Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 8

Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Páll Vilhjálmsson skrifar:   Írar eru í skulda-fangelsi Evrópu- sambandsins sökum þess að fráfarandi ríkisstjórn gekk í ábyrgð fyrir írska bankakerfinu sem hafði fengið lánað frá þýskum og frönskum bönkum í bóluviðskipti á fasteignamarkaði.    Þegar markaðurinn hrundi varlánasafnið ónýtt og írska ríkis- stjórnin nánast knúin af Brussel til að axla ábyrgðina.    Ný ríkisstjórn Írlands stendurframmi fyrir þjóðargjaldþroti að óbreyttu.    Hagfræðingurinn og dálkahöf-undurinn David MacWilliams hefur kynnt herfræði sem Írar gætu þurft að fylgja ef Evrópusambandið lækkar ekki vextina á neyðarlánum til Írlands.    Herfræðin byggist á því að að-skilja skuldir írska ríkisins frá skuldum írsku bankanna, borga þær fyrrnefndu en láta hinar falla með tilheyrandi tapi erlendra banka. Þjóðaratkvæði gæti komið við sögu.    Líkt og Írar standa Íslendingarframmi fyrir skuldauppgjöri óreiðubanka.    Icesave-skuldin er orðin til vegnaeinkabanka sem tók þátt í evr- ópsku peningafylleríi.    Með því að segja nei í þjóð-aratkvæðagreiðslunni 9. apríl styðjum við baráttu Íra til að losna úr skuldafangelsi Evrópusambands- ins.“ Páll Vilhjálmsson Nei hjálpar Írum STAKSTEINAR Fylgstu með stærsta og fjölmennasta Reykjavíkurskákmótinu frá upphafi. Á mótinu keppa um 30 stórmeistarar og eru þar á meðal margir af þekktustu og sterkustu skákmönnum heims. Teflt er í Ráðhúsinu og hefjast skákirnar kl. 16:30. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík MP Reykjavíkur- skákmótið 2011 Í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9.-16. mars Taktu þátt í skemmtilegri getraun á staðnum. Þú gætir unnið gjafakort frá MP banka. Veður víða um heim 9.3., kl. 18.00 Reykjavík -7 léttskýjað Bolungarvík -5 skýjað Akureyri -10 skýjað Egilsstaðir -7 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -6 léttskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn -1 frostrigning Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 5 skúrir London 10 skýjað París 12 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 léttskýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 8 léttskýjað Moskva 2 heiðskírt Algarve 16 skýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 10 léttskýjað Aþena 3 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -6 skýjað New York 4 heiðskírt Chicago 6 súld Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:05 19:12 ÍSAFJÖRÐUR 8:12 19:15 SIGLUFJÖRÐUR 7:55 18:58 DJÚPIVOGUR 7:35 18:41 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa beri frá máli, sem Rammi á Siglufirði höfðaði gegn ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegs- ráðherra að gefa veiðar á úthafs- rækju frjálsar. Rammi vildi að viðurkennt yrði með dómi, að ráðherra hefði verið óheimilt að gefa rækjuveiðar frjálsar á yfirstandandi fiskveiðiári. Vísaði fyrirtækið m. a. til þess, að það hefði fjárfest með umtalsverðum hætti í aflahlutdeild í úthafsrækju í þeirri trú að þær fjárfestingar myndu nýt- ast því að óbreyttum lögum. Afla- hlutdeildin hefði síðan verið gerð verðlaus á þessu fiskveiðiári með því að gefa veiðar frjálsar. Með þessu hefði eignastaða Ramma verið rýrð verulega til lengri og skemmri tíma. Færi svo að úthafsrækjustofninn yrði ofveiddur vegna hinna stjórn- lausu veiða væri ljóst að Rammi yrði fyrir varanlegu fjárhagslegu tjóni. Með slíkum veiðum væri einnig brot- ið gegn markmiðum um sjálfbærar veiðar. Ekki um rétt í ákveðnu tilviki Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna dómsins. Þær voru, að kröfugerð Ramma fjallaði ekki um rétt fyrir- tækisins í ákveðnu tilviki heldur fæl- ist í henni krafa um að almennt yrði viðurkennt að ráðherranum hefði verið óheimilt að ákveða ekki með reglugerð heildarafla sem veiða mætti af úthafsrækju á fiskveiði- árinu. Það væri meginregla, að dómstól- ar gætu ekki kveðið upp dóma þar sem niðurstaðan yrði aðeins sú að eitthvað væri almennt ólögmætt. Því heyrði sakarefnið ekki undir dóm- stóla og bæri að vísa málinu frá dómi. Rækjumáli vísað frá Hæstarétti  Dómstólar geta ekki kveðið upp dóma um að eitthvað sé almennt ólögmætt MP Reykjavíkurskákmótið hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og engin óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð- inni. 166 skákmenn frá 30 löndum taka þátt í mótinu og þar af eru 29 stórmeistarar. Úrslitin í gær voru almennt eftir bókinni, það er að hinir stigahærri unnu hina stigalægri enda styrk- leikamunurinn mikill. Af 166 keppendum eru 67 íslensk- ir og 99 erlendir. Sigurvegari síð- ustu þriggja Reykjavíkurskákmóta, Hannes Hlífar Stefánsson, byrjaði vel og vann skák sína við Spánverj- ann Jordi Herms í aðeins 10 leikj- um. Morgunblaðið/Ómar Setning Eva Einarsdóttir, formað- ur ÍTR, setti skákmótið. Hannes Hlífar vann skákina í tíu leikjum 63% þjóðarinnar ætla að samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæða- greiðslu skv. nýrri Gallup-könnun. Þetta kom fram í fréttum Sjón- varpsins. 34% ætla að segja nei og 3% skila auðu. Könnunin fór fram á netinu 23. febrúar til 2. mars. Svar- hlutfall var 58,4% og úrtakið 1.279. 53% sögðust vera sammála þeirri ákvörðun forsetans að staðfesta ekki lögin, og vísa þeim til þjóð- arinnar. 8% sögðust hvorki sam- mála né ósammála, og 39% eru ósammála ákvörðun forsetans, að því er fram kom í frétt RÚV. Alls tóku 73% aðspurðra afstöðu til spurningarinnar um Icesave-lögin, 22% tóku ekki afstöðu og 5% sögð- ust ekki vita hvort þeir ætluðu á kjörstað. Í frétt Sjónvarpsins af könn- uninni kom fram að þeir svarendur sem eldri eru segjast frekar ætla að kjósa með lögunum en þeir sem yngri eru. 88% þeirra sem styðja ríkisstjórnina segjast ætla að kjósa með lögunum en 46% þeirra sem styðja hana ekki. Meirihlutinn segist ætla að samþykkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.