Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sífellt hrann-ast uppmerkin um
getuleysi ríkis-
stjórnarinnar. Og
það gildir í smáu
sem stóru. Vand-
ræðagangurinn í Magmamál-
inu. Launamál seðlabanka-
stjórans. Sjávarútvegurinn
settur í uppnám þegar fyr-
irheit um að byggt yrði á
störfum sáttanefndar var
svikið og ónýtt. Stjórnlaga-
þingsklúðrið. Árásin á
Hæstarétt í framhaldinu.
Landsdómsfirran og fárán-
leikinn. „Einkavæðing“
Arionbanka og Íslandsbanka,
þar sem sagt er að kröfuhafar
sem engir viti hverjir séu
stjórni þeim á meðan slita-
stjórnir og skilanefndir, sem
bera ekki ábyrgð gagnvart
neinum, láta sína fyrri kaup-
greiðendur maka krókinn,
hina sömu og settu Ísland á
hausinn.
Sagt var að ríkið sparaði fé
með hinni undarlegu einka-
væðingaraðferð. Hagnaðar-
tölur „einkavæddu bank-
anna“ sem birtar hafa verið
benda til að það sé mjög vafa-
samt. Og nú koma launamálin
upp á ný. Allir áttu að miða
við laun Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Nú er komið á daginn
að laun Jóhönnu Sigurðar-
dóttur voru ekki einu sinni
miðuð við laun Jóhönnu Sig-
urðardóttur. Hún hefur feng-
ið ofgreidd laun og þykist
ekki hafa vitað af því. Laun
handhafa valds forseta Ís-
lands eru miðuð við laun for-
setans. Þau laun höfðu verið
lækkuð. En ekki handhaf-
anna! Þeir hafa fengið of-
greitt. Forsetaembættið fell-
ur stjórnskipulega undir
forsætisráðuneytið innan
stjórnarráðsins. Útilokað er
með öllu að forsætisráðu-
neytið hafi ekki vitað um
launalækkun forsetans. Fjár-
málaráðuneytið byggir á
áætlun forsætisráðuneytisins
um þau laun og er útilokað að
Steingrímur J. hafi ekki vitað
um launlækkunina og of-
greiðslu til handhafanna. Svo
Jóhanna og Steingrímur hafa
einfaldlega sagt ósatt um
málið og bætist enn í þann
haug. Þau tvö hafa einnig
komið sér undan að svara því,
hvort endurgreiðsla verði
miðuð við næstu mánaðamót
eða hvort hún verður dregin,
hvort hún verði dráttarvaxta-
reiknuð og þar fram eftir göt-
unum.
Þegar laun bankastjóra
Arionbanka valda ókyrrð í
þjóðfélaginu hafa Jóhanna og
Steingrímur uppi
stór orð. En á
daginn kemur að
fulltrúi ríkisins og
bankasýslunnar
sem á undir Stein-
grím studdi bein-
línis hina óvæntu launahækk-
un í Arionbanka og annar
fulltrúi ríkisins lagðist ekki
gegn henni í Íslandsbanka.
Steingrímur þóttist vita í
gegnum þessa fulltrúa sína
allt um vangaveltur um bón-
usa og þess háttar en ekkert
um hinar miklu launahækk-
anir. Hver trúir því? Og mitt í
öllu þessu neitar Steingrímur
að gefa upp hver ósköpin
hann hefur greitt
samninganefndarmönnum
sínum um Icesave. Hann ætl-
ar að reyna að þegja um þær
stórfréttir fram yfir kjördag
um Icesave. Það bendir óneit-
anlega til að þær greiðslur
þoli ekki dagsins ljós. Sjálfir
neita samninganefndarmenn-
irnir að gefa upp þær
greiðslur án fullnægjandi
skýringa.
Norræna velferðarstjórnin
um skjaldborg um heimilin
lofaði hátíðlega að í hennar
stjórnartíð yrði gagnsæ og
opin stjórnsýsla í öndvegi.
Ekkert hefur verið fjær
sanni. Hvers vegna lætur
Umboðsmaður Alþingis rík-
isvaldið komast upp með að
upplýsa ekki um greiðslur
sem þegar hafa farið fram og
óskað hefur verið eftir?
Hvers vegna láta alþingis-
menn það líðast? Var það
innifalið í hinu „ískalda mati“
sem notað var sem afsökun á
kúvendingu á afstöðu í stór-
máli og að ganga gegn ótví-
ræðri landsfundarákvörðun,
að hjálpa skyldi ríkisstjórn-
inni við að fela upplýsingar
sem almenningur verður að
hafa áður en gengið verður til
þjóðaratkvæðis? Samninga-
nefndarmenn sem byggðu af-
stöðu sína áður á lögfræði-
legum sjónarmiðum og sögðu
skýrt að greiðsluskylda
stangaðist gegn þeim og sjálf-
um stjórnskipunarreglum
landsins létu sjónarmið um
háa eða lága vexti skyndilega
ráða afstöðu sinni. Það er
augljóst hagsmunamál fyrir
þá sjálfa og þjóðina, sem á að
eiga síðasta orðið um þetta
mál, að allar greiðslur til við-
komandi liggi á borðinu. Ekki
síst eftir að samninganefnd-
inni hefur verið breytt í áróð-
ursnefnd fyrir hinu vafasama
máli. Það hljóta þeir sjálfir og
stjórnvöld landsins að sjá.
