Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 18

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Föstudaginn 4. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. FERMI GAR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 28. febrúar. Ferm ing S É R B L A Ð Með lögum skal land byggja var grunnregla, en nú er verklagið, að séu lögin í vegi póli- tískra gerenda þá er notuð tilpössuð pólitík. (Svandís febrúar 2011, með samþykki forsætis- ráðherra.) Hrokafullur gern- ingur þetta, er það ekki?!. Í heildstæðri löggjöf um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang laganna: Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt. Knýjandi er sú spurning nú sem áð- ur hvernig efndir laganna séu í raun- heimi íslenskrar stjórnsýslu og eldri borgara. Kristín H. Tryggvadóttir, 74 ára eftirlaunaþegi, ritaði opið bréf til ráðherra og segir þar m.a.: „Hvert er réttlætið fyrir lífeyris- þega? Ég get ekki leyft mér nokkurn skapaðan hlut,“ skrifar hún þar. Eftir að hafa starfað að stjórnunarstörfum fyrir hið opinbera í rúm fjörutíu ár hefur Kristín einungis 65 þúsund krónur á milli handanna um hver mánaðamót. Kristín sendi bréfið til forsætis-, fjármála-, innanríkis- og velferðarráðherra. Í bréfinu segir Kristín að hún greiði 120 þúsund krónur í skatta um hver mánaðamót. Þá greiði hún 240 þúsund krónur til Hrafnistu. Eftir að búið er að draga allt af henni standa eftir um 65 þúsund krónur, sem er ákaflega lítið að henn- ar mati. „ Þar sem ég lagði svona hart að mér, og meðvitað, til að eiga rétt á góðum lífeyrisgreiðslum í ellinni, skil ég ekki hvar pottur er brotinn og það stórlega að mínu mati.“ Tökum annað alvar- legt dæmi: Eiginmað- urinn er sjötíu ára og kona hans jafnaldri, hann verður fyrir heila- bilun og þarf vistun á hjúkrunarheimili. Hann hefur sömu eftirlaun og Kristín og fær að halda eftir 65 þ. kr. eftir skatta, en greiðir Hrafnistu 240 þ. kr. eins og Kristín. Kona hans er og var heimavinnandi húsmóðir og hefur um 100 þ. kr. eftir skatta í lífeyristekjur. Hún hefur þá til ráðstöfunar 165 þ. kr. til framfærslu á mánuði og til að reka sameiginlegt bú þeirra hjóna. Til þess rekstrar vantar um 100 þ. kr. á mánuði ef eitthvað er að marka nýjustu þarfatöflur í „neyslukönnun“ velferðarríkisstjórn- arinnar. Þetta er raunveruleikinn þrátt fyrir að lögin nr. 125/1999 feli í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. En nú höfum við, fyrir nokkrum dögum, fengið aðgang að verklagsreglum ráð- herranna með yfirlýsingu Svandísar umhverfisráðherra að hún væri í póli- tík og að hennar tök á ráðherramál- efnum væru pólitísk, þess vegna bryti hún lög. Forsætisráðherra var á sama máli og þótti þetta snaggaralega klár- að hjá Svandísi. Fyrrverandi félags- málaráðherra hafði opinberað verk- lagið 1. júlí með aðgerðum sem stórsköðuðu hagsmuni eldri borgara. Hinn 1. júlí 2009 gerði hann skyndi- breytingar á lögum um almanna- tryggingar, þannig að lífeyrissjóðs- tekjur hefðu áhrif á útreikning grunnlífeyris og var frítekjumarkið sett við 214.602 kr. Auðfengnir millj- arðar þar fyrir ríkissjóð, enginn spurður, ekkert samráð, bara rúss- nesk tilskipunaraðferð valdstjórnar. Slíkir gerendur ættu að hafa vit á að skammast sín. Nú er svo komið að aldraður Jón og öldruð Jóna hafa 2,50 kr. af hverjum tíu í tekjur en ríkið hirðir 7,50 kr. Með sinni aðferð. Stef- án Stokkseyringur þóttist sjá dóm í júlíárásinni og kvað ljóðið: „Á okkur dæmist á sukkinu sökin. Og svelta því megum um ókomna tíð.