Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.03.2011, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Raunverulegar breytingar á námi og kennslu hefjast í kennslustofunni. Í breytingastarfi geta starfendarannsóknir gegnt lykilhlutverki því þær veita kenn- urum kjark til að hefja breytingastarf og þor til að ganga í gegnum breytingarnar með starfendarannsóknarspíralinn að verkfæri. Starfendarannsókn er rannsókn sem starfsmaður, t.d. kennari, gerir á eigin starfi. Þá er rannsakandinn í brennidepli og lyk- ilspurning er: Hvernig get ég bætt mig í starfi? Kennarinn ígrundar starf sitt og safnar gögnum á skipu- lagðan hátt um nýjungar sem próf- aðar eru í kennslustofunni. Í gegn- um rannsóknir öðlast kennarinn betri skilning á sjálfum sér og starfi sínu og finnur leiðir til að þróa það áfram. Starfendarannsóknir veita kenn- urum tækifæri til að skapa nýja þekkingu og hafa áhrif á þróun skólastarfsins og bæta þannig nám nemenda. Félag um starfendarannsóknir var stofnað í apríl 2008. Markmið þess er að stuðla að umbótum á skólastarfi með starfendarann- sóknum, kynna og efla starf- endarannsóknir í skólum á Íslandi og efna til ráðstefna, funda og nám- skeiða um starfendarannsóknir. Haldnar hafa verið tvær ráðstefnur í samstarfi við Samtök áhugafólks um skólaþróun, sú fyrri, Að rjúfa ein- angrun kennara, var árið 2008 og sú síðari, Að vaxa í starfi, árið 2010. Fé- lagið er með heimasíðu (undirsíða á skolathroun.is) og einnig fésbókar- síðu. Á báðum þessum síðum er að finna upplýsingar um greinar, ráð- stefnur og áhugaverðar innlendar og erlendar vefsíður um starf- endarannsóknir. Mark- miðið er að skapa líf- legan vettvang fyrir upplýsingar og umræð- ur um starfendarann- sóknir sem unnið er að á Íslandi. Greinar um starf- endarannsóknir hafa birst í ýmsum ritum, t.d. Uppeldi og mennt- un, Netlu, Hug, Mál- fríði og Skímu. Einnig birtist kafli um starfendarannsókn í 30 ára af- mælisriti Félags kvenna í fræðslu- störfum. Starfendarannsóknir hafa eflst mjög á Íslandi á undanförnum árum og eru þær nú stundaðar af kennurum á öllum skólastigum og hópar eru starfandi í a.m.k. sex framhaldsskólum. Þegar hefur nokkur hópur kennara lokið meist- araritgerðum sem byggjast á starf- endarannsóknum. Nú stunda um 60 kennarar nám á meistarastigi í starfendarannsóknum við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, helm- ingur í aðferðafræði starfendarann- sókna og helmingur í vettvangsnámi fyrir starfandi framhaldsskólakenn- ara. Hafþór Guðjónsson, dósent við Háskóla Íslands, hefur umsjón með þessum námskeiðum. Áhugavert rannsóknarverkefni sem byggist á starfendarannsóknum er nú unnið af þremur grunnskólum og þremur leikskólum í Reykjavík þar sem mörk skólastiganna eru skoðuð. Jó- hanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, stýrir verk- efninu. Þann 11. mars verða þau tímamót að í fyrsta skipti á Íslandi verður doktorsritgerð sem byggist á starf- endarannsókn varin við Háskóla Ís- lands. Það er Karen Rut Gísladóttir íslenskukennari sem gerir það og fjallar ritgerðin um íslenskukennslu heyrnarlausra barna. Við doktors- vörnina verður Jean McNiff, pró- fessor við York St John University, annar andmælandinn. Jean McNiff er þekkt fræðikona á sviði starf- endarannsókna og hefur hún skrifað margar bækur um „action research“ í heimalandi sínu, Bretlandi, og ferðast um heiminn til að fræða kennara um mikilvægi þess að rann- saka eigið starf. McNiff leggur sér- staka áherslu á gildi þess að kenn- arar birti niðurstöður rannsókna sinna til að koma hugmyndum sínum á framfæri og þróa þær áfram í gegnum umræður kennara. Það er óskandi að þessi mikli áhugi og gróska í starfendarann- sóknum haldi áfram að vaxa og mik- ilvægt að finna leiðir til að veita kennurum svigrúm til að rannsaka eigið starf. Einn liður í því gæti verið að stofna Rannsóknarstofu í starf- endarannsóknum við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands sem gæti