Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forseti Ís-lands varsjálfum sér samkvæmur í ákvörðun sinni er hann synjaði enn einum Icesave-lögum staðfest- ingar. Rúmt ár er síðan hann tók slíka ákvörðun síðast. Þá hrukku þau Steingrímur og Jó- hanna algjörlega af hjörunum svo að ekki sé minnst á Ríkis- útvarpið. Þó er nú viðurkennt, að þótt síðasti samningur sé af- leitur að mati margra og að auki áhættusamur fyrir þjóðina var sá ársgamli enn verri. Hann er meira að segja not- aður nú til að réttlæta nýja samninginn. Samt tóku rík- isstjórnin og Ríkisútvarpið hennar fyrri ákvörðuninni ennþá verr en ákvörðun forset- ans í gær. Nú tók Steingrímur J. sérstaklega fram að hann ætlaði ekki að hrökkva af hjör- unum í þetta sinn og virðast þau tvö ætla sér að kjósa í kosningunum. En Rík- isútvarpið tók fram í umfjöllun sinni að þau Jóhanna og Stein- grímur hefðu ekki þurft að segja af sér síðast þrátt fyrir að þau tvö hefðu barist fyrir samningi sem 98% þjóðarinnar höfnuðu. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að þá tóku þau eng- an slag og kusu ekki einu sinni. Þetta er stórkostlega skrítin afstaða og enn sérkennilegra að ríkisrekin fréttastofa skuli bera slíkt á borð. En í þetta sinn ætla þau tvö að taka slag og ekki sitja heima í fýlu. Og Ríkisútvarpið sem lét síðast eins og kosningarnar færu ekki fram, mun því örugg- lega taka slaginn með þeim. Það verður ekki gaman að fylgjast með þeim tilþrifum, enda virðist stofnunin sú aldrei fá nóg af misnotkun, þótt aðrir séu komnir með upp í kok. Blaðamannafundur með for- setanum var athyglisverður. Forsetinn hafði fullt vald á málinu og rökstuddi afstöðu sína skilmerkilega, þótt ekki þurfi menn að vera sammála hverju atriði í rökstuðningi hans. En fjölmiðlafólkið réð vart við sig. Það virtist allt vera á móti ákvörðun forsetans og lét sér ekki nægja að spyrja spurninga heldur þráttaði við forsetann með svo barnalegum hætti og í slíkum æsingstón að óþægilegt var að fylgjast með því fyrir áheyrendur. Tók for- seti því öllu af stillingu. Væri fróðlegt að bera framgöngu fjölmiðlafólks nú saman við framgöngu þess þegar forset- inn synjaði fjölmiðlalögunum á sínum tíma. Þá voru ekki þjóð- arhagsmunir í húfi eins og nú, þvert á móti. Þá fögnuðu þau Steingrímur og Jóhanna synj- un forsetans, en nú telja þau um aðför að þing- ræðinu að ræða. Sannast enn að skamma stund verður hönd höggi fegin. Eftir synj- unina á fjölmiðlalögunum var stjórnskipunarhefðin orðin önnur. Þáverandi stjórnarand- staða, fjölmiðlaheimurinn og fræðasamfélagið svokallaða studdi þá forsetann. Það kann að sjá eftir því núna, en það er of seint að iðrast. Eins og fyrr sagði hafði stjórnskip- unarhefðin verið rofin. Þessu gerði fólkið í landinu sér grein fyrir. Í kosningunum eftir synjun í annað sinn, þvert á heitingar ríkisstjórnar og ríkisútvarps, staðfesti þjóðin venjuna með komu sinni á kjörstað og með því að hafna lögum ríkisstjórn- arinnar með afgerandi hætti. Verði ríkisábyrgðarlögin felld á ný, sem vonir standa til, mun ríkisstjórninni ekki verða sætt án þess að boða til nýrra kosn- inga. Ríkisstjórnin vonar að nú sé aðstaða hennar betri en þá var. Formaður Sjálfstæðis- flokksins muni verða helsti sölumaður samninganna fyrir hana í þessum kosningum, eftir þá undarlegu umpólun sem varð á stefnu flokksforyst- unnar á einni morgunstund í þessu mikla máli. Þess vegna þurfi Ríkisútvarpið ekki að láta sér nægja að kalla á Steingrím J. Sigfússon kvöldið fyrir kosn- ingarnar heldur sé nú hægt að hafa formann stærsta stjórn- arandstöðuflokksins í för með honum að skaðlausu. Forystumenn ríkisstjórnar- flokkanna höfðu sagt áður en synjun forsetans lá fyrir að Icesave-málið væri of flókið til að fara í þjóðaratkvæða- greiðslu. En á tröppum stjórn- arráðsins eftir synjunina er innlegg þeirra það að rétt sé að hafa stjórnlagaþingskosningar, sem eru ruglingslegustu kosn- ingar sem þjóðin hefur fengist við, með í kosningunum