Morgunblaðið - 10.03.2011, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
Nýjustu fréttir af ís-
lensku bönkunum eru
enn ein vísbendingin um
það sem hefur verið að
koma betur og betur í
ljós, þ.e. hversu lítið hef-
ur breyst. Almenningur
á að borga þegar illa fer
en fjármálakerfið hér á
landi og erlendis heldur
sínu striki með aðstoð
stjórnvalda.
Meiri hagnaður en 2007
Íslandsbanki hagnaðist á síðasta
ári um hærri upphæð en Glitnir gerði
árið 2007. Að mestu leyti er hagn-
aðurinn til kominn vegna vaxtamunar
og vegna þess að lánasöfn voru færð
yfir í nýja bankann með miklum af-
slætti. Þetta svigrúm hefði átt að
nýta í að færa niður lán eins og fram-
sóknarmenn hafa ítrekað bent á und-
anfarin tvö ár. Einnig hefði átt að
standa öðruvísi að stofnun bankanna
og nýta það lága verðmat sem var á
lánasöfnum banka eftir efnahags-
hrunið almenningi í hag.
Hagsmunir ríkisstjórnarinnar
Í staðinn er unnið að því hörðum
höndum að innheimta sem mest. Allt
er þetta gert samkvæmt forskrift rík-
isstjórnarinnar sem hannaði kerfið.
Ríkið hefur reyndar mikinn hag af
því að bankarnir sýni sem mestan
hagnað því að það eykur skatttekj-
urnar. Hjá Landsbankanum fá menn
svo meira upp í skuldabréfið sem á að
ganga upp í Icesave með því að láta
almenning borga sem mest. Það er
óheppilegt ef ríkisstjórnin lítur svo á
að hag sínum sé best borgið með því
að fá sem mestar tekjur úr bönk-
unum fremur en að bankarnir ráðist í
sem víðtækasta leiðréttingu lána.
Hvatakerfi bankanna
Laun bankastjóra eru eitt en
hvernig ætli samspil tekna og inn-
heimtu sé? Í fjármálabólunni hér á
landi og annars staðar átti hvatakerfi
bankanna stóran þátt í að ýta undir
bólumyndunina. Er ríkisstjórnin nú
búin að hanna bankakerfi sem felur í
sér sterka hvata til að innheimta
stökkbreytt lán íslensks almennings
og smáfyrirtækja upp í topp?
Almenningur á að borga
Fréttir af afkomu í Íslandsbanka
og Arion banka berast rétt eftir að
sömu bankar stóðu
fyrir miklum áróð-
ursfundum til að afla
fylgis við það að al-
menningur ábyrgist
gamlar skuldir einka-
banka með hinum nýju
Icesave-samningum.
Þar voru mennirnir
sem gerðu samn-
ingana (þótt sumir hafi
bara verið kynntir sem
erlendir sérfræðingar)
látnir útskýra fyrir al-
menningi hvers vegna
fólki væri hollast að rugga ekki báti
hins alþjóðlega fjármálakerfis.
Forsætisráðherra
kemur enn af fjöllum
Enn á ný virðast svo forsætisráð-
herra og stjórnarliðar ætla að láta
eins og þau séu í stjórnarandstöðu og
hafi ekkert með málin að gera. For-
sætisráðherra lét eins og hann kæmi
af fjöllum þegar upplýst var um laun
seðlabankastjóra og þegar sölunni á
HS orku var mótmælt hélt forsætis-
ráðherra því fram að mótmælin væru
einmitt í samræmi við stefnu rík-
isstjórnarinnar. Það gerði ráð-
herrann þótt hann hefði í þremur rík-
isstjórnum innleitt og framkvæmt
þveröfuga stefnu (þar af í tveimur
sem forsætisráðherra).
Stjórnlaust land
Það var núverandi ríkisstjórn sem
einkavæddi bankana, hannaði nýju
bankana (án þess að hlusta á aðvar-
anir) og rekur Bankasýslu ríkisins
sem hefur umsjón með öllu saman.
Einhver þarf að fara að upplýsa Jó-
hönnu Sigurðardóttur um að hún sé
ekki lengur fyrrverandi félagsmála-
ráðherra í stjórnarandstöðu. Það má
minna ráðherrann á að hann hafi set-
ið í stjórn Samfylkingar og Sjálfstæð-
isflokks í efnahagshruninu og að-
draganda þess og sé nú
forsætisráðherra. Svo þarf að fara að
stjórna landinu.
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlaugsson
» Almenningur á að
borga þegar illa fer
en fjármálakerfið hér á
landi og erlendis heldur
sínu striki með aðstoð
stjórnvalda.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er alþingismaður og
formaður Framsóknarflokksins.
