Morgunblaðið - 21.02.2011, Side 40
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Viðurstyggileg móðgun við …
2. Lögregla lokaði skemmtistað
3. Forsetinn kominn að niðurstöðu
4. Forsetinn staðfestir ekki
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Starfsemi Möguleikhússins er nú í
uppnámi vegna fjárskorts. „Starf-
semi þessa leikhúss snýst um það
hvort við viljum að börnin okkar fái
að njóta menningar,“ segir Pétur
Eggerz hjá Möguleikhúsinu. »34
Möguleikhúsið stend-
ur á krossgötum
Sýningum á Faust lauk um helgina
en í apríl heldur Vesturportshópurinn
til Pétursborgar til að taka á
móti evrópsku leiklistar-
verðlaununum. Í
tengslum við afhend-
inguna mun hóp-
urinn sýna tvö verk
sín, Faust og Ham-
skiptin. Færri kom-
ust að en vildu á
lokasýninguna og
því verður verkið sett
aftur upp í maí.
Vesturport á leið með
Faust til Rússlands
Tónleikaröðin
Fuglabúrið heldur
áfram annað
kvöld, þriðjudags-
kvöldið 22. febr-
úar, á Café Rósen-
berg og nú mæta
til leiks sem
fulltrúar ólíkra
kynslóða þau KK
og Myrra Rós sem
eru bæði í fremstu röð íslenskra
söngvaskálda. KK þarf vart að kynna
fyrir alþjóð en von er á fyrstu sóló-
plötu Myrru á þessu ári.
Fuglabúrið heldur
áfram á Rósenberg
Á þriðjudag Norðaustan og austan 8-13 m/s og rigning með köflum S-lands, en él fyrir
norðan. Hiti 0 til 6 stig. Á miðvikudag Austanátt með rigningu eða slyddu, en snjókomu
N-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á fimmtudag og föstudag Suðlæg átt með rigningu eða
slyddu, einkum S-til. Fremur milt veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg austlæg átt og smáskúrir en fer síðan að rigna S-til.
Gengur í norðaustan og norðan 8-15 m/s með éljum N-til seinni partinn. Hiti 2 til 7 stig,
en frystir N-lands í kvöld.
VEÐUR
Aron Kristjánsson
reiknar með því að
snúa aftur heim til Ís-
lands og þjálfa ís-
lenskt lið eftir að hon-
um var sagt upp
störfum sem þjálfara
Burgdorf í Þýska-
landi. „Það ræðst
reyndar dálítið af því
hvaða tækifæri eru í
boði heima,“ sagði Aron
við Morgunblaðið. »1
Aron býst við að
þjálfa á Íslandi
„Aðalmarkmiðið núna var að vinna
karlakeppnina í fyrsta sinn í langan
tíma og það
tókst þrátt
fyrir nokkur
skakkaföll,“
sagði Þráinn
Hafsteinsson,
yfirþjálfari ÍR,
við Morgunblaðið
eftir að félagið
varð bikarmeistari í
frjálsíþróttum innan-
húss. »3
Aðalmarkmiðið var að
vinna karlakeppnina
Pavel Ermolinskíj og Bryndís Guð-
mundsdóttir eru „Moggamenn“ bik-
arúrslitaleikjanna í körfuboltanum. KR
varð bikarmeistari karla í fyrsta skipti í
20 ár þar sem Pavel var í stóru hlut-
verki og Bryndís átti stórleik með
Keflavík sem vann bikarinn í kvenna-
flokki í fyrsta skipti í sjö ár. Annað árið
í röð hurfu Grindvíkingar frá leik-
skipulagi sínu þegar á móti blés. »4-5
Pavel og Bryndís best
í úrslitaleikjunum
ÍÞRÓTTIR
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Fjörutíu sjálfboðaliðar frá fjórum
löndum eru staddir á Hvolsvelli á
vegum AFS í verkefni sem ber nafnið
Ungmennaskipti og hefur þann til-
gang að hvetja sjálfboðaliða til dáða.
Þátttakendur eru frá Íslandi, Portú-
gal, Belgíu og Tékklandi, flestir á
aldrinum 18-25, og eru tíu manns frá
hverju landi.
