Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 35

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Undirritaðan rak í rogastans þegar hann rakst á myndband við lag Jan- elle Monáe, „Tightrope“, á dög- unum. Gat þetta verið? Að bandarísk R&B-söngkona væri kappklædd í tónlistarmyndbandi, svo kappklædd að aðeins sæist í hendur, háls, höfuð og ökkla? Jú, það bar ekki á öðru. Og í smóking! Stórkostlegt. Getur verið, þegar öllu er á botninn hvolft, að tón- listin sé það sem skiptir máli, ekki líkami tónlistarmannsins? Það skyldi þó aldrei vera. Tónlistina þarf víst ekki alltaf að selja með holdi, þótt það sé nú oft svo í R&B- geiranum. Ekki svo að skilja að Monáe sé ekki kynþokkafull, það er hún vissulega, stúlkan. Og dansinn, þvílík tilþrif! Sá sem ekki skekur skrokk við taktfastan trommuslátt- inn í „Tightrope“ er varla með lífs- marki. Leiklistin vék fyrir tónlist En hver er þessi Janelle Monáe? Monáe fæddist 1. desember árið 1985 í Kansas-borg. Í viðtölum hefur Monáe m.a. sagt frá því að sig hafi dreymt frá unga aldri að verða söng- kona og skemmtikraftur. Monáe nam leiklist í New York og stefndi að frama sem leikkona á Broadway. Henni snerist þó fljótlega hugur og leiðin lá í tónlistina, list sem getur breytt heiminum, eins og hún hefur orðað það. Hún flutti til borgarinnar Atl- anta og kynntist þar Big Boi og félaga hans André 3000, dúett- inum OutKast. Monáe lagði fé- lögunum lið við gerð plötunnar Idlewild, söng í tveimur lögum og Big Boi kynnti hana fyr- ir vini sínum Sean Combs, útgefanda og tón- listarmanni. Combs féll fyrir tónlist Monáe og út- liti og þá einkum fata- stíl, að hún kæmi ekki fram á nærhaldinu eins og svo algengt er með kvenkyns Stendur föstum fótum í hefðinni  Bandaríska tónlistarkonan Janelle Monáe hefur skotist upp á stjörnuhimininn sem kvenvélmennið Cindi Mayweather  Hefur vakið mikla athygli fyrir sérstakan dansstíl, hárgreiðslu og klæðaburð Reuters Stjarna Janelle Monáe er ferskur andblær í R&B-tónlistarheiminum, skemmtikraftur og listamaður sem vakið hefur mikla athygli. Myndin var tek- in á skemmtun sem haldin var fyrir Grammy-verðlaunin síðustu, 12. febrúar. R&B-flytjendur. Þá vakti dansfimi Monáe ekki síður athygli Combs. Hér var eitthvað nýtt á ferðinni. Vélmennið kynnt til sögunnar Monáe komst á samning hjá plötu- útgáfu Combs, Bad Boy Records, ár- ið 2007, en hafði þá þegar gefið út EP-konseptplötuna Metropolis: Suite I (The Chase). Framan á henni birtist Monáe í gervi vélmennis sem búið er að slíta af handlegg og fót- legg. Á plötunni er sögð saga af kvenvélmenninu Cindi Mayweather, framleiddu í stórum stíl árið 2719 fyrir samfélag þar sem stéttaskipt- ing er mikil. Í upphafslagi plötunnar, eða öllu heldur inngangi, segir af vél- menni nr. 57821, Cindi Mayweather, sem verður ástfangið af manni, Ant- hony Greendown, en sá hefur verið gerður útlægur úr borginni Metro- polis. Fyrir þetta á að refsa Cindi, taka vélmennið í sundur. Platan var endur- útgefin ári síðar og Monáe hlaut tilnef- ingu til Grammy- verðlauna árið 2009 fyrir lag af henni, „Many Moons“. Platan komst þó ekki of- arlega á sölulista í Bandaríkjunum en annað varð upp á ten- ingnum með nýjasta verk hennar og jafn- framt fyrstu hljóðversbreiðskífu, The ArchAndroid (Suites II and III) sem kom út í fyrra. Platan er fram- hald á sögunni af Metropolis, enda vísað í „erkivélmenni“ í titlinum. Platan hlaut almennt lof gagnrýn- enda vestanhafs og var Monáe á ný tilnefnd til Grammy-verðlauna, fyrir bestu R&B-breiðskífuna og smellinn „Tightrope“ sem fyrr var nefndur. Hún hlaut verðlaun í fyrrgreinda flokkinum. Salan á plötunni stað- festir vinsældir Monáe, hún komst í 17. sæti