Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 13

Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 13
Morgunblaðið/Golli 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 „Ég tel að Jóhanna og Stein- grímur eigi að víkja strax á morg- un og fá inn annað fólk fyrir sig persónulega. Ef þjóðin hafnar þessu svo í þjóðaratkvæða- greiðslu finnst mér eðlilegt að þessari bensínlausu ríkisstjórn verði ýtt til hliðar og það verði farið út í kosningar,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar. Hann ítrekar að þetta sé sín persónulega skoðun, en þing- flokkur Hreyfingarinnar hefur ekki tekið afstöðu til málsins í heild. Öll greiddu þau atkvæði gegn frumvarpi fjármálaráð- herra, og með því að málinu yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Alþingi hefur ekki haft burði til þess að klára þetta mál sjálft. Aldrei. Það er bara kominn tími til að þjóðin fái að segja síðasta orðið – í annað sinn – um þetta mál og um vinnubrögð meirihlut- ans á Alþingi,“ segir Þór. „Al- þingi Íslendinga nýtur ekki mikils trausts nema 9% þjóðarinnar. Það hefur ekki aukist mikið við allan þennan flumbrugang í þessu máli og þeim málum hafa verið fyrir á þinginu.“ Ekki haft burði til að klára málið Morgunblaðið/Ómar Þór Saari Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra og formaður Samfylking- arinnar, sagði sín fyrstu viðbrögð við ákvörðun forseta Íslands vera vonbrigði. „Ég taldi að það lægi fyrir að forseti myndi samþykkja þetta, í ljósi þess að það var aukinn meirihluti sem samþykkti frum- varpið á þingi,“ sagði Jóhanna. Hún vísaði þar að auki til þess að samn- inganefndin, undir forystu Lees Buchheits, hefði verið skipuð fulltrúum allra flokka. Jóhanna sagðist frekar myndu hafa horft til stuðnings við rík- isábyrgðarfrumvarpið sjálft en þess að mjótt hafi verið á munum í kosningu Alþingis um hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og forsetinn vísaði til. „Við búum jú við þingræði hér,“ sagði hún. Þingmenn Samfylkingarinnar voru samstiga við afgreiðslu máls- ins á þingi og greiddu allir frum- varpi fjármálaráðherra atkvæði sitt, og greiddu allir atkvæði gegn því að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. Jóhanna, sem kveðst oft hafa fengið betri gjöf á konudag- inn, segir að kosningar verði haldn- ar eins fljótt og verða má. Kosningar eins fljótt og verða má Morgunblaðið/Ómar Jóhanna Sigurðardóttir „Ég er fyllilega sáttur við þetta. Við greiddum atkvæði með því að þetta færi fyrir þjóðina,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, um þá ákvörðun forset- ans að hafna Icesave-lögunum stað- festingar. „Það lá fyrir okkur á Alþingi að taka afstöðu til málsins eins og búið hafði verið um það. Ég komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að ljúka ágreiningi um Icesave- samningana með því að styðja þing- málið. Ég var líka þeirrar skoðunar að málið ætti að fara til þjóðarinnar vegna þess hvernig það var með- höndlað á fyrri stigum,“ segir Bjarni. Hann kaus með frumvarpi fjármálaráðherra á Alþingi, en ekki fylgdu allir þingmenn flokksins hon- um að málum. Á hinn bóginn voru þeir allir á einu máli um að vísa ætti málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni segir ljóst að það verði nið- urstaðan og nú sé það hvers og eins að taka afstöðu til málsins. Komi ekkert óvænt upp á muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þá þurfi góða kynningu á málinu til að menn geti tekið um það upplýsta ákvörð- un, segir hann. Fyllilega sáttur við ákvörðunina Morgunblaðið/Ómar Bjarni Benediktsson „Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir upp á framhaldið fyrir okkur, ef stjórnskipunin verður þróuð eða túlkuð í þessa veru, og hvernig það verður þá að reyna að leysa mál og takast á við erfið viðfangsefni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann kvaðst mjög undr- andi á ákvörðun forseta Íslands. Steingrímur