Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Matur & vín
Þann 11. mars gefurMorgunblaðið út sérblað
ummat og vín.
Spjallað verður við ýmsa úr veitingageiranum
sem deila girnilegum uppskriftum til lesenda.
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. mars.
MEÐAL EFNIS:
Kokkar gefa girnilegar uppskriftir
Framandi matargerð.
Námskeið í matargerð.
Lambakjöt.
Nautakjöt.
Kjúklingar
Villibráð.
Sjávarfang.
Eftirréttir.
Kokkabækur uppskriftir frá
höfundum.
Uppskriftir.
Spennandi óvissuferðir.
Ásamt fullt af fróðleiksmolum
og spennandi efni.
SÉ
RB
LA
Ð
Mat
ur &
vín
Í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum sem fram fóru 29. maí 2010
voru tveir listar
í framboði í
Hveragerði, þar
var D-listi Sjálf-
stæðisflokksins
og A-listinn
sameiginlegt
framboð Fram-
sóknarflokks,
Samfylkingar og
Vinstri grænna.
Um framboð A-
listans skrifaði
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv.
ráðherra, grein á vefmiðlinum
Pressan þar sem hann talaði um
að í Hveragerði hefði verið kynnt-
ur sterkur og öflugur listi sem
yrði framtíðarmódel félagshyggju-
aflanna á Íslandi, en framtíð-
armódel félagshyggjuaflanna er í
raun eldgamalt og fullreynt módel
Sovétríkjanna. Svo skrifar hann:
„Hvergerðingarnir marka nú
framtíðarsporin og verður það
góða gengi sem framboðinu er
spáð okkur vonandi raunsönn lexía
um hve miklu má áorka í samein-
uðu breiðu afli frá miðju lengst til
vinstri.“
Þegar kosningum var lokið og
lokatölur voru birtar kom í ljós að
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver-
andi ráðherra, hafði rangt fyrir
sér, A-listinn, sameiginlegt fram-
boð Framsóknarflokks, Samfylk-
ingar og Vinstri grænna, fékk að-
eins 445 atkvæði eða 35,6%
atkvæða og tvo menn inn í bæj-
arstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn í
Hveragerði fékk 804 atkvæði eða
64,4% atkvæða og fimm menn inn
í bæjarstjórn, stærsti sigur Sjálf-
stæðisflokksins á landsvísu í sveit-
arstjórnarkosningunum var í
Hveragerði.
Á þeim níu mánuðum sem liðnir
eru frá því að kosningar fóru fram
hefur maður oftar en einu sinni
orðið var við rifrildi á milli þeirra
sem voru á A-listanum og sést þar
að það er lítil sem engin samstaða
innan þessa sameiginlega fram-
boðs, eru það þá einna helst fram-
sóknarmenn og samfylkingarmenn
sem eru að deila um hin ýmsu
málefni. En athyglisverðara er
það þó að sjá að Róbert Hlöðvers-
son sem var í fyrsta sæti á A-
listanum fyrir kosningar og var
kjörinn bæjarfulltrúi A-listans í
Hveragerði titlar sig nú sem bæj-
arfulltrúi Samfylkingarinnar í
Hveragerði, bæði á Fésbókarsíðu
sinni og í grein sem kom út í nýj-
ustu útgáfu Hverafuglsins. Það er
því spurning fyrir hvaða lista
starfar Róbert sem bæjarfulltrúi,
Samfylkinguna eða A-listann. Get-
ur það hugsast að draumsýn
Björgvins G. sé klofin í herðar
niður líkt og A-listinn í Hvera-
gerði?
FRIÐRIK
SIGURBJÖRNSSON,
nemi og varaformaður Asks,
félag ungra sjálfstæðismanna í
Hveragerði
A-listinn í Hveragerði
klofinn?
Frá Friðrik Sigurbjörnssyni
Friðrik Sig-
urbjörnsson
Sú söguskýring að
stóriðjuframkvæmdir
hafi á árunum 2004-
2008 vegið þungt í
efnahagshruninu og
átt stóran þátt í að
skapa hið mikla efna-
hagslega ójafnvægi á
sama tíma er lífseig.
