Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 10.01.1924, Blaðsíða 4
26 SfGLFIRÐINGUR Satt og- logið. »Jeg þarf ekki að láta mörg orð fylgja minni kæru, hiin er svo glögg og skír og hvert einasta orð satt, eins og best má sjá á ná- kvæmu »statestik« sem kærunni fylgir — en sem enginn má sjá, af vissum ástæðum. Er hreinn gróði þar akkúrat 548,19 Iægri en útsvar- ið, og er þó alt meðtalið og upp- talið nema vöruleiíar fyrir eitthvað um 200 þúsund, og standmynda og reiðhjólaforretningin hennar mömmu. — Það sjer hver heilvita maður, að það er hreinasta »Van- vid« að leggja svona hátt útsvar á mig, annan eins mann, sem á ekk- ert nema bankaskuldir og sem hætti árlega a I e i g u minni í vafa- söm fyrirtæki; enda hefi jeg altaf verið að tapa þangað til í ár, en þá var ágætisár fyrir mig, það skal jeg viðurkenna — enda þurfti jeg ekkert að borga bönkunum, nema renturnar. Og ekki veit jeg hvar jeg ætti að taka peninga til að borga svona hátt útsvar og fái jeg ekki lækkun, vitið þið hvað jeg geri þá? Jeg bara segi »Veskú, takið þið það!« Jaa', það geri jeg. Það væri nær að hækka á honum Matthíasi, því jeg skil nú bara ekk- ert i því, hvað nefndin hefur hugs- að, að leggja ekki meira á hann, sem er stórefnaður, vel launaður, lifir eins og kóngur og byggir lystigarð og betrekt fjós á einu ári, — þó jeg hafi nú reyndar mínar beljur ígamalli baðstofu — hetrektri, En það er eins og Hannes segir, að þegar síldin hefur fengið sinn ,hlut af útsvari hans, þá eru ekki eftir nema 35 krónur, og það er ansi lítið á manninn sjálfan. — En að síðustu vildi jeg benda %honum Steina á, að það var ekki rjett vel »Diplomatiskt« af h o n u m að bera sig saman við sjálft yfirvald- ið-------« Ovi d u s. BYTTA stór og góð til sölu. Uppl. gefur Sig. Kristjánsson. E.s. „GOÐAFOSS" sem á að vera hjer 24. þ. m. á vesturleið, snýr við á ísafirði, en vörur sem sendast eiga til vestur- og suðurlands með Goðafoss, umskipast í Gullfoss á ísafirði. Sömuleiðis tekur Goðafoss vörur úr Gullfoss á ísa- firði til norður og austurlandsins og á að vera hjer 1. febr. n. k. E.s. Esja kemur hjer við á suðurleið kringum 4. febr. t Afgreiðsla eimskipafjelags Islands Þormóður Eyólfsson. Skrá yfir bækur sem fást í bókaverzlun Friðb. Níelssonar. G. Glímubók, með myndum, í bandi 5,50 Góðar stundir, eftir S. A. Gíslason, í bandi 5,00 Gosi, barnasaga með myndum, í bandi 4,00 Glataði sonurinn, eftir P. Heise, í ka'pu 0,75 Gull og Æra, saga eftir Reinfelds, í kápu 5,60 Góða stúlkan, eftir Carles Dickens, í kápu 2,00 Qrimms æfintýri I, með myndum, í bandi 3,00 Qæt hreinleikans, gullvæg ráð til unga fólksins 0,50 Magnús Jóhannsson, hjeraðslæknir í Hofsós. Á Þorláksdag síðastl. andaðist Magnús læknir Jóhannsson á sjúkrahúsinu á Sauðárkrók úr heila og mænubólgu. Magnús var fæddur 27. júlí 1874 í Arabæ í Reykjavík, og við þann bæ var hann lengstum kendur af skólabræðrum sínum. Faðir hans var Jóhann Runólfsson, og bjó Runólfur sá faðir hans einnig í Arabæ í fjölda mörg ár. Nú er sá bær horfinn. Jóhann faðir Magnús- ar var mörgum kunnur víða um land á sínum tíma; hann var að- stoðarmaður Coghills við hesta- markaði og hrossakaup. Var um það skeið drjúgum sáldrað ensku gulli um íslandsbygðir. Magnús heitinn útskrifaðist úr latínuskólanum 1894, og 1898 tók hann embættispróf í læknisfræði. Var síðan um tíma settur læknir á Sauðárkrók. Veturinn 1899—1900 var Magnús við spítalanám í Kaup- mannahöfn. Skömmu þar á eptir varð hann læknir í Hofsós og þar var hann síðan til danðadags. Magnús var vel greindur maður, lipur læknir, hefði líklega orðið ágætis skurðlæknir ef hann hefði átt nokkurn kost til þess að iðka þá list. Magnús læknir var prúð- rjlenni kurteis og glaðvær í viðmóti og yfirleitt bezti drengur. Hann var giptur Rannveigu dótt- ir séra Tómasar Hallgrímssonar á völlum, og lifir hún mann sinn ásamt stórum barnahóp. G. T. H. Ljótur ritháttur. »Burgeisarnir notuðu í þessari baráttu (kosningabaráttunni) óvenju- lega svívirðileg meðöl, peninga, lygi, svik og hótanir, þessi meðul, sem burgeisarnir eru svo auðugir af.« (Alþýðublaðið 11. des. 1923.)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.