Morgunblaðið - 16.02.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 16.02.2011, Síða 4
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn Reykja- víkur tilkynnti í gær, flestum að óvörum, að borgin ætlaði að bæta allt að 200 milljónum króna við fjárveit- ingar til grunnskólastarfs á haust- önn 2011. Tillaga um það verður tek- in fyrir í borgarráði á fimmtudag. Fram kom hjá fulltrúum meiri- hlutanum á borgarstjórnarfundi í gær að til þess að standa straum af þessum kostnaði yrði m.a. lagt til að útsvar yrði hækkað upp í hámark, 14,48%, sem á að skila rúmlega 200 milljónum á ársgrundvelli. Í tilkynningu frá borginni segir að aukið fjárframlag til menntasviðs muni gera borginni kleift að standa vörð um list- og verkgreinakennslu. Jafnframt verði auknu fé varið í for- fallakennslu og gæslu. Með þessu er horfið frá niður- skurði á kennslumagni upp á 2,8% sem boðaður var í fjárhagsáætlun 2011. Þar kom jafnframt fram að menntasvið myndi horfa til mögu- legra tækifæra til aukins sveigjan- leika í skólastarfi sem kynnu að bjóð- ast í viðræðum menntamálaráðu- neytis við Samband íslenskra sveitarfélaga. Í tilkynningunni frá í gær kom fram að nú væri ekki útlit fyrir að ráðuneytið myndi veita þennan sveigjanleika. Samkvæmt upplýsingum frá menntasviði í gær átti niðurskurður á kennslumagni að skila 135 milljóna sparnaði og hagræðing í gæslu og næðisstund átti að skila 21 milljón. Guðrún Valdimarsdóttir, formað- ur Samfoks (Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík), segir samtökin fagna aukafjárveitingunni en hún dugi hins vegar hvergi nærri til. Guðrún segir að þegar tekið hafi verið tillit til aukafjárveitingarinnar nemi niðurskurður til menntasviðs eftir sem áður 800 milljónum. Ef komast ætti hjá niðurskurði á kennslumagni hefði þurft að bæta við 250 milljónum og einnig þyrfti meira fé til gæslu. Þá væri ekki sann- gjarnt að kenna grunnskólanum um að nauðsynlegt væri að hækka skatta. „Við höfum óskað eftir því að það verði forgangsraðað í þágu barna og unglinga og þau sleppi einhverju öðru,“ segir hún. Allt að 200 milljónum til viðbótar í grunnskólana 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 Útsvarið hækkað í hámark  Formaður Samfok fagnar aukinni fjárveitingu til grunnskóla, en segir hana hvergi nærri duga til  Horfið frá niðurskurði á kennslumagni upp á 2,8%, sem boðaður var í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár  Foreldrar og starfsfólk einhuga um að verja leikskólana, segir formaður Félags leikskólakennara Morgunblaðið/Ómar Niðurskurði mótmælt Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík og leikskólastarfsmenn fjölmenntu við Ráðhús Reykjavíkur í gær og mótmæltu niðurskurði til leikskólanna og sameiningatillögum. Mörg hundruð manns söfnuðust saman við Ráðhús Reykjavíkur seinnipartinn í gær til að sýna samstöðu gegn frekari nið- urskurði í leikskólum borg- arinnar. Samtök foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík stóðu að fundinum og var starfsfólk leik- skólanna einnig hvatt til að mæta. Fundurinn var friðsamlegur en augljóst var að það er hiti í for- eldrum og starfsmönnum leik- skóla sem fjölmenntu á fundinn. „Ég vil að þetta sé skoðað bet- ur, það er ekki búið að sýna mér að þetta spari krónu. Mér finnst þetta illa skipulagt og lítið rætt við fólk. Það er mikill innri órói, fólk veit ekki hvað tekur við og stjórnendur vita ekki hvort þeir verða með vinnu eftir mánuð eða tvo mánuði,“ sagði Brynhildur Jónsdóttir leikskólastarfsmaður fyrir utan Ráðhúsið í gær. Fleiri voru á sömu skoðun. „Okkur hefur ekki verið sagt neitt, það er mikil óvissa og það er ástæðan fyrir þessum fundi. Það þarf að koma 400 börnum inn í leikskólana á næsta ári og það á að gera með því að henda fimm ára krökkunum inn í grunn- skólana. Við viljum sjá hvaða starf verður fyrir þessi börn, á að troða þeim inn í skóla sem þegar eru yfirfullir eða hvað á að gera,“ sagði Ingi Þór Ágústsson, for- maður foreldrafélagsins