Hún stenst hins veg-
ar enga skoðun. Þvert
á móti má færa sterk
rök fyrir því að umrædd uppbygg-
ing hafi vegið umtalsvert upp á
móti þeim almenna samdrætti sem
verið hefur í íslensku efnahagslífi
undangengin þrjú ár. Fjárfesting
vegna Kárahnjúkavirkjunar og
byggingar álvers í Reyðarfirði
nam tæpum 300 milljörðum á ár-
unum 2005-2008. Þetta er um 8%
af landsframleiðslu. Þessi eft-
irspurnaraukning var með öllu
fyrirsjáanleg og varð raunar minni
fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem
vægi erlends vinnuafls í fram-
kvæmdunum var mun meira en
upphaflega var búist við. Fjárfest-
ingar í stóriðju á árunum 2004-
2007, sem nú skila mikilvægum út-
flutningstekjum, eru dropi í hafið
miðað við ævintýralegan fjár-
austur í fjármálakerfinu og
skammsýni í ríkisfjármálum.
Dropi í hafið
Við upphaf þensluskeiðsins árið
2004 var ákveðið að lækka tekju-
skatt um 3 prósentustig sem komu
til framkvæmda á árunum 2005-
2007 á sama tíma og brýnt var að
draga úr eftirspurn. Bankarnir
voru einkavæddir og stjórnvöld
ákváðu að rýmka mjög útlána-
heimildir Íbúðalánasjóðs. Bindi-
skylda bankanna var um svipað
leyti lækkuð úr 4% í 2% sem jók
mjög á getu þeirra til útlána. Frá
2004 til 2007 jukust útlán til heim-
ilanna í landinu um 761 milljarða.
Markaðsverð á húsnæði á þessu
tímabili hækkaði um 85%. Útlána-
aukning til fyrirtækja og eign-
arhaldsfélaga var miklu meiri eða
2.580 milljarðar.
Á árunum 2004-2007 hækkaði
markaðsverðmæti hlutabréfa
skráð í Kauphöll Íslands um 2.497
milljarða á föstu verðlagi ársins
2009 og vega stóru bankarnir
mjög þungt. Í árslok 2003 var
verðmæti skráðra hlutabréfa um
46,7% af landsframleiðslu en fór í
210% árið 2007. Auðsáhrif vegna
hækkandi hlutabréfa- og húsnæð-
isverðs voru gífurleg. Þau hvöttu
til óhóflegrar neyslu og lántöku
sem engan veginn fékk staðist á
sama tíma og ráðstöfunartekjur
jukust hratt og krónan styrktist.
Af veikum mætti reyndi Seðla-
bankinn að berjast við þensluna
með hækkun vaxta. Það hafði
þveröfug áhrif þar sem einu áhrif-
in voru að gengi krónunnar
styrktist. Afleiðingin var enn
meiri erlend skuldasöfnun og
neysla – efnahagslega ójafnvægið
jókst enn. Allt gerist þetta á sama
tíma og vextir í heiminum eru í
lágmarki og mikið framboð af
lausu fé rataði hingað. Ytri að-
stæður lögðust þannig einnig á ár-
arnar við að spenna upp íslenska
hagkerfið. Leiðrétting varð óhjá-
kvæmileg en vissulega óraði eng-
an fyrir því hversu sársaukafull sú
leiðrétting yrði. Þótt fjárfestingar
í stóriðju á þessu tímabili hafi ver-
ið miklar voru þær, hvernig sem á
það er litið, aðeins sáralítill part-
ur. Ekki verður dregin önnur
ályktun en að alvarlegur efna-
hagsskellur hefði dunið á okkur
hvort sem ráðist hefði verið í stór-
iðjuframkvæmdir eða ekki.
Fjárfesting í stóriðju skilað
miklum ávinningi
Á undanförnum misserum höf-
um við séð áhrif stóriðjufjárfest-
ingu áranna 2003-2008 með áþreif-
anlegum hætti. Útflutningstekjur
þjóðarinnar vegna áliðnaðar hafa
aukist um 180 milljarða króna frá
árinu 2003 og náðu um 220 millj-
örðum króna á síðasta ári. Hrein-
ar gjaldeyristekjur þjóðarinnar
vegna áliðnaðar námu rúmum 100
milljörðum króna á síðasta ári. Því
til viðbótar hefur útflutnings-
verðmæti járnblendis og aflþynna
aukist um u.þ.b. 14 milljarða
króna. Því hefur útflutnings-
verðmæti stóriðju aukist um nærri
200 milljarða króna á ári frá 2003.
