Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 22

Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 22
✝ Þórður Frið-jónsson, for- stjóri NASDAQ OMX á Íslandi, fæddist í Reykja- vík 2. janúar 1952. Hann lést í Friedrichshafen í Þýskalandi 8. febrúar 2011. Þórður var sonur hjónanna Krist- ínar Sigurð- ardóttur húsmóður, f. 1928, d. 1989, og Friðjóns Þórð- arsonar, ráðherra og sýslu- manns, f. 1923, d. 2009. Systk- ini Þórðar eru Sigurður Rúnar, f. 1950, Helgi Þorgils, f. 1953, Lýður Árni, f. 1956, og Steinunn Kristín, f. 1960. Þórður kvæntist 8. apríl 1971 Þrúði G. Haraldsdóttur, sviðstjóra kjaramála, f. 1950, og voru þau gift í 33 ár. For- eldrar hennar voru Kristín S. Ólafsdóttir kennari, f. 1912, d. 1999, og Haraldur Matthías- son, kennari og rithöfundur, f. 1908, d. 1999. Börn þeirra eru þrjú: 1) Steinunn Kristín fram- kvæmdastjóri, f. 1972, maki Antonios Koumouridis læknir. 2) Friðjón fjárfestir, f. 1977, maki Hrefna Lind Heim- isdóttir nemi. 3) Haraldur fjárfestir, f. 1979, maki Ragn- hildur Þ. Ágústsdóttir lista- kona. Áður eignaðist Þórður skiptafræðideild HÍ. Þórður var vel þekktur fyrir störf sín sem einn fremsti sérfræð- ingur efnahagsmála á Íslandi. Þórður sat fyrir Íslands hönd m.a. í hagstjórnarnefnd OECD og í bankaráði Evrópu- bankans. Jafnframt var hann stjórnarformaður NOPEF (Nordic Project Fund) og for- maður samstarfsnefndar ís- lenskra stjórnvalda, Lands- virkjunar, Norsk Hydro og íslenskra fjárfesta um bygg- ingu álvers við Reyðarfjörð. Þórður sat í fjölmörgum nefndum og ráðum tengdum efnahagsmálum Íslands. Auk- inn þjóðarhagur var honum afar hugleikinn og sífellt við- fangsefni og ritaði hann fjöl- margar greinar um hagfræði í bækur, dagblöð og sérrit. Þórður sat í stjórn Við- skiptaráðs frá árinu 2008 og var burðarás í starfi samtak- anna. Þórður útskrifaðist með MA-gráðu í hagfræði frá Queen’s-háskólanum í Kanada árið 1978. Hann lauk cand. oe- con.-gráðu frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1977 og stúdentsprófi frá MR árið 1972. Þórður lagði alla tíð mikla áherslu á gildi fjölskyld- unnar og var metnaðarfullur í leik og starfi. Hann stundaði íþróttir eins og blak, tennis, sund og hlaup af kappi en var sérstaklega áhugasamur um fluguveiði, skíðaiðkun og hestamennsku. Útför Þórðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 21. febrúar 2011, og hefst athöfn- in kl. 13. Sigríði forstöðu- mann, f. 1970, með Ragnhildi Pálsdóttur. Maki Sigríðar er Sæv- ar Birgisson verkfræðingur. Barnabörn Þórð- ar eru 11. Eft- irlifandi eig- inkona Þórðar er Ragnheiður Dögg Agnars- dóttir framkvæmdastjóri, f. 1974, og áttu þau saman Auði Ólöfu, f. 2007. Ragnheiður á fyrir Óliver Dag Thorlacius, f. 1999, sem Þórður gekk í föð- urstað. Foreldrar Ragnheiðar eru Ólöf Thorlacius banka- starfsmaður, f. 1958, og Agn- ar Kristinsson kennari, f. 1954. Þórður var forstjóri NAS- DAQ OMX á Íslandi frá febr- úar 2002. Áður var hann for- stjóri Þjóðhagsstofnunar um 15 ára skeið og gegndi jafn- framt stöðu ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu frá apríl 1998 til sept- ember 1999, í leyfi frá Þjóð- hagsstofnun. Þórður var efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra, fyrst í stjórnartíð Gunnars Thoroddsen og síðar í tíð Steingríms Her- mannssonar. Á þeim árum kenndi hann einnig við við- Við kveðjum Þórð með sárum söknuði. Vafalítið verða aðrir til þess að fjalla um verk hans og störf. En við þekktum Þórð fyrst og fremst sem fjölskylduföður og vin, hlýjan og umhyggjusaman, víðsýnan og skemmtilegan mann með óvenju skarpa sýn á lífið og tilveruna. En Þórður var einnig mikill keppnismaður þótt hann færi afar vel með þann þátt í fari sínu. Þar reyndi á nú síðustu mán- uðina, mánuði sem verið hafa öll- um er Þórður var kær þungbærir. Baráttuþrek hans var mikið og saman stóðu þau Ragnheiður og Þórður, staðráðin í að gefast ekki upp fyrr en yfir lyki. Nú er barátt- unni lokið. Eftir stöndum við beygð – en ekki brotin. Framund- an er verkefni, framtíð tveggja ungra efnilegra barna. Munum við öll leggja okkar að mörkum og leitast við að halda að börnunum þeim góðu gildum er Þórður hafði í hávegum. Þannig minnumst við hans best. Hvíl í friði. Agnar og Rósa. Þótt maður hafi vanist því að ekki tjái að deila við dómstólinn æðsta, um líf og dauða, þá er erfitt að sjá á eftir bróður sínum á besta aldri. Næstelstum fimm systkina. Góður leikbróðir á æskuslóðum í Dölum, hvar barist var djarflega með trésverðum, siglt á olíubrú- saflekum milli skerja og leikið með það gamla góða, sem féll til úr sláturhúsi og fjöru, leggi og skelj- ar. Dossi, eins og Þórður var kall- aður, var kannski við það að vera ofvirkur eins og það er kallað í dag, heilbrigður drengur, og gekk oft nokkuð hraustlega fram, og fékk af því margar skrámur og nokkur saumaspor. Saman vorum við stundum kallaðir fyrirferðar- miklu eða óþekku sýslumannssyn- irnir. Steina systir var ekki með í þeim flokki enda yngri og alltaf róleg. Þetta var þó allt heiðarleg orka. Við uxum í allar áttir eins og gerist, en vorum samheldin fjöl- skylda, sem sameinaðist oft í Döl- um. Þar var eins og hjörtu okkar slægju saman í takt, enda sáu pabbi og mamma svo um að sögu og uppruna væri haldið til haga. Svo hverfur pabbi af sjónarsvið- inu fyrir ári. Og svo Dossi. Dossi sem var manna hraustastur, og enn með þessa miklu orku, sem opinberaði sig í mikilli vinnu, íþróttum, veiði og fleiru. Hann var á leið í skíðaferð með fjölskyldu sinni, sem tók þessa óvæntu stefnu, eitthvað annað, en ferða- lag samt sem áður. Og þar stönd- um við eftir og rýnum í ljósið. Eig- inkonu, börnum, tengdabörnum og vinum sendum við samúðar- kveðjur. Fh. systkinanna, Helgi Þ. Friðjónsson. Stundum er svo að við missum menn sem eru þjóðinni sérstak- lega mikilvægir á ákveðnum svið- um. Það á við um Þórð Friðjóns- son, forstjóra Kauphallarinnar. Við máttum síst við því að missa slíkan mann úr framvarðasveit ís- lensks athafna- og fjármálalífs. Á því sviði eigum við því miður of fáa sem staðið hafa upp úr með hrein- an skjöld og það traust sem er grundvallaratriði í heilbrigðu fjár- málalífi. Löng og fjölþætt reynsla og menntun Þórðar ásamt feikn- arlegri atorku, metnaði, fag- mennsku og heiðarleika lagði ís- lensku efnahagslífi til besta manninn til að standa í stafni þeg- ar siglt var á ný mið. Þórður lagði mikið til þeirrar