sagðist hafa verið tiltölulega rólegur eftir afgreiðslu þingsins, og farinn að sjá fyrir end- ann á málinu. „Má ég minna á að við erum að reyna að koma þessu landi út úr ákaflega erfiðri efnahags- kreppu? Það verður að takast á við og reyna að leiða til lykta mjög mörg erfið mál. Þetta er bara eitt af þeim, sem þarf einhvern veginn að takast á við og leysa til þess að við getum komist áfram. Ef hlutir af þessu tagi gera okkur það ómögu- legt, tefja það árum saman, þá er þetta erfitt, satt best að segja,“ sagði Steingrímur. Hann segir Ice- save-reikninginn hins vegar langt í frá þann stærsta sem Íslendingar þurfi að bera vegna efnahagshruns- ins sem hér varð. Verður erfitt að takast á við erfið mál Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið/Eggert Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera sáttur við þá ákvörðun forseta Íslands að beita málskots- rétti sínum og vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð segir niðurstöð- una í fullu samræmi við það sem á undan er farið í hinni löngu vegferð þessa erfiða máls. „Forsetinn er ekki að taka afstöðu til samningsdraganna heldur fyrst og fremst þess að almenningur eigi að eiga síðasta orðið,“ segir Sig- mundur Davíð. Allir þingmenn Framsókn- arflokksins greiddu því atkvæði á Alþingi að málinu yrði vísað í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Sigmundur var einn þeirra sjö þingmanna flokksins sem kusu gegn frumvarpi fjár- málaráðherra um ríkisábyrgð, en tveir sátu hjá – Guðmundur Stein- grímsson og Siv Friðleifsdóttir. Sigmundur Davíð segist vona að aðdragandi þeirrar þjóðaratkvæða- greiðslu, sem nú er framundan, verði með þeim hætti að fólki gefist tækifæri til að taka upplýsta afstöðu til málsins, sem byggist á stað- reyndum en ekki hræðsluáróðri. Í samræmi við forsögu málsins Sigmundur D. Gunnlaugsson Morgunblaðið/Kristinn Andri Karl andri@mbl.is „Ekki verður hjá því komist að utan- ríkisráðuneytið fari í nákvæmlega samskonar upplýsingaherferð gagn- vart ríkisstjórnum annarra landa eins og síðast,“ segir Össur Skarp- héðinsson, utanríkisráðherra. „Við munum draga öll skip á flot og senda alla sem vettlingi geta valdið á allra næstu dögum til að skýra þetta.“ Össur segir að óformlega hafi ver- ið rætt við utanríkisráðuneyti Hol- lendinga og Breta í gær og víst að menn haldi að sér höndum og skoði málin næstu daga. „Þetta var nið- urstaða sem örugglega kemur mörg- um á óvart, enda margir sem ekki skilja þetta ákvæði í stjórnarskrá okkar.“ Farvegur sem gert er ráð fyrir Þegar forseti Íslands synjaði laga- frumvarpi um Icesave staðfestingar í janúar 2010 sagðist Össur ekki telja að ákvörðunin hefði áhrif á að- ildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu. Nú þegar ljóst þykir að kosningin snúist um samþykkt eða vísun málsins til dómstóla segir Öss- ur engin rök hníga að neikvæðum áhrifum. „Helst vildi ég leysa þetta mál með samningum, en sé það ekki fært þá stendur dómstólaleiðin eftir og hún er farvegur sem gert er ráð fyrir í regluverki Evrópusambands- ins. Ef þetta mál fer í þann farveg, sé ég ekki hvernig er hægt með nokkrum skaplegum rökum að halda því fram að sá ferill skaði umsókn- arferil okkar. Það eru engin rök fyr- ir því,“ segir Össur en bætir við. „En af langri lífsreynslu veit ég sem er, að heimurinn gengur ekki alltaf eftir skiljanlegum rökum.“ Spurður hvort hann telji ein- hverjar líkur á því að sest verði aftur að samningaborði, fari svo að þjóðin hafni lögunum í þjóðaratkvæða- greiðslu segir Össur að hann viti það öðrum mönnum betur hvað þurft hafi til að koma síðustu samninga- viðræðum aftur af stað. Enn meiri átök muni þurfa til í þetta skiptið. Því sé líklegast að málið fari fyrir dómstóla verði það fellt. Ætti engin áhrif að hafa á ferlið  Ráðist verður í upplýsingaherferð Morgunblaðið/Ómar Ráðherra Össur Skarphéðinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.