Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 32
32 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR!
ÞAÐ ER
KOMIÐ SUMAR,
ENGAR ÁHYGGJUR
HÆ
HUNDUR
SÆLL HUNDUR, ÉG
HEITI 5 OG ER
NÝFLUTTUR Í HVERFIÐ
SAGÐIST HANN HEITA
„5” EÐA „V”?
HVAÐ
LANGAR ÞIG AÐ
GERA Í DAG
HRÓLFUR?
HVAÐ
SEGIRÐU UM
AÐ VIÐ VEIÐUM
FISK?
...GOTT OG
VEL EN ÞAÐ ER
MJÖG ERFITT FYRIR
MIG AÐ VEIÐA MEÐ
BERUM HÖNDUM
ÞETTA ER EINAR
VINUR MINN, HANN SÉR
UM ÖRYGGISPRÓFANIR
Á BÍLUM
ERU
FLEIRI Í
FJÖLSKYLDUNNI
ÞINNI SEM VINNA
VIÐ ÖRYGGIS-
PRÓFANIR?
NEI,
ÉG ER
SÁ
EINI
ÞEGAR ÉG
VAR LÍTILL ÞÁ
SAGÐI MAMMA
MÉR AÐ ÉG VÆRI
SLYS
MIKIÐ VAR
VEÐRIÐ VONT Í
GÆRKVÖLDI
JÁ,
ÉG VAR AÐ
HUGA AÐ
SKEMMDUM
KOM
EITTHVAÐ
ALVARLEGT
FYRIR?
NEI,
ÞAÐ ER ALLT
Í GÓÐU HJÁ
OKKUR
EN ÉG GET EKKI
SAGT ÞAÐ SAMA UM
NÁGRANNANA
ÞETTA ÆTTI AÐ
HALDA HONUM
SOFANDI...
...FYRIR
RANNSÓKNIR
ÉG GET NOTAÐ AÐRA
HENDINA TIL AÐ...
...
SKERA
KLÆRNAR
AF HINNI
Icesave og fleira
Nú hefur ríkis-
stjórnin loks fengið
Icesave- frumvarpið
samþykkt í þriðju til-
raun og er hinn hár-
prúði fjármálaráð-
herra væntanlega
ánægður með það.
Annars má segja það
almennt um þessa
ríkisstjórn Jóhönnu
að hún er aumasta og
ráðalausasta ríkis-
stjórn sem hefur set-
ið á Íslandi frá lýð-
veldisstofnun 1944.
Má nefna ýmis dæmi
þar um.
Hún hefur vart komið öðru í verk
en að flæma Davíð Oddsson seðla-
bankastjóra úr starfi
og banna notkun sól-
baðsbekkja yngra
fólki en 18 ára. Þó
verð ég að nefna til
einn ráðherra, Katr-
ínu Júlíusdóttur iðn-
aðarráðherra, sem
hefur staðið sig vel í
starfi. Má nefna að
hún beitti sér fyrir
kynningarátaki til að
sporna við hruni í
ferðamannastraumi til
landsins sem útlit var
fyrir vegna eldgosa á
liðnu ári.
Sigurður Guðjón
Haraldsson.
Ást er…
… einhver sem bætir
ljóma í kvöldið þitt.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Geysir-Bistrómótið í fé-
lagsvist þriggja skipta mótaröð kl.
13.30, glæsilegur aðalvinningur. Vinnu-
stofa kl. 9, útskurður/myndlist kl. 13.
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30.
Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa-
vinna, leikfimi kl. 13, sögustund kl.
13.45.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
bænastund kl. 9.30, söngur á 2. hæð kl.
10.30, leikfimi kl. 11 og 14.
Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Eigum
nokkur sæti laus í ferðina til Ítalíu 4.-11.
júní nk. Allar uppl. í síma 898-2468.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30. Danskennsla
kl. 17, kennari Lizý Steinsdóttir.
Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9.
Botsía kl. 11. Handverksklúbbur kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi
í handavinnu kl. 9, botsía kl. 9.30, gler
og postulín kl. 9.30/13, lomber kl. 13,
kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 17, skap-
andi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
lín kl. 9, ganga kl. 10. Handavinna og
brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns-
leikfimi kl. 12.10. Bingó-og kaffikvöld í
Jónshúsi á morgun kl. 20 í boði Lions.
Spil og kaffi á Garðaholti á fim. í boði
Kvenfél. Gb., skrán. í Jónshúsi.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, m.a. tréútskurður og handavinna.
Vatnsleikfimi kl. 9.50.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Félagsvist í Setrinu kl. 13.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, gler-
bræðsla/tréskurður kl. 13, félagsvist og
botsía kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.40.
Kvöldvaka Lions fim. 24. febr. kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13,
kaffisala.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur kl.
10 í Egilshöll, sjúkraleikfimi kl. 14.30 í
Eirborgum og á morgun er sundleikfimi
kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið, spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks- og bókastofa kl.
11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 13, botsía
kl. 13.30, söngstund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa-
vinna kl. 9/13. Útskurður kl. 13. Sam-
vera með djákna kl. 14-15.
Vesturgata 7 | Handavinna og botsía kl.
9, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13,
tölvukennsla kl. 12. Þriðjudaginn 22. feb.
kl. 13 kemur sr. Hjörtur Pálsson í heim-
sókn í leshópinn.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, bókband og postulínsmálun kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 19, upp-
lestur kl. 12.30, handavinnustofan opin
eftir hádegi, spilað, stóladans kl. 13.
Jón Arnljótsson orti þegar leið ávikuna að gefnu tilefni:
Óláfr liggur undir feld.
Ekkert mun hann segja í kveld.
Kannski á morgun. Kannski hinn.
Kannski bara á mándaginn,
eða þá á þriðjudag.
Þá við kveðum nýjan brag.
Ætli hann segi alveg þvert
oní það sem fyrr var gert,
eða segi ekki nei
og ekki já, en bara þei.
Hvað sem meina með því kann.
Menn svo illa skilja hann!
Davíð Hjálmar Haraldsson svar-
aði að bragði:
Þeim sem kunna kóng að máta,
kýr að mjólka, byggja rann,
Ólafur er auðveld gáta.
Aðeins þarf að ráða hann.
Og Hjálmar Freysteinsson lagði
orð í belg:
Mætavel ég málið skil,
mikilvægast sýnist að
allir mæni Ólafs til,
ekki leiðist honum það.
Davíð Hjálmar Haraldsson orti
svo í gær eftir að forsetinn vísaði
Icesave-samningnum til þjóð-
arinnar:
Ólafur segir aftur nei,
ekki má honum þoka.
Til hvers að bjóða hesti hey
hrakið, úr sama poka?
Það rifjar upp vísu Egils Jón-
assonar:
Fyrir eðli ótuktar
engin gæði metur.
Yfir fóðri Framsóknar
fýlir grön en étur.
Loks yrkir Hallmundur Krist-
insson:
Ísseifur dvelur enn um sinn.
Ára hans misvel þokkuð.
Fagna má því að forsetinn
framlengdi líf hans nokkuð.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af forseta og Icesave
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur