Póstmannablaðið - 01.10.1942, Qupperneq 20
Sæmundur Oddsson
póstafgreiðslumaður í Garðsauka
Það er nú senn liðið ár síðan Sæ-
mundur Oddsson, póstafgreiðslumaður
í Garðsauka, lézt, sem var hinn 15.
nóv. 1941. Þótt svo langur tími sé lið-
inn, vill blaðið ekki láta hjá líða að
geta hans með nokkrum orðum.
Sæmundur var fæddur hinn 12. des-
ember 1875 að Sámsstöðum í Fljótshlíð,
og var hann sonur Odds bónda Eyjólfs-
sonar frá Hjálmsstöðum.
Við póstafgreiðslustarfinu í Garðs-
auka tók hann er Skúli prófastur Skúla-
son fluttist frá Odda. En skipaður var
hann í embættið hinn 3. maí 1918.
Sæmundur naut jafnan mikils trausts
sveitunga sinna og hafði á hendi ýms
trúnaðarstörf fyrir þá bæði innan
hreppsfélagsins og sýslunnar. Var hann
m. a. um skeið í hreppsnefnd og sýslu-
nefnd. Auk þess veitti hann forstöðu
Sparisjóði Rangárvallasýslu. Við póst-
afgreiðslumannsstarfið var Sæmundur
ávallt hinn samvizkusamasti og gerði
mann, er frægastur þykir allra fyrir
frímerkjafalsanir, og er saga hans í
fáum orðum þessi.
Um 1891 var sett á stofn frímerkja
verzlun í Genf. Auglýsingar þessarar
verzlunar, þær sem enn eru til, þykja
segja greinilega til um, hvaða sérgrein
verzlun þessi lagði fyrir sig, en það
var stæling gamalla frímerkja. Verzl-
unin gekk frekar illa, því að stælingarn
ar voru illa gerðar, og auðvelt að vara
sig á þeim fyrir þá, er söfnuðu frí-
merkjum og kunnu glögg skil á þeim
hlutum. Kringum aldamótin gafst eig-
andinn upp og seldi verzlun sína frönsk-
um manni, Fran$ois Fournier að nafni,
er verið hafði hermaður í fransk-þýska
stríðinu 1807—71.
Þessi nýi eigandi sýndi brátt, að þar
var réttur maður á réttum stað, ef svo
má að orði kveða um þá atvinnu, er
(hann nú tók að leggja stund á.
Hann var maður í bezta lagi greind-
ur, hafði framúrskarandi kaupsýslu-
mannshæfileika, og var svo hagur á
leturgröft og mynda, að allt lék í hönd-
um hans. Hann fór heldur ekki í neina
launkofa með fyrirtæki sitt, heldur
sendi út verðlista yfir stælingar sínar,
og árið 1910 stofnaði hann tímarit, sem
hann hélt úti fram á mitt árið 1913—
það komu út 24 hefti.
Tímarit þetta nefndi hann Le Fac-
Similé — þýðir stældur eða eftirgerður
hlutur — og réðist hvasslega á alla þá,
sem ekki voru á hans máli um það, að
stælingar hans væru ekki falsanir. —
Tilbúning þessara eftirgerðu merkja
stundaði hann með þeirri alúð og ágæt-
um, að aðeins verður jafnað til hinna
beztu prentsmiðja, enda varð það fyrst
við dauða hans, að menn fengu fulla
vitneskju um hvílíkt bákn fyrirtæki
hans var.
Hann átti sjálfur prentsmiðju og þar
prentaði hann m. a. tímarit sitt Le
Fac-Similé, sem fyrr er nefnt, og var
upplagið að hverju hefti um 25 þúsund
eintök. Framhald.
12
PÓSTMANNABLAÐIÐ