Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 27

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 ir að sakna bliksins í augunum hans og hlátursins sem alltaf var stutt í þegar upp um hann komst. Þessa síðustu og erfiðu daga höfum við æskuvinahóp- urinn komið saman og rifjað upp sögur af Bigga. Það hefur verið gott að geta hlegið og brosað í gegnum tárin, því margs er að minnast, enda hefur vinskapurinn varað í yf- ir 30 ár. Mér er eftirminnileg veiði- ferð sem farin var í Kjósina fyrir rúmum tveimur árum. Stór og góður vinahópur dreifði sér um þessa miklu lax- veiðiá, en engin var veiðin, því úti var steikjandi hiti og sól- skin og áin nánast vatnslaus. Sjálf reyndi ég árangurslaust að beita nánast öllu flugubox- inu mínu, en ekkert gerðist. Í næsta hyl stóð Biggi hins veg- ar og tók hvern laxinn á fætur öðrum og fagnaði gífurlega. Í byrjun samgladdist ég honum auðvitað, en eftir þriðja fisk- inn tók mér að renna í skap og eftir þann fjórða pakkaði ég dótinu mínu saman í reiðikasti og hætti frekari veiðimennsku þann daginn. Mig grunaði helst að hann væri svo ósvífinn að nota spún eða önnur ólög- leg veiðarfæri, en Pétur veiði- félagi hans var þögull sem gröfin. Það var ekki fyrr en seinna um kvöldið að sannleik- urinn kom í ljós. Biggi og Pési höfðu undirbúið sig óvenju- lega vel fyrir þessa ferð og komið við í fiskbúð. Mættu þeir í ferðina með skottið fullt af laxi, til þess eins að plata mig enn og aftur upp úr skón- um. Þetta var ekki í fyrsta sinn, en því miður tók hrekkj- unum nú að fækka. Það hefur tekið á að horfa á heilsu hans Bigga hraka. Ár eftir ár hreppti þessi hrausti maður titilinn „besti skíða- maðurinn“ í vinahópnum og var það innileg von mín að keppnisskapið gæti að lokum fært honum sigur í glímunni við krabbameinið, enda hafði hann svo sannarlega margt að lifa fyrir. Yndislegu börnin hans þrjú, Bjarndís, Guðgeir og Einar, voru stolt hans og yndi og elskaði hann þau heitt og innilega. Nýverið hafði hann einnig kynnst ástinni sinni, henni Ingu, sem hefur reynst honum klettur í veik- indunum. Fegurra og einlæg- ara samband hef ég vart upp- lifað. Vildi ég óska þess að draumar þeirra hefðu ræst og þau fengið að lifa saman og halda áfram að vera ham- ingjusöm. Ég sendi Ingu og börnun- um hans Bigga mínar innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og ég kveð minn kæra vin að sinni, svo rík af minningum og þakklæti fyrir að hafa þekkt þennan góða dreng. Góða ferð elsku vinur. Anna Margrét. Í dag mun ég kveðja vin minn, Birgi Blandon, og kvíði nú okkar hinstu kveðjustund, þegar kista hans verður borin til grafar. Birgir þurfti ungur að upp- lifa slíkt, þegar Bjarndís móð- ir hans lést langt fyrir aldur fram, og hann þá einungis 15 ára. Við Biggi höfðum nýverið bundist miklum vináttubönd- um, þá ungir vesturbæingar þeysandi um á skellinöðrum. Man ég hvað mér þótti hann bera sorg sína mannalega, því sjálfur gat ég ekki ímyndað mér meiri sársauka. Þetta snemmbæra áfall hefur ef- laust átt sinn þátt í að móta hans unga hjarta og gera hann að þeim góða dreng, sem ég mun ávallt minnast. Á unglingsárunum verða drengir menn. Við taka spenn- andi tímar, þar sem ný spor eru stigin og heimurinn kann- aður frekar. Skólalóðin verður að fortíðarminningu og götur bæjarins taka við. Hinn ókrýndi konungur skellinöðr- ugengisins fékk bílprófið sitt og voru nú ýmis hraðamet slegin á götum sem ekki má nefna. Ökutækið var sendi- ferðabíll merktur Erl. Bland- on & co, í eigu fyrirtækis föður hans. Allt var þetta kol- ólöglegt og ekki til eftir- breytni og aftur í sat unglinga- hópurinn er síðar varð að