Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 36

Morgunblaðið - 21.02.2011, Page 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 2011 Stjarna Hailee Steinfeld er einn mesti senuþjófur ársins og hún er líklega búin að skrifa nafn sitt á spjöld kvikmyndasögunnar líkt og fyrrnefndar barnastjörnur hafa áður gert. Steinfeld stelur senunni í kvikmynd Coen-bræðra, True Grit, þar sem hún leikur bráðskarpa og hugrakka stúlku. Reuters Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Ný stjarna hefur skotist upp á dýrðarhimin Hollywood. Hin knáa Hailee Steinfeld er að- sópsmikil þessa dagana og sankar að sér til- nefningum til margra virtustu kvikmynda- verðlauna ársinins. Þetta er frækilegt afrek þar sem leikkonan unga er aðeins nýorðin fjór- tán ára og alls óreynd í bransanum. Það vekur þó athygli að yfirleitt er hún tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í nýjustu mynd Coen-bræðra, True Grit, en þar fer hún klárlega með burðarhlutverkið. Á komandi Óskarsverðlaunahátíð etur hún kappi við aukaleikkonurnar Melissu Leo og Amy Adams úr The Fighter, Helenu Bonham Carter úr The King’s Speech og Jacki Weaver úr Animal Kingdom. Allt eru þetta verðugir keppinautar en það sem aðgreinir Steinfeld frá hinum skörungunum er að persóna hennar í True Grit er í nánast hverri einustu senu myndarinnar. Hún er aðalhetjan, sögumað- urinn og drifkraftur atburðarásarinnar. Stór- stjörnurnar og mótleikararnir Jeff Bridges og Matt Damon blikna í samanburði við hana á tjaldinu. Augljóslega er verið að hlunnfara hina ungu Steinfeld og má ætla að hér sé um mikið og ófrýnilegt metorðakapp að ræða. Þegar að er gáð kemur í ljós að nafn hennar prýðir ekki einu sinni auglýsingaplaköt myndarinnar og að það eru framleiðendur myndarinnar sem halda mest aftur af henni. Háæruverðugur fulltrúi Paramount-kvikmyndaversins sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að það væri ekki hefð fyrir því að titla óreynda leikkonu á barnsaldri sem aðalleikonu stórmyndar. Það væri heldur ekki viðeigandi að hefja hana upp á stall með mikilsvirtum leikkonum á borð við Nicole Kidman, Annette Bening og Natalie Portman sem allar eru tilnefndar til Ósk- arsverðlauna fyrir aðalleik í ár. Með þessum lítilfjörlegu rökum réttlætir Paramount- kvikmyndaverið þá ákvörðun að titla Hailee Steinfeld aðeins aukaleikkonu í einni stærstu mynd ársins. Að sjá í gegnum skálkaskjól Það þarf ekki mikið hyggjuvit til að sjá í gegnum þetta skálkaskjól. Marskálkarnir hafa augljóslega ekki talið Steinfeld eiga möguleika á að vera tilnefnd og krækja í verðlaun í flokki aðalleikkvenna og því þótt vænlegra að setja markið skörinni lægra. Þetta er vissulega smánarlegt manntafl en samkeppnin í brans- anum er hörð og hvert framleiðslufyrirtæki í Hollywood reynir að ýfa sem mest skraut- fjaðrir páfugla sinna. Verðlaunabatteríin út- nefna vænlegustu myndirnar og krýna sig- urvegara en hver tilnefning getur skipt sköpum jafnt í beinhörðum tekjum sem og við að koma vænustu páfuglunum á rómuð spjöld kvikmyndasögunnar. Auðvitað geta verðlaunabatterí eins og ósk- arsakademían valið að útnefna Hailee Stein- feld til verðlauna í hvaða flokki sem er, en flest þeirra veigruðu sér við að tilnefna hana leik- konu ársins. Prettir á borð við þessa eru ekki nýir af nálinni í Hollywood. Hin ellefu ára gamla Anna Paquin sýndi stórleik í The Piano (1993) og það sama má segja um tíu ára hnokk- ann Tatum O’Neal í Paper Moon (1973) en báðar voru tilnefndar og hlutu Óskarsverðlaun sem leikkonur í aukahlutverkum þrátt fyrir að vera í burðarhlutverkum. Haley Joel Osment var sömuleiðis tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir „aukahlutverk“ í The Sixth Sense (1999), þá ellefu ára. Ekki hægt að keppa við hval Eina undantekningin í þessum skrípaleik er Keisha Castle-Hughes sem var titluð í auka- hlutverki í The Whale Ride en óskarsakademí- an sá sóma sinn í að tilnefna hana sem bestu leikkonu í aðalhlutverki árið 2004. Hugsanlega var hægt að réttlæta þá tilnefningu með því að benda á að helsti mótleikari hinnar þrettán ára gömlu Keishu Castle-Hughes var hvalur. Hai- lee Steinfeld leikur hins vegar á móti stór- stjörnunni Jeff Bridges og er það varla óvænt að hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk karla í ár. Hvað sem Óskars- verðlaunum líður er Hailee Steinfeld einn mesti senuþjófur ársins og hún er líklega búin að skrifa nafn sitt á spjöld kvikmyndasög- unnar líkt og fyrrnefndar barnastjörnur hafa áður gert. Enginn verður óbarinn biskup  Nýliðar verða að ávinna sér tign í metorðastiganum áður en þeir sópa að sér stórum verðlaunum  Senuþjófurinn Hailee Steinfeld úr True Grit er því hálfhlunnfarin í tilnefningaflóðinu þetta árið Aðalhlutverk? Keisha Castle-Hughes var titluð í aukahlutverki í Whale Rider en óskars- akademían sá sóma sinn í að tilnefna hana sem bestu leikkonu í aðalhlutverki árið 2004. Ákveðin Hailee Steinfeld með Jeff Bridges í kvikmyndinni True Grit. Steinfeld hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni og Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir bestan leik. Leikstjórar Steinfeld í True Grit hafa einnig átt í rimmu við kerfisbákn Hollywood. Coen- bræður eru afar samrýndir og hafa alla tíð framleitt og leikstýrt myndum sínum í sam- einingu. Samkvæmt lögum stéttarfélags leikstjóra í Bandaríkjunum getur þó aðeins einn verið útnefndur leikstjóri myndar og því var annar bræðranna titlaður sem slíkur en hinn sem framleiðandi á löggiltum pappírum framan af ferli þeirra. Eftir 20 ára samstarf fengu þeir að skrá sig sem löggiltan leik- stjóradúett en þeir skiptast eftir sem áður á að vera skrifaðir sem aðalhandritshöfundur og deila klipparanafnbót mynda sinna með því að notast við dulnefnið Roderick Jaynes. Kempur og nýliðar virðast því lenda jafnt í titlatogi og slag um nafngiftir í Hollywood. KEMPUR OG NÝLIÐAR Í SAMA SLAG Coen-bræður og titlatog

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.