Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 25
þar sem önnum kafnar konur eiga
í hlut hefur oft þurft að kalla til
varamenn. Þannig kynntumst við
þriðju dóttur Önnu, Sjöfn, og nut-
um þess líka að fá Önnu til að
hlaupa í skarðið. Um árabil hefur
verið hápunktur í starfsemi
klúbbsins að halda um Jónsmessu
austur í bústað til Önnu þar sem
hún tók okkur fagnandi og bauð
upp á nýbakaða jólaköku, pönnu-
kökur og sérrí. Hún tók okkur
alltaf opnum örmum og sýndi svo
ekki varð um villst hve mjög hún
naut komu okkar. Sem þakklæt-
isvott færðum við henni í nokkur
ár trjáplöntur sem við plöntuðum
í kringum bústaðinn undir styrkri
stjórn hennar. Til slíkra verka
kunni hún vel enda hafði hún í
áratugi stundað skógrækt í landi
sínu. Ánægðust var Anna þó þeg-
ar sest var við spilaborðið en þar
var hún svo sannarlega á heima-
velli. Þó að minnið væri aðeins
farið að bregðast henni á síðustu
árum bar ekki á því þegar hún var
að spila og þar sýndi hún mátt
sinn þó að ýmislegt annað vefðist
fyrir henni.
Fyrstu árin sem við heimsótt-
um Önnu austur í bústað sátum
við og spiluðum langt inn í bjarta
sumarnóttina og enduðum á að
fara í langa göngu sem stóð jafn-
vel fram að sólarupprás. Þetta
líkaði Önnu vel og kvartaði hún
sáran undan því síðustu ár hvað
við værum orðnar lélegar að vaka
og entumst stutt við spila-
mennskuna. Hún var kappsöm að
eðlisfari og vildi að við spiluðum
mörg spil og vektum lengi. Í einni
af þessum ferðum útnefndum við
Önnu heiðursfélaga kúbbsins,
þann fyrsta og eina.
Anna átti barnaláni að fagna
og þegar fór að halla undan fæti
sýndi fjölskyldan henni mikla um-
hyggju og alúð og sá til þess að
hún gat búið áfram á heimili sínu
eins og hún óskaði sér. Við minn-
umst Önnu með hlýhug og þakk-
læti og vottum afkomendum
hennar og fjölskyldu samúð okk-
ar. Blessuð sé minning hennar.
Gullveig, Margrét, Berta,
Hlín Helga, Marsibil, Jós-
efína, Sigríður og Sigrún.
Í dag kveðjum við Önnu
Bjarnadóttur á Hlíðarveginum
eða Önnu ömmu eins og hún var
kölluð á okkar heimili. Okkar
kynni hófust um 1980 þegar við
fluttum í kjallarann til hennar.
Þar áttum við nokkur yndisleg ár
með Önnu og ýmislegt brallað og
þar kynntumst við nýjum hliðum
á lífinu.
Anna var þannig að hún var
alltaf að, ef ekki í hesthúsinu eða
garðinum þá fann hún sér eitt-
hvað annað skemmtilegt að gera.
Ófá skipti mætti hún í kjallarann
til að bjóða upp á nýbakaðar
pönnukökur eða annað góðgæti.
Það var ekki að finna mikinn ald-
ursmun á okkur og henni, hún var
mikill vinur og félagi og gott að
leita til hennar. Okkur fannst
Anna alltaf setja aðra í fyrsta
sæti, hún hugsaði mikið um að
öðrum liði vel og gerði mikið af
því að gleðja aðra.
Hún hafði ákveðnar skoðanir
og lá ekki á þeim, það fór ekki á
milli mála hvað hún vildi og ætlaði
sér. Hún gat m.a. leiðbeint kenn-
urum Iðnskólans í sveinsprófi í
hárgreiðslu þar sem hún var eitt
módelið og ég hafði bara svolítið
gaman af þessu þá og enn meira
þegar frá leið.
Alltaf var opið hús fyrir okkur
á Hlíðarveginum þegar á þurfti
að halda eftir að við fluttum aust-
ur og alltaf jafnhlýjar móttökur.
