Morgunblaðið - 16.02.2011, Page 18

Morgunblaðið - 16.02.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur . Morgunblaðið gefur út ÍMARK fimmtudaginn 3. mars og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 4. mars. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 24. febrúar. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: ÍMARK íslenski markaðsdagurinn S É R B L A Ð MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar Viðtal við formann Ímark Saga og þróun auglýsinga hér á landi Neytendur og auglýsingar Nám í markaðsfræði Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna Hverjir keppa um Lúðurinn Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin Ásamt fullt af öðru spennandi efni Ungur námsmaður, Kristinn Ingi Jónsson, fór lofsamlegum orðum hér í blaðinu um hug- takið græðgi og taldi græðgina knýja mann- kynið áfram. Þetta er rangt og er útbreiddur misskilningur hér á landi sem erlendis í hópi harðlínumanna. Ennfremur er mann- lífið á jörðinni í hættu vegna þess að hagkerfin hafa fært litlum hópi manna stærstan hluta eigna og fjár- magns jarðarbúa. Hér súpum við seyðið af gjörðum manna sem greip græðgi, manna sem varðaði ekkert um almenning eða lögmálin þekktu. Launakjör þeirra og lífsstíll var ekki í samræmi við líf okkar hinna. Þeir skömmtuðu einum bankastjóra 70 milljónir á mánuði í laun meðan „stjórnmálastéttin“ öll, svo þekkt dæmi sé tekið, 63 þingmenn og 12 ráðherrar, hafði samtals 39 milljónir á mánuði. Bónuskerfi einkabank- anna var bundið eigendum bank- anna, ekki fólkinu á gólfinu. Þeir tóku sjálfum sér milljarða á milljarða ofan og rændu peningastofnanirnar innan frá. Þeir sem gagnrýndu þessa þróun voru dæmdir afdalamenn í torfkofum sem ekki skildu bissness á alþjóðavettvangi. Græðgin er löstur, meinsemd og óhóf á hvaða sviði sem hún birtist, græðginni fylgir bölvun. Gróði, gróðavon eða gróðahyggja eru hins vegar aflhvatar sem knýja menn og þjóðir, einstaklinga og fyrirtæki áfram. Sígandi lukka er best. Maður sem hefur gróðavon að leiðarljósi fyrir sig og samfélag sitt og vinnur samkvæmt góðum gildum siðfræð- innar gerir sjaldan rangt. Hinn sem er knúinn áfram af græðgi er oftast veikur eða spilltur og miskunnarlaus gagnvart sjálfum sér og öðrum. Græðgin hreykir sér Meira að segja prófessorar í há- skólunum hafa alið á gróðahyggju jafnvel græðgisvæð- ingu í leiðinni eins og ekkert annað skipti máli í lífinu en pen- ingar. „Að græða á dag- inn og grilla á kvöldin,“ varð boðorð eins þeirra. Lögmál lífsins býr innra með mörgu fólki og það veit að græðgin drepur og spillir litlum sem stórum sam- félögum. Græðgin hreykir sér og eitrar öll samskipti manna. Bók bókanna boðar „í svita þíns andlitis skalt þú brauðs þíns neyta“, auðfeng- inn gróði spillir. Góðir hlutir gerast hægt sagði gamla fólkið. Allt kann sá sem hófið kann. Sjaldan launar kálf- urinn ofeldið, honum hefnist fyrir bölvaða græðgina, bætti það við. Eft- ir ofsaárás frjálshyggjunnar, græðg- innar er mikilvægt að menn og þjóð- félög geri með sér nýjan sáttmála um siðferði og lífssýn. Það er til annar mælikvarði um hamingjuna sem er mikilvægari en krafan um gróða. Það er sameiginlegur árangur fjöldans t.d. í gegnum samvinnu eða sam- takamátt í íþróttum eða allir hafi jafna hlutdeild í hagnaði fyrirtæk- isins í gegnum ákvæði um bónus sem við þekkjum. Við sem töldumst gamaldags framsóknarmenn vildum verja hið blandaða hagkerfi. Hér var beint og óbeint alið á því að einstaklingurinn einn og sjálfur ætti bara að hugsa um eigin hag. Enginn vill að hinir spilltu sem hruninu ollu komi aftur bak- dyramegin í atvinnulífið, þeir eiga alla vega um sinn að hverfa út úr ís- lensku atvinnulífi. Hvað sögðu öldungarnir 2008? Ég minnist viðhorfs tveggja öld- unga