Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
– Lifið heil
Lægra
verð
í Lyfju
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
53
67
1
02
/1
1
LipoSan Ultra
20% afsláttur
Minni fita – færri hitaeiningar!
Áður: 4.990 kr. Nú: 3.989 kr. Afsláttur gildir til 5. mars.
Náttúrulega leiðin til að léttast.
LipoSan er íslensk framleiðsla sem inniheldur
kítósan, náttúrulegar trefjar unnar úr rækjuskel.
Viðurkenndar rannsóknir benda til þess að
trefjarnar bindi fitu, dragi úr hitaeiningafjölda
og hafi auk þess góð áhrif á kólesteról.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hátt í 20 gámar höfðu í gærkvöldi
verið hífðir af Goðafossi og verður
haldið áfram með þá vinnu í dag.
Ekki liggur fyrir hvenær reynt
verður að flytja skipið af strand-
stað, en góðar líkur eru taldar á að
það takist. Fram kom í norskum
fjölmiðlum í gær að björgun skips-
ins gæti tekið nokkrar vikur, en
talsmaður Eimskips sagðist vona að
það tæki ekki svo langan tíma og
menn væru bjartsýnir á björgun.
Um borð í Goðafossi voru 430
gámar og þar af um 230 á dekki. Í
fyrrakvöld var gámur með sprengi-
efni fluttur frá borði og síðan var
vinnunni haldið áfram í gærmorg-
un. Gámarnir voru fluttir um borð í
pramma við skipshlið og tók hann
átta gáma í ferð. Eftir hádegi í dag
er stærra flutningaskip væntanlegt
á strandstað og tekur það 106 gáma
í ferð.
Mikið nákvæmnisverk
Ólafur William Hand, forstöðu-
maður kynningar- og markaðsmála
hjá Eimskip sagði að losun gám-
anna væri mikið nákvæmnisverk
við þessar aðstæður. „Gámarnir eru
ýmist 20 og 40 feta og geta vegið
allt að 30 tonn, þeir þyngstu. Krani
með gámagrifflum auðveldar losun
skipsins og það er nóg dýpi þarna
til að flutningaskipið geti lagst utan
á kranaprammann,“ segir Ólafur
„Þegar sérhver gámur hefur ver-
ið losaður eru ballest og stöðugleiki
endurreiknuð og sjó dælt í tanka til
að tryggja að skipið fljóti ekki upp.
Það er mikilvægt að hafa stjórn á
öllum aðstæðum og við viljum ekki
að skipið fljóti upp án þess að það sé
nákvæmlega undirbúið.“
Skipstjórinn stjórnar
Ólafur segir að ekki væsi um fjór-
tán manna áhöfn skipsins, sem hafi
unnið sem einn maður við björgun-
araðgerðir undir stjórn skipstjór-
ans. Hann njóti fyllsta trausts Eim-
skips við þessar aðgerðir og stjórni
vinnunni um borð í samvinnu við
norsk yfirvöld.
Ólafur vildi ekki tjá sig um at-
burðarásina við strand skipsins, en
fram hefur komið í norskum fjöl-
miðlum að skipstjórinn hafi viður-
kennt að hafa misreiknað stefnu
skipsins áður en það strandaði.
Einnig hefur kom-
ið fram að lóðs
yfirgaf skipið
óvenju-
snemma.
Vart varð
við fugladauða
beggja vegna Osló-
arfjarðar í gær og í
norskum fjölmiðlum koma fram
áhyggjur af því að olíumengun
muni skaða viðkvæma náttúru í
þjóðgarðinum Ytre Hvaler þar sem
skipið strandaði skammt frá Fre-
drikstad. Ólafur segir að mun
minna virðist hafa lekið af olíu úr
skipinu heldur en fyrst var óttast
en 800 tonn af olíu voru í tönkum
þess. Ólafur segir að náðst hafi að
safna um 40 tonnum af olíu í sér-
stakar girðingar.
Olían eins og malbik
Eðlilega hafi menn þó áhyggjur
af olíu sem fór í sjóinn og segist
hann vona að tjón á náttúrunni
verði sem allra minnst. Ekki sé lík-
legt að meira leki úr skipinu, því
sjór hafi þrýst upp í tanka skipsins.
Seigfljótandi olían sé nánast eins og
malbik, sitji ofan á sjónum í tönk-
unum. Kalt og stillt hefur verið við
Oslóarfjörð síðustu daga.
Ekki er ákveðið hvert farið verð-
ur með skipið til viðgerðar eftir
björgun þess, en það verður þó lík-
lega í Noregi. Það verði gert í sam-
ráði við norsk siglingayfirvöld og
skipið verði ekki hreyft nema með
þeirra leyfi.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
sjópróf fara fram. Skipstjóri gaf
skýrslu á föstudagskvöld og á laug-
ardag var lauslega rætt við nokkra
aðra úr áhöfn skipsins.
Bjartsýnir á björgun
Stöðugleiki og ballest endurreiknuð eftir að hver gámur hefur verið fjarlægður
Sjó dælt í tanka til að tryggja að skipið fljóti ekki upp án nákvæms undirbúnings
Ljósmynd/Johnny Leo Johansen
Gámar hífðir Unnið var að því í gær að hífa gámana frá borði með gríðaröflugum krana. Forvitnir áhorfendur fylgjast með á ísnum.