Hvers vegna er þá setið á svo
mikilvægum upplýsingum?
Upplýsa verður um
þóknun til samn-
inganefndarmanna
um Icesave}
Laun á laun
E
instaka sinnum – en bara einstaka
sinnum – hendir mann að hugsa
með sér að kannski sé rík-
isstjórnin ekki svo slæm. Hún sé
að reyna að gera sitt besta á sér-
lega erfiðum tímum. En á þeim veikleikastund-
um, sem hugsun manns rambar í þessa átt, birt-
ast ráðherrar og stjórnarþingmenn og opna
munninn. Og maður gerir sér samstundis grein
fyrir því að þetta fólk á að gera eitthvað annað
en að stjórna landinu.
Um daginn kom í ljós að helsta áhyggjuefni
ráðherra ríkisstjórnarinnar er að nokkrir for-
stjórar í einkabönkum eru með sómasamleg
laun. Þetta eru laun sem eru um 3 milljónir á
mánuði. Sem sagt mjög góð forstjóralaun. Hver
á fætur öðrum mæta ráðherrar og stjórn-
arþingmenn í fjölmiðla og tala af mikilli
hneykslan um ofurlaun. Forsætisráðherra hef-
ur sagt að fyrir launum þessara manna sé engin siðleg rétt-
læting og þau séu ógn við stöðugleika í samfélaginu. Aðrir
ráðherrar hafa í miklum hneykslunartón tekið undir þessi
orð og jafnvel bætt í. Engu er líkara en verið sé að tala um
30 milljóna króna mánaðarlaun en ekki 3 milljónir.
Birtar eru myndir í fjölmiðlum af „ofurlauna“-
forstjórunum og því lætt inn hjá almenningi að forstjór-
arnir sem þiggi einhverjar milljónir í mánaðarlaun séu úr
takti við samtímann, þeir séu örugglega spilltir fjár-
glæframenn og líklegir til að koma af stað nýju bankahruni.
Mikill er þá orðinn máttur 3 milljóna króna mánaðarlauna!
Hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki um
eitthvað brýnna að hugsa en ágæt launakjör í
einkafyrirtækjum? Og hvernig er það, er það
kannski rangminni að ríkisstjórnin hafi á sínum
tíma gert sitt ýtrasta til að hífa upp laun seðla-
bankastjórans, Más Guðmundssonar, af því
þau þóttu smánarleg fyrir svo hæfan mann?
Hvernig fór það mál annars? Er Már enn á
sultarlaunum? Fær hann vinnu hjá einka-
banka?
Gott væri að fá svar við því hvort það sé al-
mennt viðhorf innan hinnar ólánlegu vinstri-
stjórnar að allir eigi að vera nokkurn veginn á
sama plani og eiga mátulega lítið. Skattastefna
stjórnvalda virðist byggjast á því að peningar
séu tæki djöfulsins og ef einhver eignist meira
en aðrir þá sé um að gera að stoppa hann af
sem allra fyrst með því að leggja á hann alls
kyns ofurskatta.
Nú hefur vinstrisinnaður þingmaður, Lilja Mósesdóttir,
bætt um betur. Hún hefur greinilega megna andúð á fjár-
magni og leggur til að lagður sé 60-70 prósenta skattur á
þau laun sem eru umfram milljón. Hvað segja sjómenn og
skipstjórar við því? Hvað segja læknar við því? Já, vel á
minnst, þeir eru reyndar margir búnir að flýja land og
komnir í vel launuð störf í útlöndum. Og hvað segir hinn al-
menni borgari – sem leggur hart að sér eitthvert árið af því
hann er að reyna að bjarga sér – þegar hann kemst að því
að allan tímann var hann að vinna fyrir Skattmann?
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórs-
dóttir
Pistill
Hvaða ofurlaun?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Fleiri ílendast á fram-
færi sveitarfélaga
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
A
tvinnuleysið er greini-
lega farið að segja til sín
og það sýnir sig í því að
fólk er farið að fá fjár-
hagsaðstoð á stöðum
þar sem aldrei þurfti að vera fjár-
hagsaðstoð,“ segir Gyða Hjartar-
dóttir, félagsþjónustufulltrúi hjá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Eftir því sem líður á kreppuna er
fjárhagsleg aðstoð farin að vega
þyngra í útgjöldum sveitarfélaga.
Munar þar mest um þann hóp fólks
sem misst hefur vinnuna og á ekki
rétt á örorku- eða atvinnuleysis-
bótum, eða hefur fullnýtt bótaréttinn.
Í Morgunblaðinu í gær voru nefnd
nokkur dæmi um allt frá 23% til 38%
aukningar í fjárhagsaðstoð stærri
sveitarfélaga. Svipað er upp á ten-
ingnum hjá mörgum smærri sveit-
arfélögum, þar sem fjárhagsaðstoð
var fremur fátíð á árum áður.
„Breytingin hjá litlu sveitar-
félögunum er einna helst sú að á
tímabili fengu engir einstaklingar
fjárhagsaðstoð hjá þeim, því þar gat
fólk frekar komist í vinnu. En þetta
er farið að breytast vegna atvinnu-
ástandsins og hver og einn sem bæt-
ist við vegur mjög þungt í fjárhags-
áætlun hjá þessum litlu sveitar-
félögum,“ segir Gyða.
Ekki hugsað til langs tíma
Þótt á heildina litið séu þeir sem
þurfa á fjárhagsaðstoð að halda ekki
svo verulega miklu fleiri nú en fyrir
tveimur til þremur árum eru upp-
hæðirnar samt sem áður mun hærri,
vegna þess að hver og einn þarf leng-
ur á aðstoðinni að halda. Sem dæmi
má nefna Skagafjörð. Helmingi fleiri
Skagfirðingar þurftu fjárhagsaðstoð
árið 2009 en 2008. Lítil fjölgun varð
hins vegar frá 2009 til 2010, úr 51
heimili í 53, en á sama tíma jukust út-
gjöldin milli ára um 48%, úr tæpum
12 milljónum árið 2009 í rúmar 17
milljónir árið 2010.
Þetta má fyrst og fremst rekja
til þess að þörf var á aðstoðinni í
lengri tíma. Þannig voru greiðslu-
mánuðir Skagafjarðar samtals 163
árið 2009, eða að jafnaði 3,2 á hvert
heimili. Ári síðar voru greiðslumán-
uðirnir orðnir 218 og hvert heimili
þáði aðstoð að jafnaði í 4,2 mánuði.
Hjá Hveragerðisbæ hefur upp-
hæðin sem varið er í fjárhagsaðstoð
rúmlega tvöfaldast á þremur árum,
úr 8,8 milljónum árið 2008 í 21.288
milljónir árið 2010. Að sögn Maríu
Kristjánsdóttur, félagsmálastjóra hjá
Hveragerðisbæ, hefur einstaklingum
sem þurfa aðstoð fjölgað um rúm
100% frá 2008 og tímabilið einnig
lengst. Að meðaltali varir aðstoðin í
um sex mánuði, en síðustu tvö árin
voru tveir sem þáðu fjárhagsaðstoð í
10-12 mánuði.
Þetta er óheillavænleg þróun að
sögn Gyðu, sem leggur áherslu á að
fjárhagsaðstoðin eigi aðeins að vera
tímabundin lausn. „Þetta á að vera
síðasta öryggisnetið og til skamms
tíma þegar ekkert annað er í boði.
Hugsunin er sú að þetta brúi bilið svo
fólk getið notað tímann á meðan til að
koma sér í eitthvað annað því það er
auðvitað enginn sem vill vera á fjár-
hagsaðstoð í lengri tíma, þetta eru
ekki háar upphæðir.“
Aðstæður fólks verði æ verri eft-
ir því sem það þurfi lengur að lifa á
svo lágum tekjum.
Gyða segir það mikið hagsmuna-
mál í augum sambandsins að bóta-
réttur atvinnulausra verði hækkaður
í fimm ár, líkt og eitt sinn var. „Því
það eru miklu fleiri atvinnutengd úr-
ræði á meðan þú ert með bótarétt,
réttur á því að sækja námskeið, end-
urhæfingu og annað.“ Til að bregðast
við atvinnuástandinu séu sveitar-
félögin þó í auknum mæli farin að inn-
leiða virkniúrræði fyrir þá sem þiggja
fjárhagsaðstoð og hafa ekki bótarétt.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hrekkur skammt Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er hugsuð sem úr-
slitaúrræði til skamms tíma fyrir þá sem eiga ekki rétt á neinum bótum.
6
mánuðir eru meðallengd þess tíma-
bils sem einstaklingar í Hveragerði
þáðu fjárhagsaðstoð í fyrra.
50%
aukning á fjárhagsaðstoð Ísafjarð-
arbæjar milli ára, úr 9 milljónum
2009 í 13,5 milljónir 2010.
17
heimili í Skagafirði sem þurftu að-
stoð 2010 fengu líka aðstoð 2009.
100%
fjölgun hefur orðið frá árinu 2008 í
hópi Hvergerðinga sem þurfa að-
stoð.
‹ FJÁRHAGSAÐSTOÐ ›
»