Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 17

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Í beinni Enginn fjölmiðill lét sig vanta á Bessastaði í gær þegar forseti Íslands tilkynnti ákvörðun sína. Golli Allnokkur frétta- flutningur hefur verið í útvarpi og blöðum um stöðu aldraðra á vist- og hjúkr- unarheimilum. Þessar umræður hófust þá heim- ilismaður á Hrafnistu í Hafnarfirði vakti at- hygli fjölmiðla á því að hún hefði sent ráð- herrum bréf vegna óánægju sinnar um að halda eftir af nærri 400 þús kr. mánaðarlíf- eyri aðeins 65 þús. krónum. Hin umræðan snérist svo um hve oft heimilisfólk Hrafnistu í Reykjavík væri baðað, og óhæft ef slíkt gerð- ist aðeins einu sinni í viku. Látið var að því liggja að á milli viku- legra baðferða væri ekkert hrein- læti ástundað ef heimilismenn þyrftu á aðstoð að halda. Starfsfólk Hrafnistuheimilanna leggur metnað sinn í að aðstoða heimilismenn með dagleg þrif svo oft sem þurfa þykir eða ástæða er auk þess venjubundna við upphaf og lok hvers dags. Við Hrafnist- urnar í Reykjavík og Hafnarfirði eru sundlaugar og sem betur fer færni margra heimilismanna þann- ig að þeir komast í sund flesta morgna hina virku daga og öðrum hreyfihömluðum í sérstökum lyftu- búnaði a.m.k. einu sinni í viku. Og vonandi verður sundlaugin við Hrafnistu í Kópavogi sem staðsett er í þjónustumiðstöð við Boðaþing áföst við Hjúkrunarheimili DAS opnuð fljótlega. Breytt fyrir einn milljarð Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að breyt- ingum innandyra á Hrafnistu í Reykjavík þar sem tvö eins manns herbergi eru gerð að einu og verð- ur þá 27 fm² með WC og sturtu. Um 75% húsnæði Hrafnistu hefur verið breytt og verður reynt að ljúka þessu verki á næstu árum fá- ist til þess fjármagn. Að því verki loknu þarf að hefjast handa við breytingar innandyra á Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsemi Hrafnistu- heimilanna hófst í Reykjavík 1957 og í Hafnarfirði 1977 og þóttu framúrstefnuheimili síns tíma. Nýtt 40 rýma hjúkrunarheimili við Boðaþing, sem rekið er á veg- um Hrafnistu en byggt í samstarfi ríkis og Kópavogsbæjar, tók til starfa í mars 2010. Þar þykir að- búnaður fyrir heimilismenn með því besta sem þekkist á Norð- urlöndum. Takmarkaðar upplýsingar um daggjöld Daggjöld til hjúkrunarheimila byggjast á einhliða ákvörðun stjórnvalda og þekkjast slík við- skipti hvergi á byggðu bóli. Þá leitað er uppl. um grundvöll dag- gjalda fæst einfalt svar 60% dag- gjalda byggjast á RAI mati þ.e. hversu mikla ummönnun heim- ilismaður þarf. 40% eru óskil- greind. Rekstrarumhverfi hjúkr- unarheimila er óviðunandi þegar ekki liggur ljóst fyrir hvaða þjón- ustu er greitt fyrir. Eitt af hlut- verkum sjúkratrygginga Íslands er að gera þjónustusamninga við hjúkrunarheimilin og skyldi svo verða um áramót 2010/2011. Mikl- ar vonir voru bundnar við gagn- kvæma samninga þar að lútandi og að mál færu að komast á hreint en nú hefur þessum málum verið skotið á frest í a.m.k. næstu þrjú árin. Á sl. þremur árum hafa einhliða af ríkisins hálfu daggjöld til hjúkr- unarheimila verið lækkuð og af 46 hjúkrunarheimilum á landinu hefur 21 heimili fengið kröfu ríkisvaldsins um að fækka um 76 heim- ilismenn. Ekki batnar rekstrargrunnur hjúkrunarheimila í ljósi þess sem hér hefur verið getið hvað þá með þá stað- reynd að um og yfir 80% daggjaldatekna fara í launakostnað. Hvers vegna vilja stjórnendur Hrafnistu