Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 2

Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 ostur Ríkur af mysupróteinum 9% aðeins Prófaðu bragðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Dómstólaleiðin er þyrnum stráð og algjörlega óvíst hvaða niðurstaða leiðir af henni. Auk þess tekur hún langan tíma og öll töf á málinu er slæm fyrir Ísland. Þetta sagði for- seti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær þegar ljóst var að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði Icesave-lagafrum- varpinu staðfestingar. Álit fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins er á sömu nótum. Hann mælir með að þjóðin gefi samþykki sitt í atkvæðagreiðslunni enda sé ekki betri kostur að hafna samn- ingunum og halda út í óvissuna. „Við höfum nokkuð lengi talið skynsamlegast að semja sig frá þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ. „Okkar áhyggju- efni hefur verið að þetta hefur taf- ið hér uppbyggingu og mun gera það áfram á meðan málið er ekki leyst. Það er ljóst að um þetta verður óvissa áfram. Það er ekkert annað að gera en að hraða þessari atkvæðagreiðslu.“ Hann telur óvissutímabil verða framlengt hér á landi ef Icesave-samningnum verði hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Hindrun sem þarf að yfirstíga Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir þann samning sem liggi á borðinu ásættanlegan og lausn málsins eina af þeim hindrunum sem þurfi að yfirstíga til að koma efnahagslífinu í gang fyrir alvöru, fá fjárfestingar af stað og atvinnu- leysi niður. „Sjálfur mæli ég með því að það verði sagt já og málið klárað. Ég tel ekki að það sé betri kostur í stöðunni að hafna samningunum og halda út í þá óvissu sem það hefur í för með sér fyrir lausn málsins.“ Vilhjálmur segir ákvörðun for- setans sem slíka vera staðreynd, svo það hafi ekkert upp á sig að spá í hana of mikið. „Nú liggur ábyrgðin á þessu máli hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Dómstólaleið þyrnum stráð Gylfi segir það hafa verið vitað mál frá því í fyrra, þegar forsetinn sendi Icesave II í dóm þjóðarinn- ar, að þessi staða gæti komið upp. Einnig að það hefði að sumu leyti verið líkleg niðurstaða. Hann segir hins vegar að ef þjóðin hafni samningunum að nýju sé verið að framlengja óvissutímabilið hér á landi um nokkurra ára skeið. „Ég hygg að það sé engin endurkoma að samningaborði eftir þetta. Það er krafa þjóðarinnar að fara með þetta dómstólaleiðina. Sú leið hef- ur alltaf verið mörgum þyrnum stráð og algerlega óvisst til hvaða niðurstöðu það muni leiða.“ Gylfi segir þá leið munu taka mjög langan tíma. „Á meðan hygg ég að það verði mikil óvissa um okkar mál. Öll töf á framgangi þessa vonda máls mun kosta okkur eitthvað. Sá reikningur tikkar bara. Ég held að því miður endi reikningurinn alltaf hjá þjóðinni, spurningin er bara um formið á honum.“ Ábyrgðin liggur nú hjá þjóðinni  Forseti Alþýðusambands Íslands telur enga endurkomu að samningaborði vegna Icesave-málsins  Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mælir með að þjóðin samþykki og klári þannig málið Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Egilsson Nokkurrar undrunar gætti þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, ljóstraði því upp á blaða- mannafundi á Bessastöðum í gær að starfsmenn skrifstofu forseta hefðu hringt í slembiúrtak þeirra sem skráðir voru á undirskriftalista kjosum.is. Aðstandendur síðunnar höfðu í vikunni sætt nokkurri gagn- rýni vegna framkvæmdarinnar, meðal annars fyrir það að ógjörn- ingur var fyrir einstaklinga að komast að því hvort þeir væru skráðir eða ekki. Brugðið var á það ráð að hringja í 100 manna úrtak áður en listinn var afhentur forseta á föstudaginn, og sögðust rúm 93% þeirra 74 sem svöruðu hafa skráð sig á listann. „Við ákváðum að hringja í