um synjun forsetans. Lítill vafi er á að það væri á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar sem ætlast til að um málið fari fram sér- stakar kosningar. Þó hefur ver- ið ákveðið með nýsettum lögum að reglulegar kosningar eins og sveitarstjórnarkosningar, al- þingiskosningar og forseta- kosningar geti átt samleið með þjóðaratkvæði skv. 26. grein stjórnarskrárinnar. Þarna er langt seilst og má augljóst vera að lengra verður ekki gengið. Stjórnlagaþingskosningar voru svo ruglingslegar að það eitt fældi fólk frá þeim. Þessir til- burðir hina völtu stjórnarherra virðast hugsaðir til að fæla fólk frá að nýta rétt sinn til að taka afstöðu til Icesave. Synjun forsetans var óhjákvæmileg og rækilega rökstudd} Óhjákvæmileg synjun S tundum hnýtur maður um bók,“ sagði Gyrðir Elíasson við mig í hugvekj- andi samtali sem ég átti við hann á laugardag. Hann hefur hnotið um margar bækur um dagana. Og þeg- ar maður fer yfir feril hans og skoðar stöðu hans sem rithöfundar og skálds, þá fer ekkert á milli mála hversu gífurleg áhrif hann hefur haft með ljóðum sínum, nóvellum og smásögum. Það er hrífandi mynd sem dregin er upp af sagnaheimi Gyrðis í ritinu Okkurgulum sandi, sem kom út í fyrra með tíu ritgerðum um skáld- skap hans og sú mynd er máluð með ótal litum, þó helst bláum, svörtum og grænum. Magnús Sigurðsson ritstýrði bókinni og sann- færðist ég enn um næman smekk hans fyrir öllu sem viðkemur bókmenntum og listum. Er þess skemmst að minnast er hann tók saman úrval af kvæðum Kristjáns Karlssonar og ritaði inngang af innsæi og þekkingu. Ég bíð þess með óþreyju, að Magnús hefji aftur upp raustina sem skáld og sagnamaður. Þau verk sem hann hefur sent frá sér til þessa gefa fögur fyrirheit um það sem koma skal. Og skynja ég það í kringum mig að hann er þeg- ar kominn með tryggan lesendahóp, þó að ferillinn sé rétt að hefjast. En svo vikið sé aftur að Gyrði, þá lá vel á honum þegar við hittumst. Hann lýsti því í upphafi að samtalið yrði stutt. Þar var honum líkt farið og föður hans, listmálaranum Elíasi B. Halldórssyni. Það fyrsta sem datt upp úr honum þegar ég átti samtal við hann á vinnustofunni var: „Þú færð ekkert upp úr mér!“ En svo kjaftaði á honum hver tuska. Eins barst samtalið við Gyrði vítt og breitt um sviðið, meðal annars að hruninu sem hefur verið fyrirferðarmikið í íslenskri þjóðfélags- umræðu. Þá sagði hann nokkuð sem opnaði augu mín. Þó að Gyrðir hnjóti oft um bækur, þá hefur ekki dottið í hann að skrifa bók um hrunið, enda nóg af höfundum til þess. En það vakti mig til umhugsunar, að hann rökstuddi þetta meðal annars með því, að ef vægi umræðunnar um hrunið væri of mikið í íslensku samfélagi, þá værum við um leið að gefa peningunum of mik- ið vægi. Það væri svo ótal margt fleira, meira og merkilegra, sem mótaði þjóðfélag en pen- ingar og kerfið sem smíðað hefur verið utan um þá. Og þar hittir Gyrðir naglann á höfuðið! Það sem ég var einna ósáttastur við í góðærinu í aðdrag- anda bankahrunsins var hversu stóru rullu peningarnir léku í daglegri orðræðu og gildismati fólks. Það snerist orð- ið allt um yfirborð hlutanna en ekki hvaða gildi eða þýðingu þeir höfðu, umgjörðina um tilveruna en ekki tilveruna sjálfa – fólk valdi peningana en ekki lífið! Þetta breyttist hinsvegar með hruninu. Þá þurrkuðust út peningarnir og eftir stóð lífið. Umræðan fór aftur að snúast um það sem skiptir máli og það segir sína sögu um áhrif þess á líf íslenskra fjölskyldna að börn eru hamingjusamari núna en fyrir hrun. Múgsefjunin er liðin tíð, málefni hruns- ins eru til rannsóknar í dómskerfinu, þjóðin hefur náð jarð- sambandi og nú getum við aftur farið að tala um Elías, Magnús og Gyrði. pebl@mbl.is Pistill Peningana eða lífið? Pétur Blöndal STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is K venfrelsi er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Mið- Asíuríkin Kasakstan og Kirgistan eru ann- ars vegar. Þau standa sig hins vegar