Póstmannablaðið - 01.10.1942, Síða 12
betra. Sázt samt vel yfir Helgafellssveit
til Stykkishólms og nokkrar eyjar á
Breiðafirði, svo og til fjallaklasans í
vestri. Þótti mönnum mikið til koma lit-
auðgi fjallanna. Er við höfðum notið
dásemda náttúrunnar var á ný ekið af
stað. Það var glatt á hjalla í stóra bíln-
um, menn voru léttir í skapi og sungu
við raust. Var hin alræmda vasasöng-
bók með í ferðinni og þar var upp-
spretta hinna kynlegustu söngva og
kvæða. Var bæði sungið einraddað,
margraddað og ramfalskt og þótti
skemmtun hin bezta. Hið tröllslega
Fjórar blómarósir.
Berserkjahraun vakti óskipta athygli
manna fyrir litafegurð. Þóttust menn
þar kenna „Kjarvalskt“ mótiv. Vegur-
inn var bæði mjór og krókóttur, en bót
var það í máli, að „Marsi“ bílstjóri var
bæði gætinn og öruggur. Stýrði hann
hinum fóthvata jó sínum með mikilli
árvekni yfir kletta og klungur. Nokkuð
þótti mönnum Hraunfjörður og Kol-
grafarfjörður langir og krókóttir, enda
var vegurinn seinkeyrður. En fagurt
var þar víða um að litast.
I Grundarfjörð komum við um kl. 4.
Þar var staðar numið. Við snæddum
þar skrínukost, sem við höfðum með-
ferðis og töfðum þar rúma klukkustund.
Veður var heldur leiðinlegt, þoka á
fjöllum og kuldagjóstur inn fjörðinn.
Þótti okkur illt að missa þá fögru fjalla-
sýn sem þar er. Eftir að við höfðum
snætt og hvílt okkur um hríð, þá var
setzt í bifreiðarnar og haldið sömu leið
til baka. Var nú bílsöngurinn enn á ný
okkar helzti lífselexír. Er komið var í
Berserkjahraun var bílveiki nokkuð
farin að gera vart við sig meðal kven-
þjóðarinnar. Var þá tafið lítið eitt og
gengu menn út í hraunið til að teygja
úr limum sínum eftir bílsetuna. En svo
var haldið rakleitt í Stykkishólm og
þangað komum við kl. rúml. 7.
I Stykkishólmi var gist um nóttina.
Við borðuðum kvöldverð í gistihúsinu.
Heldur þótti okkur þægindasnautt í
þeim annars ágæta bæ, þar sem vatn var
ófáanlegt bæði til drykkjar og þvottar.
Fjölmenni var mikið í gistihúsinu, því
þar var Ferðafélagið komið fyrir. Sváfu
sumir í stóra bílnum, aðrir í tjaldi, en
flestir sváfu í flatsæng á háalofti gisti-
hússins, þar sem rúm voru þar ófáan-
leg. Við skoðuðum bæinn og leizt mönn-
um þar vel á sig, enda er bærinn hinn
snotrasti, útsýni fagurt, þótt ekki nyti
þess sem bezt, veðurs vegna. Um kvöld-
ið voru allir boðnir til Tómasar Möller
póst- og símstjóra staðarins. Veitti
Möller af mikilli rausn. Þar skemmtu
menn sér við fjörugar samræður og
söng. Bar þar góðan gest að garði, Árna
sýsluskrifara Helgason, sem las gam-
ankvæði við mikinn fönguð áheyrenda.
Það var orðið framorðið þegar hóp-
urinn hélt af stað heimleiðis. Fylgdi
Möller okkur til gistihússins, og kvödd-
um við hann þar og þökkuðum skemmti-
lega kvöldstund. Var komið langt yfir
miðnætti þegar menn gengu til náða.
PÓSTMANNABLAÐIÐ