Morgunblaðið - 21.02.2011, Síða 29
sælgæti í okkar huga því sjald-
an fengum við þessa ávexti á
öðrum tíma árs. Minningar um
hve gaman var og gott að koma
til ykkar á Laugarásveginn,
kúra í ykkar rúmi, fara í sund-
laugina, strætóferðirnar og
gönguferðirnar í Laugardalinn.
Síðan eftir að afi dó og þú flutt-
ir í Furugerðið, hvað þú tókst
alltaf hlýlega á móti mér og
mínum, aldrei var neitt mál að
fá gistingu ef svo bar undir.
Alltaf mundir þú eftir afmælinu
mínu og hringdir í mig í tilefni
þess. Eins eftir að strákarnir
mínir fæddust, þá fengu þeir
alltaf kveðju frá þér á afmæl-
isdögum sínum. Öll sendibréfin
og síðar símtölin sem við höfum
átt í gegnum tíðina eru mér
dýrmæt, þú varst alltaf að fylgj-
ast með fólkinu þínu fyrir aust-
an.
Eftir að ég flutti á Suður-
landið og þú á Litlu-Grund var
alltaf ljúft að koma til þín og
spjalla, og þótti litlu prinsess-
unni minni líka gott að koma og
knúsa langömmu og fá súkku-
laðimola í munninn. Ekki held
ég að það sé hægt að óska sér
betri ömmu en þín, öll þau lífs-
gildi sem þú kenndir mér og ég
hef reynt að hafa í huga í gegn-
um tíðina eru mér mikils virði.
Hlýja þín og alúð hefur umvafið
mig og fjölskyldu mína alla tíð.
Setningin sem ég heyrði alltaf
þegar ég kom: „Nei, er þetta
ekki hún Anna Heiða,“ og svo
tókstu um kinnar mér með
hlýju höndunum þínum og
smelltir kossi á vanga minn, er
sem greypt í huga minn núna
þegar þú hefur kvatt þennan
heim.
Guð geymi þig, elsku amma
mín, knúsaðu afa og litlu engl-
ana mína frá mér, við hittumst
svo aftur seinna.
Hvíl í friði.
Þín
Anna Aðalheiður
Arnardóttir.
Mig langar að minnast Krist-
jönu frænku minnar með
nokkrum orðum. Kitty, eins og
hún var jafnan kölluð af vinum
og ættingjum, var dóttir Maríu
móðursystur minnar. Maríu
tókst með einskærum dugnaði
að koma báðum börnum sínum
til manns eins og það var kallað
í þá daga. Kitty lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
með láði enda var hún afburða-
nemandi. Fáum árum seinna
flytur fjölskyldan til Reykjavík-
ur og Kitty hefur störf í Út-
vegsbankanum og Þorvaldur
bróðir hennar sem var tveimur
árum eldri en hún las lögfræði
við Háskólann. Þorvaldi reynd-
ist hún sterkur bakhjarl þegar
hún las námsbækurnar upphátt
fyrir hann, en hann þjáðist af
höfuðkvölum sem gerðu honum
erfitt fyrir að lesa námsbæk-
urnar.
Í mínum augum var Kitty
engin venjuleg kona. Hún var
frænkan sem ég óskaði mér að
líkjast þegar ég yrði stór og
milli okkar ríkti einstakur vin-
skapur alla tíð. Þegar Kitty
giftist tók hún að sér tvö móð-
urlaus stjúpbörn, Örn og Ro-
semarie, og saman eignuðust
þau önnur fjögur. Nú var ég
orðin stóra frænka sem kom í
heimsókn, en hjá þeim hjón-
unum átti ég ávallt skjól þegar
ég var ung að feta mig áfram í
höfuðborginni fjarri fjölskyld-
unni.
Kitty veiktist af berklum
þegar yngsta barnið var í vöggu
og þurfti að dvelja á Vífilsstöð-
um í rúmt ár. Hún gekkst undir
mikla skurðaðgerð þar sem
hluti annars lunga var fjarlægð-
ur og eins og að líkum lætur
hefur það tekið unga móður
sárt að dvelja svo lengi fjarri
heimili sínu og börnum, en
heimsóknir til Vífilsstaða voru
miklum takmörkum háðar.
