Póstmannablaðið - 01.10.1942, Side 16

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Side 16
menn oft numið staðar og skapað lista- verk, eða þá búið til mynd, sem stund- um hefir máske verið ómynd. Hér er Baula aðalmotivið. Hún er oft skraut- leg, í bleikri skikkju með purpurablæ- brigðum í skuggunum. Ég hefi séð mál- verk af henni eftir ýmsa, ofan frá snill- ingum eins og Ásgrími og Jóni Stefáns- syni og niður til smáfúskara eins og undirritaðs. Nú virðist hún í úrillu skapi. Ýmist klæðist hún grábláu eða breiðir þokubólstra yfir sig. Ef til vill líkar henni ekki við lövvjúið í ásunum fremur en mér. Ég fer því krókaleiðir niður í hraun, þar sem engir ganga, nema einhverjir sérvitringar. Loks kem ég auga á litla reynihríslu, sem vex á mjórri hraunsillu, þar sem varla mætti vænta slíks gróðurs. Hún er að vísu visin efst, en stendur í skjóli móti sól og er svo heillandi, að ég opna litakass- ann og gleymi öllu öðru langa stund. Það dregur fyrir sól og tekur að kólna. Ég lít á myndina til að leita að göllum á henni, en finn þá ekkert, ann- að. Litla, fallega hríslan er líkust trjám í Húsafellsskógi og á bak við hana er eitthvað, sem gæti líkzt glugga, eða einhverju öðru. ,,Den er ikke god“, taut- aði ég og þar með var dagsverkinu lok- ið. Dagarnir dýrmætu líða hver af öðr- um og síðasta nóttin á þessum stað í þetta sinn, er komin. Það rignir er líð- ur að miðnætti og ég kvíði fyrir að taka saman rennvott tjaldið að morgni. En þrátt fyrir bleytuna linnir ekki umferð- inni. Ætli eitthvað sé um að vera í Austurstræti í kvöld. Á þriðja tímanum er rigningin stórfelldari og þá ganga tveir menn fram hjá næsta tjaldi, þar sem þrjár dömur sofa. „Þarna stendur svefnpoki út undan tjaldskörinni, inn með hann á bólakaf“, segir annar og 8 svo bjarga þeir pokanum undan rign- ingunni. Það er afleitt að láta svefn- poka blotna að nauðsynjalausu og betra seint en aldrei að vinna sitt dag- lega góðverk. Árla morguns er sæmilega þurrt veð- ur. Það rættist úr með tjaldið og ég flýti mér að taka það niður, áður en aftur fer að rigna. Svo geng ég heim í skála, fæ morgunkaffi og bíð eftir rútunni. Svo þakka ég þeim sem lásu. Kr. Sigurðsson. Hinn 16. september s.l. hélt B. S. R. B. fund um dýrtíðarmálin. Hafði því borizt erindi frá stjórn verkamannafé- lagsins ,,Dagsbrún“, þar sem óskað var eftir samstarfi bandalagsins um þessi mál. Erindi stjórnar Dagsbrúnar var svarað með eftirfarandi bréfi: „Reykjavík, 16. september 1942. I tilefni af vinsamlegu boði yðar um samstarf gegn vaxandi dýrtíð til hags- bóta allri alþýðu manna, viljum vér taka fram: Vér álítum rétt að til slíks samstarfs sé stofnað á víðtækum grund- velli, þótt vér séum ekki við því búnir að bera fram ákveðnar tillögur. Vér höfum því í dag ritað bréf til Alþýðu- sambands íslands, Búnaðarfélags Is- lands og Fiskifélags íslands og óskað samstarfs um þetta mál. Virðingarfyllst Sigurður Thorlacius form. Guðjón B. Baldvinsson ritari. Til stjórnar verkamannafél. „Dagsbrún”, Reykjavík. PÓ STMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.