Morgunblaðið - 10.03.2011, Síða 13

Morgunblaðið - 10.03.2011, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einræðisherrann Muammar Gadd- afi segir þjóð sína munu grípa til vopna ef flugbann verður sett á land- ið, líkt og þrýst hefur verið á um, meðal annars til að hindra að leiðtog- inn geti beitt flughernum gegn upp- reisnarmönnum. Gaddafi lét þessi orð falla í viðtali við tyrkneska ríkissjónvarpið og bætti því við að slíkt bann myndi reynast Líbíu gagnlegt, enda myndi þjóðin þá sjá að erlend ríki ásældust yfirráð í landinu og olíuauð þess. Fé til höfuðs leiðtoganum Hefur stjórn hans jafnframt sett sem svarar hátt í 47 milljónum króna til höfuðs Mustafa Abdel Jalil, fyrr- verandi dómsmálaráðherra og leið- toga uppreisnarmanna. Harðir bardagar hafa geisað í borgum landsins og fullyrti einn her- foringjanna í gær að hersveitir Gaddafis hefðu nú náð „95% stjórn“ á borginni Zawiya. Fylgdu þau að- vörunarorð með að „rottur“, þ.e. uppreisnarmenn, kynnu enn að leyn- ast í húsasundum í borginni en unnið væri hörðum höndum að því að upp- ræta þær. Ekki er vitað hversu mikið mannfallið var en talið er að minnst 40 hafi fallið í valinn í Zawiya í gær. Uppreisnarmenn í borginni voru sagðir eiga í vök að verjast við aðal- torg borgarinnar en hersveitir ein- ræðisherrans sóttu fram af hörku með skriðdrekum og leyniskyttum. Talsmenn uppreisnarmanna neit- uðu því að vera á undanhaldi og sögðu borgina mundu aftur verða á valdi þeirra í fyrrinótt, að því er fram kom á vef New York Times. Jafnframt hafði systurstöð sjón- varpsstöðvarinnar Al Jazeera eftir heimildum sínum að háttsettir her- foringjar á bandi Gaddafis hefðu fall- ið í átökum í Zawiya í gær. Borgin er hernaðarlega mikilvæg, meðal annars vegna olíuhreinsunar- stöðvar sem þar er. Barist við olíuhreinsunarstöð Þá voru harðir bardagar í ná- grenni olíuhreinsunarstöðvar í bæn- um Ras Lanuf og hafði blaðið eftir sjónarvottum að orrustuþotur hefðu sveimað yfir svæðinu síðdegis í gær, skömmu áður en mikill reykjar- mökkur steig upp til himins. Harðir bardagar í Líbíu  Gaddafi segir líbísku þjóðina munu rísa upp ef flugbann verður sett á landið  Tugir taldir hafa fallið í borginni Zawiya  Misvísandi frásagnir af átökunum Reuters Olía og átök Uppreisnarmaður skýtur eldflaug að sveitum Gaddafis skammt frá gasvinnslustöð milli bæjanna Ras Lanuf og Bin Jiwad. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skortur á störfum mun halda áfram að setja þrýsting á valdhafa víða um heim í ár líkt og á síðustu árum. Athygli vekur að hlutfall ung- menna án vinnu er víða mjög hátt en það er sérstakt áhyggjuefni í löndum þar sem meðalaldurinn fer hækk- andi, vegna stórra árganga af eldri borgurum sem komu í heiminn á ár- unum upp úr síðari heimsstyrjöld. Land tækifæranna? Byrjum á Bandaríkjunum. Nýjar atvinnuleysistölur þaðan undirstrika að Barack Obama forseti á erfitt verk fyrir höndum. Atvinnu- leysi hefur að vísu minnkað um 0,9% síðan í nóvember 2010 og stóð í 8,9% í febrúar, en það er úr háum söðli að detta. Um 13,7 milljónir Bandaríkja- manna eru skráðar atvinnulausar en áætlað er að milljónir manna vanti á skrána sem gefist hafa upp á at- vinnuleit. Hlutfall karla án vinnu er 8,7% og 8% hjá konum. Það er mun hærra hjá unglingum eða 23,9%. Dregið hefur úr bjartsýni um um- skipti í Kaliforníu, stærsta hagkerf- inu innan Bandaríkjanna. Ný skýrsla hagfræðinga við Kali- forníuháskóla (UCLA) undirstrikar þetta en þeir spá því að atvinnuleysi í sambandsríkinu verði að meðaltali 11,6% í ár, 10,5% árið 2012 og 9,3% árið 2013, miðað við 12,4% í janúar. Olíuverðið hefur áhrif Segir á vef Los Angeles Times að hátt verð á hrávörum og olíu valdi því að atvinnurekendur séu tregir til að ráða nýja starfsmenn. Það hefur einnig harðnað á daln- um í Flórída og kemur fram á vef dagblaðsins Orlando Sentinel að neðri deildin á þingi sambandsríkis- ins muni ákveða fyrir helgi hvort réttur til atvinnuleysisbóta verði skertur úr 26 vikum í 20 vikur, sé at- vinnuleysi í ríkinu 9% eða hærra. Fari það hins vegar undir 5% skerð- ist rétturinn