Seinna dvöldu þrjú elstu börnin
hennar á heimili foreldra minna
tímabundið á sumrin. Ég fékk
að taka Maríu, þá aðeins 5 ára,
með mér vestur í Önundarfjörð
og er mér sú ferð mjög min-
isstæð. Það var mikið traust
sem þau hjón sýndu mér og
okkur öllum í Holti að veita
okkur hlutdeild í umönnun
barnanna sinna.
Eftir að við Kitty vorum báð-
ar orðnar ekkjur, áttum við
margar góðar stundir saman.
Við áttum mörg sameiginleg
áhugamál og höfðum gaman af
ferðalögum. Við heimsóttum
Austurríki saman. Það var gam-
an að fara með Kitty á tónleika,
hún var mjög vel að sér í heimi
tónlistarinnar, hafði fallega
söngrödd og spilaði á píanó.
Eftirminnilegasta ferðin er þó
ferð okkar systranna og Kittyj-
ar en Kitty var í raun elsta
stelpan í hópnum. Hún var ein
af okkur. Við flugum til Lúx-
emborgar. Við ókum um Evr-
ópu og hver dagur var ævintýri.
Alltaf var stutt í glensið og
hlegið ef bílstjórarnir tóku
ranga stefnu og rétta leiðin
fundin.
Í Safnaðarheimili Áskirkju
sóttum við Guðrún systir ásamt
Kitty o.fl. fræðslu um Biblíuna.
Þessi fræðsla opnaði mér nýja
sýn og er ég frænku minni
þakklát fyrir samveruna í þeim
félagsskap. Á seinni árum heim-
sótti ég Kitty í Furugerðið, við
röltum um Fossvogsdalinn eða
sátum í stofunni hennar og
spjölluðum um gamla tíma.
Fyrir hönd okkar allra systk-
inanna eru henni nú færðar
hjartans þakkir. Ég kveð hana
að sinni. Far þú í friði, kæra
frænka, og hafðu þökk fyrir allt
og allt. Ástvinum hennar votta
ég mína dýpstu samúð.
Sigríður Jónsdóttir.
Föðursystir mín, Kristjana
Kristjánsdóttir, er látin. Hún
hefði orðið 90 ára þann 14. mars
næstkomandi.
Þau voru tvö systkinin frá
Kirkjubóli í Valþjófsdal við Ön-
undarfjörð. Hún var litla systir
hans pabba. Það markaði djúp
spor í líf systkinanna að missa
föður sinn ung að aldri, Kitty
var aðeins kornabarn.
Þau systkinin voru afar sam-
rýmd og kært á milli þeirra alla
tíð. Pabbi átti við veikindi að
stríða þegar hann nam lögfræði
við Háskóla Íslands og átti erf-
itt með að lesa, Kitty las þá
bara upphátt fyrir hann náms-
bækurnar til þess að hann gæti
sinnt náminu og tekið próf. Á
yngi árum sóttu þau saman
skemmtanir, þau voru alla tíð
miklir vinir og félagar.
Þegar maður hlustaði á Kitty
og pabba spjalla saman var um-
ræðan oftar en ekki um gömlu
dagana, æskuárin á Flateyri,
ættingja og vini þaðan.
Hún fylgdist vel með fjöl-
skyldunni og skipti varla máli
hvort það voru hennar eigin
börn og barnabörn eða aðrir
fjarskyldari ættingjar, hún vissi
alltaf hvað hver var að gera og
hvernig gekk. Ég og mín börn
vorum þar ekki undanskilin.
Hún samgladdist mér í vel-
gengni og gleði en veitti styrk
og samkennd þegar á reyndi.
Ávallt stakk hún nammipoka
eða súkkulaðistykki að Þorvaldi
Garðari yngri þegar þau hitt-
ust, sem var nokkuð oft síðari
árin í sunnudagsmat í Einars-
nesinu hjá foreldrum mínum.