vinahópnum góða, sem enn er bundinn svo þéttum vinabönd- um að ekki verður sundur slit- ið. Vissulega hafa orðið breyt- ingar á og nýir bæst í hópinn. Sumar kærusturnar urðu að eiginkonum en aðrar urðu ekki svo heppnar. Svo tók að fjölga í heiminum og föður- skyldur kölluðu, en ávallt var stutt í glens og gaman. Fátt benti til annars en að gamli góði vinahópurinn ætti fyrir höndum að fylgjast að langt fram á elliárin og dunda sér við golf, skíði og annan óþarfa. Það var því mikið reiðarslag að heyra af sjúkdómi Bigga snemma síðasta árs. Sjálfur sannfærði hann okkur um að þetta væri bara verkefni sem þyrfti að sigla í gegnum og virtist sjá þetta með augum flugmannsins. Spenna beltin, einungis væri um að ræða tímabundna ókyrrð. Annað átti því miður eftir að koma í ljós og við tók erfiður tími, sem þó átti eftir að færa manni enn frekar heim sann- inn um hve gífurlegan styrk Birgir hafði að geyma. Var stórkostlegt að sjá hve styrka hönd hann hélt áfram að veita börnum sínum, þrátt fyrir að sjúkdómurinn minnti stöðugt meira á sig. Enn stórkostlegra var að sjá ástina blómstra á milli Bigga og Ingu, sem birtist inn í líf hans nánast eins og engill sendur af himnum ofan. Elsku Inga. Það er örstutt síðan við sátum öll og skröf- uðum yfir pizzum, daginn sem þið fluttuð saman í Klukku- bergið, á meðan litlu dreng- irnir hans Bigga vöppuðu hamingjusamir um. Það var auðséð að þeir hlökkuðu mikið til þess að hreiðra um sig á nýja heimilinu, sem var bók- staflega baðað í ást. Mér er líka hugsað til ykk- ar, Bjarndís, Guðgeir og Ein- ar Dagur. Þið munuð nú þurfa að vaxa úr grasi án besta pabba í heimi. Ég trúi því hins vegar, að ef þið hlustið vel og vandlega getið þið heyrt í hon- um leiðbeina ykkur í framtíð- inni. Kannski geta Heiða mamma og Inga einnig frætt ykkur um hvað hann hefði sagt. Ég vil þakka Birgi fyrir ára- langa vináttu og bið Guð um að taka vel á móti þessum mæta manni. Örn Þór Halldórsson. Nú kveðjum við okkar besta vin, Bigga. Hinn mikla keppn- ismann og óvenju góðan dreng. Það var aðeins fyrir tæpu ári sem við fengum þau válegu tíðindi að Biggi hefði greinst með vágest sem allir hræðast. Það setti beyg að okkur vinunum enda fréttirn- ar ekki góðar. Hins vegar hafa fáir mætt slíku mótlæti af meiri yfirvegun en naglinn hann Biggi. Við veltum því oft fyrir okkur hvort hann fyndi ekki fyrir meiri beyg en hann sýndi. Hann taldi okkur trú um að hann liti á þetta sem verkefni þótt leiðinlegt væri. Þó var það þannig að í þessu mótlæti upplifðum við sterkt hliðar á Bigga sem seint verða útmáðar. Kærleika, hlýju og vinskap sem lifir með okkur um alla daga. Vinskapur okkar spannar meira en 30 ár. Allan þennan tíma hefur hann borið með sér einkenni þess að vera drengur góður. Ótrúlega mikill kappi í öllu sem hann tók sér fyrir hendi frá skellinöðrum til flugs á stærstu ferlíkjum sem fljúga heimshorna á milli, frá skíðamennsku til fallhlífar- stökks. Þrátt fyrir keppnisskapið bar hann með sér æðruleysi og aldrei voru neinir árekstrar eða leiðindi þegar Biggi var annars vegar. Eftir á að hyggja er þetta ótrúleg gæfa að hafa kynnst manni sem var bæði svona drífandi en jafn- framt þægilegur og skemmti- legur félagi í öllum okkar fjöl- breyttu athöfnum og ævintýrum. Biggi gat ekki sætt sig við að vera númer tvö í hraðamæl- ingu á skíðum og ekki var far- ið heim fyrr en fullreynt var. Hann var eðlilega í Svarta genginu, þeirra sem unnið höfðu sig upp virðingarstig- ann í ógleymanlegum ævin- týraferðum vinahópsins. Þá var hann ljúfur félagi þegar við sofnuðum við lestur á Njálssögu í litlu göngutjaldi á Hornströndum. Biggi hafði