Póstmannablaðið - 01.10.1942, Page 17

Póstmannablaðið - 01.10.1942, Page 17
i I Hinn 29. september síðastliðinn varð Bjarni Benediktsson póstafgreiðslu- maður á Húsavík 65 ára. Bjarni flutt- ist frá Grenjaðarstað til Húsavíkur 1894 og vann hann í mörg ár hjá Þórði heitnum Guðjohnsen, sem þá var verzl- unarstjóri hjá örum & Wulff. Bréf- hirðing var þá á Húsavík og hafði Guð- johnsen umsjón með henni. Um 1902 fluttist Þórður Guðjohnsen af landi brott og tók þá sonur hans Stefán Guð- johnsen við verzluninni og bréfhirðing- unni. Öll þessi ár, meðan Bjarni var í þjónustu þeirra feðga, annaðist hann bréfhirðingarstarfið. Árið 1906 er póstafgreiðsla sett á stofn í Húsavík og veitti Bjarni henni forstöðu, unz faðir hans, síra Benedikt Kristjánsson, póstafgreiðslumaður á Grenjaðarstað, fluttist til Húsavíkur ári síðar. Síra Benedikt fékk því veitingu fyrir starfinu og hélt hann því þar til hann lézt í janúarmánuði 1915. Enda þótt síra Benedikt fengi veit- ingu fyrir embættinu vann Bjarni sem fyrr við póstafgreiðslustarfið með föð- ur sínum. Bjarni Benediktsson er því án efa í hópi þeirra póstafgreiðslu- manna landsins, sem lengst hafa starf- að í þjónustunni. Auk þess, sem hann vann við póstafgreiðsluna hjá föður sín- um á Grenj aðarstað, hefur hann frá því árið 1894 unnið við póststörf á Húsavík. Bjarni var þó ekki skipaður í embættið fyr en 27. maí 1915. Hann er maður vinsæll með afbrigð- um og hinn mesti höfðingi heið að sækja. I öllum viðskiptum er honum viðbrugðið fyrir lipurð og samvizku- semi. Póstmannablaðið óskar Bjarna til hamingju með afmælið og þakkar hon- um í nafni póstmannastéttarinnar fyrir langt og gott samstarf. Collega. Móðirin við dóttur sína: Nú verður þú að velja milli þessara tveggja: Viltu giftast manninum, sem elskar þig, eða manninum sem getur klætt þig?“ Dóttirin: „Mamma, sem sönn hátízku- stúlka, vel upp alin, þá verð ég að svara spuningu þinni því, að þótt ástin sé mjög æskileg, þá eru þó fötin ennþá nauðsynlegri". PÓSTMANNABLAÐIÐ 9

x

Póstmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.