atvinnu- og efnahagsbyltingar sem orðið hefur á Íslandi síðustu 40 árin. Hann varð efnahagsráð- gjafi tveggja forsætisráðherra og sýnir það best traustið sem borið var til Þórðar að Steingrímur Hermannsson skyldi biðja hann að halda starfinu áfram eftir að samstarfi við Gunnar Thoroddsen lauk. Þjóðhagsstofnun naut mikils trausts undir stjórn Þórðar og aldrei var efast um heilindi og fag- leg vinnubrögð. Allir vissu að upp- lýsingar og ráðgjöf hans byggðust á þeim grundvallargildum. Þórður var ávallt mikill vinur minn frá unglingsárum. Hann var mágur minn þar til þau Þrúður systir mín skildu. Þórður var að- eins 18 ára þegar þau urðu kær- ustupar og flutti austur til okkar í Stöng á Laugarvatni. Þar kom hann í hóp kærustupara sem fyrir voru; bjartsýnir unglingar á leið út í lífið. Vinátta okkar dýpkaði á næstu áratugum. Loks veitti hann mér ómetanlega hjálp og stuðning þegar ég tók að mér formennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Ráðhollari vin og fagmann gat ég ekki fengið. Mér varð líka ljóst hversu mikil- væg Þjóðhagsstofnun var fyrir starf Alþingis og þingmanna. Fann ég glöggt muninn þegar stofnunin hvarf. Þórður var sérstaklega mynd- arlegur maður, hafði fastmótaðan smekk um lífsgæði, var góður í allri viðkynningu við fólk en dulur um sín einkamál og brá oft fyrir sig léttri stríðni í fjölskyldunni. Þau Þrúður voru sannarlega glæsilegt par og áttu árangursríkt samstarf og trúnað á starfssviði hvors um sig og hamingjudaga þó að sambúð slitnaði eftir 32 ára samvistir. Á heimilinu ríkti mikið fjör og glaðværð með börnunum enda öflugir einstaklingar á ferð. Vinnuálag og fjarvistir tóku hins vegar mikinn toll. Áður en ógæfa sjúkdóms dundi yfir var hægt að sjá Þórð fyrir sér framundan í væntanlegum og elskulegum kafla í lífi allrar fjölskyldu hans með börnum og barnabörnum. Við hörmum að svo varð ekki og sendi ég öllum aðstandendum samúðarkveðjur. Það var Þórði líkt að stunda sína vinnu til síðasta dags án kvartana þrátt fyrir mikl- ar kvalir og vilja lifa lífinu til hinstu stundar á leið til Austur- ríkis með skíðin í farangrinum. Hann gekk ókvíðinn til hvíldar hið síðasta kvöld eins og Guðmundur skólaskáld kvað í orðastað Gunn- ars á Hlíðarenda og Njáls á Berg- þórshvoli: Ókvíðnir skulum við örlaga bíða, öruggir horfa til komandi tíða, ganga til hvíldar með glófagran skjöld, glaðir og reifir, hið síðasta kvöld! Ólafur Örn Haraldsson. Það er sárt að þurfa að kveðja Dossa frænda, hann sem var alltaf svo kátur og samt svo einlægur og blíður. Ég er viss um að hann er kominn á góðan stað, laus við kvalir þar sem afi og amma taka hlýlega á móti honum. Eftir sitja margir ástvinir sem sakna Dossa og ein þeirra er mín besta vinkona og frænka sem þú gafst mér, Steinunn Kristín. Í flestum af mörgum skemmtilegum minning- um sem ég á um spengilega frændann Dossa kemur dóttirin Steinunn Kristín einnig við sögu. Oft var mikið flissað og ýmis voru uppátækin hjá okkur frænkunum. Uppátækin hafa minnkað og oft eiga alvarlegar umræður sér stað en alltaf er samt stutt í gamanið og svo held ég að eigi alltaf eftir að vera. Eftirminnilegustu minning- ar mínar um Dossa eru einmitt þegar hann glotti