Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 6

Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 6
Með símann að vopni Skönnun kóðans flytur lesanda yfir á vefsíðu. Eins og lesendur Morgunblaðsins tóku eftir í gær fylgdi svokallaður QR-kóði ýmsum fréttum í blaðinu. Með því að taka mynd af QR- kóðanum með sérstökum hugbún- aði í símanum gátu lesendur nálg- ast ítarefni eða myndskeið sem tengdust viðkomandi frétt. Verk- efnið eða öllu heldur tilraunin var unnin í samstarfi við Símann. Njáll Þórðarson, vörustjóri hjá Síman- um, segir að lesendur hafi tekið vel í tilraunina og hún hafi gengið framar vonum. Þúsundir notfærðu sér QR- tæknina við lestur Morgunblaðsins og hlóðu niður hugbúnaðinum sem þurfti til. Biðröð klukkan níu um morgun Lesendur gátu einnig tekið þátt í leikjum á vegum Símans með því að skanna inn QR-kóða á vissum stöð- um. Þónokkrir biðu í röð fyrir framan verslun Símans í Ármúla þegar hún var opnuð í gærmorgun til að vitja vinninga sinna, til dæmis aðgöngumiða á tónleika hjómsveit- arinnar The Eagles hér á landi í júní. Njáll segir að Síminn hafi kosið að kynna QR-kóðann fyrir lands- mönnum í gegnum Morgunblaðið til að sýna fram á nytsemi tækninn- ar. Með því að hengja QR-kóða við frétt sé ekki bara hægt að kynna sér fréttina nánar, heldur einnig fylgjast með þróun hennar yfir dag- inn. Njáll segir tæknina bjóða upp á ýmsa nýja möguleika fyrir fjöl- miðlun og markaðsstörf í framtíð- inni. Síma-tilraun gekk vonum framar  Þúsundir nýttu sér nýju tæknina við lestur Morgunblaðsins í gær 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Akureyri stóð í gær fyllilega undir nafni sem höfuðstaður öskudags- hefðarinnar hér á landi. Þrátt fyrir snjókomu arkaði fjöldi barna út í myrkrið árla morguns, sum reynd- ar bara út í bíl og þáðu skutl hjá for- eldrunum. En sungið var af öllum lífs og sálar kröftum í hinum ýmsu fyrirtækjum og börnin þáðu ým- islegt góðgæti fyrir sönginn. Kött- urinn var svo sleginn úr tunnunni í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allir í rétta átt á öskudegi Söngurinn ómaði í höfuðstað Norðurlands MMeira á mbl.is/Myndasyrpa Mál og menning mun opna dyrnar að nýju á morg- un, föstudag, kl. 9 en samningar náðust í gær milli eigenda húsnæð- isins að Lauga- vegi og Arndísar Sigurgeirsdóttur, eiganda Iðu við Lækjargötu, sem tekur á leigu bæði húsnæðið og nafn Máls og menningar. Þeim starfs- mönnum sem misstu vinnuna þegar versluninni var lokað í febrúar verð- ur boðin vinna á ný. Snemma í gær var allt útlit fyrir að ekkert yrði af samningnum þar sem aðilar náðu ekki saman um nokkur atriði. Seinnipartinn fóru þó þreifingar af stað á ný og segir Arn- dís það m.a. mega þakka skiptastjór- anum, Sigmari K. Albertssyni, að fléttan gekk upp að lokum. Enn fremur að allir aðilar hafi gefið eitt- hvað eftir til að af samningnum mætti verða. „Þetta voru margir þræðir sem þurfti að spinna saman og þetta gerðist mjög hratt,“ segir Arndís en meðal þeirra atriða sem þurfti að leysa var þáttur bókaútgefenda. Að sögn Arndísar var það kappsmál að þeir bæru sem minnstan skaða og var um það samið að þeir kæmust milliliðalaust að samkomulagi við skiptastjóra um lagerinn. Arndís segir ekki standa til að breyta versluninni að ráði, hún verði ekki ný Iða heldur verði lögð áhersla á að halda séreinkennum Máls og menningar. Bókabúð Máls og menningar opnar dyrnar að nýju Arndís Sigurgeirsdóttir Morgunblaðið/Eggert BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tvær