Ekki fannst Kitty tiltökumál að
spila undir þegar Þorvaldur
Garðar yngri var skírður fyrir
rúmum 15 árum, þó þá væru
liðin fjöldamörg ár síðan hún
spilaði á orgelið í kirkjunni á
Flateyri.
Ég, Heimir, Þorvaldur Garð-
ar, Freyr og Beta litla minn-
umst frænku með hlýhug og
væntumþykju. Hugur okkar er
hjá börnum hennar, tengda-
börnum og barnabörnum.
Elísabet I. Þorvaldsdóttir.
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
✝ Bára Mar-sveinsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 13. júní
1931. Hún lést á
Landspítalanum
13. febrúar 2011.
Foreldrar hennar
voru Marsveinn
Jónsson, f. 25. okt.
1897 í Ranakoti á
Stokkseyri, d. 8.
mars 1984, og Sól-
veig Guðsteinsdóttir, f. 15.
des. 1905 í Kringlu í Gríms-
nesi, d. 12. apríl 1988. Systkini
Báru voru: Haukur Mar-
sveinsson, f. 7. júní 1925, d.
1995, Valgerður Marsveins-
dóttir, f. 7. nóv. 1926, d. 2004,
Bragi Marsveinsson, f. 11. feb.
1929, d. 1990, Guðrún Mar-
sveinsdóttir, f. 6. feb. 1930, d.
1988, Rúna Marsveinsdóttir, f.
2. ágúst 1938. Bára var fjórða
í röðinni af systkinahópnum.
Bára var gift Lúðvík Guð-
mundssyni, f. 13. mars 1925 á
Skjaldvararfossi, Barða-
strandasýslu, d. 3. júlí 1977.
Börn Báru eru:
Sólveig Magn-
úsdóttir, hún er
gift Erlingi Sig-
urðsyni, saman
eiga þau tvö börn
og fjögur barna-
börn. Birna Lúð-
víksdóttir, var gift
Kristjáni Guðna-
syni, saman eiga
þau eina dóttur.
Marsveinn Lúð-
víksson, á tvær fósturdætur í
Búlgaríu. Erna Lúðvíksdóttir,
sem á tvö börn og eitt barna-
barn úr fyrra hjónabandi með
Viktori Sigurðssyni og eitt
barn með núverandi eig-
inmanni sínum, Einari Jóns-
syni. Erla Lúðvíksdóttir er
gift Kristjáni Magnússyni og
saman eiga þau þrjú börn og
eitt barnabarn en fyrir átti
Erla eina dóttur sem Bára
reyndist einstaklega vel.
Útför Báru fer fram frá Frí-
kirkju Hafnarfjarðar í dag, 21.
febrúar 2011, og hefst athöfn-
in kl. 15.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast tengdamóður minnar
sem lést 13. febrúar síðastliðinn.
Kynni okkar hófust er við Sólveig
fórum að vera saman eins og kall-
að er fyrir 38 árum. Allan þann
tíma hefur Bára verið mér einkar
góð. Bára var gift Lúðvík Guð-
mundssyni sem lést langt um ald-
ur fram árið 1977. Það voru þung
spor að koma úr Krísuvíkurrétt-
um þar sem Lúðvík lést og hitta á
Báru heima nýbúna að frétta af
andláti eiginmannsins. Þeim
fréttum tók hún af festu og æðru-
leysi og hélt sínu lífi áfram með
fimm börn og stórt heimili, en
leysti það af dugnaði sem ein-
kennir hennar kynslóð. Í gegnum
árin hefur fjölskyldan haft einn
samastað og hist á sunnudögum
þar sem allir koma saman í kaffi
og kökur. Fyrstu árin var það hjá
foreldrum Báru, þeim Sólveigu og
Marsveini á Álfaskeiðinu. Þar var
oft fjölmennt þegar öll stórfjöl-
skyldan kom saman. Eftir lát
þeirra hittist okkar leggur hjá
Báru og þar var líka oft fjölmennt
enda barnabörnin og barnabarna-
börnin farin að koma. Þau hænd-
ust öll að ömmu Báru sem oftar en
ekki hafði búið eitthvað skemmti-
legt til í höndunum sem gaman
var að leika með á stofugólfinu.
