Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri
Fallorku, dótturfélags Norðurorku,
telur Glerárgil, sem er skilgreint
sem fólkvangur og náttúruvernd-
arsvæði í aðalskipulagi, henta prýði-
lega undir virkjun. Á meðfylgjandi
mynd má sjá hvað forráðamenn fyr-
irtækisins hafa í huga.
Hugmyndir Fallorku um nýja
vatnsaflsvirkjun í Glerá hafa fallið í
grýttan jarðveg hjá sumu útivist-
arfólki og náttúruverndarsinnum
eins og fram kom hér á þessum vett-
vangi í síðustu viku.
Fallorka sækir um leyfi til Ak-
ureyrarbæjar til að reisa tveggja
megawatta virkjun, á móts við
gömlu sorphaugana. Þar yrði fimm
metra há stífla og lón, örlítið stærra
en lónið neðar í ánni, skammt frá
Glerárskóla.
Hugmyndin er að frá lóninu yrði
2,8 km langt rör niður að stöðv-
arhúsi sem yrði í hvammi á móts við
steypustöðina. Fallrörið yrði grafið
niður í malarhjallana norðan við ána.
Verði hugmyndir Fallorku að
veruleika væri hægt að framleiða
12% af raforkunotkun á Akureyri að
aflþynnuverksmiðju Becromal frá-
talinni.
Andri Teitsson bendir á að árleg
orkuframleiðsla nýrrar virkjunar,
um 13,6 gígawattsstundir, nægði til
að knýja 6.200 rafbíla ef hver yrði
ekinn 15 þúsund km á ári.
Nefnt hefur verið að ekki sé verj-
andi að raska Glerárdalnum. Því
svarar Andri á þann veg að dalurinn
sé ekki óraskaður. Sorphaugarnir
verði reyndar græddir upp en þar
komi í staðinn gasvinnsla. „Norðan
við ána er skotæfingasvæði, bíla-
klúbbur og stór iðnaðarlóð þar sem
koltrefjaverksmiðja gæti risið.“
Andri bendir á að skilgreindur
fólkvangur nær niður fyrir Gler-
árskóla „þannig að inni í bænum er
nú þegar virkjun, íbúðabyggð, sam-
gönguæðar og atvinnustarfsemi
meðfram fólkvangi og náttúruvernd-
arsvæði“. Bendir í þessu sambandi á
Elliðaárdalinn í Reykjavík, fallegt
og vinsælt útivistarsvæði þar sem sé
uppistöðulón.
Stífla í eigu Fallorku í Djúpadal í
Eyjafirði brast í flóði fyrir nokkrum
árum og olli miklu tjóni. Andri segir
ekki möguleika á sambærilegu slysi
á Glerárdal enda yrði í hinu nýja lóni
aðeins um einn fertugasti þess vatns
sem er í Djúpadal. Stórflóð gæti því
ekki myndast þótt stíflan brysti.
Segir virkjun og fólkvang fara prýðilega saman
fyrir 28. mars hvort þeir kjósa
verðtryggð eða óverðtryggð
lán og skrifa undir nýja
lánasamninga.
Svanborg segir að
flestir þeirra sem
hafi nú þegar haft
samband, velti fyrir
sér hvort þeirra
lán séu endur-
reiknuð rétt.
Hægt er að bera
útreikningana
undir Umboðs-
mann skuldara, en
einnig bjóða fjár-
málastofnanir gjarn-
an upp á slíka þjón-
ustu.
„Fólk veltir fyrir
sér hvort útreikn-
ingarnir séu réttir
og skilur ekki af
hverju lánin hafa
hækkað svona. Það er
miðað við óverðtryggða
vexti Seðlabankans á hverj-
um tíma fyrir sig. Þeir fóru
hæst upp í 21% – sem eru auð-
vitað talsverðir vextir,“ segir Svan-
borg.
„Síðan hefur komið nokkuð af
kvörtunum um að fjármálafyrir-
tæki séu ekki búin að
reikna út og senda
endurútreikninga á
lánum.“
Óskar eftir
fundi
„Það virðist
sem fjármála-
fyrirtækin séu
ekki alveg að
nota sömu út-
reikningana,“
segir Svan-
borg.
Umboðsmað-
ur skuldara hef-
ur óskað eftir
fundi með Sam-
tökum fjármálafyrir-
tækja til að fá útskýr-
ingar á þessu. Svanborg
segir að vonast sé til þess að
fundurinn verði haldinn fyrir
næstu helgi.