mikinn húmor og kom á óvart sem óvenju skemmtilegur penni í bloggskrifum sem tengdust ferðum okkar. Hann hafði sérstaklega gaman af stríðni og voru textarnir tví- ræðir. Margir féllu í gildrur hans og endist það okkur æv- ina að hlæja að þessu. Biggi var sannarlega „besti pabbi í heimi“. Hann var alltaf að hugsa til barnanna og oft heyrði maður hlýjuna og ást- ina í samskiptum hans við börnin sín. Við erum sannfærðir um að sú hlýja muni lifa dauðann og verða lifandi með börnunum áfram. Elsku Bjarndís, Guð- geir og Einar. Við vottum ykk- ur okkar innilegustu samúð. Pabbi ykkar var sannarlega góður vinur. Það var erfitt að átta sig á því hvort Biggi hafði trú enda var hann ekki vanur að bera vandræði sín á torg. Hins veg- ar sagði hann að Ingu hefði líklega verið engill sendur til að vera með honum í mótlæt- inu. Það var í miðjum harmi hughreystandi að sjá hve fal- leg þau voru saman. Það minnir mann á hve kærleikur- inn í þessu lífi er í raun mikill. Elsku Inga, takk fyrir að elska Bigga svona fallega þegar mest á reyndi. Það var okkur mikilvægara en þig grunar og við vottum þér samúð okkar og þakklæti. Í dauðanum felst ákveðin þverstæða. Þú hefur aldrei verið jafn ljóslifandi í hugum okkar og nú. Þú verður ávallt órjúfanlegur hluti hópsins. Það er í miklum harmi sem við kveðjum okkar góða vin. Megi minning þín lifa, Biggi. Pétur Þór Halldórsson, Stefán Bragi Bjarnason, Tómas Ottó Hansson. Elsku Biggi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn. Þú varst mikill gleðigjafi, hafðir skoðun á öllum hlutum, stríð- inn og hnyttinn sem gerði þig svo einstakan. Við vorum ekki gamlar þegar við fórum að umgangast þig í gegnum Svönu og Önnu Siggu. Við lit- um því strax á þig sem stóra bróður og eftir því sem við urðum eldri var erfitt að út- skýra þessu flóknu fjölskyldu- tengsl. Minningarnar um þig eru margar og hafðir þú ávallt áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Komst að horfa á Kollu í fegurðarsam- keppni og gast rökrætt mikið við Kötu um jafnrétti. Það sem þú kunnir að gera var að njóta lífsins og kenndir þú öðrum að gera slíkt hið sama. Stoltastur varstu af börnunum þínum sem standa sig svo vel, missir þeirra er mikill. Á erfiðum tíma stóð við hlið þér yndisleg manneskja, hún Inga, ham- ingjan skein af ykkur hvert sem þið fóruð. Við minnumst þín með gleði í hjarta, megi minning þín verða ljós í myrkrinu. Elsku Bjarndís, Guðgeir Ingi, Einar Dagur og Inga, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð sem og öðrum ástvin- um. Kolbrún Ýr og Katrín Sif. Góður félagi, E. Birgir Blandon, er fallinn frá allt of snemma. Bigga kynntist ég fyrir um 20 árum er ég var flugkennari og flugmaður hjá Flugtaki á Reykjavíkurflug- velli en Biggi var flugstjóri hjá Mýflugi. Leið okkar í fluginu lá eftir sama slóða, fórum báð- ir til Atlanta, svo Cargolux og að síðustu til Flugleiða. Á ár- um áður, þá sérstaklega hjá Atlanta, dvöldum við lang- dvölum erlendis og þá skipti máli að hafa góða félaga með í för. Biggi var heilsteyptur og hress karakter sem ávallt var skemmtilegt að eiga samveru- stundir með. Ég minnist Bigga líka fyrir ákveðni og staðfestu og var ekki ónýtt að hafa hann um borð þegar fyrsta stjórn FFF, stéttar- félags Atlantaflugmanna, var mynduð. Veikindum sínum tók Biggi líka af ákveðni og staðfestu, og uppgjöf kom ekki til greina í þeim málaflokki. Hann mætti sjálfur keyrandi nokkrum dögum fyrir andlátið á kaffi- hús til að hitta okkur félagana vopnaður myndavél. Þá var þriðja lyfjameðferðin að hefj- ast og gat maður ekki annað en dáðst að seiglunni og bar- áttuviljanum. En Biggi gerði sér grein