þjónustusamning? Í reglugerð 422/1992 kemur fram hvaða þjónustu öldr- unarstofnanir skulu veita. a. Almenna læknis- og sér- fræðihjálp. b. Lyf. c. Rannsóknir og röntgen- greining. d. Endurhæfing t.d. sjúkraþjálf- un. e. Hjálpartæki, þó ekki gler- augu, heyrnartæki eða hjólastólar. f. Sjúkraflutningur. Öldrunarstofnun er ekki skylt að kosta persónlega muni og auka- þjónustu svo sem fatnað, fata- hreinsun, snyrtivörur, hársnyrt- ingu og fótsnyrtingu. Svo mörg voru þau orð. Hrafinsta veitir þjónustu langt umfram það sem hér er talið upp í reglugerð enda segir það sig sjálft að nútíminn blæs á þá takmörkun þjónustunnar sem í þessari reglu- gerð felst. Mér býður hinsvegar í grun að daggjaldaákvarðanir rík- isvaldsins virðist vera miðaðar við hina takmarkandi reglugerð um þjónustu við aldraðra og þá komin skýring á hvers vegna er ekki borðleggjandi allt innihald dag- gjaldsins. Varðandi fjármál heim- ilismanna kemur Hrafnista þar hvergi að þá dregið er af vegna líf- eyrissjóðstekna eða annarra tekna. Hinsvegar er Hrafnistu falið óviðunandi hlutverk innheimtu- manns ríkissjóðs þar sem segir í reglugerð: „Nú tekst stofnun ekki að innheimta hlut vistmanns í dval- arkostnaði og er Tryggingastofnun ríkisins þá heimilt að halda eftir samsvarandi hluta af mán- aðarlegum greiðslum vist- unarframlags til viðkomandi stofn- unar.“ Það er krafa stjórnenda Hrafn- istuheimilanna í ljósi þess að enn verður bið á samstarfi við Sjúkra- stofnun Íslands að strax verði skipuð samstarfsnefnd af hálfu rík- isvaldsins ásamt fulltrúum hjúkr- unarheimila til að fara yfir og ganga frá nýjum skrifuðum texta þeirrar þjónustu sem veita skal á hjúkrunarheimilum í stað núgild- andi reglugerðar frá 1992. Þótt gagnrýna megi þjónustu Hrafnistuheimilanna leggja starfs- fólk og stjórnendur sig fram um að hver og einn heimilismaður fái góða þjónustu og finni sig sem næst á eigin heimili og þrátt fyrir sérkennileg og óviðunandi sam- skipti við ríkisvaldið munu stjórn- endur og starfsfólk hafa að leið- arljósi slagorð Hrafnistu að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Eftir Guðmund Hallvarðsson »Daggjöld til hjúkr- unarheimila byggj- ast á einhliða ákvörðun stjórnvalda og þekkjast slík viðskipti hvergi á byggðu bóli. Guðmundur Hallvarðsson Höfundur er stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna. Aðbúnaður aldr- aðra á hjúkrunar- heimilum Í því felst að þjónusta sem ríkið veitir fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaða færist til sveit- arfélaga sem taka þá við ábyrgð á fram- kvæmd og fjármögnun þjónustunnar. Mark- mið yfirfærslunnar er meðal annars að bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólík- um aðstæðum þeirra. Við yfirfærsl- una verður landinu skipt upp í 15 þjónustusvæði. Í tilefni yfirfærsl- unnar hefur Öryrkjabandalag Ís- lands skipulagt fræðslu- og upplýs- ingafundi um land allt og hefur nú þegar heimsótt nokkra staði á lands- byggðinni. Lagaumhverfi Á síðustu árum hefur ný nálgun og ný hugmyndafræði rutt sér til rúms. Lögð er áhersla á félagslega sýn á fötlun, það er að samspil umhverfis og skerðingar skapi fötlun ein- staklingsins. Einnig hefur litið dags- ins ljós Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna þar sem fötluðum einstaklingum eru tryggð mannréttindi og réttur til að lifa sjálfstæðu lífi án aðgreiningar. Ís- land undirritaði samninginn 30. mars 2007 en hefur ekki lögfest hann ennþá. Öryrkjabandalag Íslands hef- ur lagt mikla áherslu á að til að yf- irfærslan geti farið fram, svo sómi sé að, verði lagaumhverfi að vera komið á hreint. Sáttmálinn verði lögfestur og lögum breytt í samræmi við hann. Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992 hafa nú verið tekin til endurskoðunar en ljóst er að það var eingöngu gert til að hægt væri að færa málefni fatl- aðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Samningur Sameinuðu þjóðanna var ekki hafður að leiðarljósi við endur- skoðun laganna og er það miður. Trúnaðarmenn og réttindagæsla Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í mars 2009 kemur fram að réttindagæslu fatlaðs fólks sé ábóta- vant. Í nýsamþykktum lögum um breytingar á lögum um málefni fatl- aðra kemur fram að ráðherra skuli skipa trúnaðarmenn að fengnum til- lögum heildarsamtaka fatlaðs fólks, en ekki er tekið til um fjölda þeirra. Mikilvægt er að notendur hafi greið- an aðgang að því fólki sem sinna á þessum störfum og er því lágmark, að okkar mati, að einn trúnaðarmaður verði starfandi í hverri þjónustu- miðstöð til að tryggja nærþjónustu við fatlað fólk. Einnig verður rétt- indagæsla fyrir fatlað fólk að vera virk en það hefur ekki verið reyndin fram til þessa. Eftirlit og gæðakröfur Eftirlit með velferðarþjónustu er afar mikilvægt. Í nýsamþykktum lög- um kemur fram að ráðherra skuli hafa eftirlit með framkvæmd laganna og þar með talið þjónustu og starf- semi innan málaflokksins og að sveit- arfélög skuli hafa innra eftirlit með framkvæmd þjónustunnar, ekki kem- ur fram hvernig standa eigi að þess- um málum. Mikilvægt er að eftirlit ráðuneytisins með þjónustu sveitar- félaganna verði virkt og er það for- senda þess að innra eftirlit virki sem skyldi. Í lögunum kemur einnig fram að sveitarfélagi eða sveitarfélögum verði heimilt að veita starfsleyfi til handa félagasamtökum, sjálfseign- arstofnunum eða öðrum einkaaðilum sem vilja hefja eða taka við rekstri þjónustustofnunar. Í ljósi umræðu og mála sem fram hafa komið und- anfarin ár í tengslum við þjónustu við börn og fullorðna teljum við nauðsyn- legt að gerðar verði ákveðnar kröfur til aðila sem taka að sér þjónustu við fatlað fólk og að þeir vinni eftir ákveðnum reglum og gæðastöðlum. Lokaorð Stefnuyfirlýsingar stjórnvalda byggjast á háleitum markmiðum um jafnrétti fatlaðs fólks og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna, þessi markmið ná þó ekki til fram- kvæmdarinnar. Til að tryggja laga- umhverfi þessa málaflokks þarf hið fyrsta að lögleiða samning Samein- uðu þjóðanna og hefja tafarlaust vinnu við að semja ný lög um réttindi fatlaðs fólks sem byggjast meðal ann- ars á mannréttindum, þörfum ein- staklingsins og rétti hans til sjálf- stæðs lífs og fullrar samfélagsþátttöku. Við viljum hvetja sveitarfélögin til að standa vel að yf- irtöku málefna fatlaðs fólks og stíga skref í átt til aukinna mannréttinda og stuðla að bættri líðan og aukinni samfélagsþátttöku fatlaðs fólks. Eftir Guðmund Magnússon og Hrefnu K. Ósk- arsdóttur »Málefni fatlaðs fólks voru um áramótin flutt frá ríki til sveitar- félaga og stendur mála- flokkurinn því á tíma- mótum. Guðmundur Magnússon Guðmundur er formaður Öryrkja- bandalags Íslands. Hrefna er verk- efnisstjóri hjá Öryrkjabandalagi Ís- lands. Yfirfærsla málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga Hrefna K. Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.