Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 1

Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 1
M Á N U D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  43. tölublað  99. árgangur  SKAUST UPP Á STJÖRNUHIMIN SEM VÉLMENNI RÉTTI TÍMINN TIL AÐ KLIPPA TRJÁGRÓÐURINN BRIM OG THE GOOD HEART SIGURSÆLAR Á EDDUNNI GREINABYGGING GREINILEGUST 10 STJÖRNUM PRÝDD HÁTÍÐ 37TÓNLISTIN Í FYRIRRÚMI 35 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Að öllu óbreyttu munu Íslendingar ganga til atkvæða- greiðslu öðru sinni á rúmu ári og kjósa um ríkisábyrgð á endurgreiðslum til Breta og Hollendinga vegna Icesave- innlánsreikninga Landsbankans. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann synjaði lögunum um ríkisábyrgð staðfestingar og vísaði þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill meiri- hluti var fyrir samþykkt laganna á Alþingi, en Ólafur Ragnar vísaði til þess að tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu hefði verið felld með naumindum. Í ljósi að- komu þjóðarinnar á fyrri stigum málsins, og þess að ekki hefði náðst samstaða um að Alþingi eitt lyki málinu, af- réð forsetinn því að vísa því til þjóðarinnar á ný. Samkvæmt nýsettum lögum um framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslna skulu kosningarnar fara fram í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir synjun staðfestingar. Því ættu kosningarnar að fara fram eigi síðar en 20. apríl næstkomandi. Lögin taka hins vegar gildi þegar í stað. Alþingi hefur ekki endurnýjað umboð sitt Forsetinn hefur ítrekað sagt undanfarna daga að mál- ið sé erfitt viðfangs og staða sín þar með líka. Í rökstuðn- ingi sínum í gær tók hann það fram að sér þætti hinir nýju samningar vissulega betri en hinir fyrri, svo að munaði „risavöxnum upphæðum.“ Ákvörðun hans byggðist hins vegar ekki á efnislegu inntaki samning- anna, heldur lýðræðislegum umbúnaði málsins. Með ákvörðun sinni um beitingu málskotsréttarins í fyrra hefði almenningur komið að borðinu sem löggjafi, og þar sem Alþingi hefði ekki endurnýjað umboð sitt í þing- kosningum síðan þá, væri rétt að löggjafarvaldið yrði einnig „tvískipt“ að þessu sinni. Forystufólk ríkisstjórn- arinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, kvaðst undrandi á ákvörðun Ólafs Ragnars. Þau sögðust hafa reiknað með því, í ljósi hins mikla meirihluta sem var fyrir málinu á þingi, að forsetinn myndi staðfesta lögin, og málið yrði þar með úr sögunni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti Jóhanna al- varlegt samtal við forsetann þegar ljóst var að Icesave- samningurinn færi fyrir þingið og gerði honum ljóst að það gæti haft alvarlegar afleiðingar ef hann skrifaði ekki undir. Talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnvöld í Hollandi litu svo á að samningaviðræðum við Íslendinga væri lokið. Það væri nú íslenskra stjórnvalda að vinna úr stöðunni. Bresk stjórnvöld bíða upplýsinga um stöðu mála frá starfssystkinum sínum hér á landi. Össur Skarphéðins- son, utanríkisráðherra, segir ráðuneyti sitt munu fara í kynningarherferð á erlendri grundu, líkt og gert var í fyrra. Margir skilji til dæmis ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um málskotsrétt. Þjóðin kýs að nýju  Forseti Íslands segir rétt að þjóðin hafi áframhaldandi að- komu að málinu sem löggjafi Morgunblaðið/Golli  Telur nýju samningana mun betri, en segir efnislegt inntak þeirra ekki hafa ráðið úrslitum  Þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð á endurgreiðslum fer fram í síðasta lagi 20. apríl Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði það ljóst að samstaða um að Alþingi eitt lyki hinu lífseiga Icesave-máli væri ekki fyrir hendi. Stuðningur væri við það að þjóðin yrði áfram annar löggjafa í málinu. „Í fyrsta lagi hlutu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu verulegt fylgi á Alþingi, tæplega helmingur þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum greiddi þeim atkvæði. Í öðru lagi hafa rúmlega 40.000 kjósendur formlega óskað eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hið nýja frumvarp eða um fimmtungur kosningabærra manna. Í þriðja lagi benda skoðanakannanir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að hún komi að endanlegri afgreiðslu málsins,“ sagði Ólafur Ragnar í yfirlýsingu sinni á Bessastöðum í gær. Þjóðin hafi áður komið að málinu og ekki tekist að mynda samstöðu um að ann- ar háttur skyldi hafður á nú. Því ákvað hann, í samræmi við 26. gr. stjórnarskrárinnar, að vísa frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki samstaða um að Alþingi ljúki málinu Ábyrgðin liggur nú hjá þjóðinni að mati aðilavinnumarkaðarins »2  Þjóðaratkvæðagreiðslan undirbúin »2  Snýst um að semja eða fara dómstólaleiðina »4  Fréttaskýring: Þjóðin eigi síðasta orðið »6  Báðir aðilar löggjafar skeri úr um málið »12  Ætti engin áhrif að hafa á ferlið »13 Forseti synjar Icesave- lögum staðfestingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.