Þúsundir lána endurreiknaðar
Endurútreikningum fjármálastofnana á erlendum húsnæðislánum lýkur senn
Umboðsmaður skuldara óskar eftir fundi vegna ósamræmis í útreikningum
Dæmi um endurútreikninga bankanna
Íslandsbanki (5.000 endurútreikningar)
Lán tekið í jan. 2005 18.500.000 kr. 31.000.000 kr. 22.700.000 kr. 27%
Lán tekið í júl. 2005 1.500.000 kr. 800.000 kr. 450.000 kr. 44%
Lán tekið í okt. 2007 5.600.000 kr. 13.500.000 kr. 6.500.000 kr. 52%
Lán tekið í nóv. 2007 22.000.000 kr. 54.014.063 kr. 27.218.387 kr. 50%
Landsbankinn (2.800 endurútreikningar)
Lán tekið í ágú. 2005 4.000.000 kr. 9.652.729 kr. 6.785.689 kr. 30%
Lán tekið í nóv. 2006 15.000.000 kr. 32.636.184 kr. 19.483.585 kr. 40%
Lán tekið í jan. 2007 9.500.000 kr. 19.757.973 kr. 12.816.838 kr. 35%
Lán tekið í nóv. 2007 4.000.000 kr. 10.149.419 kr. 4.050.088 kr. 60%
Lán tekið í nóv. 2007 22.000.000 kr. 54.014.063 kr. 27.218.387 kr. 50%
Arion (2.250 endurútreikningar)
Lán tekið í okt. 2006 4.000.000 kr. 8.858.648 kr. 4.830.688 kr. 45%
Lán tekið í des. 2007 3.100.000 kr. 6.183.887 kr. 3.023.782 kr. 51%
Lán tekið í júl. 2008 3.000.000 kr. 2.678.825 kr. 1.359.523 kr. 49%
Lækkun
láns (%)Endurútreiknað
Eftirstöðvar fyrir
endurútreikningu
Upphaflegur
höfuðstóllSamsetning
Utanríkis-, velferðar- og innanrík-
isráðherrum hefur verið falið af rík-
isstjórninni að athuga hvernig Ísland
geti stuðlað að vitundarvakningu á al-
þjóðavettvangi vegna mænuskaða.
Tilefnið er sérstakt átak Sameinuðu
þjóðanna til að auka umferðaröryggi,
sem áætlað er að muni standa í ára-
tug og eru ríki meðal annars hvött til
að stuðla að umbótum í vegamálum
og stuðla að aukningu í notkun á ör-
yggisbúnaði.
Auður Guðjónsdóttir, stjórn-
arformaður Mænuskaðastofnunar Ís-
lands, segir að sig hafi lengi dreymt
um að Ísland tæki forystu í að vekja
athygli á mænuskaða og er sér-
staklega þakklát Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra fyrir að
hafa sýnt málefnum Mænuskað-
astofnunarinnar áhuga.
„Það er eins og allir haldi að lækna-
vísindin gangi af sjálfu sér en það eru
milljónir manna út um allan heim sem
berjast fyrir framþróun og ýta á að
eitthvað gerist. Þess vegna væri stór-
kostlegt ef Ísland gæti tekið að sér
það hlutverk að vekja athygli á
mænuskaða og stuðla að því að það
finnist lækning,“ segir Auður.
Mænuskaðastofnun Íslands hefur
unnið ötullega að því að fræða fólk
um mænuskaða og segir Auður við-
eigandi að fjallað verði um mænu-
skaða nú þegar Sameinuðu þjóðirnar
ætli að hrinda af stað alþjóðlegu átaki
gegn umferðarslysum, enda séu um-
ferðarslys orsök helmings allra
mænuskaðatilfella.
Taka
þátt í
átaki SÞ
Vitundarvakning
um mænuskaða
Morgunblaðið/Golli
Áfangi Auður Guðjónsdóttir og Vig-
dís Finnbogadóttir er Mænuskaða-
stofnun Íslands tók til starfa.
FRÉTTASKÝRING
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Stóru bankarnir þrír, Arion banki,
Íslandsbanki og Landsbankinn,
hafa lokið eða eru um þessar
mundir að ljúka endur-
útreikningum á erlendum húsnæð-
islánum. Er það gert samkvæmt
breytingum á lögum um vexti og
verðtryggingu, sem voru sam-
þykktar á Alþingi í desember síð-
astliðnum.
Arion banki hefur endurreiknað
nærri öll þau 2250 húsnæðislán,
sem bankinn hyggst endurreikna.
Íslandsbanki ætlar að endur-
reikna um fimm þúsund húsnæð-
islán og Landsbankinn hefur end-
urreiknað öll sín erlendu
húsnæðislán sem falla undir lögin,
um 2800 talsins.
Endurútreikningar kynntir
viðskiptavinum á vefnum
Útkoma endurútreikninganna
sveiflast helst eftir samsetningu
gjaldmiðla, lántökutíma og
greiðslum yfir lánstímann.Við-
skiptavinir bankanna geta nálgast
útreikningana á sínum lánum á vef
viðkomandi banka. Þar geta við-
skiptavinir valið hvort nýja lánið
verður verðtryggt eða óverðtryggt
og hvort það verður með jöfnum
afborgunum eða jöfnum greiðslum.
Íslandsbanki er eini bankinn af
þessum þremur sem er einnig með
bílalán í sínum bókum. Stefnir
bankinn að því að endurreikna tólf
þúsund bílalán.
Búast við fjölgun erinda
Lítið hefur borið á erindum er
varða endurútreikninga á erlend-
um húsnæðislánum hjá Umboðs-
manni skuldara hingað til. Hins
vegar er búist við því að þeim muni
fjölga á næstunni.
„Megnið af erindunum sem hafa
borist er um bílalánin. En við eig-
um von á því, þar sem endurú-
treikningarnir vegna fasteignaveð-
lánanna eru núna að berast, að
erindum muni fjölga verulega
vegna þeirra,“ segir Svanborg Sig-
marsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá
umboðsmanni skuldara.
Viðskiptavinir þurfa að staðfesta
Þú greiðir f.símanr. og að
ra n
otk
un
skv
. v
er
ðs
kr
á
á
si
m
in
n.
is
Fylgstu með gangi mála
í símanum! Fyrir aðeins
25 kr. (5 MB innifalin) getur þú
t.d. farið 200 sinnum á farsímavefi
á einum degi.
Ódýrara
en þú heldur!