innlendar sjónvarpsstöðvar hafa sett á dagskrá beina útsendingu frá útileik Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni EM í handbolta nk. sunnudag. Til þessa hefur Sjónvarpið verið með sýningarrétt á heimaleikj- um Íslendinga, líkt og í gær, en Stöð 2 Sport sýnt beint frá útileikjunum. Innan herbúða 365 miðla ríkir lítil ánægja með nýjasta útspil þeirra í Efstaleitinu en stöðvarnar hafa sem kunnugt er bitist hart um sýningar- rétt á landsleikjum íslenska karla- landsliðsins í handbolta, nú síðast vegna HM í Svíþjóð í janúar sl. Útsendingin frá útileiknum hefur verið auglýst grimmt af Stöð 2 Sport og áhorfendur minntir á áskrifta- deildina, þar sem leikurinn verður í læstri dagskrá. Nú gefst íslenskum sjónvarpsáhorfendum semsagt tæki- færi til að sjá leikinn einnig í opinni dagskrá hjá Sjónvarpinu en að öllu óbreyttu í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport. „Með ólíkindum“ Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, er ekki skemmt. Athugasemdum hefur verið komið á framfæri við þann aðila sem seldi Stöð 2 Sport sýningarrétt frá leiknum, þýska fyrirtækið Sport5, en samkvæmt upplýsingum blaðsins samdi RÚV við annan aðila. Telur Ari að RÚV geti ekki sýnt sjónvarpsefni sem það hefur ekki rétt á að sýna. „Það er með ólíkindum að þetta geti átt sér stað með ríkisstofnun en þó ekki þegar RÚV á í hlut. Stjórnendur þeirrar stofnunar hafa sýnt af sér ákaflega sérstaka framkomu á markaðnum, og telja sig hafna yfir lög og rétt,“ segir Ari, sem telur engan vafa leika á hvaða sýningarrétt Stöð 2 Sport hefur og hvaða rétt RÚV hefur ekki. Samið fyrir hálfu ári Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá RÚV, segir RÚV hafa gengið frá samningi um sýningar- rétt á þessum leik fyrir hálfu ári og unnið sé í samræmi við það. Spurður um þá gagnrýni forstjóra 365 miðla að RÚV fari ekki eftir leik- reglum segir Bjarni að félagið fari ávallt eftir reglum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. RÚV og 365 bítast enn um boltann  Sjónvarpið sýnir beint frá útileik Íslands og Þýskalands í handbolta líkt og Stöð 2 Sport  365 miðlar telja sig hafa átt sýningarréttinn  Framkvæmdastjóri hjá RÚV segir að ætíð sé farið eftir leikreglum Morgunblaðið/Golli Handbolti Frá leik Þjóðverja og Íslendinga á HM í Svíþjóð þar sem þýskur leikmaður reynir að ná boltanum af Snorra Steini Guðjónssyni. „Stjórnendur RÚV hafa sýnt af sér ákaflega sérstaka framkomu á mark- aðnum.“ Ara Edwald 1430 manns sóttu um störf flug- freyju/flugþjóna í 50 stöður hjá Ice- landair en þetta er met í fjölda um- sókna. Samkvæmt upplýsingum Guðjóns Arngrímssonar upplýsinga- fulltrúa hefur fjöldi starfsfólks snúið sér að því að velja hæfustu umsækj- endur úr þessum hópi en verið sé að móta ráðningarferlið. Þessi vinna þurfi að klárast á stuttum tíma. Aug- lýst var eftir fólki á aldrinum frá 21 til 30 ára. Guðjón telur að það sem skýri þessa miklu aðsókn sé að ekki hafi verið auglýst eftir flugfreyjum og flugþjónum í nokkur ár og að mikil aðsókn sé alltaf í flugið. Aldrei jafn margar umsóknir  Vinsældir háloftanna enn miklar Morgunblaðið/Árni Sæberg Skannaðu kóðann og horfðu á mynd- skeið á mbl.is. Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Aðalfundur Ferðafélags Íslands Aðalfundur FÍ verður haldinn fimmtudaginn 17. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6 Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin Ferðafélag Íslands, Mörkin 6, 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.