Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 21

Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 ✝ IngibjörgStrandberg fé- lagsráðgjafi fædd- ist í Reykjavík þann 21.11. 1945. Hún andaðist á Landspítalanum 9.2. 2011. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Magnúsdóttir f. 3.12. 1920 að Hellum í Landsveit og Friðþjófur Strandberg f. 29.12. 1921 á Þingeyri í Dýra- firði. Systkini hennar eru Auð- ur f. 10.9. 1947, Magnús f. 14.1. 1950, Birgir f. 11.3. 1953, Sveinbjörn f. 13.12. 1954 og Agnar f. 19.4. 1958. Ingibjörg giftist Gunnari Þormóðssyni f. 7.6. 1944, d. 4.6. 2007, en þau skildu árið 1986. Dóttir þeirra er Berglind Gunn- arsdóttir f. 17.5. 1966 og eig- inmaður hennar er Jón Bjarki Gunn- arsson f. 3.11. 1967. Börn þeirra eru Hlynur Hugi f. 6.12. 1989, Dagbjört Rós f. 16.6. 1994 og Sólrún Snót f. 31.1. 1997. Útför Ingibjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 21. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Að eignast vin er ekki sjálfsagt, en að eignast góðan vin er gulls ígildi. Mér er svo minnisstætt hvernig við kynntumst og hvað við urðum góðir vinir strax. Öll þessi litlu atvik sem við áttum saman, þegar við fórum með Hlyn þinn og Kristínu mína út að borða og kom- um aðeins við hér heima og Hlyn- ur sagði: „Ekki gleyma að læsa bílnum, amma.“ „Hvern heldurðu að langi í hann?“ „Nei amma, en húfan mín er í honum.“ Svona at- vik eins og að eiga góðar stundir með þér og Gunna þínum heima hjá honum, fylgjast með þegar þú fluttir í þína íbúð og Gunni smíð- aði heimsins flottasta rúm fyrir þig. Göngur með þér og Hrapp. Allt þetta og miklu meira, þú kunnir að gera svo mikla gleði úr nánast engu. Að endingu þakka ég þér að leggja á þig að við skyldum borða reglulega saman hér í Aust- urbergi, jafnvel þótt þú þyrftir fylgd upp og niður tröppurnar. Böggin, máltækið okkar var: Beggja vegna Atlantsála. Guð gefi þér milda heimkomu. Takk fyrir að hafa verið til. Ég bið algóðan Guð að gefa Berglindi þinni og hennar fjöl- skyldu styrk í sorginni, eins mömmu, pabba, systkinum þínum og þeirra fólki. Guð gefi okkur öll- um skilning. Þín vina Guðrún Sigurðardóttir (Gunna). „Sorgin er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum eftir Khalil Gibran.) Með fáeinum orðum langar mig að minnast frænku minnar hennar Ingibjargar Strandberg og mér finnst við hæfi að byrja á þessum fallegu orðum úr Spámanninum, bókinni sem henni þótti svo vænt um. Ingibjörg var alltaf hluti af mínu lífi sem móðursystir mín, en það var þó ekki fyrr en við mamma fluttum í Engihjallann að ég kynntist henni almennilega og fyrir það er ég afar þakklát. Hún frænka mín var sérstök á sinn hátt og í kringum hana var alltaf líf og fjör. Hún var ljúf kona og það var aldrei langt í brosið henn- ar. Þau voru ófá kvöldin í Engi- hjallanum og í litlu íbúðinni henn- ar Ingibjargar sem við sátum og ræddum allt á milli himins og jarðar og það var mikið hlegið og gantast. Hún hafði þann ótrúlega hæfileika að sjá spaugilegu hlið- arnar á flestu í lífinu og hláturinn hennar var smitandi. Sumarið 2007 er mér sérstaklega minnisstætt en það sumar áttum við margar góðar samverustund- ir. Við eyddum meðal annars löngum tíma í að gróðursetja í litla garðskikanum hennar við Hlíðar- hjallann og færðum blómin fram og til baka þar til okkur fannst þau passa og tókum okkur nokkra daga í umhugsun á milli gróður- setninga. Það lá ekkert á í lífinu hjá Ingibjörgu og stress var nokk- uð sem hún þekkti ekki. Hún gaf sér góðan tíma í það sem hún tók sér fyrir hendur og