yfir okkur frænkunum og öllum okkar uppá- tækjum og hugmyndum sem hann tók með miklu jafnaðargeði og svei mér þá ef honum fannst við ekki bara alveg bráðsniðugar. Dossi var jákvæður maður og hvatti og hrósaði okkur krökkun- um í bak og fyrir, því fylgdi hann jafnan eftir með stóru brosi. Hann hafði í raun merkilegt taumhald með góðlegri framkomu og virð- ingu sem varð til þess að við krakkarnir gerðum í því að geðj- ast honum. Dossi var mikill veiði- maður, eins og reyndar margir í fjölskyldunni, og er yndislegt að hugsa til baka þegar stórfjöl- skyldan var samankomin í veiði- húsinu við Flekku á Fellsströnd- inni. Þeir bræðurnir, pabbi og Dossi, brosandi við grillið þegar inn var komið á kvöldin og síðan sú mikla gleði og hlátur þegar sest var saman við matarborðið. Minn- isstæðasta veiðiferðin er þegar við frænkurnar komum í hús að kvöldi og fengum titilinn afla- drottningar veiðiferðarinnar. Það var einmitt í þeirri veiðiferð sem Steinunn fékk maríulaxinn sinn og ég náði þeim stærsta í þeim túr. Ekki voru allir karlmenn í ferðinni yfir sig glaðir, en stoltið sem skein úr augum feðra okkar lýsti upp sveitina okkar og við það margfaldaðist okkar ánægja. Kæra Ragnheiður og börn, elsku Steinunn mín og pabbi minn, föð- ursystkini mín, frændur, frænkur og aðrir aðstandendur. Guð gefi okkur öllum stryk í þessum mikla missi. Stórt skarð er komið í fjöl- skylduna og okkar að hlúa hvert að öðru og halda uppi öllu þeim góðu og kátu minningum sem við eigum eftir. Mér finnst við hæfi að enda þetta greinarkorn með sálmi sem flestir þekkja og á sérstakan sess í fjölskyldunni, sálminum sem amma Kristín söng fyrir okk- ur afkomendur sína. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. (Páll Jónsson) Kristín Sigurðardóttir og fjölskylda. Elsku Þórður. Ég vil þakka þér fyrir þá miklu hamingju sem þú gafst frænku minni, sem mér þyk- ir svo óendanlega vænt um, henni Ragnheiði Dögg. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með vinskap ykkar og ást þróast. Styrkurinn og ástin sem þú gafst Ragnheiði með trú þinni á hæfileikum henn- ar gera hana að þessari flottu og duglegu konu í dag. Ég er þér líka þakklát fyrir hversu góður þú varst við litla prinsinn minn hann Óliver Dag og að ganga honum í föðurstað. Ég sé þig nú fyrir mér með púsluspil í hendi í janúar síð- astliðnum á leiðinni út í bíl með litlu ákveðnu prinsessuna ykkar, svo rólegur og yfirvegaður með bros á vör. Þú hafðir verið uppi að svæfa hana en hún tekið ákvörðun um að púsluspilið yrði að fara út í pabbabíl og vera þar. Þú gerðir allt fyrir hana Auði Ólöfu þína, það fór ekki milli mála. Ég fylgd- ist vel með veikindum þínum þar sem löng símtöl okkar Ragnheið- ar voru næstum því upp á hvern dag og ég verð að segja að þessir síðustu tíu mánuðir endurspegla hugrekki þitt, kraft og dug. Þú varst maður sem gafst ekki upp hvað sem gekk á. Guð blessi þig elsku Þórður. Sif Sigtryggsdóttir. Langt um aldur fram er Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallar- innar og áður lengi forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar fallinn frá. Kynni okkar hófust á þeim tíma sem hann veitti Þjóðhagsstofnun forstöðu og urðu