Lögreglan á Selfossi handtók fjóra
karlmenn á laugardag eftir að þeir
réðust að manni vopnaðir öxi. At-
vikuðust mál þannig að tveir menn
tilkynntu til lögreglunnar á Sel-
fossi, að þeir hefðu verið á gangi
skammt frá verslun N1 á Selfossi
þegar pallbíl, sem í voru fjórir
menn, var ekið að þeim. Mennirnir
fjórir stigu út úr bílnum og einn var
með öxi. Hann réðst að öðrum
gangandi manninum og sló til hans
með öxinni. Sá sem ráðist var á
slapp með minniháttar áverka.
Leitað var eftir aðstoð sérsveitar
ríkislögreglustjóra til að leita að
mönnunum og handtaka og höfðu
þeir allir náðst innan klukkutíma.
Tveir þeirra fundust á Eyrarbakka
og hinir tveir á Selfossi. Mönnunum
var sleppt í gær og telst málið upp-
lýst. Ástæða árásarinnar var upp-
gjör milli þess sem beitti öxinni og
hins sem varð fyrir henni.
Fjórir karlmenn
réðust að einum
vopnaðir öxi
Í dag standa Landbúnaðarháskóli
Íslands, Reykjavíkurborg og Félag
iðn- og tæknigreina fyrir fundi í
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu. Til-
efnið er umræða undanfarið um
aspir og önnur götutré og verður
fjallað um trjágróður í borg á fag-
legum nótum. Fundurinn hefst kl.
14 og stendur til kl. 16.
Aspir og önnur
götutré í Reykjavík
Lögreglan á Blönduósi var kölluð
út snemma í gærmorgun til að að-
stoða ökumann bíls sem hafði orðið
bensínlaus utan við bæinn. Þegar
lögreglu bar að kom í ljós að öku-
maðurinn var aðeins 14 ára og far-
þegarnir þrír allir undir 18 ára
aldri. Hafði hann tekið bílinn
ófrjálsri hendi frá ættingja.
Tilkynning barst lögreglunni um
klukkan sex um morguninn. Hafði
ökumaðurinn haft samband við
Neyðarlínuna þar sem hann hafði
orðið bensínlaus um 15-20 kíló-
metra utan við bæinn. Höfðu ung-
mennin þá ekið þangað úr Reykja-
vík um nóttina.
Fjórtán ára bílstjóri
varð bensínlaus
Goðafoss laðaði að sér fjölda
ferðamanna um helgina. Skipið
strandaði á Kvernskjær, milli
Asmaløy og Kirkøy. Sveitar-
stjórn Hvaler sendi frá sér til-
kynningu þar sem vakin var at-
hygli á að vegir og bílastæði á
ákveðnum svæðum réðu illa við
marga gesti.
Eimskip hefur verið með
reglulegar siglingar til Noregs í
aldarfjórðung án óhappa fyrr en
nú. Skip félagsins hafa viðkomu
í Fredrikstad einu sinni í viku.
Goðafoss og Dettifoss eru
stærstu skip íslenska flotans,
þau eru 165 metrar á lengd og
því rúmlega hálfur annar fót-
boltavöllur. Goðafoss er 17 ára
gamalt skip og er skráð á An-
tíca & Barbados.
Eimskip er með 16
flutn-
ingaskip í
sinni þjón-
ustu.
Stærstu
skip flotans
SEGULL FYRIR FERÐAMENN
Kringla Gaddafis
Milljónir urðu að milljörðum í
Sunnudagsmogganum þegar fjallað
var um verslunarmiðstöð, sem verið
er að reisa í Líbýu um þessar mund-
ir. Hið rétta er að kringla Moamm-
ars Gaddafis á að kosta 600 milljónir
evra.
LEIÐRÉTTING
Allt bensín sem Olíuverzlun Íslands
flytur til landsins fer í gegnum viða-
mikið rannsóknarferli, segir í yfir-
lýsingu frá félaginu vegna fréttar í
Morgunblaðinu sl. laugardag þar
sem fjallað var um gangtruflanir í
bílum og hugsanleg tengsl við galla í
bensíni. Var í fréttinni haft eftir Leó
M. Jónssyni véltæknifræðingi að
hann hefði fengið óvenju margar
ábendingar um gangtruflanir frá
áramótum.
Olís segir að eldsneyti fyrirtækis-
ins sé rannsakað af óháðri rannsókn-
arstofu erlendis, þegar því er dælt í
skip, og rannsakað við komu skips til
landsins auk þess sem tekin séu sýni
á bensínstöðvum félagsins og send í
rannsókn. „Allt það bensín sem fé-
lagið selur kemur frá Statoil í Noregi
og stenst allar opinberar kröfur. Þá
er eldsneyti félagsins dreift af gæða-
vottuðu fyrirtæki. Félagið hafnar al-
farið fullyrðingu Leós M. Jónssonar
véltæknifræðings um að flutt sé inn
lélegra bensín en áður, enda á sú full-
yrðing sér enga stoð í raunveruleik-
anum,“ segir í tilkynningu Olís.
Allt bensín í gegnum
viðamikið ferli