á bandaríska plötulistanum. Áhrif sótt víða að Á The ArchAndroid (Suites II and III) má segja að Monáe sé birting- armynd femínískrar umræðu um stöðu kvenna í karlasamfélagi, tákn- mynd fyrir frelsi en um leið varpar hún fram þeirri spurningu hvort konur þurfi að fórna mannlegum til- finningum og hlýju til að öðlast sjálf- stæði og styrk. Cindi Mayweather snýr aftur sem Kristsgervingur í samfélagi vélmenna í Metropolis, táknmynd fyrir einangraðan og kúg- aðan minnihlutahóp. Í þessu mikla konseptverki Monáe má greina ýmis listræn áhrif og þá m.a. úr kvik- myndinni Metropolis frá árinu 1927 sem hún segir „guðföður vís- indaskáldskaparkvikmynda“. Marga tónlistarmenn má nefna sem mögulega áhrifavalda Monáe og ekki þarf að hlusta lengi til að mynda tengingar við fönk-goðið James Brown, Michael Jackson, OutKast og Motown-tónlist sjöunda áratug- arins. Monáe stendur föstum fótum í hefðinni, arfleifð Motown-stjarn- anna en hefur þó sinn eigin, einstaka stíl. Í þeim 18 lögum sem finna má á The ArchAndroid (Suites II and III) kemur hún víða við í tónlistinni í tveimur svítum, hvor þeirra hefst með forleik og síðan er stiklað milli ólíkra tónlist- artegunda þótt R&B sé grunnurinn. Má þar nefna fönk, rapp, þjóðlagatónlist, sýru- eða glamrokk, diskó og jafnvel kabaretttónlist. Monáe hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir þennan tilraunakennda stíl og dirfsku. Þannig tekst henni að búa til einstakan hljóð- og sögu- heim. Einkennisklæðnaður Monáe er smóking með svartri þverslaufu og tví- litir blankskór, svartir og hvítir, „two tone shoes“ svokallaðir. Monáe sagði í viðtali við vefinn i09 í fyrra að sér þætti hún hafa ákveðnum skyldum að gegna þegar kæmi að klæðaburði ungra stúlkna, að endur- skoða klæðaburð kvenna og hvernig konur eigi að líta út. Óþarft væri að greina fatnað í karla- og kvennaföt, hún klæddist þeim fötum sem henni þættu glæsileg. Smóking og tvílitir skór ÁHRIFAVALDUR Í TÍSKUNNI Monáe mætir prúðbúin til Grammy- verðlaunahátíðarinnar síðustu. Vélmenni Umslag plötunnar The ArchAndroid (Suites II and III). Goðið James Brown í stuði á tónleikum. BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 - 5.40 - 8 - 10.20 L BIG MOMMA´S HOUSE LÚXUS KL. 10.20 L THE EAGLE KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 JUST GO WITH IT KL. 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN KL. 8 16 BLACK SWAN LÚXUS KL. 5.30 16 GREEN HORNET 3D KL. 5.25 12 THE DILEMMA KL. 10.30 L GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 3.30 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 3.30 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L 127 HOURS KL. 5.50 - 8 - 10.10 12 BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 FIGHTER KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S.,MBL BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.50 - 8 - 10.10 L JUST GO WITH IT KL. 8 - 10.10 L THE FIGHTER KL. 5.50 14 -H.S.S., MBL T.V. - KVIKMYNDIR.IS ÁTAKANLEG SAGA SEM SKILUR ENGAN EFTIR ÓSNORTINN. .. FRANCO ER ÓAÐFINNANLEGUR. -H.H., MBL MISSIÐ EKKI AF EPÍSKRI STÓRMYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST KING OF SCOTLAND HEIMSFRUMSÝNING LAUGARÁSBÍÓ BIG MOMMA’S HOUSE 3 Sýnd kl. 8 og 10:15 TRUE GRIT Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:25 JUST GO WITH IT Sýnd kl. 8 og 10:25 ALFA OG ÓMEGA Sýnd kl. 6 ísl. tal MÚMÍNÁLFARNIR - 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýningartímar Stundum þarf maður stelpu, til að ná stelpunni SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF HHH „Myndin hin besta skemmtun sem hentar öllum aldurshópum“ -H.H. - MBL -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.