar. Hannes og Pálmi hafa hins vegar lýst því yfir að þeir áfrýi þeirri nið- urstöðu dómarans í desember að setja tiltekin skilyrði fyrir frávísun málsins. Vilja að réttarhöld hefjist að nýju Á landinu starfa nú 220 læknar við heilsugæslu í 200,45 stöðugild- um. Þau stöðu- gildi sem ekki eru setin teljast 26,3, segir í svari Guðbjarts Hannessonar velferð- arráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um heimilislækna. Af þessum fjölda vantar átta hjá Heilsugæslu höfuborgarsvæðisins, 5,8 stöðugildi hjá Heilbrigð- isstofnun Vesturlands og 6,9 hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í svarinu kemur fram að tölurnar séu fengnar frá rekstraraðilum heilsugæslu í landinu. Almennt séu stöður heimilislækna ætlaðar sér- fræðingum í heimilislækningum. 26 heimilislækna vantar á landinu Eftir var að veiða 75-80 þúsund tonn af 252.000 tonna loðnu- kvóta Íslendinga í gær, að mati Björns Jónssonar hjá kvótamiðl- un LÍÚ. Afli íslenskra skipa var því orðinn einhvers staðar á bilinu 170-180 þúsund tonn á ver- tíðinni. Þá voru Norðmenn búnir að veiða um 30 þúsund tonn og Grænlendingar um 6 þúsund tonn. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson er væntanlegt til hafnar í dag eftir loðnuleit allt í kringum landið síðustu tvær vikur. Þor- steinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs, kvaðst eiga von á nýjum útreikningum um hrygningarstofn loðnu í dag. Þetta er þriðji leiðangurinn í vetur til að kanna ástand og stærð loðnustofnsins. Í október var loðnan mæld, samhliða haustralli og mælingum á ástandi sjávar. 6.-22. janúar síðastliðinn var Árni Friðriksson við loðnu- mælingar og voru sex veiðiskip til aðstoðar í upphafi leiðangursins. Loðnuleiðangri að ljúka EFTIR AÐ VEIÐA UM ÞRIÐJUNG LOÐNUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.