Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Klöpp Mynd úr einum af mörgum görðum sem Björn hefur hannað. Hver veit nema álfar búi í þessari klöpp? Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hvers vegna ættum við ekkiað geta flutt út hug-myndir að íslenskumgörðum þar sem sér- kenni okkar njóta sín, rétt eins og við flytjum út íslenska list og hönnun?“ spyr Björn Jóhannsson landslags- arkitekt en hann hefur velt íslenskri garðlist og garðamenningu mikið fyr- ir sér. „Við Íslendingar erum svo heppnir að „garðurinn okkar“ er landið sjálft, fjöllin og göngustíg- arnir, fjaran og heiðarnar, þetta er allt svo nálægt okkur. Mér finnst að við eigum að nýta þessi sérkenni og flytja þau á einhvern hátt inn í garðana við húsin okkar. Við eigum að vera óhrædd við að stíga út fyrir einsleita sólpallana. Og hvers vegna ekki að laða líka til okkar álfa, sem búa jú helst í stórum steinum og grashólum og eru hluti af sérkennum okkar Íslendinga?“ segir Björn sem ætlar að halda námskeið í byrjun apríl um það hvernig fólk getur laðað til sín álfa í garðana sína. Álfar eru árrisulir Björn er mikill útivistarmaður og segir að í sínum augum séu álfar hluti af íslenskri náttúru. „Ef við opnum huga okkar þá blasir þetta við okkur mjög víða úti í náttúrunni, tröllumlíkir steinar og klettar eins og álfaborgir. Við finnum sumstaðar fyrir vættum landsins þegar við göngum um landið. Einmitt þess vegna legg ég áherslu á að fólk gangi um sitt garðsvæði og finni hvar besta andrúmsloftið er áður en það ákveður hvar það ætlar til dæmis að setja stóra steina sem það vill gera að bústöðum álfa. Steinana þarf líka að grafa djúpt ofan í jörðu, helst þarf þriðjungur þeirra að vera neð- anjarðar, til að jarðtengja álfabústað- inn. Í mínum huga eru álfar árrisulir og því mæli ég með að sú hlið steins- ins sem er slétt og gæti hentað vel sem inngangur, sé látin snúa í austur þar sem sólin kemur upp.“ Það er að mörgu að huga þegar búa á til svæði sem hugnast gæti álf- um, þeir þurfa til dæmis að hafa sitt næði og þeir þurfa að hafa útgöngu- leið úr garðinum. Þeir þurfa sitt and- rými. „Við eigum álfasérfræðinga eins og Erlu Stefánsdóttur sem sér og þekkir álfa og byggðir þeirra, og ég hef lesið heilmikið eftir hana og skoðað álfakortin hennar vel. Álfar eru náttúruvænar verur og við eigum að bera virðingu fyrir því þegar við hönnum svæði sem við viljum að þeir búi á, til dæmis mæli ég með að nota ómeðhöndlað timbur, hafa hellurnar gamlar með sál. Og ef við sækjum Við eigum að laða álfana til okkar Allskonar álfar Ein af mörgun teikningum sem Björn gerði fyrir álfahugmyndavinnubókina sína. Hann vill að við horfum til sögunnar og menningar- innar þegar við hönnum garðana okkar og bjóðum álfa velkomna með umhverfi sem hugnast þeim. Japanskir dagar hefjast í Bíó Paradís í dag og standa til sunnudags. Eru dagarnir kynntir undir yfirskriftinni „Grín og gaman frá Japan“ í dag- skrárblaði Bíó Paradísar enda er um að ræða kvikmyndir sem hafa notið mikilla vinsælda í Japan. Myndirnar eru sýndar með fulltingi japanska sendiráðsins hér á landi, aðgangur er ókeypis en myndirnar eru textaðar með enskum texta. Þetta er að sjálf- sögðu einstakt tækifæri til að kynna sér húmor Japana og reyna að átta sig á hvort hann á eitthvað sameig- inlegt með ísakaldri kímnigáfu okkar Frónbúa. Endilega … … horfið á japanskt grín Morgunblaðið/Golli Grín Japanskur húmor í Bíó Paradís. Þegar konur eru á höttunum eftir lífs- förunaut telja þær líklegra að djúp- raddaðir karlar muni halda fram hjá þeim en aðrir. Á hinn bóginn telja karlar að hátóna konur séu líklegri til að vera þeim ótrúar en aðrar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem gerð var við McMaster háskólann í Ontario í Kanada. Þannig horfa karlar og konur til raddlegu hugsanlegra maka sinna þegar þau meta líkur á tryggð við- komandi. „Því meira aðlaðandi sem röddin var – þ.e. hærri hjá konum og dýpri hjá körlum – því líklegra þótti fólki að viðkomandi myndi taka hlið- arspor,“ segir Jillian O’Con- nor, doktorsneminn sem leiddi rannsóknina, í við- tali við vefsíðu skólans. Þátttakendur rann- sóknarinnar voru beðnir um að hlusta á tvær upp- tökur af karl- og kven- röddum sem var breytt með raf- tækni þannig að þær hljóm- uðu hærri eða lægri en þær voru í raun. Þeir voru svo spurðir hvor röddin þeim þætti líklegri til að til- heyra einstaklingi sem myndi svíkja maka sinn í tryggðum. O’Connor segir framhjáhöld kostn- aðarsöm með tilliti til andlegs álags, kostnaðar í peningum og mögulegrar upplausnar fjölskyldna. Niðurstöð- urnar bendi til þess að fólk hafi til- einkað sér ýmsar aðferðir til að verj- ast slíkum áföllum. Sálfræðiprófessor við háskólann segir að dýpt raddar hafi áhrif á það hvernig við metum líkur á framhjá- haldi tengdar því sambandi sem sé milli raddhæðar, hormóna og ótryggðar. Karlmenn með mikið testosterón hafi djúpar raddir og konur með mikið estrógen háar raddir en mikið magn þessara hormóna sé tengt auknum líkum á framhjáhaldi. Niðurstöðurnar bendi til þess að einstaklingar séu að ein- hverju leyti meðvitaðir um þessi tengsl og noti þá þekk- ingu þegar þeir eru í leit að maka. Sambönd Röddin afhjúpi hugsanleg hliðarspor væntanlegra maka Reuters Misstu ekki af spennandi tónlistarkokteil frá Katalóníu þar sem rúmba, hiphop og flamenco blandast í iðandi fjöri. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í ReykjavíkOjos de brujo á Listahátíð í Hörpu, 27. maí fyrir viðskiptavini MP banka í mars. Almennt verð 3.900 kr. Sérstakt tilboðsverð 2.900 kr. Morgunblaðið/Sigurgeir S Stoltur Björn er höfundur þessa stuðlabergsgosbrunns við Grand hótel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.