Póstmannablaðið - 01.10.1942, Page 8
Um póstkröfusendingar
Það eru afar mikil þægindi fyrir menn, sem búa á meira
eða minna afskekktum stöðum, þar sem af skiljanlegum ástæð-
um er um lítið úrval að ræða, að geta setið heima og símað eða
skrifað einhverri verzlun og pantað það, sem þá vanhagar um í
það og það skiptið, en skilyrðin fyrir því, að svona löguð við-
skipti verði kaupandanum til gagns og ánægju eru þau, að við-
komandi verzlun velji vörurnar með mestu nákvæmni og af-
greiði allar pantanir samvizkusamlega.
í allmörg ár hefur RYELSVERZLUN Á AKUREYRI
þannig sent ótal póstkröfusendingar til viðskiptamanna sinna
um allt land, og hafa þau viðskipti verið í mesta máta ánægju-
leg fyrir bæði kaupanda og seljanda, enda hafa þessi viðskipti
aukizt mjög mikið með hverju ári.
Nú er Ryels landsþekkta vefnaðarvöruverzlun fullkomnari
og betur byrg en um mörg undanfarin ár, og þá sérstaklega af
allskonar metravöru, nærfötum, prjónavörum allskonar, man-
chetskyrtum, flibbum, bindum og ótal mörgu fleiru. Símið eða
skrifið, og þið getið verið sannfærð um, að við afgreiðum um hæl
hverja pöntun með mestu nákvæmni og samvizkusemi.
Símnefni: RYEL Akureyri.
Utanáskrift: BALDVIN RYEL Akureyri.
Því meira sem þið kaupið í RYELSVERZLUN,
því meira hagnist þið vegna hagstæðra innkaupa.
BALDVIN RYEL
PÓSTMANNABLAÐIÐ