Við viljum þakka allar þær
góðu stundir sem við fengum og
nutum með Önnu og biðjum Guð
að blessa minningu hennar. Börn-
um Önnu og fjölskyldum þeirra
vottum við okkar innilegustu
samúð.
Sigrún og Einar.
Í dag kveður Kópavogsdeild
Rauða krossins sjálfboðaliðann
og hugsjónakonuna Önnu
Bjarnadóttur, sem vann mikið og
óeigingjarnt starf í þágu deildar-
innar. Anna kom fyrst til starfa
með deildinni árið 1984 þegar
stofnaðir voru sjúkravinir í kjöl-
far opnunar á Sunnuhlíð. Sjúkra-
vinir sáu um handavinnu, lásu
fyrir fólk og stóðu fyrir samveru,
allt gert til að stytta stundir og
auka lífsgæði heimilismanna. Frá
árinu 1988 vann Anna síðan við
verkefnið Föt sem framlag sem
byggist á því að útbúa ungbarna-
pakka fyrir börn sem notaðir eru í
neyðaraðstoð Rauða krossins.
Anna gaf ekki bara vinnu sína
heldur opnaði hún heimili sitt og
gerði það að miðstöð sjálfboða-
liðaverkefnisins í rúm 15 ár en
þangað kom reglulega fastur
kjarni tólf sjálfboðaliða og útbjó
ungbarnapakka af mikilli alúð og
hlýju.
Verkefnið tók síðan stakka-
skiptum árið 2007 þegar deildin
fór að bjóða upp á prjónakaffi
einu sinni í mánuði í húsnæði sínu
í Hamraborginni og eru vel yfir
60 sjálfboðaliðar í hópnum í dag.
Litla verkefnið sem unnið var
heima í stofu hjá Önnu er orðið
með stærri verkefnum deildar-
innar.
Það er samstilltur hópur sjálf-
boðaliða sem mætir í prjónakaffi,
mikil gleði og kátína í gangi og
þangað var Anna dugleg að mæta
með prjónana sína. Það var í raun
undantekning ef hún mætti ekki
enda mjög trú sínu verkefni. Það
sama má segja um fjölskyldu
hennar og fyrir það erum við
mjög þakklát.
Anna var gerð að heiðursfélaga
deildarinnar á alþjóðadegi sjálf-
boðaliðans í desember síðastliðn-
um og er annar heiðursfélagi
Kópavogsdeildar. Hún var sann-
ur eldhugi og með samvinnu og
samstilltu átaki okkar allra hjá
Kópavogsdeild vinnum við áfram
að því að gera heiminn betri. Með
vinsemd og virðingu þökkum við
Önnu mikið og óeigingjarnt starf.
Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd sjálfboðaliða og
starfsmanna Kópavogsdeildar,
Linda Ósk Sigurð-
ardóttir
framkvæmdastjóri,
Ingibjörg Lilja Diðriks-
dóttir formaður.
Anna Bjarnadóttir var bráð-
gáfuð, fróð og afar skemmtileg
kona. Hörkudugleg og drífandi í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Hlátur hennar hljómar enn í huga
manns og minningin um þessa
eintöku konu er falleg. Sem barn
bar maður óttablandna virðingu
fyrir Önnu á Hlíðarvegi 14, fannst
hún strangasta mamman í öllu
hverfinu og kalla alltof oft á dótt-
ur sína inn frá leikjum til að gera
eitthvert gagn eða vinna eitthvað
gagnlegt. Sjálf var hún sívinn-
andi. Síðar kynnist maður Önnu,
þá var hún hrókur alls fagnaðar
við bridgeborðið. Þar kom greind
hennar og snerpa glögglega í ljós.
Hún spilaði af kappi þó hún væri
komin langt á níræðisaldurinn.
Þegar RKÍ ákvað að koma á
tilraunaverkefni sem fólst í því að
sjálfboðaliðar saumuðu föt fyrir
þróunarlönd var leitað til Önnu,
enda þekkt af dugnaði. Hún tók
verkefnið í sínar hendur og betri
manneskju var ekki hægt að fá.