Almenningur á
bara að borga
Efnahagskreppan
sem hófst hér á landi
2008 hefur haft alvar-
legar afleiðingar fyrir
þjóðina. Sú alvarlegasta
er sú auma ríkisstjórn
sem komst til valda í
kjölfarið. Getuleysi og
óeining stjórnarinnar
er meginvandinn sem
þjóðin glímir við í dag,
ásamt framtíðarsýn
hennar sem er hugsandi fólki full-
komin hrollvekja. Afleiðingarnar eru
atvinnuleysi og fólksflótti og er sorg-
legt til þess að vita að þessi vandi er
að mestu leyti heimatilbúinn.
Ef fjögur einföld skref væru stigin
væri hér allt öðruvísi umhorfs í at-
vinnulífi en raun ber vitni. Í farvatn-
inu væri aukin landsframleiðsla og
meiri útflutningsverðmæti, en hvort
tveggja er okkur nauðsynlegt til að
vinna bug á kreppunni sem við horf-
umst í augu við alla daga.
Nú eru liðin um tvö og hálft ár frá
hruni bankanna og það var loks í vet-
ur að viðskiptaráðherra beitti sér fyr-
ir samkomulagi við fjármálafyrirtæki
um leiðir til að leysa skuldavanda fyr-
irtækja. Talið var að fjöldi þeirra
væri á bilinu 6 til 7.000. Lítið hefur
verið um efndir þessa samkomulags
og virðast stjórnvöld ekki beita sér
fyrir því efndum þess. Nú herma
fréttir að búið sé að fækka þessum
fyrirtækjum í u.þ.b. 3.000 og því ljóst
að markmiðið um hvata til fyrirtækj-
anna um að efla starfsemi sína og
fjölga starfsmönnum er ekki að nást.
Við þessu verður að bregðast strax og
setja fjármálafyrirtækjum þær regl-
ur sem duga til að þetta mikilvæga
skref verði stigið án tafar. En er rík-
isstjórnin að gera eitthvað í málinu?
Nei. Ríkisstjórnin er upptekin við
stjórnlagaþing og önnur viðlíka mál
sem mega bíða. Sé litið til þess sem til
umfjöllunar hefur verið á Alþingi
undanfarið skín í gegn skilningsleysi
ríkisstjórnarinnar á vanda skuld-
settra fyrirtækja. Það er ólíðandi að
stórhagnaður bankanna skuli m.a.
byggjast á hækkuðu mati þeirra
krafna sem þeir fengu fyrir lítið frá
gömlu bönkunum, krafna sem þeir
telja sig nú geta kreist meira út úr en
áður á kostnað skuldara. Afskrift-
irnar eiga skilyrðislaust að renna til
skuldugra heimila og fyrirtækja,
svigrúm bankanna til þeirra mála er
greinilega miklu meira en þeir hafa
haldið fram.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt
fram skýrar kröfur við stjórnvöld
vegna kjarasamninga sem eru í burð-
arliðnum. Vantraust
þeirra á ríkisstjórninni
er reyndar algjört og
fram hefur komið að
kjarasamningar muni
ekki nást nema ríkis-
stjórnin verði búin að
ljúka sínum þætti með
lagasetningu. Ekkert
þeirra mála sést enn á
dagskrá þingsins. Ekki
er það traustvekjandi,
en stjórnvöld eru víst
upptekin við annað.
Auk þess að stuðla að
endurreisn fyrirtækja er hægt að
taka án tafar önnur, en mikilvæg
skref í atvinnumálum.
Ríkisstjórnin lofaði í nóvember að
efna til átaks í vegagerð og bjóða út
verk fyrir allt að 6 milljarða króna
fyrir febrúarlok. Ekkert bólar á
þessu fremur en öðru. Í yfirliti frá
Vegagerðinni kemur fram að áætl-
aður kostnaður við verk sem tilbúin
eru til útboðs á næstu vikum og mán-
uðum nemur allt að 42 milljörðum.
Þar af eru tvenn jarðgöng, Norð-
fjarðargöng og Vaðlaheiðargöng.
Önnur verkefni stór og smá um allt
land eru á þessum lista. Með því að
efna til sérstaks átaks í vegagerð á
árunum 2011 til 2013 má eyða þeirri
óvissu sem verktakastarfsemin
stendur frammi fyrir. Á annað þús-
und störf myndu skapast á stuttum
tíma. Ríkisstjórnin hefur borið fyrir
sig blankheitum. Slíkur málflutn-
ingur stenst enga skoðun. Þessi sama
ríkisstjórn var tilbúin til að skuld-
binda ríkissjóð í Icesave II fyrir allt
að 500 milljarða króna. Fyrsta
greiðsla af þeim samningi hefði verið
yfir 60 milljarðar króna á árinu 2016.