vildi alltaf hafa huggulegt í kringum sig. Á nýársdag 2008 kom dagurinn sem við Gunni höfðum beðið lengi eftir og við tilkynntum komu tví- buranna okkar sem voru væntan- legir í júní sama ár. Ég hringdi í Melgerðið til ömmu og afa og sagði þeim fréttirnar og það liðu ekki margir tímar þar til frænka mín hringdi. Ég náði ekki síman- um og inn á talhólfið komu ofboðs- lega falleg skilaboð. Ég var ekki fyrr búin að hlusta á talhólfið en síminn hringdi aftur og það var hún frænka aftur og sagði hún mér að hún hefði bara ekki getað beðið eftir að ná í mig til þess að óska okkur til hamingju með litlu sílin okkar eins og hún orðaði það, hún samgladdist okkur svo inni- lega. Nokkrum dögum eftir komu dætra okkar barst okkur svo pakki frá henni með fallegu bréfi og hamingjuóskum. Hún frænka mín var alltaf mér og litlu fjöl- skyldunni minni góð og sú minn- ing lifir í hjörtum okkar allra. Ég minnist frænku minnar með hlý- hug og þakka fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við áttum. Ég hefði viljað hafa þær miklu fleiri en það er huggun að vita að hún hefur það gott í nýjum heimkynn- um, laus við veikindi og þjáningar. Ég bið góðan Guð að veita Berg- lindi, afa og ömmu og allri fjöl- skyldunni styrk á þessum erfiðu stundum. Blessuð sé minning Ingibjargar frænku minnar. Hrafnhildur, Gunnar, Elísabeth Líf og Helena Laufey. Kæra frænka. Ég held að ég hafi aldrei skrif- að þér bréf áður, þó á ég sjálfur mörg póstkort frá þér sem ég fékk á yngri árum. Þú varst oft aðeins öðruvísi en margir kalla venju- legt, gerðir hluti sem engum öðr- um hefði dottið í hug, þú fórst þína leið. En að degi loknum stendur það góða upp úr og þess ber að minnast. Ég þakka þér samveruna og góðu stundirnar, vegni þér vel á nýjum stað, frænka. Friðþjófur Helgi Strandberg. Ingibjörg F. Strandberg ✝ GuðmundurGuðmundsson, fyrrverandi skip- stjóri, var fæddur í Reykjavík 3. jan- úar 1923. Hann lést að Hrafnistu 5. febrúar 2011. For- eldrar Guðmundar voru Guðmundur Guðmundsson skip- stjóri, f. 16. desem- ber 1894, d. 26. apríl 1963, og Guðlaug Gríms- dóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1890, d. 28. mars 1982. Guðmundur átti fjóra albræður og tvær hálfsystur, sammæðra, sem upp komust. Þau systkinin eru nú öll látin. Hinn 26. október 1946 kvæntist Guðmundur Sigrúnu Sigurðardóttur sem fæddist í Reykjavík 2. apríl 1923 og lést 30. ágúst 1998. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurður Jóns- son bátsmaður, f. 4. maí 1894, Þórey K. Jónsdóttir, f. 12. mars 1952. Þeirra dóttir er Sigrún Björg, f. 10. júní 1994. Dóttir Þóreyjar er Sigríður Íris Hall- grímsdóttir, f. 25. júlí 1973. Guðmundur fór snemma til sjós og var fyrst munstraður sem ófullvaxinn vikadrengur á varðskip árið 1936. Hann var síðan skráður 17 ára á fiskiskip árið 1940 sem háseti. Hann tók stýrimannapróf 1946 og var eft- ir það stýrimaður fyrst á tog- urum en síðar á vertíðar- og síldveiðiskipum. Sjómennsku sinni lauk hann sem stýrimaður og síðar skipstjóri á olíu- flutningaskipinu Bláfelli. Þá vantaði hann stutt í að hafa stundað sjómennsku í hálfa öld. Starfsævinni lauk hann sem vaktmaður á Landspítalanum. Guðmundur og Sigrún áttu nokkur ár saman á eftirlaunum en síðan veiktist hann og svo hún og fór svo að hún lést að- eins 76 ára gömul. Eftir það bjó Guðmundur einn þrátt fyrir umtalsverða hreyfihömlun þar til hann varð vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík síðustu fjögur árin. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey 14. febrúar 2011. d. 1. júlí 1959, og Ingibjörg Páls- dóttir, f. 7. nóv- ember 1900, d. 26. september 1975. Börn Guðmundar og Sigrúnar eru: 1) Sigurður skipu- lagsfræðingur, f. 22. október 1949, maki Steinunn Kristín Árnadóttir, f. 24. febrúar 1950. Þeirra synir eru: Árni Stein- grímur, f. 2. ágúst 1971, kvænt- ur Pálínu Ernu Ásgeirsdóttur. Þeirra sonur er Sigurður Pét- ur, f. 23. janúar 1998; Guð- mundur Orri, f. 8. febrúar 1977, kvæntur Lilju Sóleyju Páls- dóttur. Dóttir þeirra er Rakel Hekla, f. 11. september 2009. Yngstur er Unnar Darri, f. 24. júlí 1984, í sambúð með Stellu Rögn Sigurðardóttur, f. 4. apríl 1984. 2) Guðmundur landfræð- ingur, f. 6. febrúar 1953, maki Ég kom inn í fjölskyldu tengda- pabba fyrir 43 árum. Þá var hann hættur að vera á fiskiskipum eftir að hafa stundað fiskveiðar frá 17 ára aldri og var því miklu meira heima en verið hafði áður. Hann tók mér opnum örmum strax frá upphafi og sagði að ég væri dótt- irin sem hann hefði aldrei eignast. Hann átti það til meðan ég var í menntaskólanum og átti bíl ein fárra nemenda skólans að bjóða mér til sín í hádeginu þar sem hann eldaði hnossgæti sem ég og hann kunnum ein að meta í fjöl- skyldunni, signa grásleppu, siginn fisk og þess háttar. Hann var hress og skemmtilegur, fróður og mikill húmoristi og hafði gaman af því að ræða um pólitík, menn og málefni. Í þessari fjölskyldu var oftast sest niður í kvöldkaffi, gjarna með eitthvað sem tengda- móðir mín hafði bakað og málin rædd í þaula og ekki allir sam- mála. Þessu hafði ég ekki kynnst áður en hafði mjög gaman af. Á áttunda áratugnum hófu tengda- foreldrar mínir byggingu sum- arbústaðar í landi Hlíðar í Gnúp- verjahreppi en þau tengdust Hlíðarfólki nánum böndum eins og um fjölskyldu væri að ræða eft- ir kaupamennsku í þrjár kynslóð- ir. Þarna eyddu þau löngum stundum enda hittust þarna allir þeir fjölmörgu sem höfðu átt samastað í Hlíð um lengri eða skemmri tíma. Við hjónin nutum einnig góðs af og við systurnar vorum þar oft með syni okkar. Þegar þeir eltust fóru þeir sjálfir í kaupamennsku og þá var nú gott að eiga ömmu Sillu að enda aldrei komið að tómum kofunum hjá henni. Tengdapabbi stundaði hestamennsku þarna og margir áttu sín fyrstu spor á hestbaki í túninu fyrir framan bústaðinn. Tengdapabbi var barnabörnum sínum góður afi og þegar við hjón- in fórum að ferðast um heiminn var ekkert sjálfsagðara hjá honum og tengdamömmu en að flytja heim til okkar á meðan við vorum burtu og annast um strákana okk- ar. Var hann þá löngum stundum að spila við þann yngsta og töldust ólsenspilin í hundruðum. Tengdapabbi minn var alltaf heitur stuðningsmaður KR og Manchester United og það var al- veg hægt að finna það á honum hvort hans menn hefðu unnið eða tapað. Undir það síðasta hafði hann ekki áhuga á miklu öðru. Eftir að tengdamamma mín dó flutti hann í íbúð í Núpalind í Kópavogi sem þau höfðu ætlað sér saman en hún náði aldrei að sjá fullgerða. Þarna dvaldi hann einn, þrátt fyrir að vera líkamlega orð- inn illa farinn eftir veikindi sem hann aldrei náði sér af. Hann naut þarna þjónustu og stundaði dag- vist í Sunnuhlíð eins og hann gat enda mikil félagsvera. Það var því mikið áfall þegar hann fékk slag og gat lítið sem ekkert talað eftir það. Hann fékk inni á Hrafnistu og var þar síðustu fjögur árin þar sem hann naut frábærrar umönn- unar þess ágæta fólks sem þar starfar. Hann er búinn að vera kvalinn og þreyttur og tilbúinn að fara héðan, í raun og veru allt frá því tengdamamma lést fyrir 12 ár- um. Nú hefur hann fengið líkn og þó að hann hafi verið vantrúaður á það sjálfur