niður í 12 vikur. Það hefur einnig gengið hægt að fjölga störfum í ríkjum Evrópusam- bandsins. Þetta kemur skýrt fram í nýjum tölum Eurostat, hagstofu ESB, um atvinnuleysi í evruríkjun- um 17 en það var áætlað 9,9% í jan- úar, borið saman við 10% í janúar í fyrra. Atvinnuleysi er ögn minna í aðildarríkjunum 27 eða 9,5% að meðaltali í janúar, líkt og í fyrra. Þrengingarnar á vinnumarkaði hafa áhrif á tugi milljóna Evrópubúa. Þannig áætla sérfræðingar Euro- stat að rúmlega 23 milljónir manna séu án atvinnu í aðildarríkjunum 27, þar af 15,8 milljónir í evruríkjunum. Kynslóð atvinnuleysis Hlutfall atvinnulausra undir 25 ára aldri í janúar var 19,9% á evru- svæðinu og 20,6% í ESB-ríkjunum 27. Það var 20,2% annars vegar og 20,7% hins vegar í fyrra. Mikill mun- ur er á hlutfallinu milli landa. Það er lægst í Hollandi (7,8%) og Austurríki (8,0%) og hæst á Spáni (43,1%) og í Slóvakíu (37,7%). Heimildir: AGS, upplýsingasíður CIA, Alþjóðabank.* Áætlun **Brasilía, Rússland., Indland, Kína Athugið: Tölurnar eru frá 2010 nema annað sé tekið fram. 2003: Jemen; 2004: Líbía, Óman; 2005: Barein; 2007: Djíbútí; 2008: Máritanía; 2009: Írak; Jan. 2011: ESB27, Rússland og Brasilía; feb. 2011: Bandaríkin ATVINNULEYSI UMVÍÐA VERÖLD Land í Mið-Austurlöndum/N-Afríku sem logi byltingar hefur farið um BNA / ESB27 ** 60 50 40 30 20 10 0 HLUTFALL ATVINNULAUSRA% MIÐGILDI ALDURS ÍBÚA (ÁR) Annar helmingur íbúafjöldans er yngri og hinn eldri 15 20 25 30 35 40 45 Alsír 10 Djíbútí 59* Egyptal. 9,2* Íran 14,6* Írak 15,3* Jórdanía 13 Kúveit 1,6* Líbía 30* Máritanía 30* Óman 15* Sádi-Arabía 10,5 Súdan 13,7 Sýrland 8,3* Túnis 13,2 Barein 15* Brasilía 6,1 Jemen 35* BNA 8,9 EU27 9,5 Rússland 7,6 Kína 4,1* Indland 10,8* 1.000 milljónir 100 milljónir 10 milljónir 1 milljón Stærð hringjanna er í takt við íbúafjöldann 0 5 10 20 HLUTFALL ATVINNULAUSRA % 50 95 KÍNA RÚSSLAND ÁSTRALÍA JAPAN BANDARÍKIN KANADA BRASILÍA INDLAND Heimsbyggðin þarf fleiri störf  Enn mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum og í ríkjum ESB  Hátt olíu- og hrávöruverð seinkar umskiptum í Kaliforníu Reuters Viljum vinna! Suðurkóreskir háskólanemar krefjast starfa. Um 8,5% S-Kórumanna undir 25 ára eru án vinnu. Til samanburðar eru 18% atvinnulausra Íslendinga á aldrinum frá 16 til 24 ára. Atvinnuleysi á Íslandi var 8,5% í janúar. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan eru margir án vinnu í lönd- unum sem logi byltingar hefur far- ið um í Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum að undanförnu og má nefna að atvinnuleysið er 30% í Líbíu og 35% í Jemen. Bæði ríkin eru staðsett vinstra megin á kort- inu en það þýðir að miðgildi aldursdreifingarinnar er lágt, þ.e. að ungt fólk er í meirihluta. En hvernig er ástandið í Kína á sama tíma og tveimur stærstu hagkerfunum, Bandaríkjunum og ESB-blokkinni, blæðir? Nýjar tölur um stöðu tólftu fimm ára áætlun- arinnar (2011-2015) sýna að um 8 milljónir manna í dreifbýli eru án vinnu en 24 milljónir manna í þétt- býli, þ.m.t. 14 millj. nýstúdenta úr háskólum og framhaldsskólum, að sögn China Economic Review. Óánægð og án vinnu STÖRFIN SKORTIR Í NORÐUR-AFRÍKU „Annað hvort öðlumst við frelsi og keppumst við að ná jafn- stöðu við mannkynið og þróun heimsmála, eða verðum hlekkj- aðir þrælar undir harðri hendi einræðisherrans Muammars Gaddafis,“ sagði í lauslegri þýð- ingu á vefsíðu líbíska bráða- birgðaþjóðarráðsins þegar hún var opnuð í enskri útgáfu í gær. Andstæðingar Gaddafis viðurkenna að óvíst sé um fram- vindu mála og segir New York Times einræðisherranum hafa tekist að nýta sér ágreining á meðal ólíkra ættbálka til að sundra mótherjum sínum. Þykir leiðtoginn og vígasveitir hans hafa sótt í sig veðrið. Gaddafi beitir fjölmiðlum á sinni hendi miskunnarlaust í áróðrinum gegn uppreisnar- mönnum og í gær sýndi ríkis- sjónvarpsstöð landsins myndir af mannfjölda í borginni Za- wiyah sem hélt á lofti myndum af einræðisherranum og hróp- aði slagorð honum til stuðnings. Frelsið eða hlekkirnir SKÝRIR KOSTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.