Póstmannablaðið - 01.10.1942, Síða 13

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Síða 13
En hvíldin varð skamvinn, því kl. 5 var farið á fætur, drukkið morgun- kaffi í flýti og síðan lagt af stað, því ekki veitti af tímanum. I Kerlingar- skarði var stanzað og þvoðu menn sér þar í lækjarsprænu, þar sem ekkert vatn var fáanlegt í Stykkishólmi til slíkra hluta. Var svo keyrt áfram, hvíld- arlaust að heita mátti vestur í Breiðu- vík, og þurfti að hafa hraðan á, til að komast yfir Búðaós í tæka tíð. Veðrið var batnandi, og þótt sólskinslaust væri, þá var bæði þurrviðri og bjart. Við kom- Hamraendar. umst nógu snemma yfir Búðaós og þeg- ar í Breiðuvík kom, þá var staðar num- ið. Snæddu menn nú úr mal sínum, en sumir hituðu te eða kaffi. Var Búða- hraun skoðað og gengið í fjöll. Var róm- uð hin mikla náttúrufegurð, sem fyrir augum blasti, en þó voru það mönnum nokkur vonbrigði, að jökullinn var sveipaður skýjaiijúp, sem ekki vildi hafa sig á brott. En blómleg var sveitin, græn tún og grundir, smáfossar í hlíð- unum og fjallaklasi, sem endaði í vestri á hinum tignarlega Snæfellsnes- jökli. Eftir 2ja tíma viðdvöl keyrðum ÚTGEFANDI: PÓSTMANNAFÉLAG ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: SVEINN G. BJÖRNSSON GJALDKERI OG AFGREIÐSLUM.: GRÍMUR GÍSLASON KEMUR ÚT 4 SINNUM Á ÁRI VERÐ KR. 4.00 ÁRG. PRENTAÐ í ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. ______________________ við að Hamraendum, þar sem við borð- uðum hádegisverð. En nú var ekki til setu boðið, því enn þurfti að sæta fjöru til að komast yfir ósinn á ný. Það gekk þó allt, sem í sögu, og er við komum að ósnum, þá hafði jökullinn hrist af sér skýjahjúpinn og glóði nú í glampandi sól, „með hjálm- inn skyggnda hvítri líkan mjöll“. Á Vegamótum var drukkið hið ágæta kaffi, sem þar var á boðstólum, en síð- an haldið rakleitt í Borgarnes. Þang- að komum við klukkan tæplega 7. Fóru flestir með Laxfossi til Reykjavíkur, en póstbíllinn fór sömu leið til baka fyrir Hvalfjörð. Ferðalagið var erfitt, mikil bílkeyrsla, litlar hvíldir, en allir voru ánægðir, og höfðu margir aldrei fyrr á Snæfellsnes komið, og þótti vænt um að fá tækifæri til að kanna ókunna stigu. Og er litið er til baka, þá eru erf- iðleikarnar gleymdir, en ánægjulegar minningar eftir í hugum manna, og þótt einhverjir hefðu orð á því, að næsta sumar skyldi farið í stutta ferð, þá þykir mér samt ekki ólíklegt, að enn verði lagt land undir fót og ferðast til fjarlægra en fagurra staða, þótt tor- sóttir kunni að vera. A. G. PÓSTMANNABLAÐIÐ 5

x

Póstmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.