orðið vettvangur samstarfs fræðimanna í hlutverki ráðgjafa og rannsakenda og starfandi kennara sem rannsaka eigið starf. Enn- fremur gegna skólastjórnendur mjög mikilvægu hlutverki í því að byggja upp námssamfélag í skól- anum og skapa tækifæri fyrir kenn- ara til samstarfs um rannsóknir á eigin starfi. Eftir Hjördísi Þorgeirsdóttur » Til þess að styðja við starfendarannsóknir í skólum er mikilvægt að stofnuð verði rann- sóknarstofa í starf- endarannsóknum við Menntavísindasvið HÍ. Hjördís Þorgeirsdóttir Höfundur er konrektor í Mennta- skólanum við Sund og formaður Félags um starfendarannsóknir Starfendarannsóknir veita kenn- urum kjark og þor til breytinga Það hefur færst í vöxt að rithöfundar semji glæpasögur eða draugasögur og láti þær gerast á nafn- greindum stöðum þar sem öllum staðháttum er nákvæmlega lýst. Oftar en ekki eru þetta staðir sem sjálf- ir rithöfundarnir eru ekki tengdir. Þeir koma á staðina og njóta þar frið- sældar og fegurðar en þakka svo fyrir sig með því að skrifa upp- lognar ógeðslegar sögur sem eiga að hafa gerst þar. Þeir gera sér trú- lega ekki grein fyrir því að með þessu eru þeir að óhreinka staði sem aðrir eiga, hafa e.t.v. alist þar upp og eru þeim kærkomnir. Eftir einhver ár frá útkomu þessara glæpa- og draugasagna er hætt við að ýmsir fari að ímynda sér að ein- hver fótur hafi verið fyrir þessum sögum og að smám saman verði við- komandi staðir taldir tengjast þess- um ófögnuði á einhvern hátt. Ég spyr hvort rithöfundar hafi virkilega ekki ímyndunarafl til að nefna staðina fyrir sögurnar sínar einhverjum nöfnum sem ekki eru til á landinu okkar. Ég er fædd í ynd- islegri sveit og á þaðan góðar minn- ingar. Mér væri það til sorgar ef einhver rithöfundur tæki upp á því að láta ógeðslega glæpa- eða draugasögu gerast þar og hugs- anlega lýsa staðháttum svo nákvæmlega að ætla mætti að óþverr- inn hefði gerst þar sem faðir minn byggði hús af miklum myndarskap en ekkert er nú eftir af nema húsgrunnurinn. Það lítur út fyrir að sveitir sem komnar eru í eyði séu í meiri hættu fyrir upplognum ljótum sögum en þær sem enn eru í byggð, en við, sem eigum land í eyði- byggðinni og frásagnir frá fyrri tíð af blómlegu lífi sem enn er til stað- ar í sumarhúsum okkar, biðjumst vægðar fyrir sóðalegum uppspuna frá þeim sem ekki eiga neitt í ynd- isreit okkar. Ef rithöfundar vilja endilega láta sögurnar sínar gerast á nafn- greindum íslenskum stöðum ættu þeir að nota sín eigin heimilisföng fyrir ljótustu atburðina, en leyfa okkur hinum að vera í friði á okkar svæðum. Beiðni til rithöfunda Eftir Matthildi Guðnýju Guð- mundsdóttur Matthildur Guðný Guð- mundsdóttir » Það hefur færst í vöxt að rithöfundar semji glæpasögur eða draugasögur og láti þær gerast á nafngreindum stöðum. Höfundur er fyrrverandi kennari og kennsluráðgjafi frá Látrum í Aðalvík. Niðurskurður í skólakerfi Reykjavíkur er stöðvaður að sinni og er það vel því mörg sveitarfélög hafa beðið niðurstöðu í því máli þar sem um stærsta sveitarfélagið á Íslandi og höfuðborg að auki er að ræða. Ekki er þó sjálfgefið að bestu lausnirnar komi frá stærstu einingunum. Vonandi ber mitt sveitarfélag gæfu til að haga málum eins og okkar samfélagi er fyrir bestu og spurn- ingin er hvernig skóla viljum við sjá fyrir okkar börn? Því verður ekki svarað hér, það verður gert á öðrum vettvangi, en það eru engar forsendur til þess að taka lausnir stjórnenda Reykjavík- urborgar og gera þær að okkar. Borgarstjóri telur að það að spara/ skera niður í yfirstjórn sé eins og létta sig með því að höggva af sér fót- inn. Hann gæti eins haldið því fram að til að geta hugsað rökrétt sé best að sleppa því að nota höfuðið, heldur gamlar klisjur. Auðvitað þarf að horfa til alls kostnaðar, ekki síst í skólakerfinu þar sem til að mynda stór hluti af skatttekjum í mínu sveitarfélagi rennur til þess, en þess verður að gæta að það komi ekki niður á gæð- unum, það mun koma í bakið á okkur seinna. Mjög margt er hægt