í Lauf- skálum. Flestir á staðnum vildu að það yrði hætt við sameiningarhug- myndirnar og margir voru óánægðir með að fá ekki bein svör frá borginni og að grasrótin fengi ekki að vera með í skipu- lagningunni. „Það á að sameina stofnanir sem eru gjörólíkar hvað varðar stefnur og strauma. Stjórnun færist fjær börnunum og starfsfólkinu, ég get ekki séð nokkurn faglegan ávinning nema síður sé,“ sagði leikskólastjóri á Skógarborg. Foreldrar nefndu að þeir væru hræddir um að fagþekkingin færi úr leikskólunum og sögðu komið að sársaukamörkum. Flestir voru bjartsýnir á að samstöðufund- urinn hefði áhrif og voru gríð- arlega ánægðir með þátttökuna í honum. „Ég held að það sé að rofa til og að borgarfulltrúar séu að sjá að þetta er of hratt og bratt og langt gengið. Það er mikil sam- staða og foreldrar, starfsfólk leikskólanna og skólastjórnendur eru einhuga um að verja leik- skólana fyrir frekari niðurskurði og standa vörð um faglegt starf í leikskólum,“ sagði Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags leikskólakennara. ingveldur@mbl.is Mikill innri órói og óvissa fólks  Foreldrar og leikskólastarfsmenn fjölmenntu á samstöðufund í Ráðhúsinu „Við slógum alltaf þann varnagla að við myndum horfa til viðræðna sveitarfélaganna og menntamálaráðuneyt- isins um hugsanlega breytingu á grunnskólalögum. En það lítur ekki út fyrir að fólk muni ná saman,“ segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs. Í byrjun janúar hafi komið í ljós að grunnskólunum reyndist erf- itt að ná markmiðum fjárhagsáætlunar, sérstaklega vegna forfalla og gæslu. Meirihlutinn hafi verið með- vitaður um að ef í ljós kæmi að staðan væri ekki ásætt- anleg yrði að grípa inn í og staðan væri ekki ásættan- leg. Viðræður við menntamálaráðuneytið snúast um að fækka lögbundnum kennslustundum á viku og segir Oddný að sparnaður í kennslukostnaði um 2,8% hafi verið háður samkomulagi við ráðuneytið. Einhvers staðar þurfi að finna fjármuni til að greiða fyrir 200 millj- óna aukafjárveitingu. Oddný segir að það verði kynnt á fimmtudag hvernig borgin muni greiða þetta. Að hennar mati væri rétt- látasta leiðin að hækka útsvar. „Þannig dreifum við byrðunum á sanngjarnastan hátt. Ég held að Reykvíkingar hljóti að sýna því skilning.“ Hvað segja þær um fyrirhugaðan niðurskurð í skólakerfi borgarinnar? Oddný Sturludóttir Tillagan um 200 milljóna króna aukafjárveitingu til grunnskóla í borginni kom Þorbjörgu Helgu Vigfús- dóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menntaráði, ekki á óvart. „Ég sá að þetta myndi aldrei ganga upp. Það sem er enn verra er að það er gríðarlegur nið- urskurður eftir sem er illa útfærður og það er ýmis kostnaður enn falinn því mikil framúrkeyrsla var í sérkennslu og í afleysingum vegna langtímaveikinda í fyrra, bæði í leikskólum og grunnskólum,“ sagði hún. Meirihlutanum hefði verið bent á að leiðrétta þyrfti tekjugrunn leikskóla og grunnskóla vegna þessarar framúrkeyrslu en á það hefði ekki verið hlustað. Aðspurð hvort gengið væri nógu langt með þessari aukafjárveit- ingu, sagðist Þorbjörg Helga ekki hafa forsendur til að meta það því upplýsingar um rekstrarstöðu skólanna væru hjá menntasviði og einungis þar. Hún er andvíg útsvarshækkun og bendir á að óvenjuhá upphæð sé undir liðnum ófyrirséð eða 660 milljónir auk þess sem ýmsir kostn- aðarliðir hjá borginni hefðu hækkað, án þess að þá hefði verið talin þörf á útsvarshækkun. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík boða til mótmælagöngu frá Skólavörðuholti að Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 16.30 á fimmtudag. Í til- kynningu frá félaginu segir að skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldra- félaga ætli að standa vörð um skólagöngu barna sinna og ætli að reisa vörðu við aðalinngang Ráðhússins kl. 17 en hálftíma síðar hefst í húsinu opinn fundur um grunnskólamál. Aftur mótmælt á fimmtudag ÓÁNÆGÐIR FORELDRAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.