fyrir því að brugðið gæti til beggja vona þegar hann mundaði myndavélina í kaffisamsæti sem ekki á eftir að líða okkur félögunum úr minni. E. Birgi Blandon þakka ég fyrir ánægjuleg kynni. Ástvinum Bigga votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styðja þá í sorginni. Langur dagur liðinn, ljósum hinstu kvöldskin slær - aðeins eftirbiðin! Aftanhúmið færist nær þessu höfði að halla við hvíldarvon og næturfrið. (Stephan G. Stephansson) Jón Reykjalín Björnsson. Fallinn er frá góður dreng- ur langt um aldur fram. Ég kynntist Bigga Blandon fyrst í skíðaferð til Ítalíu fyrir tæp- um 10 árum, en hann er í vina- hópi konu minnar. Þessar skíðaferðir urðu síðan að ár- legum viðburði, þar sem hóp- urinn var misstór og fór jafn- vel yfir 30 manns. Fyrst voru þetta svokallaðar fullorðnis- ferðir, þar sem skíðað var á fullu á daginn og djammað á kvöldin. Fyrir nokkrum árum breyttust ferðirnar hins vegar í fjölskylduferðir og þá voru börn á öllum aldri tekin með. Slíkar fjölskylduferðir urðu alls þrjár. Man ég vel þá fyrstu, en þá var Biggi með son sinn Guðgeir og ég með minn yngsta son, en þeir voru þá báðir smápollar sem aldrei höfðu staðið á skíðum. Í byrj- un gekk þetta hálfbrösulega hjá okkur, en í lok ferðarinnar voru pollarnir farnir að fylgja stoltir feðrum sínum út um all- ar grundir. Ári seinna tók Biggi yngsta son sinn Einar í kennslu en ég hafði það náð- ugra með son minn í fram- haldskennslu. Biggi var fríður sýnum, grannholda og kraft- mikill keppnismaður. Hann var alltaf til í allt sem krafðist líkamlegrar áreynslu og fór m.a. í fallhífarstökk rétt áður en hann veiktist. Hann var einnig hrókur alls fagnaðar í ýmsum árlegum viðburðum og uppákomum vinahópsins. Hann tók t.d. hin árlegu jóla- boð hópsins mjög föstum tök- um, en þá tíðkaðist að klæða sig eftir ákveðnu þema. Meðal annars man ég eftir honum í löggu- og hermannabúningi að ógleymdum diskó-friskó- búningnum í glæsilegu fertugsafmæli eins úr hópnum fyrir nokkrum árum. Biggi greindist með krabbamein í byrjun síðasta árs, stuttu eftir enn eina frá- bæra fjölskylduskíðaferðina til Ítalíu með vinahópnum. Það dró mjög fljótt af honum og lést hann í blóma lífsins að- eins 45 ára að aldri. Eftir lifir minning um góðan dreng, sem verður sárt saknað. Ég votta fjölskyldu hans og ættmönn- um samúð mína. Blessuð sé minning Birgis Blandons. Ragnar Birgisson. Á lífsins göngu hittum við marga félaga sem hafa mis- mikil áhrif á okkur. Í okkar starfi höfum við kynnst mörg- um frábærum vinnufélögum og einn þeirra er Birgir Blandon sem við kveðjum í dag. Magn er ekki sama og gæði og þótt við höfum unnið mismikið með honum varð hann fljótt einn af uppáhalds- starfsfélögum okkar allra. Hann hafði einstaklega góða nærveru og mikla útgeislun. Sagt er að fegurðin komi innan frá, sem er vissulega rétt, en í hans tilfelli kom hún ekki síður utan frá og skartaði hann því þeirri góðu vöggu- gjöf yst sem innst. Hann var háttvís og hnyttinn, skilnings- ríkur og skemmtilegur og heyrðum við honum aldrei hallmælt af neinum enda gaf hann örugglega enga ástæðu til þess. Æviskeið hans varð ekki langt en á leið sinni stráði hann fræjum góðmennsku og glæsileika í meira magni en margur gerir á langri ævi. Við sjáum að starfsfélagar hans í stjórnklefanum nota oft orðið „heiðursmaður“ þegar þeir minnast hans. Við tökum und- ir með þeim og heils hugar finnst okkur að það orð eigi ekki betur við neinn mann en Birgi Blandon. Við þökkum fyrir þá ánægjulegu samleið sem við áttum með þessum ágæta heiðursmanni og vottum fjöl- skyldu hans og vinum okkar innilegustu samúð. Skarð er fyrir skildi nú er skilið við oss hefur þú heillavinur sanni. Ég tel mig alveg fullvissan um að sjaldan skartar tilveran slíkum heiðursmanni. Við endurlit úr safni mínu ég sé þig stýra fleyi þínu um háa himingeima. Minning þín með okkur lifir, lýsir allt í kring og yfir okkar hugarheima. (Í. Dungal) Kristinn Páll Guðmundsson, Níels Dungal Guðmundsson, Íris Dungal. Í miðju sumarfríi síðastliðið sumar hringdi í mig sam- starfskona og bað mig að fara fyrir sig næturflug til Kaup- mannahafnar. Ég ætlaði ekki að nenna, en lét þó tilleiðast. Um nóttina átti ég erindi fram í flugstjórnarklefann og kom þá upp í huga mér, að það var l. júlí. „Strákar, nú eru nákvæm- lega 42 ár síðan ég fór í mitt fyrsta flug, næturflug til New York.“ „Þetta er súrrealískt,“ sagði aðstoðarflugmaðurinn. Við vorum frekar sein sam- kvæmt áætlun og varð ég því undrandi þegar flugstjórinn, Birgir Blandon, hljóp inn í flugstöðina. Skömmu seinna er kallað á mig. „Oddný, flugstjórinn þarf að ræða við þig.“ „Æ, hvað nú? Ætli eitthvað sé að?“ Nei. Það var ekkert að. Birgir Blandon vildi heiðra mig með gjöf á þessum merk- isdegi og þakka mér fyrir samstarfið. Ég þekkti Birgi frá ungra aldri. Fjölskyldur okkar þekktust. Ég varð glöð þegar hann hóf störf með okkur hjá Icelandair. Ég minnist glaðra samverustunda á Kúbu og Ítalíu. Hann var góður félagi, fær og góður flugmaður. Hans er sárt saknað. Biggi minn, ég þakka þér fyrir samstarfið. Sendi ungum börnum hans, systkinum, Ingu ömmu, Írisi og Erni einlægar samúðar- kveðjur. Oddný Björgólfsdóttir. Það er með miklu þakklæti og söknuði sem okkur langar til að minnast Bigga Blandon. Árið 1990 hóf Mýflug hf. áætlunarflug á milli Mývatns- sveitar og Reykjavíkur og var þá Biggi ráðinn til starfa og ekki spillti það fyrir ráðning- unni að hann hafði ættar- tengsl við Voga í gegnum eig- inkonu sína sem þá var. Hann var því fyrsti flugmaður Mý- flugs sem flaug áætlunarflug fyrir félagið. Hann sinnti því starfi af miklum dugnaði og trú- mennsku á TF-MYV, Piper Chieftain-vél félagsins. Það var ekki alltaf auðvelt að vera eini flugmaðurinn, en á þess- um tíma var það ekki komið í reglur að tveir flugmenn skyldu ávallt fljúga áætlunar- eða leiguflug. Ýmislegt kom upp á en okk- ur er sérstaklega minnisstætt eitt leiguflug sem Biggi flaug og rifjuðum við það gjarnan upp með honum í hvert skipti sem við hittum hann og hlóg- um dátt saman, en honum var líklega ekki hlátur í hug á meðan á flugferðinni stóð. Biggi var síðan ráðinn sem flugmaður hjá Icelandair, eins og svo margir aðrir sem byrj- að hafa að fljúga hjá okkur og átti hann þar góðan starfsferil. Einstök samkennd hefur myndast á milli flugmanna sem starfað hafa fyrir okkur hjá Mýflugi í gegnum árin og lýsti það sér best þegar við héldum upp á 25 ára afmæli félagsins síðastliðið vor. Þá áttum við saman góðan dag á Reykjahlíðarflugvelli sem endaði með veislu í Vogafjósi, fyrir starfsfólk Mýflugs fyrr og nú og fjölskyldur þeirra. Biggi og synir hans komu og voru með okkur á þessum degi og erum við óumræðilega þakklát fyrir það. Einnig erum við þakklát fyrir þær stundir sem við átt- um með honum og fjölskyldu hans á nokkrum Gúmmí- skóaættarmótum sem haldin hafa verið hér í Vogum, ásamt öllum öðrum stundum sem okkur hlotnaðist að vera með þeim. Hvíl í friði, elsku Biggi, minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Fyrir hönd starfsmanna Mýflugs vottum við börnunum hans, þeim Bjarndísi Sjöfn, Guðgeiri Inga og Einari Degi, ásamt unnustu hans og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Mýflug hf., Leifur og Gunnhildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.