Hún dreif það af stað af krafti og
hefur sinnt því æ síðan af mikilli
alúð. Síðastliðna tvo áratugi hefur
hún og fjöldi sjálfboðaliða hjá
Kópavogsdeild RKÍ saumað og
prjónað föt og pakkað fyrir send-
ingu. Fötin hafa farið víða um
heim þar sem þau hafa glatt og
vermt. Hundruð barna hafa notið
góðs af handavinnu Önnu.
Anna var fróð um Öndverðar-
nesið. Það var ánægulegt að fá að
fræðast hjá henni um heiti á
kennileitum í hverfinu, þau
þekkti hún vel.
Við þökkum fyrir að hafa
kynnst Önnu. Blessuð sé minning
hennar.
Birna Stefnisdóttir og
Aðalsteinn Steinþórsson.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Elskulega dóttir okkar, móðir mín,
tengdadóttir, systir og amma
VIGDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Selfossi, Hátúni 10 Reykjavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju, laugardaginn 26. febrúar n.k.
kl: 13:30
Guðríður Magnúsdóttir, Jón Hjartarson,
Guðjón Þórisson, Hanna Rut Samúelsdóttir,
Jóhanna Jónsdóttir Lysgard, Stein Age Lysgard,
Grímur Jónsson, Stéfanía Geirsdóttir,
og barnabörn.
Elskulegur sonur minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
JÚLÍUS FOSSBERG FRIÐRIKSSON
Rauðumýri 10, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þann 4. febrúar. Útförin fór fram í
Höfðakapellu þann 15. febrúar í kyrrþey að
ósk hins látna.
Laufey Árnadóttir,
Hreiðar I. Júlíusson, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir,
Friðrik G. Júlíusson,
Jarþrúður H. Júlíusdóttir, Ægir K. Sævarsson,
barnabörn og bræður.
✝ GuðbjörgMaría Hann-
esdóttir fæddist í
Reykjavík 14. febr-
úar 1932. Hún lést á
líknardeild LSP í
Kópavogi 4. febrúar
2011. Foreldrar
hennar voru Auð-
björg Undína Sig-
urðardóttir, f. 5.8.
1903, d. 19.12. 1973,
og Hannes Pétur
Sigurlaugsson, f. 19.9. 1899, d.
30.7. 1941. Systir hennar er Anna
Guðrún Hannesd. Scheving, f.
19.1. 1936. Maki hennar var
Georg Scheving, f. 26.3. 1937, d.
27.8. 2007. Þau eiga þrjú börn.
Fyrri maður Guðbjargar var
Ólafur Þ. Magnússon, f. 30.4.
1927, d. 10.1. 1976. Þau voru
barnlaus. Hinn 2.10. 1980 giftist
Guðbjörg eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðmundi R. Karlssyni, f.
21.2. 1931. Dóttir
hans er Erna Þrúð-
ur, f. 1955, maki
Gunnlaugur Guð-
jónsson, f. 1957.
Börn þeirra eru 1)
Steinunn, f. 1981,
maki Ragnar Løv-
dahl, f. 1980, börn:
Gunnlaugur Ernir,
f. 2003, Benedikt
Elí, f. 2007. 2)
Hjalti, f. 1983. 3)
Gunnar Karl, f. 1988.
Guðbjörg útskrifaðist frá
Verslunarskóla Íslands 1951 og
vann alla tíð við skrifstofu- og
verslunarstörf. Fyrst hjá Guð-
mundi Jörundssyni útgerð-
armanni og síðar hjá Íslenskum
heimilisiðnaði.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 21. febr-
úar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Amma kom inn í líf foreldra
minna á svipuðum tíma og ég.
Hún kynntist afa mínum og þau
giftu sig nokkrum mánuðum áður
en ég fæddist og því mætti segja
að ég hafi fengið aukaömmu í
sængurgjöf, og gjöfin var stór.
Hún amma mín var mér einstak-
lega góð alla tíð og var góð fyr-
irmynd í lífinu. Hún vildi alltaf allt
fyrir alla gera og var ætíð einstak-
lega orðvör og nærgætin. Ég dáð-
ist að því þegar við spjölluðum
saman hversu jákvæðum augum
henni tókst alltaf að sjá lífið og
fólkið í kringum sig.