frá árinu 2008 sem voru þjóð- þekktir menn. Það voru þeir Sig- urbjörn Einarsson, fyrrv. biskup, og Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra, báðir horfnir af sviðinu. Ég var staddur í Þjóðleik- húsinu í mars 2008, þar tekur Sig- urbjörn Einarsson við íslensku verð- laununum úr hendi menntamála- ráðherra. Hann gengur upp á sviðið hátt í eitt hundrað ára gamall, hefur upp sína miklu rödd sem fyllir Þjóð- leikhúsið og segir eitthvað á þessa leið: – Nú hef ég áhyggjur af ís- lenskri þjóð, græðgin sem viðgengst gerir það að verkum að menn sjá ekkert lengur nema glæsivelli og fé- þúfur. Steingrímur hins vegar varð átt- ræður í júní sama ár og var honum haldið málþing af því tilefni, þar tók fréttamaður hann tali. Fréttamað- urinn spyr um viðhorf hans til efna- hagsmálanna. Hér var allt í algleymi, útrásarvíkingar í einkabönkum áttu sviðið og þeir sem vöruðu við og töldu ástandið varasamt voru snupr- aðir. Steingrímur Hermannsson svarar spurningunni um efnahags- ástandið eitthvað á þessa leið: – Ég hef áhyggjur af því, ég verð að segja það. Áhyggjur af hverju spyr frétta- maðurinn. – Ég óttast að mjólk- urkýrnar séu komnar út í fjóshaug- inn. Hvað meinarðu er spurt. – Ja það var alltaf fyrsta verk okkar strákanna á vorin að girða fjóshaug- inn af svo mjólkurkýrnar færu ekki út í hann. Hvað kemur þetta fjós- haug og mjólkurkúm við spyr frétta- maðurinn. – Ég óttast að margir duglegustu mennirnir okkar séu komnir út í forina og séu að draga þjóðina með sér. Hér hefur græðgin ráðið ferðinni, vantað girðingar og reglur til að stöðva græðgis- væðinguna. Báðir þessir menn nefna græðgina sem hættulegt afl. Þeir voru mótaðir af hugsun kynslóðar sem gerði Ís- land að velsældarríki, virt og dáð fyr- ir manndóm, dugnað, heiðarleika og drengskap. Græðginni á að sökkva á fertugt dýpi, hún er skaðvaldur í lífi fjölskyldna og þjóða. Græðgi er löstur – „drepur, lamar, eyðileggur“ Eftir Guðna Ágústsson » Græðginni á að sökkva á fertugt dýpi, hún er skaðvaldur í lífi fjölskyldna og þjóða. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Síðastliðinn sunnu- dag var þingmaðurinn Þór Saari í viðtali hjá Jóni Ársæli í þættinum Sjálfstætt fólk. Í þætt- inum talaði Þór niður til álvinnslunnar í land- inu, talaði m.a. um „helvítis álverið“, „spyrna þyrfti við fót- um varðandi frekari ál- bræðslur á landinu en orðið er“ og „áhættunnar vegna væri ekki vit að setja fleiri egg í þá körfu“. Síðar í þættinum var hann beðinn um að koma með skýr og klár dæmi um spillingu í íslensku stjórnmálalífi og nefndi hann þá HS Orku í því sambandi. Orðrétt sagði hann: „Í fyrra skilaði HS Orka 6,8 milljarða hagnaði, Reykjanesbær fékk 50 milljónir af því, – sem skiptir engu máli. 6,8 milljarðar fara til Kanada.“ Í kjölfarið nefndi hann svo að íslenskir stjórn- málamenn og stjórn- málaflokkar væru að gæta einhverra ann- arra hagsmuna, sem væru undir yfirborðinu og þyrftu að koma í ljós síðar. Þór til fróðleiks er rétt að benda á að HS Orka selur stóran hluta af framleiðslu sinni til „helvítis álveranna“ eins og hann orðaði svo smekklega sjálfur og er verð raforkunnar tengt álverði. Vegna mikillar hækkunar á áli á heimsmarkaði á árinu 2009 voru framtíðarsamningar um raforkusölu fyrirtækisins tekjufærðir sem nem- ur 7,1 milljarði króna. „Helvítis ál- verin“ hans Þórs voru því valdur að því að HS Orka skilaði þeim mikla hagnaði sem Þór sagði að yrði flutt- ur til Kanada. Vissulega komu þess- ar fjárhæðir ekki inn í fyrirtækið á árinu 2009 og gera kannski aldrei. Því síður voru þær fluttar til útlanda eins og „hagfræðingurinn“ fullyrti í þættinum. Leigugjald Reykjanesbæjar sem sveitarfélagið fær fyrir afnot HS Orku að auðlindinni – auðlind sem er nú að fullu í eigu sveitarfélagsins – er um 50 milljónir á ári og mun skila sér áfram til sveitarfélagsins næstu 65 ár. Það er hæsta afgjald (leigu- gjald) sem undirrituðum er kunnugt um þegar kemur að auðlindagjaldi fyrir aðgang að jarðhita eða vatns- afli hér á landi. Í sjálfu sér er mér sama þótt „hagfræðingurinn“ geri svo lítið úr sjálfum sér og menntun sinni að setja fram staðhæfingar sem eru rangar og villandi. Verra þykir mér að hann leyfi sér að gefa í skyn að menn séu að vinna „á laun“ að hags- munum annarra en íbúa sveitarfé- lagsins og þjóðfélagsins í heild. Þór – mér þykir pólitík þín vera ódýr og einföld og er ósammála þér í flestu því sem þú setur fram en ég efast samt ekki um að þú setur hana fram af bestu samvisku og trú um að hún sé þjóðinni fyrir bestu. Ég ráðlegg þér að temja þér þá kurteisi að gera ráð fyrir því sama þegar þú talar um aðra stjórnmálamenn þó að þú sért ósammála þeim í skoðunum. Jafn- framt að þú hættir að væna menn um óheiðarleika, eins og hags- munagæslu fyrir aðra en íbúa þessa lands, þegar þú hefur ekkert fyrir þér í slíkum óhróðri. Í tilefni orða Þórs Saari Eftir Böðvar Jónsson » Í sjálfu sér er mér sama þótt „hagfræð- ingurinn“ geri svo lítið úr sjálfum sér og menntun sinni að setja fram staðhæfingar sem eru rangar og villandi. Böðvar Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ og formaður bæjarráðs. Það ber ekki vitni um mikla tengingu við raunveruleikann að heyra forystumenn launþega halda því fram að þá varði ekkert um hvort sátt náist um málefni sjávarútvegs á Íslandi. Sjávarútvegur skiptir okkur öll máli. Án verkefna úr þeirri atvinnugrein væri t.d. fyrirtækið okkar, Eyjablikk, aðeins svipur hjá sjón. Sennilega væru Eyj- ar ekkert annað en blómleg sum- arhúsabyggð án sjávarútvegs. Ég flutti til Vestmannaeyja árið 1997 og stofnaði fyrirtækið okkar sama ár. Markmið mitt var að skapa mér eins samfelld verkefni og kostur var. Fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn árið eftir og smám saman hefur þeim fjölgað og eru nú orðnir níu. Verk- efnin eru fjölbreytt en að stærstum hluta tengd sjávarútvegi; færibönd, kör, lagnir, loftræstikerfi og ýmis konar viðhald. Þrír fjórðu hlutar velt- unnar tengjast verkefnum fyrir sjáv- arútveginn. Blikur á lofti Ég þekki það af samtölum við suma af viðskiptavinum okkar að þeir voru ekkert of sælir með kvótakerfið á sínum tíma en lærðu að lifa með því. Sumir hafa hins vegar teflt of djarft og verða að taka afleiðingunum eins og aðrir sem reisa sér hurðarás um öxl. En nú eru blikur á lofti og ég hef meiri áhyggjur af því hver áhrif fyr- irhugaðra breytinga verða á íbúana í Eyjum. Undanfarin ár hefur ríkt óvissa um framtíð sjávarútvegs- ins. Hún snertir beint þá sem eiga allt sitt undir þjónustu við at- vinnugreinina. Nú er svo komið að stærstu sjávarútvegsfyrirtækin slá á frest verkefnum, sem þau annars hefðu ráðist í ef fyrir lægi skýr stefna um fisk- veiðistjórn til framtíðar. Þar af leiðandi erum við ekki að sjá verkefni sem annars væru kominn á hönnunarstig eða jafnvel í útboð hjá þeim. Hvað verkefnastöðuna varðar þá vitum ekkert hvað tekur við eftir að loðnuvertíð lýkur. Treystum byggð í Reykjavík Í lögum um stjórn fiskveiða segir m.a. að markmiðið sé að treysta byggð í landinu. Stefna núverandi stjórnvalda er í fullu samræmi við þau markmið. Gallinn er sá að verði henni framfylgt óttast ég að það verði aðeins í borgarlandinu sem byggðin stendur traustari fótum á eftir. Treystum byggð í Reykjavík Eftir Stefán Þ. Lúðvíksson Stefán Þ. Lúðvíksson » Gallinn er sá að verði henni framfylgt ótt- ast ég að það verði að- eins í borgarlandinu sem byggðin stendur traustari fótum á eftir. Höfundur er framkvæmdastjóri Eyjablikks ehf. í Vestmannaeyjum. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.