Framlag utanríkisviðskipta til
hagvaxtar var í sögulegu hámarki
árið 2009, en það ár var 13% af
landsframleiðslunni tilkomin
vegna afgangs af viðskiptum við
útlönd. Á undanförnum 30 árum
hafði það áður mest numið liðlega
5%. Ætla má að þetta hlutfall
verði enn hærra vegna ársins
2010. Tekjur orkufyrirtækja hafa
á sama tíma vaxið mjög og námu
liðlega 80 milljörðum króna árið
2009 samanborið við um 35 millj-
arða króna árið 2003. Eigið fé
orkufyrirtækjanna hefur einnig
styrkst verulega en á und-
anförnum 10 árum hefur það auk-
ist um 220 milljarða króna og nam
liðlega 300 milljörðum um mitt
síðasta ár.
Eitt af helstu vandamálum ís-
lensks efnahagslífs nú er lítil fjár-
festing í atvinnulífinu. Horfur eru
hins vegar jákvæðar hvað varðar
fjárfestingu í stóriðju á komandi
árum. Má þar nefna nýtt álver í
Helguvík, straumhækkun og ný-
sköpun í álverinu í Straumsvík og
kersmiðju Alcoa á Reyðarfirði,
auk mögulegra framkvæmda á
Norðurlandi. Heildarfjárfesting að
virkjanafjárfestingum meðtöldum
er áætluð um 500 milljarðar króna
á næstu 5-6 árum. Miðað við nú-
verandi álverð mun þessi fjárfest-
ing auka útflutningsverðmæti
þjóðarinnar um 110 milljarða
króna á ári hverju og bæta vöru-
skiptajöfnuð um u.þ.b. 50 milljarða
á ári. Af ofangreindu má sjá
hversu fjarstæðukennt það er að
kenna framkvæmdum við stóriðju
um hrun í íslensku efnahagslífi.
Þvert á móti gegnir þessi fjárfest-
ing nú lykilhlutverki í því að vinna
okkur út úr þeirri kreppu sem við
nú erum stödd í.
Lífseig en röng söguskýring
um stóriðju og efnahagshrunið
Eftir Bjarna Má
Gylfason og Þor-
stein Víglundsson
»Miðað við núverandi
álverð mun þessi
fjárfesting auka útflutn-
ingsverðmæti þjóð-
arinnar um 110 millj-
arða króna á ári hverju
og bæta vöruskiptajöfn-
uð um u.þ.b. 50 millj-
arða á ári.
Bjarni Már
Gylfason
Bjarni Már er hagfræðingur SI, Þor-
steinn er framkvæmdastjóri Samáls.
Þorsteinn
Víglundsson
Jóhann Ísberg, formaður Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi, óskar
eftir því í Morgunblaðinu föstudag-
inn 18. febrúar,
að ég birti Kópa-
vogsbúum glæru-
sýningu sem
Kópavogsbær
greiddi fyrir vor-
ið 2006. Af því
tilefni vísa ég í
vef Morgunblaðs-
ins – slóðina:
http://
www.mbl.is/
media/17/2617.pdf. Þar er hana að
finna og þar hefur hún verið í
nokkra daga – í anda opinnar
stjórnsýslu og gagnsæis.
Jóhann fullyrðir að þessi sýning
hafi verið notuð af bæjarstjóra á
opnum fundum fyrir bæjarbúa.
Gott og vel, en ég minnist þess
ekki að það hafi verið opnir fundir
fyrir bæjarbúa á þessum tíma til
þess að nota glærusýninguna á. Ég
set líka spurningarmerki við að
bæjarstjóri fari yfir stefnuskrá síns
flokks og vegi að öðrum stjórn-
málaflokkum í kynningum sem
hann er með á opnum fundum fyrir
bæjarbúa. Það vekur ugglaust líka
spurningar hjá fleirum en mér
hvers vegna glærusýning þessi ber
sama nafn og kjörorð Sjálfstæð-
isflokksins í sveitarstjórnarkosning-
unum í Kópavogi þetta ár.
Ásökunum og ávirðingum Jó-
hanns í minn garð í þessari grein
og öðrum hirði ég ekki um að
svara.
HAFSTEINN KARLSSON
bæjarfulltrúi.
Svar til Jóhanns Ísberg
Frá Hafsteini Karlssyni
Hafsteinn Karlsson