Ófáar eru þær tær og puttar sem
hafa notið góðs af prjónaskap
Báru um dagana og það er ekki
nema um hálfur mánuður síðan
hún var að segja við mig hvað
henni fyndist gaman að flest
barnabörnin væru farin að stunda
prjóna- og saumaskap eins og hún
hafði gert. Bára var mikil barna-
kerling og fannst gaman að öllum
barnabörnunum og ófá eru skipt-
in sem hún minntist á sínar með-
göngur og þegar hún vissi að hún
gekk með tvíburana en læknarnir
sögðu bara eitt barn. Þá vissi hún
betur. Nú er Bára öll og hópurinn
okkar hefur misst góðan förunaut
sem naut virðingar allra sem hana
þekktu. Mest umskipti verða þó
líklega hjá Marsveini syni hennar
sem hefur búið heima hjá móður
sinni allan tímann og stutt hana í
þeim veikindum sem hún hefur
átt við að stríða undanfarin ár, þar
hafa Erna, Lovísa og Birna einnig
gert allt sem þær gátu til að létta
undir með henni. Við biðjum góð-
an Guð að gefa Báru ljós og frið og
þökkum fyrir allar stundirnar á
liðnum árum.
Erling.
Elsku amma okkar er farin.
Þótt við værum búin að búast við
þessum degi í nokkurn tíma þá
kom síðasti sunnudagur okkur
mjög á óvart. Ekki datt okkur í
hug, þegar farið var með hana
upp á spítala, að hennar tími væri
kominn. En það er nú gott að hún
kvaldist ekki meira.
Amma okkar var algjört æði,
prjónar, kaffi og sígó er það fyrsta
sem manni dettur í hug. Við erum
óendanlega þakklát fyrir allar
húfurnar, sokkana og barnafötin
sem við eigum eftir hana.
Það var hefð að hittast hjá
ömmu á sunnudögum, þar var
mikið hlegið, borðað, prjónað og
borðað svo aðeins meira. Við eig-
um eftir að sakna þess að koma til
þín elsku amma okkar.
Við kveðjum þig, elsku amma
Bára, og þökkum þér fyrir allt.
Við eigum eftir að sakna þín og
sunnudagarnir verða aldrei aftur
eins.
Bára Hlín og Svava Huld.
Elsku amma mín, nú er kallið
þitt komið. Þó að það hafi verið
óskaplega sárt að horfa á þig fara
veit ég að þú hefur fengið hvíldina
sem þú þráðir. Ég hugga mig við
það að afi og aðrir ástvinir taki á
móti þér opnum örmum. Stund-
irnar sem við áttum saman eru
mér ómetanlegar, allir sunnudag-
arnir standa mér ofarlega í huga
þar sem við fjölskyldan hittumst
heima hjá þér og áttum góðar
stundir saman. Sunnudagarnir
verða tómlegir án þín en þessa
hefð erum við ákveðin í að halda í
og munum við áfram hittast á
sunnudögum. Þú varst svo flink í
höndunum og þau voru ófá skiptin
sem ég kom til þín og fékk ömmu-
sokka og -vettlinga, ömmuprjón
var alltaf best. Þú varst dugleg að
láta mig vita að þú værir stolt af
mér og sýndir áhugamálum mín-
um alltaf mikinn áhuga og þá sér-
staklega handavinnunni minni og
það þótti mér vænt um. Ég er svo
þakklát fyrir tímann sem ég átti
með þér og mun ég ávallt minnast
þín með gleði í hjarta.
Hinsti bjarmi dagsins dvín,
dimman foldu vefur.
Ástarfaðir, upp til þín
önd vor glöð sig hefur.
Send oss vernd, af himni hljótt,
helgra máttarvalda.
Láttu engla nú í nótt
náttvörð um oss halda.
(Vald. V. Snævarr)
Ég kveð þig að lokum með orð-
unum sem þú kvaddir okkur alltaf
með: Guð blessi þig, elsku amma
mín.
Kristíana Kristjánsdóttir
(Nana).
Systir og mágkona hefur kvatt.
Bára Marsveins var fjórða barn
hjónanna Marsveins og Sólveigar
sem lengst af bjuggu á Álfaskeiði
28 í Hafnarfirði. Systkinin voru
sjö en sex þeirra eru nú látin. Það
var ómetanlegt fyrir okkur
yngstu hjónin í Marsveinsfjöl-
skyldunni að eiga þá eldri að. Gott
að geta heimsótt ættingja, sníkt
kaffi og þegið góð ráð. Samveru-
stundir okkar voru í meira lagi
góðar því Lúðvík, maður Báru,
var einstaklega hress og fljótur að
svara fyrir sig. Á þessum árum
vann Lúlli hjá prentsmiðjunni
Hilmi sem varð til þess að við fór-
um oft heim með vikublaðið Vik-
una sem var gríðarlega vinsælt á
þessum árum. Það kom sér vel
fyrir afkomu okkar þegar við
heimilisfeðurnir tókum upp á því
að fara að setja upp loftnet sem
næðu sjónvarpsútsendingum frá
Keflavík, góð búbót fyrir heimilis-
reksturinn og gaf fjölskyldunum
margar samverustundir en Lúlli
var verkmaður góður. Lúlli lést
aðeins fimmtíu og eins árs, Það
þarf kjark og dugnað til að vera
ekkja rúmlega 40 ára með 5 börn
á framfæri, en með seiglunni
tókst það með miklum ágætum.
Þó heilsa Báru hafi ekki verið upp
á það allra besta síðustu árin var
hún heppin að geta búið á eigin
heimili allt til enda, nær áttræðu.
Ég, mágurinn, met mikils að hafa
heimsótt hana á stuttri spítalavist
hennar og séð hve jákvæð hún var
og ótrúlega minnug á ýmsa at-
burði sem við áttum sameiginlega
á lífsleiðinni; skemmtilegt setu-
stofuspjall. Við þökkum Báru
samfylgd í lífinu og sendum fjöl-
skyldu hennar samúðarkveðjur.
Geirrún (Rúna) og Gunnar.
Bára Marsveinsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Bára.
Þegar ég hugsa til
baka um stundirnar sem
við áttum saman þá get
ég ekki annað en glaðst.
Ég gat ávallt treyst á að
þú tækir vel á móti mér.
Við gátum alltaf fundið
okkur eitthvað til að
dunda okkur við og einn-
ig var alltaf jafn notalegt
að kíkja til þín í sunnu-
dagskaffið þar sem fjöl-
skyldan kom saman og
átti góða stund. Þín
verður sárt saknað á
mínum bæ. Mér þykir
mjög vænt um hversu
vel þú tókst á móti unn-
ustu minni og hversu
góð langamma þú varst.
Við munum ávallt sakna
þín því þú skipaðir stór-
an sess í lífi mínu og
minnar fjölskyldu. Nú
ert þú komin á betri
stað.
Lúðvík, Eva Dögg og
María Björg.
✝ Hilmar S.R.Karlsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
maí 1929. Hann
andaðist á Land-
spítalanum við
Hringbraut sunnu-
daginn 13. febrúar
2011.
Foreldrar hans
voru Karl Stefán
Daníelsson prent-
ari, f. 8. apríl 1902,
d. 21. des. 1951 og Þuríður Jón-
asdóttir húsmóðir, f. 18. mars
1901, d. 4. nóvember 1994.
Systkini Hilmars eru Birna Guð-
rún, f. 1926, dó í frumbernsku,
Hera, f. 26.6. 1927. Sammæðra
eru Guðrún, f. 18.2. 1938, Svan-
ur, f. 28.9. 1939, d 8.2. 1959.
Samfeðra eru Sigríður, f. 28.4.
1929, Daníel, f. 1.10. 1934, Jón-
ína, f. 13.6. 1940, Hulda, f. 4.12.
1940, Ólafur, f. 29.10. 1942,
Björn, f. 4.3. 1944 og Ólafía, f.
25.4. 1945. Hilmar giftist hinn 5.
júlí 1958 Halldóru Jónsdóttur, f.
18. júní 1937, d. 1. júlí 2003. For-
eldrar hennar voru Jón Sigurðs-
son rakari, f. 9.3. 1913, d. 26.6.
1977 og Guðrún Einarsdóttir
húsmóðir, f. 3.10. 1913, d 17.11.
1980 hársnyrtir og förðunarfr.
maki Gunnar Hafliðason raf-
virki og barn þeirra er Jón
Andri, f. 2.12. 2004. Theodór, f.
12.6. 1983 tæknifræðingur, sam-
býliskona Inga Rán Gunn-
arsdóttir sjúkraþjálfari. Elín
nemi, f. 27.3. 1992. 2) Guðrún,
vistmaður á Skálatúnsheimilinu,
f. 3.12. 1959. 3) Reynir Halldór
sjómaður, f. 21.7. 1961, d. 11.9.
2003. Börn hans eru: Jóney Rún
læknir, f. 3.12. 1981. Karen
nemi, f. 10.6. 1984, og Anna
Jóna nemi, f. 12.7. 1991. 4) Berg-
lind förðunarfræðingur, f. 11.2.
1967, maki Unnsteinn Ólafsson
málari, f. 7.7. 1966, barn þeirra
er Arna Björk nemi, f. 14.1.
1994. 5) Svanur Pálmar fram-
kvæmdastjóri, f. 30.3. 1997,
börn hans eru; Aníta Lísa nemi,
f. 23.11. 1989, Hilmar Rafn
nemi, f. 4.5. 1996, Kristófer Ar-
on, f. 23.10. 2002 og Alexander
Ísak, f. 26.6. 2008. Hilmar stund-
aði sjómennsku á yngri árum.
Stofnaði Ál- og stáltækni verk-
takafyrirtæki við Álverið í
Straumsvík og starfaði sem
leigubílstjóri síðustu starfsárin.
Hilmar og Halldóra bjuggu
lengst af í Breiðholtinu og á
Álftanesi. Síðustu árin bjó Hilm-
ar á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Hilmars verður gerð
frá Fríkirkunni í Reykjavík í
dag, mánudaginn 21. febrúar
2011, og hefst athöfnin klukkan
15.
1984. Hilmar og
Halldóra eignuðust
fimm börn. Fyrir
átti Hilmar Dag-
björtu Bergmann
skrifstm. f. 14.12.
1947, maki Hjálmar
Þ. Diego við-
skiptastjóri, f. 2.8.
1943. Börn þeirra
eru: Bjarki lögfr., f.
19.3. 1968, maki
Svanhvít B. Hrólfs-
dóttir viðskiptafr, börn þeirra
eru: Davíð Jóhann, f. 14.11.
2001, Andri Sæberg, f. 12.5.
2003 og Birkir, f. 4.4. 2005. Þor-
kell yfirkennari, f. 5.1. 1971,
maki Sigríður J. Sigurðardóttir
hjúkrunarfr. Börn þeirra eru:
Þórunn, f. 25.3. 1998, Hjálmar
Tumi, f. 10.1. 2002 og Hulda
María, f. 12.4. 2006. Dagbjört
Ágústa viðskiptafr., f. 19.8.
1979, sambýlismaður Snorri
Thors. Börn hennar eru: Máni
Freyr, f. 29.11. 2003 og Saga
Steindóra, f. 14.4. 2007. Börn
Halldóru og Hilmars eru: 1) Jón
húsgagnasmiður, f. 28.12. 1956,
maki Guðrún Helga Theodórs-
dóttir verslunarstj., f. 7.5. 1958.
Börn þeirra eru: Halldóra, f. 1.7.
Afi minn, Hilmar, var besta sál,
Göldróttur, töfrandi og ægiklár!
Allt gat hann skapað, svo einfalt
var það,
ekkert er ómögulegt, hann kátur
kvað.
En svo brestur hjartað, og fram
spretta tár,
og endalokin koma, svo óend-
anlega sár.
(ABU)
Aftur ég kveð, en óska mér afa
faðmlags. Elsku afi minn, hvíldu í
friði. Þín verður sárt saknað.
Knúsaðu nú hana ömmu mína frá
mér.
Þín afastelpa,
Arna Björk Unnsteinsdóttir.
Hilmar S.R.
Karlsson