Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 9

Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Á sunnudag nk. stendur Sleða- hundaklúbbur Íslands fyrir fyrstu Íslandsmeistarakeppninni í hunda- sleðaakstri á Mývatni. Keppt verð- ur í sex greinum: 5 km kúski á hundasleða, 2 km gönguskíða- keppni, 1 km gönguskíðakeppni í unglingaflokki, 2 km sleðakeppni, 500 metra spyrnu og 5 km þrauta- keppni á sleða með einn farþega. Sleðahundaklúbbur Íslands var stofnaður árið 2010 af hópi áhugafólks um sleðahundasport. Klúbburinn er ört vaxandi og hafa félagar unnið með sleðahunda allt frá stærstu Síberíu- og Græn- landshundum niður í smæstu smá- hunda. Allar frekari upplýsingar um mótið má sjá á www.sleda- hundar.is. Sleðahundar Vaxandi áhugamál. Sleðahundamót Í dag, fimmtudag kl. 20:30, stend- ur Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, fyrir samveru í safnaðarheimili Háteigskirkju. Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur flytur þar erindi um barnsmissi. Á samverunni verður einnig kynnt hópstarf fyrir þau sem hafa misst barn. Á undan kl. 19:30 verður opið hús á sama stað þar sem fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi. Allir eru velkomnir. Ný dögun stendur fyrir mánaðarlegri samveru um sorg í vetur. Auk þess standa samtökin fyrir hópavinnu fyrir syrgjendur. Nánari upplýsingar má finna á www.sorg.is. Samvera vegna barnsmissis Aðalfundur Félags eldri borgara gerði samþykkt á aðalfundi sínum þann 26. febrúar sl. þar sem mót- mælt er síendurteknum kjara- skerðingum sl. 2 ár. Mótmælt er eindregið að ekki skuli vera gert ráð fyrir neinni hækkun til eldri borgara á fjár- lögum þessa árs á sama tíma og launþegar með 220 þúsund og minna á mánuði hafa fengið 16% kauphækkun. Þá er mótmælt skerðingum frá Tryggingastofnun ríkisins og að einungis lítill hópur aldraðra fái greiðslu verðbóta. Einungis 400 eldri borgarar fái fullar lágmarksbætur frá TR en eldri borgarar eru alls um 30 þús- und. Eldri borgarar mót- mæla skerðingum Búið er að troða gönguskíða- braut á golfvelli GKG í Vetrar- mýri. Það voru starfsmenn Þjónustu- miðstöðvar Garðabæjar og GKG ásamt Dráttarbílum sem sameinuðust í þessu verkefni. Brautin er um 2,5 km að lengd og byrjar við áhalda- húsið. Tilvalið er fyrir alla að nýta sér aðstöðuna og bregða sér á göngu- skíði í Garðabæ. Brautin verður op- in eins lengi og veður leyfir og er öllum opin. Gönguskíðabrautin í Garðabæ er opin STUTT Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Næg bílastæði Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 20% afsláttur af öllum buxum Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðaðu Basic bæklinginn á www.laxdal.is Mörg snið Stærðir 36-48 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli VIKUTILBOÐ 15-30% AFSLÁTTUR NÚ ER TÆKIFÆRIÐ BASIC DRAGTIN Aukahlutir: ABS hemlar - Aksturstölva - Armpúði - Álfelgur - Brettakantar - Fjarstýrðar samlæsingar - Geisladiskamagasín - Glertopplúga - Hiti í sætum - Hleðslujafnari - Hraðastillir - Höfuðpúðar aftan - Innspýting - Leðuráklæði - Litað gler - Loftpúðafjöðrun - Rafdrifin sæti - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir speglar - Samlæsingar - Símalögn - Spólvörn - Stöðugleikakerfi - Topplúga - Útvarp - Veltistýri - Vökvastýri - Þakbogar - Þjófavörn - Þjónustubók - Nýleg Toyo dekk, nýkominn úr stóru þjónustuskoðuninni, Panorama þak, hiti í framrúðu hiti í framsætum og aftursætum. LAND ROVER LR3 SE 4,4L Árgerð 2006. Ekinn 82 þ.km. Nýskráður 2006 Ekkert áhvílandi. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 822 3600 Mannanafnanefnd hefur samþykkt að setja tvö ný nöfn á manna- nafnaskrá. Þetta eru nöfnin Lilla og Rósinkransa. Nefndin telur að bæði þessi nöfn uppfylli ákvæði laga um mannanöfn. Á fundi í lok febrúar samþykkti nefndin eiginnöfnin Kristofer, Stapi, Einína og Berni. Nöfnin Lilla og Rósinkransa samþykkt Hlutafélagið Vaðlaheiðargöng hf. var stofnað á Akureyri í gær. Fé- lagið hefur það að markmiði að standa að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði ásamt vegalagningu að þeim, auk annars nauðsynlegs und- irbúnings. Samkvæmt lögum um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir er ráðherra einnig heimilt að fela félaginu að annast rekstur og við- hald ganganna að byggingu lokinni. Hluthafar eru Vegagerðin, sem á 51% hlut, og Greið leið ehf. með 49% hlut. Göngin stytta hringveginn um 16 km og er áætlað að um þau aki 1.400 bílar á sólarhring við opnun. Reiknað er með að framkvæmdir geti hafist í haust og að þeim ljúki fyrir árslok 2014. Göngin verða 7,5 km löng með 280 m vegskálum beggja vegna. Þversnið ganganna verður 9,5 m og vegtengingar 4,1 km. Grafnir verða út um 700 þúsund rúmmetrar, þar af 500 þúsund rúmmetrar Eyja- fjarðarmegin. Áætlað er að kostn- aður við göngin verði 10,4 millj- arðar króna, á verðlagi ársins 2011. Veggjald undir þúsund krónum Kristján Möller, fyrrverandi sam- gönguráðherra og stjórnarmaður í félaginu, segir að gjaldið um Vaðla- heiðargöng verði hóflegt en muni ráðast af þeim tilboðum sem koma, fjármagnskostnaði og umferð um göngin. „Við eigum eftir að sjá hvernig tilboðin verða, en við höfum verið að fá tilboð upp á 70-80% af framkvæmdakostnaði. Ef við fáum tilboð upp á 85% af kostnaðaráætl- un þá lækkar framkvæmdakostn- aður um 1,5 milljarða. Ég tel því allar forsendur til að veggjaldið verði hóflegt,“ sagði Kristján. Forvalið verður auglýst í þessum mánuði og mun fara fram á EES en gert er ráð fyrir að forval, útboð og yfirferð yfir tilboðin muni taka allt að sex mánuði. Vaðlaheiðargöng hf. stofnað á Akureyri  Kosta 10,4 milljarða  Áætla að opna fyrir árslok 2014 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skrifað undir Frá vinstri: Halldór Jóhannsson, Steingrímur J. Sigfússon, Hreinn Haraldsson, Kristján Möller og Pétur Jónasson. Í nýjasta tölublaði FÍB-blaðsins eru útreikningar aðstandenda Vaðla- heiðarganga dregnir í efa og því haldið fram að dæmið gangi ein- faldlega ekki upp. Kemur þar fram að fylgismenn ganganna séu óhóf- lega bjartsýnir á lága vexti, mikla umferð og lítinn rekstrarkostnað. Í blaðinu kemur fram að í áætl- unum sé gert ráð fyrir verðtryggðu innlendu láni sem beri í kringum 3,5% vexti. Miðað við þær for- sendur ætti veggjald upp á 800 krónur að duga til að standa undir kostnaði. Í útreikningunum sé einnig gert ráð fyrir að nær því öll umferð sem áður fór um Vík- urskarð muni fara um göngin. Greinarhöfundur FÍB telur hins vegar einsýnt að aldrei verði samið um lægri vexti en 5%, að rekstr- arkostnaður hafi verið vanmetinn og til að standa undir kostnaði og afborgunum muni veggjaldið þurfa að vera 1.100 krónur hið minnsta. Göngin spari fólki aðeins 9 mín- útur í tíma og 400 krónur í bensín og það verði m.a. til þess að um- ferðin verði minni en áætlanir gera ráð fyrir. Niðurstaðan er sú að skattgreið- endur muni þurfa að greiða 250- 400 milljónir árlega næstu þrjátíu árin verði af göngunum. Efast um að forsendur standist FÍB UM VAÐLAHEIÐARGÖNGIN Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.