Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.02.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Tilboð óskast í rekstur Hótel Hlíðar/ Króks sem liggur í skjóli Hellisheiðar í Ölfusinu skammt frá ótal náttúruperlum, golfvöllum, reiðhöllum og fleiri afþreyingarmöguleikum. Hótelið er fullbúið sem 3ja stjörnu hótel og leigist í því ástandi. Húsið verður til sýnis miðvikudaginn 23. febrúar n.k. og er tilboðsfrestur til 28. febrúar. Eigendur áskilja sér rétt til að velja hvaða tilboð sem er eða hafna þeim öllum. Til leigu rekstur á Hótel Hlíð, Ölfusi Frekari upplýsingar gefur Sigrún Þorgrímsdóttir í síma 575 4059 eða í sigrunbt@byr.is Hundruð manna myrt í Líbíu  Líbísk stjórnvöld ráðast gegn mótmælendum  Skotárásir á líkfylgd í Benghazi Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Þungvopnaðar öryggissveitir Múammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu, eru sagðar hafa skotið á lík- fylgd fallinna mótmælenda í borginni Benghazi, næststærstu borg landsins, í gær. Erlendir fjöl- miðlar herma að um 200 manns hafi verið skotin til bana af vígamönnum hliðhollum Gaddafí undan- farna daga. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum hafa mótmæl- endur stóra hluta af Benghazi á sínu valdi. Sjón- varpsfréttastofan Al Jazeera fullyrti í gær að mót- mælendur hefðu náð farartækjum og vopnum af hermönnum og hafði eftir heimildarmönnum sínum að hluti hermanna í borginni hefði slegist í lið með mótmælendum. Engar fréttir hafa borist af óeirð- um eða mótmælum í Trípólí, höfuðborg landsins. Gaddafi hefur stjórnað landinu með harðri hendi en hann tók við völdum árið 1969 og er sá Arabaleið- togi sem setið hefur lengst á valdastól. Mótmælin virðast vera innblásin af byltingunum í Túnis og Egyptalandi á dögunum og eru þau sögð hin mestu í fjögurra áratuga valdatíð Gaddafi. Vítahringur ofbeldis Ljóst er á atburðum síðustu daga að Gaddafi hik- ar ekki við beitingu vopnavalds gegn mótmælend- um. Mannréttindasamtökin Human Right Watch segja að 90 manns hafi verið myrtir í átökum mót- mælenda og öryggissveita forsetans í Benghazi á laugardag. Reuters-fréttastofan hefur eftir sjónar- votti að þungvopnaðar öryggissveitir Gaddafi hafi framið fjöldamorð í borginni. Tugir þúsunda fylgdu þeim sem létust á laug- ardag til grafar í gær en að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph hófu öryggissveitirnar skor- hríð á líkfylgdina. The Financial Times hefur eftir sjónarvottum að atburðarásinni í Benghazi að víta- hringur ofbeldis sé að myndast í borginni. Örygg- issveitir myrða mótmælendur sem svo fjölmenna í líkfylgd fallinna félaga þar sem skotárásir hefjast á ný. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir tíðinda- manni sínum í Miðausturlöndum að mótmælin í Líbíu séu þau kröftugustu sem Gaddafi hefur staðið frammi fyrir í valdatíð sinni. Hinsvegar virðist vera erfitt að henda reiður á atburðarásinni í landinu, að sögn BBC. Erlendum fréttamönnum er meinað að starfa í landinu og fregnir herma að netaðgangur hafi verið takmarkaður. Tíu börn fórust í eldsvoða á mun- aðarleysingjahæli fyrir fötluð börn í bænum Haapsalu í norðvesturhluta Eistlands í gær. Ríkisstjórn Eist- lands hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag til minningar um fórn- arlömbin. Fjölmiðlar á staðnum sögðu frá því að slökkvilið hefði verið kallað út upp úr hádegi í gær og það hefði tek- ið um tvær klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru 37 börn auk níu fullorð- inna í húsinu sem er timburhús. Öll voru börnin alvarlega fötluð og flest þeirra voru í hjólastól en alls bjuggu 47 börn á heimilinu. 