“ Já, já – það gæti verið að við hefðum einhverja sök, en hún er ekki svo fyrirferð- armikil að nauðsyn sé að svelta okkur af stjórnvöldum með gerningum sem eru andstæðir grunnlögum málefnis. Reglurnar nú bera með sér graf- skrift hinnar norrænu velferðarrík- isstjórnar Íslands, en þar segir: Grunnlífeyrir er 29.294 kr. á mánuði. Frítekjumark vegna hans er 214.602 kr., þá byrjar hann að skerðast og fellur niður við um 332 þ. kr. á mánuði fyrir skatta. Búi ellilífeyrisþegi á dvalar- eða hjúkrunarheimili má hann halda eftir um 65 þ. kr. af tekjum eftir skatt áður en til þátttöku í dvalarkostnaði kemur. Ein- staklingur með 100 þ. kr. í lífeyr- issjóðsgreiðslur eða aðrar tekjur greiðir um 35 þ. kr. af dvalarkostn- aðinum, um 73 þ. kr. eru greiddar af 150 þ. kr. tekjum, um 104 þ. kr. af 200 þ. kr., um 135 þ. kr. af 250 þ. kr. og um 154 þ. kr. af 282 þ. kr. Já það er sagt í þýskri speki að nauðsynlegt sé að gera einfalda hluti flókna í opin- berum gerningum, því þá séu póli- tísku undankomuleiðirnar svo greið- ar. Þetta er allt með ólíkindum Eftir Erling Garðar Jónasson »Með lögum skal land byggja var grunn- regla, en nú er verklag- ið, að séu lögin í vegi pólitískra gerenda þá er notuð tilpössuð pólitík. (Svandís feb. 2011.) Erling Garðar Jónasson Höfundur er tæknifræðingur og er formaður Samtaka aldraðra. Kveikjan að þessari grein eru eftirfarandi upplýsingar sem birt- ust í Morgunblaðinu 12. febrúar síðastlið- inn; „Alls voru 2.670 á aldrinum 16-24 ára at- vinnulausir í lok jan- úar en 2.377 í lok des- ember eða um 18% allra atvinnulausra í janúar og fjölgaði um 293 frá því í desember“ (bls.18). Á föstudeginum 11. febrúar hafði ég heyrt forsætis- ráðherra (í útvarpi) lofa fjöl- breyttum menntunarúrræðum fyrir atvinnulausa. Á sama tíma er framhaldsskólum gert að skera niður og þurfa þess vegna að fækka nemendum. Skólinn minn, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, á aftur að skera mikið niður á þessu skólaári. Vegna niðurskurðar var sumarfjarnám fyrir 800 nemendur lagt niður og á vor- og haustönn 2010 voru 800 færri fjarnemendur en árið áður, samtals fækkun um 1600 nemendur. Árið 2006 voru 1059 nemendur í dagskólanum, árið 2010 voru dagsskólanemendur 932. Á haustönn 2010 fengu 274 umsóknir höfnun í dagskóla og í byrjun þessa árs þurfti að hafna 336 umsóknum. Á skólaárinu 2010-2011 þurfti s.s. að neita samtals 610 umsóknum um nám í dagskóla okkar. Hverjir eru það sem fengu höfnun? Jú, það er einmitt þessi aldurshópur ung- menna sem fyllir 18% hlut atvinnu- lausra. Meðalaldur nemenda í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla er yfir 20 ár. Við höfum langa og góða reynslu af því að styðja eldri nem- endur sem og yngri til mennta. Margir byrja í fjarnámi hjá okkur og fara síðar yfir í dagskólann. Skól- inn hefur lagt metnað sinn í að koma til móts við þarfir nemenda, m.a. með því að byggja upp stuðnings- kerfi fyrir lesblinda nemendur og nemendur af erlendum uppruna. Á undanförnum árum hafa á hverri önn verið í námi um 150 lesblindir nemendur og um 100 nemendur með íslensku sem annað mál. Brotthvarf úr þessum hópi hefur verið minna en meðal nemenda sem heild eða 15- 20%. Nú er unnið að því að byggja upp almenna námsbraut fyrir nem- endur sem ekki hafa lágmarks- einkunn úr grunnskóla. Samhliða þessu hafa nemendur af öllum stærðum og gerðum fengið að njóta sín í skólanum og verið skólanum til sóma á margvíslegan hátt. Margir eldri nemendur stunda nám við Heilbrigðisskólann sem er innan veggja skólans. Samkvæmt úttekt menntamálaráðuneytisins á skól- anum býr F.