Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Níu manns voru handteknir og
færðir til yfirheyrslu í umfangsmikl-
um aðgerðum á vegum bresku efna-
hagsbrotadeildarinnar, Serious
Fraud Office (SFO), í London í gær í
tengslum við rannsókn stofnunar-
innar á aðdraganda falls Kaupþings.
Húsleit var gerð hjá tveimur fyrir-
tækjum og á heimilum átta einstak-
linga. Embætti sérstaks saksókn-
ara, sem unnið hefur með SFO
undanfarin misseri, aðstoðaði við að-
gerðirnar í gær. Talsmaður SFO
sagði að kæmi til ákæru yrði allur
málarekstur fyrir breskum dómstól-
um.
Aðgerðirnar, sem hófust fyrir
klukkan sex í gærmorgun, eru liður í
rannsókn SFO á greiðu aðgengi
bræðranna Roberts og Vincents
Tchenguiz að lánsfé hjá hinum fallna
banka. Þeir voru báðir handteknir
og yfirheyrðir. Í sameiginlegri yfir-
lýsingu sem þeir sendu frá sér kveð-
ast þeir þess fullvissir að rannsóknin
muni ekkert misjafnt leiða í ljós.
Fimm Íslendingar handteknir
Tveir fyrrverandi stjórnenda
Kaupþings, þeir Sigurður Einars-
son, sem var stjórnarformaður, og
Ármann Þorvaldsson, sem stýrði
rekstri bankans í Bretlandi, voru
handteknir í gær. Auk þeirra voru
þeir Guðmundur Þór Gunnarsson,
sem var viðskiptastjóri gagnvart
Tchenguiz-bræðrunum, Bjarki
Diego, sem stýrði útlánasviði bank-
ans, og Guðni Níels Aðalsteinsson,
sem var yfir fjárstýringu, allir hand-
teknir í gær, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Þeir Bjarki og
Guðmundur voru handteknir hér á
landi, en Guðni Níels ytra. Sá síðast-
nefndi átti um tíma sæti í skilanefnd
Kaupþings. Reynt var að ná tali af
Guðmundi, Bjarka og Ármanni í
gærkvöldi, en án árangurs.
Talsmaður SFO sagði í gær að öll-
um yrði sleppt að yfirheyrslum lokn-
um, og að nokkur tími gæti liðið þar
til hugsanlega yrði kært vegna rann-
sóknarinnar, væru forsendur fyrir
því. Húsleitir stóðu hins vegar fram
á kvöld.
Áhætta einangruð
SFO horfir einkum til félagsins
Oscatello Investments, en ýmis fé-
lög í eigu bræðranna voru sameinuð
undir því nafni síðla árs 2007. Í byrj-
un árs 2008 nam andvirði útistand-
andi lána til þeirra bræðra fjórðungi
af eiginfjárgrunni Kaupþings. Þrátt
fyrir það var lánveitingum haldið
áfram. Í lok maí 2008 var yfirdrátt-
arheimild Oscatello hjá bankanum
komin upp í 600 milljónir evra. Á þá
heimild var dregið til þess að mæta
veðköllum hjá öðrum fjármálastofn-
unum. Með því jókst útlánaáhætta
Kaupþings gagnvart bræðrunum til
muna.
Handteknir vegna
Tchenguiz-útlána
Gríðarleg lán til Tchenguiz-bræðra undir smásjá SFO
Reuters
Húsleit Einkennisklæddur lögreglumaður gengur út af skrifstofu í eigu Tchenguiz-bræðra í Mayfair í gær.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mjög hefur gengið á birgðir lamba-
kjöts vegna hagstæðra skilyrða til
útflutnings. Ef sumarið verður gott
og landsmenn verða duglegir að
grilla getur svo farið að lambakótil-
etturnar seljist upp áður en nýtt kjöt
kemur á markað með haustinu.
Til voru 3.800 tonn af dilkakjöti í
byrjun febrúar. Er það um þúsund
tonnum minna en á sama tíma á síð-
asta ári.
Minna framboð á heimsmarkaði
Salan á innanlandsmarkaði var
svipuð á síðasta ári og á árinu á und-
an en þá varð verulegur sölusam-
dráttur. Á móti kom að hagstæðara
varð að flytja út, fyrst vegna gengis-
lækkunar krónunnar og síðan vegna
hækkana á heimsmarkaði.
Framboð á lambakjöti hefur
minnkað á heimsmarkaði, ekki síst
vegna samdráttar í framleiðslu á
Nýja-Sjálandi og Ástralíu, bæði
vegna þess að bændur hafa hætt
framleiðslu og fært sig í annað og
vegna náttúruhamfara. Það hefur
leitt til hækkunar á heimsmarkaðs-
verði og þar með útflutningsverði frá
Íslandi.
Sláturleyfishafar gripu tækifærið
í haust og mikið hefur verið flutt út.
Nóg til af lærum
„Það fer allt eftir sölunni í sumar.
Lambakjöt er eftirsótt á grillið. Ef
það verður gott grillsumar getur
orðið skortur á einhverjum kjöthlut-
um,“ segir Sigurður Eyþórsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
sauðfjárbænda.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
Kjötafurðastöðvar KS á Sauðár-
króki, telur ekki hættu á að lamba-
kjötið gangi til þurrðar í sumar. Af-
urðastöðvar hafi tekið frá ákveðið
magn fyrir sína föstu viðskiptavini
og reyni að sjá til þess að innan-
landsmarkaðurinn líði ekki skort.