28 barnanna voru munaðarleysingjar eða höfðu verið yfirgefin af foreldrum sínum en hin börnin höfðu verið send þang- að þar sem foreldrar þeirra gátu ekki annast þau. Tíu mun- aðarlaus börn fórust  Þjóðarsorg í Eist- landi vegna eldsvoða Samkvæmt nýrri skoðanakönnum á fylgi flokka á Írlandi þá ætla 39% Íra að kjósa Fine Gael í þing- kosningunum á föstudag. Að sögn stjórnmálaskýrenda er flokkurinn nálægt því að fá hreinan meiri- hluta í kosningunum en kosn- ingakerfið er þannig að 40% at- kvæða duga til þess. Kosningabaráttan hefur að mestu snúist um neyðarlán Evrópusam- bandsins til írskra stjórnvalda. Fine Gael og írski verkamanna- flokkurinn hafa lagt áherslu á að endursemja þurfi um skilyrði láns- ins. Fine Gael hefur hinsvegar lagt áherslu á niðurskurð til að mæta erfiðri stöðu í ríkisfjármálum landsins en verkamannaflokkurinn leggur áherslu á skattahækkanir. Samkvæmt könnuninni nýtur verkamannaflokkurinn fylgis 17% kjósenda. Fianna Fail sem er nú í ríkisstjórn nýtur 16% fylgis. Fine Gael með yfirburðastöðu Úkraínskir áhugamenn um hersögu klæddu sig upp í sovéska einkenn- isbúninga í gær og settu á svið með viðeigandi tækjum og tólum bardaga við innrásarher þriðja ríkisins sem átti sér stað við þorpið Kalynivka árið 1944. Bardaginn var settur á svið í tengslum við hátíðarhöld þann 23. febr- úar en þá heiðra Rússar, Úkraínumenn og íbúar sumra annarra fyrrver- andi Sovétlýðvelda þá sem gegna herþjónustu. Föðurlandsstríðið mikla rifjað upp Reuters Veruleg hætta er á því að rekstur hins opinbera í Bandaríkjunum muni lam- ast í næsta mánuði. Bandaríkjaþing verður að samþykkja fjárlög ársins fyrir 4. mars og ef ekki næst sátt á milli meirihlutans í fulltrúadeildinni og öldungadeildarinnar um fjárlögin þá mun hið opinbera ekki hafa aðgang að rekstrarfé. Meirihluti repúblikana í fulltrúa- deildinni samþykkti um helgina að skera niður í ríkisrekstrinum um 61 milljarð Bandaríkjadala fyrir lok næsta september. Demókratar, sem hafa nauman meirihluta í öldunga- deildinni, eru alfarið á móti tillögum fulltrúardeildarinnar og segja jafn stórtækan niðurskurð draga verulega úr viðsnúningnum í hagkerfinu. Bar- ack Obama, forseti, hefur ennfremur hótað að beita neitunarvaldi sínu sendi þingið honum niðurskurðarfjár- lög til staðfestingar. Vika til stefnu Demókratar í öldungadeildinni vinna nú að sínum fjárlagatillögum og ljóst er að þeir eru ekki tilbúnir að ganga jafn langt og meirihluti repú- blikana í fulltrúadeildinni. Öldunga- deildin kemur ekki saman fyrr en í næstu viku og þar af leiðandi hafa þingmenn eina viku til þess að ná sáttum í málinu. Þar sem Bandaríkjaþingi hefur ekki enn tekist að koma sér saman um fjárlög þessa árs er rekst- ur hins opinbera fjármagnaður með bráðabirgðaákvæðum þingsins. Ef ekki einu sinni næst samstaða á þinginu um áframhald á slíku mun því rekstur hins opinbera stöðvast eftir þann 4. mars. Slíkt gerðist síðast um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en þá voru repúblikanar eins og nú með meirihluta í fulltrúadeildinni og for- setinn var úr röðum demókrata. Jim Boehner, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur sagt að þeir muni ekki styðja áframhaldandi bráðabirgðafjármögnun ríkisins eftir 4. mars án þess að til verulegs nið- urskurðar komi. Stjórnmálaskýrend- ur telja að repúblikanar eigi erfitt með að fallast á miklar málamiðlanir í deilunni þar sem fjölmargir þing- menn í þeirra röðum voru kosnir vegna loforða um að skera niður í rekstri ríkisins. ornarnar@mbl.is Hætta á að ríkis- reksturinn lamist  Átök um fjárlög á Bandaríkjaþingi John Boehner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.