góð. Til hans var gott að leita og jafnan vel og greið- viknislega orðið við óskum um upplýsingar, útreikninga eða ann- að það sem við var glímt á hverj- um tíma. Þeir sem sýsluðu með efnahags- og þjóðhagsmál, hvort heldur sem þeir voru í stjórn eða stjórnarandstöðu, áttu þar jafnan vísa aðstoð á tíma Þórðar. Sú var a.m.k. mín reynsla. Þórður var sanngjarn og þægilegur í öllum samskiptum, vandaður fagmaður og gat sem slíkur staðið fast á sínu og hafði stundum afleiðingar. Síðustu misserin vorum við af og til í sambandi vegna starfa hans í Kauphöllinni og minna hér í fjármálaráðuneytinu. Hann hafði mikinn hug á að efla heilbrigðan hlutabréfamarkað hér á landi sem lið í endurreisn og uppbyggingu íslensks efnahagslífs, ekki síst með skráningu endurskipulagðra fyrirtækja þegar viðskiptalífið tæki að rísa úr rústum hrunsins. Nú þegar loksins tekur að rofa til verður það annarra hlutskipti að taka við því kefli. Síðast en ekki síst sakna ég, og við ÍS-öldungar, vinar í stað þar sem er blakfélagi okkar. Þórður var sérlega skemmtilegur félagi jafnt innan sem utan vallar. Hann tók hvers kyns gráglettni með jafnaðargeði og launaði fyrir sig eftir þörfum á sinn hnyttna hátt. Minningarnar eigum við eftir þótt hann hafi nú sjálfur verið frá okk- ur tekinn. Ég votta aðstandendum öllum samúð mína og kveð góðan dreng með söknuði og virðingu. Steingrímur J. Sigfússon. Þórður Friðjónsson var í rúma þrjá áratugi, og allt fram í andlát- ið, framarlega í þeirri sveit sem mótar hagstjórn og fjármálakerfi Íslands. Eins og oft vill verða var hann meira á þjóðhagshliðinni til að byrja með en færðist síðan yfir á fjármálamarkaðinn og varð þannig jafnvígur á báða þætti. Auðvitað voru áhrifin minni fram- an af en jukust þegar hann varð efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra og enn meir eftir að hann varð forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Samstarf mitt við Þórð varð fyrst verulegt eftir að ég tók við starfi efnahagsráðgjafa fjármála- ráðherra haustið 1988 en hann var þá forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Um hríð sátum við tveir ásamt Þorsteini Ólafssyni, þá efnahags- ráðgjafa forsætisráðherra, og Birgi Árnasyni, aðstoðarmanni viðskiptaráðherra, í sérstakri nefnd sem átti að ráðleggja rík- isstjórninni í efnahagsmálum. Ég held að það hafi stundum gengið vel og stundum miður en ég man hins vegar að það var oft kátt á hjalla. Í því efni dró Þórður lítið undan enda alla tíð léttur og skemmtilegur. Samstarf okkar varð þó miklu nánara eftir að ég kom aftur í Seðlabankann árið 1991 og sér- staklega eftir að ég varð aðalhag- fræðingur árið 1994. Þegar ég hugsa til baka til þessa tímabils finnast mér nokkrir þættir hafa einkennt Þórð. Hann var íhugull greinandi og stefnumótunarmað- ur. Hann var viðræðugóður og þægilegur í samskiptum. En hann gat líka verið fastur á sínu ef hann taldi sig hafa rétt fyrir sér, en tók líka rökum ef þau voru frambæri- leg. En léttleikinn og skemmtileg- heitin voru sjaldan langt undan og það var t.d. einstaklega gaman að sækja með honum fundi hjá Efna- hags- og framfarastofnuninni í París þar sem hann var oft for- maður sendinefndar Íslands. Einnig áttum við Elsa góðar stundir með honum og Ragnheiði og áður Þrúði. Fljótlega eftir að ég tók við starfi seðlabankastjóra átti ég fund með Þórði. Hann hafði alla sömu gömlu góðu eiginleikana en yfirsýnin var orðin meiri og innsæið þróaðra. Hann hafði eins og ég áhyggjur af lítilli virkni sumra fjármálamarkaða, einkum gjaldeyrismarkaðar og hluta- bréfamarkaðar, og lagði fram ýmsar hugmyndir um hvernig bæta mætti úr. Ég hafði verulegt gagn af samtali okkar og þau urðu fleiri áður en yfir lauk. Sviplegt fráfall Þórðar er miss- ir fyrir Ísland sem hefði haft mikið gagn af starfi hans um ókomin ár. Sá missir er þó ekki sambæri- legur við missi og söknuð Ragn- heiðar og barna Þórðar. Við Elsa sendum þeim og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur. Már Guðmundsson. Í dag kveðjum við góðan félaga, Þórð Friðjónsson, forstjóra og stjórnarmann í Viðskiptaráði Ís- lands. Þórður var farsæll maður og við urðum þess heiðurs aðnjót- andi að njóta krafta hans í starfi Viðskiptaráðs um árabil. Þekking hans og skilningur á íslensku efnahagslífi var ráðinu ómæld stoð. Var Þórður ávallt fús til að ráðleggja og leiðbeina starfs- mönnum Viðskiptaráðs í skrifum um og greiningu á íslensku efna- hagslífi. Undanfarin ár var hann virkur við að rýna og ráðleggja við gerð skýrslu til hins árlega Við- skiptaþings. Hefur þessi vinna verið umtalsverð í því brimróti sem íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum síðustu árin. Þórður var kosinn í stjórn Við- skiptaráðs árið 2008. Sem stjórn- armaður beitti Þórður sér mjög fyrir bættum stjórnháttum fyrir- tækja. Frá 2004 leiddi hann vinnu Viðskiptaráðs, Kauphallarinnar og Samtaka atvinnulífsins um inn- leiðingu leiðbeininga um góða stjórnarhætti. Einnig stýrði Þórð- ur efnahagshópi ráðsins sem sett- ur var á laggirnar fyrir ári síðan. Þórður var afar virkur stjórnar- maður, lagði ávallt gott til mála og af heilindum en var jafnframt óf- reiminn við að brýna fólk og gagn- rýna þegar honum þótti efni til. Naut hann mikillrar virðingar og trúnaðar stjórnamanna sem sést best í því hversu oft leitað var til hans til að annað hvort tala á eða stýra opnum fundum og atburð- um á vegum ráðsins. Við sem unn- um með Þórði kynntumst góðum dreng sem starfaði af fagmennsku og heilindum. Hann kom miklu í verk, var jákvæður og afar gott að leita til hans. Við minnumst nú fallins félaga sem fékk miklu áorkað í þágu íslensks atvinnulífs og samfélagsins alls á of stuttri lífsleið. Aðstandendum Þórðar vottum við einlæga samúð á þess- um erfiða tíma. Megi minningin um farsælan drengskaparmann veita þeim styrk. Fyrir hönd Viðskiptaráðs Ís- lands, Tómas Már Sigurðsson, formaður, Finnur Odds- son, framkvæmdastjóri. Fregnin af andláti Þórðar Frið- jónssonar kom illa við mig og mér varð þungt um hjarta. Ég vissi að líkamleg mein voru að grafa um sig, þótt hann hefði ekki hátt um og bæri sig karlmannlega. Hann vildi standa meðan stætt var, Þórður Friðjónsson HINSTA KVEÐJA Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. (Mattías Jochumsson) Guð blessi þig, varðveiti og geymi, elsku pabbi. Auður og Óliver. 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.