ágætlega þegar að er gáð og stendur Ítalía, eitt rótgrónasta menningar- ríki heims, þeim langt að baki þegar kvenréttindi eru borin saman. Munurinn er mikill. Á lista World Economic Forum yfir kynjabilið – muninn á réttindum karla og kvenna – í 134 ríkjum á árinu 2010 er Ka- sakstan raðað í 41. sætið, Kirgistan í það 51. og Ítalía í 74. sæti. Heilum 73 sætum ofar trónir svo Ísland á toppnum, annað árið í röð. Það er samanburður af þessu tagi sem ítalskir femínistar benda á þeg- ar þeim fallast hendur yfir því hversu hægt gangi í kvenréttinda- baráttunni syðra. Glöggt er gests augað og komst breski rithöfundurinn Tobias Jones, höfundur bókarinnar The Dark He- art of Italy, svo að orði að Ítala væri „landið sem femínisminn gleymdi“. Í næstneðsta sæti Femínistar eiga líka langt í land. Þátttaka kvenna á ítölskum vinnu- markaði er sú næstminnsta í Evrópu eða aðeins 46,4% árið 2010, sam- anborið við 37,7% á Möltu, að því er fram kemur í skýrslu Eurostat, hag- stofu Evrópusambandsins. Til samanburðar kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands árið 2009 að atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi hafi þá verið 75,5% en 83,3% hjá körlum. En atvinnuþátttaka beggja kynja var þá 79,5%. Nýjasta kynlífshneyksli Silvios Berlusconis var kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum ítölskum kon- um og efndu hundruð þúsunda þeirra til fjöldamótmæla til að krefj- ast afsagnar forsætisráðherrans, áð- ur en greint var frá því að þrír kven- dómarar myndu rétta yfir honum í apríl, vegna ásakana um hafa keypt sér blíðu ólögráða stúlku og misbeitt valdi sínu í hennar þágu. Sápuóperan er tímaskekkja Susanna Camusso, einn helsti verkalýðsleiðtogi Ítalíu, sagði kven- þjóðina búna að fá sig fullsadda á þeirri kvenfyrirlitningu sem ein- kenndi dagskrá afþreyingarstöðva í fjölmiðlaveldi Berlusconis. „Við get- um ekki unað því að vera annars flokks land eða ófögur sápuópera,“ sagði hún og uppskar lófatak í Róm. Má geta þess að kvenfyrirlitn- ingin sem Camusso vísar til er gerð að umtalsefni í heimildarmyndinni Videocracy, en þar er sýnt hvernig margar ítalskar konur eiga sér þann draum heitastan að starfa sem létt- klæddar aukapersónur í sjónvarpi. Fyrirboði breytinga? Skipuleggjendur mótmælanna sunnudaginn 13. febrúar áætla að um milljón kvenna hafi fylkt liði í meira en 230 ítölskum borgum og bæjum, auk þeirra sem tóku þátt í mótmælum í 28 borgum utan lands- ins, þar með talið París og Tókýó, að því er New York Times sagði frá. Var þar haft eftir Berlusconi og fylgismönnum hans að mótmælend- urnir væru „siðapostular“ og „hrein- trúarfólk“. Mariastella Gelmini, menntamálaráðherra Ítalíu, bætti um betur og lýsti kynsystrum sínum á götum úti sem „róttæklingum“. En eru hlutirnir að breytast? Rið- ar ítalska karlaveldið til falls? Flest bendir til að svo sé ekki. Blaðakonur New York Times tóku Liviu Turco, fyrrverandi ráðherra félagsmála, tali þar sem hún tók þátt í mótmælunum í Róm. „Ekkert mun breytast,“ sagði Turco en bætti við að mótmælin væru mikilvægur áfangi til að byggja á í framtíðinni. Landið sem femín- isminn gleymdi Reuters Nú er nóg komið! Ítalskar konur krefjast afsagnar Silvios Berlusconis. Fram kemur í grein blaðakon- unnar Önnu Masera á vef Guar- dian að konur séu aðeins 21% ráðherra á Ítalíu, 6,8% stjórn- armanna í fyrirtækjum og 3,8% forstjóra í ítölsku efnahagslífi. Þá fái konur 16,8% lægri laun en karlar, þrátt fyrir að fleiri konur en karlar útskrifist nú úr ítölskum háskólum. Aðeins önn- ur hver kona sé í launuðu starfi. Masera segir ítalska femín- ista horfa til þess að efri deild ítalska þingsins hafi nú til með- ferðar frumvarp um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, verka- lýðsfélaga og stofnana sem sé upprunnið hjá ESB. Kynjakvóti frá ESB HLUTFALLIÐ LÖGFEST Í símanum Mara Carfagna, ráðherra jafnréttismála, í stól sínum á þingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.