Í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur virtist amma alltaf hafa í
huga hvernig það gæti nýst fólk-
inu í kringum hana. Hún var ein-
staklega greiðvikin sem lýsti sér
meðal annars í því þegar þau afi
gerðust áskrifendur að Stöð 2, þá
þurfti í raun enginn annar að gera
það, því í áraraðir tók amma upp á
vídeó fyrir okkur öll, vinkonur sín-
ar og ættingja, og skutlaðist um
allan bæ með poka fulla af kirfi-
lega merktum vídeóspólum. Hún
var líka einstaklega dugleg að
rækta sambandið við fólkið í
kringum sig og var félagslynd og
þótti skemmtilegt að umgangast
fólk og kynnast nýju fólki. Hún og
afi komu varla frá útlöndum án
þess að það fylgdu sögur af nýjum
samferðafélögum sem þau kynnt-
ust á ferðalögum sínum.
Félagslyndi ömmu Guggu var
sérstaklega áberandi í boðum þar
sem fáir þekktust og margir farn-
ir að telja á sér tær eða horfa upp í
loft. Þá gat amma svifið um og
spjallað við hvern sem var, alveg
óháð því hvort hún þekkti viðkom-
andi eða ekki. Hún geislaði innan
um fólk og hafði einstaklega góða
nærveru.
Presturinn sagði við okkur í
gær að enginn vissi sína ævina
fyrr en öll væri og að við ættum að
njóta lífsins meðan við gætum. Ég
hef margoft hugsað með mér að
þegar ég verð eldri vonist ég til að
geta notið lífsins eins og amma og
afi hafa gert. Eftir að þau fóru á
eftirlaun hef ég fylgst með þeim,
hvernig þau hafa verið á ferð og
flugi, skoðað sýningar, setið á
kaffihúsum, heimsótt vini og
kunningja og ferðast um heiminn
og ég hef hugsað með mér að
þetta hljóti að vera rétta leiðin, að
nýta hvern dag svo þegar kemur
að kveðjustund geti maður horft
til baka, sáttur við farinn veg. Ég
trúi því að amma mín hafi verið
sátt við sinn.
Elsku afi, missirinn er mikill,
en ég þakka þér fyrir að hafa
komið með yndislega ömmu og
langömmu inn í líf okkar.
Hvíldu í friði elsku amma.
Steinunn.
Mín hjartkæra og eina systir er
látin og þó að veikindi hafi gert
vart við sig hjá henni er maður
ekki viðbúinn. Alltof fljótt kvaddi
hún. Við áttum ekki bernskuárin
saman vegna skilnaðar foreldra
okkar 1937. Gugga, eins og hún
var kölluð af flestum, ólst upp hjá
móður okkar, Maríu ömmu og
Sigurði afa í Reykjavík, en ég fór
til fósturforeldra vestur á Flateyri
og 1949 fluttum við suður. Mikil
var tilhlökkunin að hitta skyld-
fólkið sitt. Þau bjuggu á Brekku-
stíg vestur í bæ, í steinbæ sem er
einn af fáum steinbæjum sem eftir
eru í Reykjavík, en hann er ennþá
„gamli bærinn minn“ á baklóð-
inni.
Það var stór stund í litla bæn-
um. Blóðböndin eru sterk. Sam-
band okkar Guggu varð mikið og
gott, hún var mér sönn og trygg
systir, sem ég þakka fyrir að hafa
átt. Gugga hélt mikið upp á Vest-
urbæinn, Brekkustígurinn var
hennar gata.
Við fórum í bíltúr fyrir nokkru í
Vesturbæinn. Hún vann um tíma í
kjötbúð á Hofsvallagötunni sem
ung stúlka, hún sagði frá litlu búð-
unum á hverju horni, mundi nöfn
kaupmanna, og þekkti með nafni
ótal marga nágranna – hún eign-
aðist vinkonur í æsku sem ennþá
halda sambandi þótt flestar þeirra
séu fluttar úr Vesturbænum.
Vesturbæjarblaðið las hún alltaf.