Ný sláturtíð hefst í byrjun sept-
ember. Ef einhverjar tegundir
ganga til þurrðar verður það í ágúst
og þá væntanlega helst kótilettur.
Fleiri læri eru til en hryggir, af nátt-
úrulegum ástæðum.
Kótiletturnar
gætu klárast
í góðri grilltíð
Birgðir dilkakjöts 1.000 tonnum minni
Morgunblaðið/Eggert
Grillað Lambakjötið er vinsælt á
grillið en fleira kemur til greina.
Á fundi skipulagsráðs Reykjavík-
urborgar í gær var einróma sam-
þykkt að óska eftir umsögn skipu-
lagsstjóra og byggingarfulltrúa um
tilmæli umhverfis- og samgöngu-
sviðs borgarinnar þess efnis að fólk
færði til sorptunnugerði, eða
-geymslur, til þess að uppfylla svo-
kallaða 15 metra reglu en sam-
kvæmt henni verður innheimt gjald
fyrir hverja sorptunnu sem er í
meira en 15 metra fjarlægð frá
götu.
Það var Júlíus Vífill Ingvarsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
sem lagði fram tillöguna eftir að
honum bárust ábendingar frá
nokkrum einstaklingum sem höfðu
fengið bréf sent frá umhverfis- og
samgönguráði fyrir helgi.
Hugsanlegt brot á reglum
„Þetta fólk er með sorpílát sem
eru handan þessara 15 metra
marka og fékk því sent bréf þar
sem boðið er upp á þrjár leiðir; að
færa sorpið út að götu á þeim degi
sem það er hirt, að færa sorpgerðið
nær götunni eða að borga 4.800
krónur á tunnu,“ segir Júlíus.
Hann segir tillögur borgarinnar um
flutning á sorpgerðunum orka tví-
mælis, bæði fylgi því fyrirhöfn og
kostnaður og það geti bókstaflega
brotið gegn reglum.
„Í byggingarreglugerð og ýms-
um deiliskipulagsáætlunum má víða
finna skýrar reglur varðandi stað-
setningu sorpíláta. Þar að auki er
spurning hver eigi að bera kostnað
sem hlýst af slíkum tilfæringum.
Tæplega er sanngjarnt gagnvart
húseigendum að kveða á um stað-
setningu sorpíláta í byggingarleyfi
og koma svo fyrirvaralaust og
rukka um aukagjald sem byggist á
staðsetningu þessara sömu sorp-
íláta,“ segir Júlíus.
holmfridur@mbl.is
Flóknara en við fyrstu sýn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fá umsögn um
sorptunnuflutninga
Alls tóku 135 lögreglumenn og
starfsmenn SFO þátt í hús-
leitum í London í gær. Aðdrag-
andinn hefur verið býsna langur,
en þegar árið 2009 var rann-
sókn málsins hafin.
Talsmaður SFO sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að ekki
væri rétt að líta svo á að dráttur
hefði orðið á handtökunum, um-
fangsmikil gagnavinnsla og
rannsóknarvinna byggi að baki
aðgerðunum í gær, sem einnig
voru til upplýsingaöflunar.
Samkvæmt nýjustu árs-
skýrslu stofnunarinnar var 91%
þeirra sem ákærðir voru árið
2009 sakfellt. Því til viðbótar
kemur fram að í hverju einasta
máli sem ákært var í náðist ein
sakfelling hið minnsta, en í
sumum tilfellum voru fleiri en
einn kærðir.
91% ákærðra
hlaut dóm
SERIOUS FRAUD OFFICE
„Nú getur maður keikur staðið við það að hvetja sauðfjárbændur til
þess að auka framleiðsluna. Við erum ekki lengur að ýta birgðunum á
undan okkur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðv-
ar KS. Hann hvetur til þess að bændur og afurðastöðvar setji sér sam-
eiginleg markmið um að auka framleiðsluna um 20% á 3-4 árum.
Ágúst segir að verð á lambakjöti hafi ekki hækkað í takt við verð-
lagsþróun undanfarin ár. Nú séu allar matvörur að hækka, þar á meðal
kjöt. Hann telur ljóst að lambakjötið hækki einnig og þörf sé á því vegna
hækkunar aðfanga sem bændur og afurðastöðvar finni vel fyrir. Ágúst
bætir því við að bann samkeppnisyfirvalda við forverðmerkingum kjöt-
afurða geti eitt og sér stuðlað að hækkun smásöluverðs.
Hvatt til aukinnar framleiðslu
AUKINN ÚTFLUTNINGUR SKAPAR NÝ TÆKIFÆRI
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi,
Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 9. mars 2010.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
l l s svf. ver ur haldinn á Goðalandi
Fljó shlíð, föstudagi n 25. mars 2011 og hefst kl. 15:00.
f l si s.
r l, l l
il fra á a alfundi þurfa að vera
fl í stj r arinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
7 1
Skannaðu kóðann
og fylgstu með
málum Tchenguiz-
bræðra og Kaup-
þings á mbl.is.