Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.02.2011, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 ✝ Lárus Hall-dórsson fæddist á Selvöllum í Helga- fellssveit 10. októ- ber 1920. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 15. febrúar 2011. Foreldrar Lár- usar voru Halldór Þórarinn Sveinsson, f. á Hraunhálsi í Helgafellssveit 24.2. 1879, d. 1.4. 1946 og Kristín Sigurlín Hafliða- dóttir, f. á Kljá í Helgafellssveit 31.7. 1883, d. 9.9. 1960. Systkini Lárusar sammæðra voru Kári Gíslason, f. 1905, d. 1992, Hafliði Jón Gíslason, f. 1906, d. 1993, Guðrún Gísladóttir, f. 1908, d. 1942, Sæmundur Gíslason, f. 1909, d. 1930, Árni Gíslason, f. 1911, d. 1972, Björn Gíslason, f. 1912, d. 1980, og Gíslína Kristín Gísladóttir, f. 1914, d. 1994. Lárus kvæntist 15. september Norðurlöndum 1949. Hann þjón- aði í Flatey á Breiðafirði með aukaþjónustu á Brjánslæk frá 1945-1955. Árið 1955 nam Lárus sálgæslustörf í sjúkrahúsum í Noregi og Danmörku. Hann var ráðinn farprestur þjóðkirkj- unnar árið 1957 og starfaði hann m.a. á Húsavík og Selfossi, ásamt því að sinna ýmsum öðrum störf- um fyrir kirkjuna. Einnig sáu Lárus og Nanna um sumarbúðir þjóðkirkjunnar á Kleppjárns- reykjum og Löngumýri nokkur sumur. Samhliða prestsstörfum sinnti Lárus einnig kennslu um árabil. Sr. Lárus var fyrsti prest- ur í Breiðholtshverfum Reykja- víkur og þjónaði þar frá 1972- 1986. Eftir að Lárus lét af störf- um sem sóknarprestur leysti hann af sem prestur víða um land, m.a. á Akureyri, Bolung- arvík og Seyðisfirði. Rit eftir Lárus eru Ljós á vegi og Jólin, ritröð sem kom út á nokkurra ára tímabili. Útför Lárusar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 21. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. 1945 Þórdísi Nönnu Nikulásdóttur, f. 14.5. 1922, d. 27.1. 2006. Foreldrar Nönnu voru María Þórðardóttir, f. 13.2. 1899, d. 18.9. 1978, og Nikulás Jónsson, f. 18.9. 1892, d. 8.10. 1930. Börn Nönnu og Lár- usar eru: Anna María, f. 19.3. 1946, hún á þrjú börn, María Kristín, f. 14.3. 1948, maki Birgir Sím- onarson. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Sigríður, f. 22.1. 1950, maki Stig Henriksen er lést 2003. Þau eiga eitt barn og tvö barnabörn. Halldór Nikulás, f. 7.8. 1954, maki Árný Jóhanns- dóttir, þau eiga eitt barn og fimm barnabörn. Lárus varð stúdent í Reykja- vík 1941 og lauk cand. theol-prófi frá Háskóla Íslands 1945. Hann kynnti sér sjómannatrúboð á Aðeins örfá kveðjuorð frá okk- ur krökkunum, pabbi. Þú kenndir okkur svo margt í lífinu. Þú kenndir okkur að tala rétta og góða íslensku. Þú kenndir okkur að lesa. Þú kenndir okkur að skrifa. Þú kenndir okkur að hlusta. Þú kenndir okkur að gleðj- ast yfir litlu jafnt sem miklu. Þú kenndir okkur að það er í lagi að gráta. Þú kenndir okkur hvað föð- urkærleikur er. Þú kenndir okkur að reima skóna okkar. Þú kenndir okkur að veiða hornsíli. Þú kennd- ir okkur að þræða maðk á öngul. Þú kenndir okkur að spila á spil. Þú kenndir okkur að tefla skák. Þú kenndir okkur að hjóla. Þú kenndir okkur að skauta. Þú kenndir okkur að súrt slátur væri herramannsmatur. Þú kenndir okkur að þekkja, meta og elska landið okkar. Þú kenndir okkur jarðfræði Íslands. Þú kenndir okkur ljóð. Þú kenndir okkur sög- ur. Þú kenndir okkur að syngja. Þú kenndir okkur að virða og elska alla menn. Þú kenndir okk- ur að fyrirgefa. Þú kenndir okkur að gefa fremur en þiggja. Þú kenndir okkur hvað vinátta er. Þú kenndir okkur að elska Guð. Þú kenndir okkur svo margt margt annað, í reynd allt það góða sem við kunnum. Nú ertu farinn héðan til fundar við elskuna þína, hinn kennarann okkar í lífinu og saman fáið þið að njóta nærveru Jesú Krists, sem þið elskið. En þið voruð ekki aðeins kenn- arar okkar, þið voruð þeir bestu foreldrar sem hægt er að hugsa sér … en þú kenndir okkur nú líka að hverjum þyki sinn fugl fag- ur. Við elskum þig og söknum, þú varst góður pabbi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Anna María, María Kristín, Sigríður og Halldór Nikulás. Ekki get ég hugsað mér betri tengdaföður en hann Lárus. Hann og Nanna, konan hans heitin, reyndust mér alltaf vel. Enda fengu þau oft að heyra frá mér að þau væru bestu tengdafor- eldrar í heimi og það voru þau. Nú eru þau bæði horfin, okkar er missirinn, en þau eru búin að hittast þar sem engin sorg né dauði ríkir og ég veit að gleði þeirra er fullkomin að vera saman á himnum með Guði og frelsara sínum Jesú. Lárus var maður í miklum met- um og sem prestur. Ósjaldan hitti ég fólk á öllum aldri sem segir mér með miklu stolti hversu ynd- islegur hann sé og hann hafi gift þau, skírt eða fermt á sínum tíma. Hann var óskaplega fróður um alla hluti. Reyndar hafsjór af fróð- leik. Vissi eiginlega bara allt! Ég sagði oft að hann ætti að melda sig í spurningaþáttinn „Viltu vinna milljón“. Ég var sannfærð um að hann færi heim með millj- ónina. Reyndar sátum við stund- um hjónin með þeim hjónum og horfðum á þáttinn og í flestum til- vikum vissi hann svörin. Lárus þjónaði Guði og hans kirkju með mikilli gleði, visku og fúsleik. Það var gaman að hlusta á predikanir hans. Hann lagði mik- ið í það að gefa fólki af brauði lífs- ins af visku og á máli sem maður skildi. Ég á eftir að sakna hans eins og ég hef saknað Nönnu. Nú eru þau bæði farin og það er eitt- hvað svo endanlegt núna þegar Lárus er farinn líka. Það er auðvelt að fá tár í augun við minningarnar um það þegar við sátum við útvarpstækið hjá þeim á jólum, hlustuðum á jóla- guðspjallið og þau rödduðu svo fallega undir sálmana sem fluttir voru. Það voru yndislegar stundir og ég þakka fyrir þær og allar hin- ar sem við áttum saman. Já, minningar og myndir eig- um við, jafnvel vídeóspólur til að horfa á til að minnast þeirra. Það er mér dýrmætur fjársjóður. Blessuð er minning þín, elsku tengdapabbi. Árný Björg Jóhannsdóttir. Þegar sr. Lárus Halldórsson er kvaddur fylgir þar mikil virðing okkar náinna samstarfsmanna hans og vina. Hann átti merkan starfsferil þar sem hann kom víða við. Það reyndi stundum mikið á, honum var oft fært mikið í fang. Hann var sannur merkisberi trú- arinnar, talaði um frelsarann sem náinn vin. Átti þá trú sem varir til eilífs lífs, það sem gott er að þekkja á kveðjustundum. Leiðir okkar lágu fljótt saman. Hann var vinur foreldra minna, baráttufélagi föður míns. Þá vin- áttu erfði ég ungur skólastrákur, lærði að meta sr. Lárus. Á há- skólaárum mínum varð samstarf okkar mikið eins og æ síðan. Við unnum að sumarbúðamálum Þjóðkirkjunnar, þar sem starf var gróskumikið víða um land. Um nær tveggja ára skeið höfðum við tveir með hendi hálfsmánaðarlega þætti í útvarpi um kirkjuna að starfi. Í því nána samstarfi fann ég vel, hversu snjall Lárus gat verið, var víða vel heima og vel lesinn. Það var gott að starfa með honum og eiga hann að vini. Hann hafði óvenjulega fjöl- breytta reynslu sem prestur. Þjónusta hans varð víða, einkum þegar hann þjónaði sem farprest- ur. Það var sama hvar á landinu tal barst að, hann var alls staðar kunnugur. Og að baki öllu skein í gegn brennandi áhugi hans fyrir starfinu. Honum var lifandi trú mikil lífshugsjón, nokkuð sem hann vildi öllu fyrir fórna. Mest reyndi á það, þegar hann var kall- aður til að verða fyrsti presturinn í Beiðholtshverfi og þar með frumherji kirkjustarfs í þeirri miklu byggð. Þegar ég kom þang- að til starfa og varð prestur í Breiðholtinu, sá þriðji, var þar vinum að mæta með sr. Lárusi og sr. Hreini, sem nú eru báðir látn- ir. Það var okkur öllum mikil gæfa að mega vinna svo náið saman sem við gerðum. Þar var sr. Lárus elstur og hafði rutt brautina, áhugasamur, hlýr og hugmynda- ríkur. Það var líka oft gaman og líflegt og þar lagði hún Nanna konan hans oft mikið til. Ákaflega margt og víðtækt blasir við, þegar hugsað er til lífs- starfs sr. Lárusar Halldórssonar. Um það hugsum við sem vorum samstarfsmenn hans, og metum þær minningar mikils. Hjá mér ber þó hæst þakklætið fyrir góðan vin, sem gott var að tala við, eiga hugsjónir með. Þær hugsjónir sem mestar eru, um verk frels- arans Jesú Krists hér á jörðu, það sem við fengum að vinna saman að. Við þær hugsanir er gott að þekkja orðin um upprisu og eilíft líf. Guð blessi minningu heiðurs- manns og hetju. Valgeir Ástráðsson. Lárus Halldórsson Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Hestamannafélagið Gustur Aðalfundarboð Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Gusts mánudaginn 28. febrúar 2011 kl. 20.00, fyrir árið 2010. Fundurinn verður haldinn í sal félagsins í Glaðheimum. Félagslíf  HEKLA 6011022119 IV/V H&V  GIMLI 6011022119 I° EDDA 6011022119 Heims. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Antikklukkur og viðgerðir Sérhæfð viðgerðarþjónusta á gömlum klukkum og úrum. Guðmundur Hermannsson úrsmíða- meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 - 691 8327. Dýrahald Labrador Retriever svartir Erum orðnir 6 mánaða og húsvanir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Örmerktir. Nótt á kr. 190 þús. og Mökkur og Nóri á kr. 160 þús. Uppl. í síma 695 9597 og 482 4010. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s. 897- 5300. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Tölvur Tölvuviðgerðir Tölvuviðgerðir, vírushreinsun, gagna- björgun, kem í heimahús, sæki og sendi. Tuttugu ára reynsla af tölvum og netbúnaði. 20% afsláttur FEB & ÖBÍ. Stefán, sími 821 6839. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf., Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Þjónusta ERFÐASKRÁR Ég, Hilmar Þorsteinsson, meistara- nemi í lögfræði, tek að mér samningu erfðaskráa, þannig að öllum lagaskilyrðum sé fullnægt. Hóflegt verð — persónuleg þjónusta. Sími: 696 8442, netfang: hth56@hi.is Ýmislegt Stóll til leigu á 101 Hárhönnun, Skólavörðustíg 8, sími 551 3130. Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150 Náttföt - Sloppar Náttkjólar - Undirkjólar Sundföt - Nærföt Vönduð vara - Gott verð Tegund A991 Tegund A992 Tegund 389 Tegund 917 Tegund 407 Sandalar og inniskór fyrir dömur í úrvali. Úr leðri og skinnfóðraðir. Góðir sólar. Stærðir: 36 - 42 Verð: 10.900,- og 11.870,- Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18, laugardaga 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar 40% afsláttur af sölulaunum Planið bílasala www.planid.is 517-0000 Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Öruggur í vetraraksturinn. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Húsviðhald Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Glugga- og hurða- þjónustan, s. 895 5511, smidi.is. Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.