Móðir okkar giftist síðar Jóni
Ólafssyni ættuðum úr Grundar-
firði. Gugga var þá í Verzlunar-
skólanum og bjuggu þau öll á
Vegamótum II á Seltjarnarnesi
ásamt Maríu ömmu háaldraðri en
Sigurður afi var þá látinn. Ég átti
heima í „Skjólunum“ og naut þess
að kynnast fólkinu mínu ennþá
betur, það var stutt á milli bæja.
Við systur eignuðumst svo okkar
heimili og eru minningarnar
margar og góðar í gegnum árin.
Ég bið Guð að styrkja Guð-
mund mág minn á erfiðum tímum.
Systir góð ég þakka þér
það sem þú hefur verið mér.
Gott var að eiga þig Gugga mín
geta komið æ til þín.
Guð blessi minningu systur minn-
ar.
Anna Guðrún.
Látin er góð vinkona fjölskyld-
unnar og um hugann fara minn-
ingar um konu sem hafði svo
margt til að bera og mikið að gefa.
Gugga var glæsileg kona og hafði
sérlega góða nærveru. Hún var
jákvæð, glettin, greind og
skemmtileg. Hún lét sér annt um
samferðafólk sitt og var afar
greiðvikin.
Á miðjum aldri missti hún fyrri
mann sinn, Óla frænda, en var svo
lánsöm að finna hamingjuna á ný
með Guðmundi. Saman áttu þau
kærleiksríkt líf, nutu þess að
ferðast erlendis og vera saman
allt fram á síðasta dag.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Guggu og þökkum góðar
samverustundir, vinsemd og um-
hyggju í gegnum árin.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Guðmundur, við vottum
þér og öðrum aðstandendum sam-
úð okkar. Megi minningin um
yndislega konu ylja ykkur um
ókomin ár.
Sigurveig, Elfa og fjölskylda.
Þegar við hugsum til Guggu þá
förum við aftur í tímann og sjáum
hana ljóslifandi fyrir okkur við
skrifborðið sitt í Íslenskum heim-
ilisiðnaði, með kaffibollann innan
seilingar að gera upp daginn.
Við hófum störf í Íslenskum
heimilisiðnaði sem óharðnaðir
unglingar og ungar konur. Margt
lærðum við á þeim góða vinnu-
stað, þar sem við unnum með okk-
ur eldri konum. Á þessum litla
vinnustað unnum við náið saman
og bárum hag hver annarrar fyrir
brjósti. Gugga var potturinn og
pannan í öllu sem þar fór fram því
skrifstofan hennar var rúmgóð og
í raun hluti af kaffistofunni svo
það var ekkert sem fór framhjá
henni. Skrifstofan hennar var sem
lífæð fyrirtækisins. Það var
ósjaldan sem gestir og gangandi
ráku inn nefið og fengu kaffi og
nýjustu fréttir af því sem helst bar
til tíðinda hverju sinni.
Það var alltaf gott að tylla sér
hjá Guggu og spjalla um daginn
og veginn því hún kom ávallt fram
við okkur eins og jafningja þó svo
við værum bara unglingar. Hún
messaði aldrei yfir okkur eða lagði
okkur lífsreglurnar með einhverj-
um hroka. Hún benti okkur þó á
ýmislegt sem hægt væri að gera
betur, en hún gerði það alltaf með
mikilli virðingu þannig að það var
auðvelt að taka tilsögn frá henni.
Það var aldrei neinn asi á Guggu,
hún eins og leið yfir gólf verslun-
arinnar þar sem hún fór frá einum
kassa til annars til að gera upp eða
bæta á skiptimyntina. Að sama
skapi var hún var alltaf mjög létt í
lund og það þurfti lítið til að fá
hana til að skella uppúr, og ávallt
vann hún verk sín hratt og örugg-
lega.
Kæri Guðmundur og fjöl-
skylda, við samhryggjumst ykkur
innilega á þessum erfiðu tímum
og biðjum góðan Guð að veita ykk-
ur styrk til að takast á við sorgina.
Elsku Gugga, við þökkum þér
viðkynninguna og þá umhyggju
og virðingu sem þú sýndir okkur
ávallt. Hvíl í friði.
Yngri deildin í Heimó,
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir,
Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir,
Lára Magnea Jónsdóttir,
Helga Stefánsdóttir.
Guðbjörg María
Hannesdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar