Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.10.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 18.10.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINOUR I. árg. Siglufirði 18. okt. 1924. 38. blað Bæjarstjórnarkosningin. Vantraust á bæjarstjórn samþykt í annað sinn. Eins og skýit var frá í síðasta blaði, varð sú aíleiðing af vantraust- yfirlysingu þeirri, sem samþykt var á borgarafundinum 27. f. m., að tveir bæjarfulltrúar lögðu niður störf. Kosning á fulltrúum í þeirra stað fór svo fram 15. þ. m. Þessir listar komu fram: Til ársloka 1924: A-listi Ounnl. Sigurðsson. B-listi Ouðm. Skarphjeðinsson. Til ársloka 1926: A-listi Otto Jörgensen B-listi Sig. J. S. Fanndal C-listi Sig. Kristjánsson Pað hefur venjulega verið svo hjer, þegar um kosningu til bæjar- stjórnar hefur verið að ræða, að tvö fjelög bæjarins, Verka- mannafjelagið og Verslunarmanna- fjelagið, hafa tilnefnt fulltrúaefniog aðallega beitt sér fyrir kosningun- um. Það hafa því aldrei verið nema um A- og B-lista að ræða, að þessu. Nú horfði málið dálítið ö^ruvísi við, að því Ieyti, að í þetta sinn snjerust kosningarnar nær eingöngu um traust eða vantraust til bæjar- stjórnar, en ekki um venjuleg á- greiningsefni milli þessara fjelaga. Ástæðan til kosninganna nú var vantraustyfirly'singin, ogekkert ann- að. Pað hefði því verið eðlilegt, að þessu sinni, að ekki hefðu aðrir tekiö þátt í að tilnefna fulltrúaefn- in, en hreinir meðmælendur og and- stæðingar vantraustsins, og að áð- urnefnd fjelög hefðu dregið sig til baka um tilnefninguna. Annað fje- lagið, Verkamannafélagið, sat þó ekki hjá, og mun það áðallega hafa verið fyrir þá sök, að mikill meiri- hluti þess hafi verið eindregið fylgj- andi vantraustinu. í tilnefningunni tóku því þessir þátt: aðstandendur hafnar- og bæjarstjórnar, Verka- mannafjelagið og aðstandendur van- traustsins. A-listarnir voru studdir af hinum fyrstnefndu, þeim fáu, sem fylgdu bæjarstjórn og hafnarnefnd í þeim málum, sem ágreiningi hafði valdið og mest hefur verið rætt um og ritað að undanförnu. Búast hefði mátt við því, að þessir menn hefðu tilnefnt andstæðinga vantraustsins í bæði sætin. Það gerðu þeir líka að því er lengra tímabilið snerti, með því að tilnefna Otto Jörgen- sen, póstafgieiðslumann og sím- stöðvarstjóra. Hann mun vera, heill og óskif'ur, fylgjandi þeim kaup- sýslu- og útgerðarmönnum hafnar- nefndar og bæjarstjórnar um þau mál, sem deilunum hafa valdið, sem taldir eru að vera vantrausts- ins verðugir, enda þótt hann, af sumum að minsta kosti, sje álitinn töluverður »bolsi« í aðra röndina. Petta val þeirra sýnir því glögt, að pólitískar stefnur og skoðanir hafa ekki verið látnar ráða, heldur virð- ist um það eitt hafa verið hugsað, að tilnefna í þetta tveggja áratíma- bil nægilega tryggan andstæðing vantraustsins og þeirra andmæla, sem fram hafa komið gegn ymsum hinum siðari gerðum bæjarstjórnar. Og eins og á stóð, verður að telja þetta eðlilegt og rjett, frá þeirra sjónarmiði sjeð. Sömu ástæður hefðu einnig átt að geta ráðið við tilnefningu i styttra timabilið. En það er nú eitt- hvað annað, en að svo hafi verið, því að í það sæti tilnefndu þeir sjálf- an formann Verkamannafjelagsins Ounnlaug Sigurðsson, einhvern allra tryggasta og einlægasta með- lim fjelagsins. í stjórnmálum mun Gunnl. vera ákveðinn jafnaðarmaður og um skoðun hans á bæjarstjórn og hafn- arnefnd er það að segja, að hann var einn af þeim sem boðuðu til boigarafundarins og greiddi þar at- kvæði með vantraustsyfirlýsingunni. Pað var því tvöföld ástæða til þess fyrir fylgjendur bæjarstjórnar og hafnarnefndar, ekki aðeins aó ganga fram hjá honum við tilnefninguna, heldur einnig að vinna á móti hon- um ef aðrir hefðu tilnefnt hann. Það hlýtur því eitthvað annað og meira að hafa legið á bak við þessa tilnefningu, heldur en virðist hafa ráðið tilnefningu stöðvarstjórans, og heyrst hefur að þetta »annað og meira« hafi verið það, að 1 o s n a við Ounnlaug úr niður- jöfnunarnefndinni. Eins .og kunnugt er hefur Gunn- laugur átt sæti í niðurjöfnunarnefnd- inni nú um nokkurra ára skeið og hefur hann fengið orð fyriraðvera gætinn og gjörhugull við starfið. En hann hefur ekki þótt að sama skapi auðsveipur og eftirlátur þeim, sem finst að þeir sjálfir sjeu öðr- um færari um \að ráða bæði fyrir sig og áðra. Þetta hefur flestum þótt kostur á Ounnlaugi, en ein- staka manni ókostur. Og frá sjónarmiði þessara örfáu manna gat hjer verið um hugsanlegt tæki- færi að ræða til þess, að losna við hann úr niðurjöfnunarnefnd með því, að koma honum inn í bæjar- stjórn í 2V2 mánuð. Það var altaf hægt að Iosna við hann aftur um nýjárið, þegar búið væri að fá auð- sveipnari mann í niðurjöfnunarnefnd- na. Það skal látið ósagt, hvort þessi hefur verið tilgangurinn með til- nefningu Ounnlaugs, eða hann hef-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.