Póstmannablaðið - 01.10.1942, Page 14
Sumardagar við Hreðavatn
Þegar líður að hausti kemur stund-
um nýtt efni inn í fábreytta dagskrá
útvarpsins, til smekkbætis með íþrótta-
þáttum, grammófónplötum og annari
andlegri kjarnafæðu. Það gægist líka
fram í dálkum blaðanna, þeim hluta,
sem sérstaklega er ætlaður til lestrar
yfir hvíldardaginn. Þetta eru ferðasög-
ur frá sumrinu. Margir ferðast, sumir
býsna langt, jafnvel um öræfi og jökla,
aðrir smáspotta, eins og til Heiðmerk-
ur eða Hveragerðis. Og flestir eiga það
sameiginlegt, hvað sem vegalengd líður,
að sjá eitthvað í ferðinni; sumir jafn-
vel hugsa um það, sem fyrir augun ber,
og í samband við það má setja. Það er
svo margt sem getur komið fyrir á
ferðalagi. Sumir koma á hvern bæinn
af öðrum og mæta íslenzkri gestrisni,
sem enn er ekki útkulnuð, sem betur
fer, því hún er þjóðlegt verðmæti. Sum-
ir hitta máske venzlafólk, sem tæplega
á sinn líka í fornum dyggðum. Og þeg-
ar upp á heiðina kom, var farið að
rigna.
Þetta er allt gott og blessað, þó meira
væri. Ég er sólginn í ferðasögur, eink-
um ef þær eru vel sagðar eða skrifaðar.
En fátt er svo gott að ekki slæðist ein-
hver agnúi með, einhver lítill angi, sem
maður gætir ekki að fyrr en um seinan.
Eigin frásagnarlöngun vaknar, en hún
á ekki alltaf samleið með frásagnarlist.
Flugan lendir á skökkum pappír, skrif-
pappír en ekki límpappír. Það er aldrei
hægt að vita hvar ein lítil fluga kann
að lenda. Og nú fer ég, lítill karl, að
dæmi þeirra stærri, en kemst hvorki í
útvarp eða stórblað, heldur læt mér
nægja að skrifa í lítið blað, um ferð,
6
sem eiginlega var engin ferð, en það
getur þá orðið sumarþáttur um daginn
og veginn.
Vikurnar áður en hið langþráða sum-
arleyfi hefst, eru jafnvel meira spenn-
andi en sumarleyfið sjálft. Það á að
fara langt, sjá fagra staði og afreka
mikið. Líkami og sál eiga að hvílast og
koma endurnærð aftur til daglegra
starfa. Ég gerði margar áætlanir og
var hver annari betri, en það var alltaf
eitt sem ruglaði: auraleysið. Kjarabæt-
ur ríkisins voru einhversstaðar í móðu
framtíðarinnar. Óþekkt stærð og óviss.
Meðan ég leitaði í huganum stöðugt,
ódýrari staðar og styttra ferðalags,
glotti auraleysið og spurði: ,,Hvað get-
urðu nú?“ En loks tók ég af skarið og
svaraði: „Ég skal þá sýna þér hvort ég
kemst ekki að Hreðavatni!‘
Svo reysti ég tjald mitt átþeim góða
stað laust. fyrir miðnætti laugardags-
kvöld eitt í júlí. Það var norðannæðing-
ur og ekki sem árennilegast að setjast
að á víðavangi, en í von um sólskin að
morgni lagðist ég til svefns og svaf vel.
Það er fróðlegt að veita því athygli,
hvernig fólk ver sumarleyfum sínum,
þessum dýrmæta tíma hvíldar, tilbreyt-
ingar og hressingar. Sumir sækjast eft-
ir andstæðum þess, er þeir hafa búið
við, þá mánuði, er liðið hafa frá síðasta
sumarleyfi. Þeim er það fyrir mestu að
komast af þröngum vegum borgarinn-
ar á vegleysur öræfanna, þar sem ó-
þarft er að líta í kringum sig við hvert
fótmál, til að forðast árekstra. Kyrrð
fjalldala er þeim góð, sem verða að búa
við margskonar hávaða mestan hluta
árs. Sumir kjósa að fara eina langa ferð
PÓ STM ANNABL AÐIÐ