Á. að sterku kennaraliði sem ber virðingu fyrir nemendum sínum, kennsluhættir eru fjöl- breyttir og markmið og áherslur skýrar. Flestir leshamlaðir nemendur eiga í erfiðleikum með að vinna með texta. Hugtakið leshamlaður er ekki lýsandi hugtak, né hugtök eins og lesblinda eða lesröskun. Alþjóðleg hugtök eru dyslexia (merkir að eiga í erfiðleikum með orð), dysgraphia (erfiðleikar með skrift og/eða ritun), dyscalculia (erfiðleikar með stærð- fræði) og dyspraxia (erfiðleikar með skipulag, tímaskynjun og áttun t.d. hægri og vinstri). Þó að nemandi eigi í erfiðleikum með texta er það ekki mælikvarði á getu hans til náms, ekki einu sinni bóklegs náms. Margir þessara nemenda búa yfir miklu hugviti og úrræðasemi, styrkleiki þeirra liggur oft í skap- andi hugsun og að sjá fyrir sér frumlegar lausnir. Í stað þess að einblína á það sem nemandi á erfitt með er mikilvægt að leita eftir styrkleikum hans. Við upphaf framhalds- skólanáms hafa margir þessara nemenda því miður lágt sjálfsmat og litla trú á sér sem nemanda. Með stuðningi er hægt að byggja upp sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu ef fyrir hendi er virðing, sveigj- anleiki og fjölbreytni í náms- og kennsluaðferðum. Leshamlaðir eru þeir sem einna mestar líkur eru á að hafi gefist upp í námi og ekki ólíklega einnig þeir sem eru á atvinnuleysisskrá vegna skorts á formlegum réttindum. Nemendur sem koma aftur í nám eftir þátttöku í atvinnulífinu stefna að ákveðnu marki og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná því tak- marki. Eldri nemendur eru yfirleitt það sem kennarar kalla „góðir nem- endur“, s.s. samviskusamir, vinnu- samir, jákvæðir, stundvísir og auðga marga kennslustundina með reynslu sinni. F.Á. hafði komið sér upp vara- sjóði sem nýttur var í ýmiss konar stuðningsúrræði, hluta af sjóðnum yfirtók ríkissjóður. Fjárveitingar til framhaldsskóla fara eftir nem- endafjölda og fjölda lokinna eininga en ekki eftir mismunandi þörfum nemenda. Útreikningar eru gerðir í samræmi við reiknilíkan sem gerir ekki ráð fyrir fjármagni til ólíkra þarfa nemenda fyrir stuðning í námi. Eingöngu er gert ráð fyrir náms- og starfsráðgjöfum. For- eldrar sem vanir eru að sérkennsla og stuðningur sé fyrir hendi innan grunnskóla fá oft áfall þegar þeir uppgötva að allt slíkt hverfur form- lega við yfirfærslu nemandans til framhaldsskólans. Þörfin fyrir stuðning í námi hverfur ekki þó að nemandinn ljúki 10. bekk. Fram- haldsskóli sem eingöngu leggur metnað sinn í að sinna nemendum sem eiga auðvelt með hefðbundið nám fær sama fjármagn og skóli sem leggur metnað sinn í að koma til móts við ólíkar þarfir og getu nemenda. Allir nemendur úr 10. bekk munu fá inngöngu í framhalds- skóla í haust og sennilega mun um- ræðan enn á ný snúast um hvort þeir hafi komist inn í sinn óskaskóla eða ekki. Hver mun tala máli þess stóra hóps ungmenna eldri en 18 ára sem á sama tíma mun fá höfnun frá sínum óskaskóla? Hvert liggur mín leið? – Hver er mín framtíð? Eftir Elínu Vilhelmsdóttur Elín Vilhelmsdóttir » Framhaldsskóli sem eingöngu leggur metnað sinn í að sinna nemendum sem eiga auðvelt með hefðbundið nám fær sama fjármagn og skóli sem leggur metnað sinn í að koma til móts við ólíkar þarfir og getu nemenda. Höfundur er kennslustjóri dyslexíu- stoðþjónustu Fjölbrautaskólans við Ármúla. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.