trúi ég að hann sé nú kominn á annað og æðra tilveru- stig þar sem honum líður betur. Steinunn Kristín Árnadóttir. Ég man eftir afa fyrst þegar hann leyfði mér algerum polla að koma með á góðviðrisdegi á Blá- fellinu til Akraness með olíufarm. Hann birtist mér alltaf sem ró- lyndismaður sem lofaði engu sem hann gat ekki staðið við og gerði allt sem hann sagðist myndu gera. Hann fylgdist mikið með enskri knattspyrnu og var mikill lestrar- hestur, það gæti meira að segja verið hans fyrirmynd að þakka hvað ég varð iðinn við lestur. Hið minnsta var þar fyrirmynd sem sýndi mér að utan vinnu væri eðli- legt að hafa alltaf merki í bók og að eftir eina tæki önnur við. Ég var svo heppinn að fá að vinna með honum á vakt Landspítalans og sjá þá virðingu sem fyrir honum var borin. Vaktmannana á milli var hann kallaður „Skipperinn“, með hliðsjón af fyrri störfum. Þeg- ar ég hef rekist á vinnufélaga frá þessum tíma var ég alltaf spurður hvernig hann hefði það, hann varð fólki minnisstæður. Ég er þakk- látur fyrir að hafa verið kominn á réttan kjöl með mitt líf áður en haustaði hjá afa, annars hefði ég ekki getað verið honum stuðning- ur. Mér þótti gott að geta verið hjá honum eftir að heilsan brást og hef orðið var við að ég geymi hann hjá mér þótt hann sé farinn. Hann trúði ekki á framhaldstilvist og sagði mér það nokkrum sinnum en hann lifir svo lengi sem ég lifi því ef ég óska ráða hans get ég fengið þau með því að spyrja hann og ég veit hverju hann myndi svara. Árni St. Sigurðsson. Látinn er í Reykjavík mágur minn Guðmundur Guðmundsson skipstjóri, 88 ára að aldri. Guð- mundi kynntist ég fyrst 1944 þeg- ar hann og Sigrún systir mín fóru að draga sig saman. Silla hafði þá lokið kvennaskólaprófi og var við störf í Laugavegsapóteki. Guð- mundur fór snemma til sjós, en fór í Sjómannaskólann og lauk þaðan prófi 1946. Þau trúlofuðu sig 1945. Guð- mundur kom jafnan í hádegisverð til foreldra okkar á þessum tíma og kynntist ég honum ágætlega. Sumarið 1947 unnum við saman á togara. Þá kynntist ég honum sem duglegum sjómanni og góðum stjórnanda. Silla og Guðmundur gengu í hjónaband 1946. Árið 1949 fædd- ist frumburðurinn Sigurður. Yngri sonurinn Guðmundur fædd- ist 1953. Guðmundur varð eftir námið 2. stýrimaður á Agli Skallagríms- syni. Þar var hann í 5 ár. Síðan var hann lengi á bátum í Grindavík, oftast stýrimaður. Um fertugsaldur hætti Guð- mundur sjómennsku á fiskiskip- um og varð stýrimaður og síðar skipstjóri á Bláfellinu, flutninga- skipi Olíufélagsins. Þetta varð mikil breyting fyrir þau bæði því ferðirnar voru styttri og Guð- mundur meira heima en áður. Blá- fellinu stýrði Guðmundur á þriðja áratug þar til honum var ómak- lega sagt upp störfum 65 ára. Hann var ósáttur við þau málalok en fékk fljótlega starf sem vakt- stjóri við Landspítala. Þar undi hann hag sínum vel og gegndi því starfi til starfsloka. Silla var sjómannsdóttir og þekkti því vel hlutverk sjómanns- konunnar. Hún varð strax nokkur stjórnandi á heimilinu og hún var ráðrík. Guðmundur lét sér það vel líka og gerði enga athugasemd við að hún var að jafnaði bílstjórinn þegar þau ferðuðust. Guðmundur og Silla voru sam- rýnd og samhent hjón. Þau byrj- uðu snemma að ferðast og eftir að þau fóru á eftirlaun fóru þau að jafnaði tvær langar ferðir á ári til útlanda, heimsóttu Spán, Kanar- íeyjar og Austurlönd. Uppáhalds- staður þeirra var þó Flórída. Oft fóru þau til systur Guðmundar í Kaliforníu. Silla veiktist sumarið 1996 og gekkst undir miklar og erfiðar að- gerðir. Hún komst yfir þessi veik- indi með