fleiri sem höfðu skráð sig en [aðstand- endur kjosum.is] gerðu. Ég ætla ekki að fara að nefna tölur í því efni, en það voru samt fleiri en þeir hringdu í sjálfir,“ sagði Ólafur. „Ég get hins vegar sagt það hér að við náðum í þorrann af þeim sem við reyndum að hringja í og 99% af þeim sem við náðum í játuðu því að hafa sett nöfnin sín á þennan lista. Það er sem sé hærra hlutfall sem kom fram í okkar athugun en hjá þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta var hringt í fólk á laugardaginn, og var sú vinna al- farið unnin af starfsmönnum skrif- stofunnar og aðilum þeim tengdum. einarorn@mbl.is Könnuðu áreið- anleika sjálfir  Starfsmenn forseta settust við símann Morgunblaðið/Þorkell Staðastaður Starfsmenn skrifstofu forseta gerðu símakönnun. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Íslendingar þurfa nú að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave í annað sinn. Innanríkisráðuneytið sér um framkvæmd atkvæðagreiðsl- unnar en það er landskjörstjórn, sem ber ábyrgð á henni. Landskjör- stjórn sagði sem kunnugt er af sér störfum í lok janúar sl. í kjölfar þess að Hæstiréttur Íslands ógilti kosn- ingar til stjórnlagaþings sem fram fóru á síðasta ári. Sem stendur gegna varamenn hlutverki lands- kjörstjórnar en Alþingi á eftir að kjósa nýja aðalmenn. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tilnefna fulltrúa til setu í landskjörstjórn. Alþingi kýs nýja landskjörstjórn á næstunni Það verður gert á næstunni, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhann- esdóttur, forseta Alþing- is. Hún segir þetta vera á dagskrá Alþingis og hún hafi verið búin að leggja þetta fyrir þingflokks- formenn áður en ljóst var hver niðurstaða forseta Íslands yrði. Lög um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna tóku gildi 2. júlí í fyrra. Þar kemur fram að þjóðaratkvæða- greiðsla skuli fara fram innan tveggja mánaða ef forseti synji laga- frumvarpi staðfestingar. Þinginu ber jafnframt skylda til að halda kosningarnar svo fljótt sem kostur er. Innanríkisráðuneytið auglýsir kosningarnar samkvæmt lögum í síðasta lagi einum mánuði fyrir at- kvæðagreiðsluna. Verkefni þingsins er nú að ákveða hvernig spurningin verður orðuð sem borin verður upp en innanrík- isráðuneytið ákveður síðan kosn- ingadaginn. Hann getur í síðasta lagi orðið 20. apríl. Þann 6. mars 2010 hafnaði mikill meirihluti kjósenda lögum um rík- isábyrgð á Icesave-skuldbindingum. Þá var kjörsókn 62,7%. 134.397 sögðu nei, sem var 98,1% gildra at- kvæða en 2.599 sögðu já, eða 1,9% gildra atkvæða. Kostnaður við þjóð- aratkvæðagreiðsluna í fyrra var áætlaður um 230 milljónir króna. Þjóðaratkvæða- greiðslan undirbúin  Samkvæmt lögum verður kosið í síðasta lagi 20. apríl Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði til þann möguleika að kosið yrði til stjórnlagaþings samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice- save í viðtali eftir ákvörðun forseta í gær. Ágúst Geir Ágústsson, formað- ur starfshóps um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosn- ingar til stjórnlagaþings, sagðist telja þetta líklega niðurstöðu. „Þá er þetta kostnaðarspursmál sem menn hafa verið að líta til ekki leng- ur fyrir hendi,“ sagði hann. Hann sagði eðlilegast og réttast út frá lagalegum sjónarmiðum að kosið yrði að nýju á milli þeirra 522 frambjóðenda sem voru í kjöri í upphaflegu kosningunum til stjórnlagaþings. Líka kosið til stjórnlagaþings? TVÖFALDAR KOSNINGAR HUGSANLEGAR Morgunblaðið/Golli Ákvörðun tilkynnt Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti ákvörðun sína um að synja lögunum staðfestingar á blaða- mannafundi á Bessastöðum síðdegis í gær. Jafnframt lagði hann fram yfirlýsingu ákvörðuninni til stuðnings. Forseti Íslands synjar Icesave-lögum staðfestingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.