að gera til hagræðis og sparnaðar án þess að það bitni á nemendum, heldur verði þeim til góða og himinn og haf á milli þess sem kallað er niðurskurður og aðhalds og sparnaðar. Því miður bitnar niðurskurður oft- ast á nýsköpun í skólakerfinu og óhefðbundnum kennsluaðferðum. Frjó hugsun er ekki lærð hugsun, hana þarf að þjálfa. Að mínu mati og margra annarra ætti að breyta áherslum í grunn- skólum og auka vægi skapandi greina, það verða ekki allir listamenn en þetta leiðir til sjálfstæðrar og frjórrar hugsunar, sköpunarkrafts og nýrra lausna í hverju því sem þessi börn sem eru framtíðin, taka sér fyrir hendur hvort heldur þau kjósa að gerast bændur eða bankastarfsmenn, læknar, lögfræðingar, kokkar eða klæðskerar. Vægi skapandi greina minnkar í grunnskólanum eft- ir því sem lengra líður á námið og áherslan vex á hefðbundnar greinar sem að mínu mati ættu að koma meira inn í framhaldsnámi og sér- námi í háskólum eða öðrum skólum. Það er ekki spennandi framtíð- arsýn að allir séu í sama mótið steyptir. Ekki eru allir jafn góðir á bókina og kraftmiklum börnum og ungling- um er nauðsynlegt að fá að virkja sína hæfileika og þroska þá. Það þarf oft að gerast með óhefð- bundnum aðferðum. Aðalnámskrá setur nokkuð þröng- ar skorður og þrátt fyrir áhuga stjórnenda og starfsfólks skóla til ný- sköpunar er það oft erfitt. Sveigj- anleikinn er meiri í orði en á borði – það sem lítur vel út á blaði er oft ekki gott að framkvæma í reynd. Nú er rétti tíminn til að ráðast í gagngerar endurbætur á Aðal- námskrá með þarfir nemenda og hag að leiðarljósi. Gott væri að kalla þar til fólk sem vinnur í skólunum en minnka vægi stofnanafólks sem kannski aldrei hef- ur unnið „á gólfinu“ við kennslu og síðast en ekki síst kalla til nemana sjálfa. Í Menntaskólanum á Laugarvatni var tekin sú ákvörðun fyrir nokkrum árum að seinka því eins og hægt var að unglingarnir lærðu stærðfræði væri hún ekki aðalgrein, þannig að þau byrjuðu að læra stærðfræði á öðru ári, jafnvel á fjórðu önn. Ég vona að ég hafi rétt eftir Halldóri Páli, skólameistara þar. Það sem mest vakti athygli mína var að skólameistari sagði verulega merkjanlegan mun á því hversu mót- tækilegri unglingarnir væru gang- vart krefjandi stærðfræðinámi ef þau byrjuðu þetta eldri og þroskaðri að takast á við það, sem aftur skilaði sér í meiri ánægju og vellíðan og betri einkunnum. Allir hafa hæfileika á einhverju sviði og vænlegast er að reyna að efla þá hæfileika strax í frumbernsku ein- staklingnum til meiri lífsfyllingar og samfélaginu til heilla, því það lærist margt með leik. Á tímum kreppu og samdráttar eins og því miður nú ríkir er einmitt mest þörf á að efla og styrkja ný- sköpun og frjóa hugsun og fá alla til að hugsa út fyrir kassann. Harkalegur niðurskurður í skóla- kerfinu hlýtur alltaf að bitna á þjóð- félaginu í framtíðinni og veikja það. Stöndum saman í því að gera okk- ar besta – fyrir börnin og ræðum skólamál út frá þeirra hagsmunum. Að lokum vil ég gera orð frum- kvöðulsins Margrétar Pálu í Hjalla- skóla að mínum. „Það þarf að skera upp í skólum, ekki niður.“ Góðar stundir Uppskurð í stað niðurskurðar í skólum Eftir Steindór Tómasson » Frjó hugsun er ekki lærð hugsun, hana þarf að þjálfa. Steindór Tómasson Höfundur er fulltrúi Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra. –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um HönnunarMars 23.mars. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að skoða úrval af þeim fjölbreytilegu verkefnum sem íslenskir hönnuðir og arkitektar starfa við. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, FIMMTUDAGINN 17. MARS Meðal efnis : Hönnuðir,arkitektar og aðrir þátt- takendur. Ný íslensk hönnunn. Húsgögn og innanhúshönnun. Skipuleggjendur og saga hönnun- arMars. Dagskráin í ár. Afrakstur fyrir hátíðinna. Erlendir gestir á hátíðinni. Ásamt fullt af öðru spennandi efni um hönnun. HönnunarMars SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.