stuðningi Guðmundar og tóku þau upp aftur fyrri háttu um að ferðast mikið. Haustið 1998 komu þau heim úr langri utan- landsferð. Skömmu síðar veiktist Guðmundur, fór á sjúkrahús í litla aðgerð sem fór á annan veg en til stóð og var hann tæpt hálft ár á sjúkrahúsi. Silla studdi Guðmund vel í veikindunum en fljótlega kom í ljós að hún sjálf gekk ekki heil til skógar. Meinið frá 1996 hafði tekið sig upp. Silla lést 1999. Veikindi Guðmundar urðu til þess að þau ákváðu að skipta um húsnæði og festu kaup á íbúð í Kópavogi skömmu áður en Silla dó. Þar bjó Guðmundur einn í nokkur ár við versnandi heilsu þangað til hann fór á Hrafnistu. Guðmundur saknaði alltaf Sillu og var aldrei sáttur við að hún fór á undan honum. Að leiðarlokum þakka ég Guð- mundi mági mínum samfylgdina og vináttu langrar ævi. Ég flyt sonunum Sigurði og Guðmundi og fjölskyldum þeirra hlýjar samúð- arkveðjur okkar Guðrúnar og bið þeim blessunar Guðs. Blessuð sé minning Guðmund- ar Guðmundssonar. Páll Sigurðsson. Guðmundur Guðmundsson Manstu stund er gengum við ætíð saman hlið við hlið og ef að skorti eitthvað á komstu til mín hjálp að fá. Því er brotið hjartað þitt komdu aftur barnið mitt snúðu við því ég elska þig enn. Hvar er gleðin sem ég gaf hví er sorg í hennar stað? Kærleikur þinn, von og trú hvað er orðið af því nú? Hvað er það sem olli því að þú fórst frá mér á ný? Kom mitt barn, snúðu við því ég elska þig enn. Ég bið þig elsku vinur minn að sýna biðlund enn um sinn því ég mun koma og sækja þig og leiða þig inn í himininn. Þá um eilífð munum við ganga saman hlið við hlið. Kom mitt barn snúðu við því ég elska þig enn. (Matthías Ægisson) 5. febrúar. Það er afmælisdagur í dag og afmælisbarnið er ekki lengur hér hjá okkur. Þú hefðir orðið 29 ára í dag elsku Haukur- inn okkar. Að horfa á baráttu þína og geta ekki bjargað þér var erfitt. Við verðum aldrei söm aft- ur. Við eigum dýrmæta reynslu sem vonandi verður hægt að nýta Haukur Freyr Ágústsson ✝ Haukur FreyrÁgústsson fæddist á Hvamms- tanga 5. febrúar 1982. Hann lést 9. júní 2006. Haukur Freyr var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 15. júní 2006. til góðra verka. Sökn- uðurinn er sárari en nokkur orð fá lýst og sorgin líka. Stundum hlæjum við með Jó- hönnu er við rifjum upp yndislegar stundir með þér, einnig grátum við yf- ir vanmættinum sem fylgir því að horfa á dauðagöngu fíkilsins og geta ekkert gert. Við hugsum til þess með hryllingi hversu margir eru í þínum sporum og svo ástvinir í okkar sporum. Neyðin er mikil og litla sem enga hjálp að fá. Þegar við í fjarska fylgjumst með skólafélögum og öðrum fé- lögum tekur sorgin á sig skrítna mynd. Gleðin yfir velgengni unga fólksins, sem er sumt hvað orðið foreldrar í dag, tekur á sig und- arlega mynd. Bros, en augun full af tárum. Bros vegna ungrar manneskju sem er orðin foreldri og orðin fullorðin og svo sorgin vegna þess að þú færð þann draum aldrei uppfylltan. Þú áttir einfaldan draum elsku strákurinn okkar. Draum um að vera heil- brigður, geta unnið. Ekki miklar kröfur það. Við spjörum okkur vel, enda umkringd góðu fólki. Guð passar vel upp á okkur eins og þú baðst hann svo oft að gera. Vissulega er hjartasár sem er komið til að vera, en við höfum það gott í dag. Við höfum eignast nýtt líf. Við gerum eitthvað skemmtilegt á afmælisdaginn þinn í þína minningu, og Jóhanna heimsækir gröfina þína. Við kom- um svo í garðinn í sumar þegar við komum til landsins. Við elsk- um þig elsku Haukur Freyr. Mamma og Hannes pabbi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.