Steinunn S. Kristjánsdóttir er
hópstjóri íslenska hópsins. „Við erum
að kynna okkur annars konar sjálf-
boðaliðastarf en það sem fer fram á
vegum AFS,“ segir hún en árið 2011
er Evrópuár sjálfboðaliðans. Ná-
lægðin við Eyjafjallajökul er engin
tilviljun en yfirskrift verkefnisins á
Íslandi er Sjálfboðaliðastarf á ham-
faratímum og fékk hópurinn kynn-
ingu frá Landsbjörg í gær.
Mikilvægt í öllum samfélögum
Steinunn segir að síðar í vikunni
verði kynning frá hinum löndunum
þremur um hvers konar sjálf-
boðaliðastarf fari fram í þeirra lönd-
um í tengslum við náttúruhamfarir.
Sjálf hefur Steinunn unnið að sjálf-
boðaliðastarfi á vegum AFS frá 2006,
m.a. farið í skólakynningar og tekið
viðtöl við verðandi skiptinema. Hún
hefur farið sem skiptinemi á vegum
AFS, eins og flestir sjálfboðaliðanna,
en hún fór til Frakklands árið 2005.
Hún hefur unnið að þessu verkefni
síðustu tvö ár í samvinnu við fjölda-
marga aðra sjálfboðaliða AFS og
heimsótt bæði Tékkland og Belgíu af
því tilefni en Portúgalsförin er eftir.
„Það er mikilvægt fyrir öll samfélög
að hafa virka sjálfboðaliða. Það að
vera þátttakandi í svona verkefni er
rosalega dýrmætt og hjálpar manni
að átta sig á því að heimurinn er
miklu stærri en bara heimalandið.
Félagsskapurinn er mjög góður og
okkur finnst þetta skemmtilegt,“ út-
skýrir hún og ítrekar að sjálf-
boðavinnan sé gefandi en ekki kvöð.
„Svona verkefni hvetur sjálf-
boðaliðana til áframhaldandi starfa
og það er heilmikil reynsla sem við
fáum út úr þessu.“
Menningarmunur í hádeginu
Verkefnið gefur líka fólki frá ólík-
um löndum tækifæri til að kynnast
og eru ýmis hópeflisverkefni áber-
andi á dagskránni. Sem hópstjóri
hefur Steinunn líka það hlutverk að
kljást við menningarmun og sjá til
þess að hann valdi engum misskiln-
ingi. „Til dæmis líta þessar fjórar
þjóðir hádegismat mismunandi aug-
um! Við þurfum að mætast í miðjunni
og vinna saman og hópstjórarnir sjá
til þess.“
Hópurinn dvelur á Hvolsvelli til
miðvikudags og heldur þá til Reykja-
víkur þar sem fjölbreytt dagskrá
verður í gangi til sunnudags.
Sjálfboðavinna stækkar heiminn
Þemað er sjálf-
boðaliðastarf á
hamfaratímum
Hópavinna Þátttakendurnir að kynnast betur í skemmtilegu hópeflisverkefni en hópurinn er staddur á Hvolsvelli.
Verkefnið er fjármagnað að lang-
stærstum hluta af Evrópu unga
fólksins (EUF) á Íslandi, sem er
hluti af menntaáætlun Evrópusam-
bandsins. Helstu markmið með
verkefninu eru að:
Vekja athygli á mikilvægi sjálf-
boðaliðastarfs á hamfaratímum.
Læra um unga sjálfboðaliða
sem starfa í tengslum við hamfarir.
Hvetja unga sjálfboðaliða til
dáða.
Læra að meta starf allra sjálf-
boðaliða að verðleikum og draga
fram í dagsljósið það gagn sem
samfélagið hefur af sjálf-
boðaliðum.
Kynnast fjölbreytilegum sjálf-
boðaliðastörfum eins og þau fara
fram víða um heim.
Þróa frekar alþjóðleg sam-
skipti og skilning. Er það meðal
annars gert með ýmsum hópefl-
isverkefnum.
Hvatning og skilningur
FJÁRMAGNAÐ AF EVRÓPU UNGA FÓLKSINS