Það getur því ekki verið ríkissjóði of-
viða að veita 22 milljarða í vegagerð á
þessum árum sem má fjármagna með
útgáfu ríkisskuldabréfa sem koma
t.d. til greiðslu á árunum 2016 til
2026. Hugmyndir um vegatolla þarf
að skoða miklu betur en gert hefur
verið. Svigrúm til þess mun skapast á
næstu árum.
Ríkisstjórnin hefur staðið í vegi
fyrir ákvörðunum um virkjanir. Á
sama tíma segja orkufyrirtækin að
mörg fyrirtæki í fjölbreyttum rekstri
horfi til Íslands til uppbyggingar á at-
vinnustarfsemi. Afleiðingin er m.a. sú
að Landsvirkjun getur ekki rætt við
slíka um framtíðaruppbyggingu á
Suðurlandi vegna óvissu um getu til
afhendingar á orku. Í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar segir að ekki
verði tekin ákvörðun um frekari
virkjanaframkvæmdir fyrr en
rammaáætlun liggur fyrir. Allir eru
þó sammála um að virkjanir í neðri
Þjórsá séu meðal vænlegustu virkj-
anakosta sem muni verða staðfestir í
rammaáætlun. Nú hefur umhverfis-
ráðherra verið dæmdur í Hæstarétti
fyrir ólöglega stjórnsýslu og því er
ekkert í veginum með að hefja und-
irbúning þessara virkjana. Slíkt
myndi strax hafa jákvæð áhrif á ís-
lenskt atvinnulíf og hægt væri að
hefja viðræður við áhugasama kaup-
endur á orkunni.
Óvissa í sjávarútvegi kostar sam-
félagið stórkostlega fjármuni. Við
þær aðstæður sem nú eru í sjávar-
útvegi, m.a. vegna veikrar stöðu
krónunnar, væri eðlilegt að fyrirtæki
í sjávarútvegi stæðu í fjárfestingum
til starfsemi sinnar sem aldrei fyrr.
Í heilt ár fór fram ítarleg vinna svo-
kallaðrar sáttanefndar um breytta
skipan á úthlutun aflaheimilda. Málið
var skoðað ofan í kjölinn með aðkomu
fulltrúa allra stjórnmálaflokka og
hagsmunaaðila í greininni. Nið-
urstaðan lá fyrir sl. haust og var breið
samstaða um hana í vinnuhópnum.
Eftir það hafa ríkisstjórnarflokkarnir
haldið málinu í gíslingu vegna óein-
ingar innan eigin raða. Nefnd á veg-
um stjórnarflokkanna vinnur að mál-
inu og sjávarútvegsráðherra boðaði
að lagt yrði fram frumvarp um málið í
febrúar. Ekkert bólar á því enn, sem
er von þar sem stjórnarliðar koma
sér ekki saman. Á meðan halda fyrir-
tækin að sér höndum og lítil sem eng-
in fjárfesting eða viðhald á sér stað
umfram það sem nauðsynlegt er.
Nokkur fyrirtæki sem byggja starf-
semi sína á þjónustu við sjávarútveg
hafa verkefni fyrir erlendar útgerðir,
önnur hafa lítið sem ekkert að gera
og öll lepja þau dauðann úr skel með
tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki.
Það er sorglegt að vandi okkar
skuli vera jafn heimatilbúinn og raun
ber vitni. Með ákvörðunum í þeim
málum sem ég hef hér nefnt yrði
blásið bjartsýni í brjóst almennings
og fyrirtækja í þessu landi. Enn og
aftur kalla ég eftir ábyrgð og skyld-
um þeirra þingmanna stjórnarflokk-
anna sem ég veit að vilja sjá stefnu
sem þessa verða að veruleika. Þeirra
ábyrgð er ekki síðri en þeirrar aumu
ríkisstjórnar sem hér er við völd.
Eftir Jón
Gunnarsson » Getuleysi og óeining
stjórnarinnar er
meginvandinn sem þjóð-
in glímir við í dag, ásamt
framtíðarsýn hennar
sem er hugsandi fólki
fullkomin hrollvekja.
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Heimatilbúinn vandi
Fjúk og frost Þótt veðrið hafi verið fallegt í Bláfjöllum í gær var tólf stiga frost, talsverður vindur og stundum skóf allmikið á toppnum. Þessi skíðakappi lét þó ekki fjúkið á sig fá.
Rax