Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 ✝ Örn Jóhann-esson var fæddur í Reykja- vík 23. ágúst 1942. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 25. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Jóhann- es Áskelsson jarð- fræðingur, f. 3.8. 1902, d. 16.1. 1961, og eig- inkona hans Dagmar Eyvind- ardóttir, húsmóðir, f. 17.5. 1906, d. 18.2. 1967. Hálf- bróðir Arnar sammæðra var Gunnar M. Björnson, bifvéla- virki, f. 18.11. 1930, d. 24.3. 1986. Faðir hans og fyrri eig- inmaður Dagmarar var Gunn- ar G. Björnson, bankaritari, f. 17.1. 1904, d. 2.5. 1931. Eiginkona Gunnars er Erla Ársælsdóttir, f. 30.6. 1930, börn þeirra eru: 1) Dagmar, f. 7.5. 1954, sambýlismaður Rikharð Bess Júlíusson, f. 30.11. 1963, börn hennar eru Erla Lind og Jón Gunnar. 2) Ársæll, f. 5.7. 1957, d. 15.6. 1987, maki Erla Inga Skarp- héðinsdóttir, f. 10.1. 1959, börn þeirra eru Sara Ósk og Skarphéð- inn Örn. 3) Jó- hanna, f. 3.11. 1961, maki Lúð- vík Þorvaldsson, f. 28.8. 1959, börn þeirra eru Salvör Gyða, Iðunn og Þorvaldur. Örn lauk námi í rafvirkjun og starfaði hann við iðn sína í nokkur ár, lengst af í Rafha. Eftir það starfaði hann við ýmis versl- unarstörf, lengst af hjá Stur- laugi Jónssyni og Co. þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 2009. Örn var ein- staklega fróðleiksfús og voru áhugamálin hans mörg sem tengdust m.a. útivist, sögu og ættfræði. Örn var ókvæntur og barnlaus en ræktaði fjöl- skyldu sína af alúð og nutu frændsystkini hans þess í rík- um mæli. Úför Arnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 10. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Látinn er kær frændi okkar, Örn Jóhannesson. Eddi, eins og við systkinin kölluðum hann, var afabróðir okkar og stór hluti af lífi okkar. Var hann okkur eins og afi, ætíð umhyggjusamur í okkar garð alveg fram á síðasta dag. Þegar við ung misstum föður okkar leið ekki sá dagur að hann hringdi ekki eða kæmi til að at- huga hvernig við hefðum það. Var hann einstaklega natinn og barn- góður. Að fá að gista hjá Edda frænda var mikið gleðiefni hjá okkur, þá var slegið upp veislu eins og hon- um einum var lagið, myndakvöld með ís og sætindum. Eddi var mikill útivistarmaður, vorum við mjög ung þegar hann byrjaði að taka okkur með í útivistarferðir, fræddi hann okkur um náttúruna þar sem hann þekkti hverja þúfu. Það voru ófáir bíltúrar þar sem keyrt var út fyrir borgina, tekin með veiðistöng og sagðar sögur. Göngutúrar um vesturbæinn og niður á höfn með Edda voru okkur sem ævintýr þar sem hann þekkti hvert einasta hús og þekkti næstum alla sem við mættum og gat sagt hverra manna þeir voru. Allt eru þetta ógleymanlegar æskuminningar sem við búum að alla tíð. Edda er sárt saknað. Sara Ósk og Skarphéðinn Örn. Með sorg í hjarta vil ég skrifa nokkur orð um minn elskulega frænda, Edda. Hann var afabróðir minn og fróður vesturbæingur. Eddi var mér eins og afi og góður vinur. Hann tók mig með sér í margar ævintýraferðir, veiðiferðir í Kleifarvatn þar sem hann kenndi mér að renna fyrir fisk og um leið að fræða mig um allt sem var í kringum mig. Ég minnist með ánægju ótalmargra bíltúra, göngu- og hjólaferða með frænda mínum, þar sem ég skemmti mér alltaf konunglega. Heimsóknir hans til okkar einkum um helgar þar sem við fengum okkur kaffi og meðlæti sem hann keypti í Kolaportinu, ég syfjaði unglingurinn lá fram á borðið og hlustaði á Edda, mömmu og pabba tala um lífið og tilveruna sem var notalegt og þægilegt. Eddi var alltaf með okkur á að- fangadagskvöld, fastur hluti af helgihaldinu og sannur gleðigjafi. Hann var órjúfanlegur hluti af lífi okkar, tók þátt í öllum okkar gleðistundum sem og erfiðum stundum. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og þær yndislegu minningar sem hann skilur eftir í hjarta mínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Iðunn Lúðvíksdóttir. Eddi frændi spilaði stórt hlut- verk í mínu lífi. Hann var afa- bróðir minn en var mér ávallt eins og afi. Ég á minningar um ótal ferðir sem hann fór með mig og börnin í fjölskyldunni. Hvort sem það voru gönguferðir, veiðiferðir, skoðunarferðir eða bara bílferð úr bænum. Hann var einstaklega fróður um sögu og staðhætti. Í ferðalögum var hann duglegur að segja manni frá hinu og þessu tengdu staðnum sem við vorum á og yfirheyrði mann gjarnan á bakaleiðinni. Eddi var mikill áhugamaður um ættfræði. Hann spurði iðu- lega fólk sem hann hitti hverra manna það væri og oftar en ekki þekkti hann til, enda þekkti hann gríðarmargt fólk. Eddi átti mikið safn af gömlum bókum og var duglegur að gauka að manni einni og einni úr safn- inu. Oftast skrifaði hann litla kveðju inn í kápuna á bókinni sem mér þykir dýrmætt að eiga í dag. Það er skrítin tilhugsun að Eddi muni ekki heilsa mér aftur með sínu þétta og sterka handa- bandi. Ég kveð kæra frænda minn með söknuði í hjarta en mun hlýja mér við minningarnar sem ég á um hann. Salvör Lúðvíksdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Föstudaginn 25. febrúar var frændi minn Örn Jóhannesson kallaður skyndilega og óvænt burt er hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Hann sem hafði komið við hjá mér daginn áður og fært mér blóm og samúðarkveðj- ur vegna fráfalls móður minnar. Þann dag fór hann einnig að leiði foreldra sinna í Hólavallakirkju- garði til að fjarlægja jólaskraut, en þar mun hann nú sjálfur verða lagður til hinstu hvílu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Tengsl okkar Edda hafa verið náin og sterk um margra ára skeið. Hann reyndist mér góður og traustur frændi, stoð og stytta sem ég gat leitað til og treyst á. Eddi var ákaflega barngóður og þegar ég var krakki var hann mikill uppáhaldsfrændi minn. Hann reyndist jafnframt börnum mínum, þeim Kristínu Jónu, Vil- borgu Lilju og Óskari Erni, ákaf- lega vel eða eins og besti afi. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem þau tóku sér fyrir hend- ur, mætti á tónleika sem þau léku á og fylgdist með íþróttaiðkunum þeirra og námsframvindu. Oft kom hann færandi hendi, ýmist með eitthvað góðgæti eða út- hugsaða hluti, t.d. tengda veiði. Eddi var hafsjór af fróðleik sem tengdist landi okkar og þjóð, hafði mikinn áhuga á ættfræði og virtist auk þess vita allt um flug- vélar og skip. Þá var hann ákaf- lega fróður um sögu Reykjavík- ur. Eddi var mikill náttúru- unnandi, var duglegur að ferðast og fór marga gönguferðina úti í náttúrunni en einnig um götur borgarinnar. Gott var að leita til Edda þegar ætlunin var að fara í ferðalag innanlands, hvort sem það var í nágrenni höfuðborgar- innar eða eitthvað lengra. Miðlaði hann þá ýmsum áhugaverðum upplýsingum sem tengdust þeim stöðum sem ætlunin var að ferðast um og skoða. Þau eru ótal mörg hin ánægju- legu minningabrot sem koma upp í hugann á kveðjustund sem þess- ari og margt að þakka fyrir. Ég er þó fyrst og fremst ákaflega þakklát fyrir þá gæfu að hafa haft Edda sem samferðamann í lífinu, samferðamann sem gott var að hafa sér við hlið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Stefanía G. Sæmundsdóttir. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, Hann átti sættir jafnt við Guð og menn. ( G.J.) Við vorum átta bekkjarbræð- urnir í Melaskólanum sem héld- um hópinn, nánast alla daga, oft- ast allir saman. Við áttum athvarf á heimilum hvers annars, ekki síst á Sólvallagötunni hjá foreldr- um Arnar. Jóhannes, faðir Arnar, stofnaði með okkur Cowboy-fé- lagið. Allir sem áttu hatta í ætt við kúrekahatta gátu gerst fé- lagar. Í lögunum stóð, að menn skyldu taka ofan fyrir gömlum konum og einnig þegar gengið var fram hjá kirkjugarði. Örn var ógiftur og barnlaus. Hann sýndi fjölskyldu sinni, vin- um og kunningjum mikla rækt- arsemi, var sannkallað tryggða- tröll. Fyrir nokkrum árum átti hann frumkvæði að því að kalla okkur gömlu bekkjarfélagana saman. Urðu það miklir fagnað- arfundir. Sumir okkar höfðu ekki sést árum saman. Sammælst var um að við skyldum hittast á ári hverju og föstudaginn 25. febrúar var heimboð undirbúið hjá einum okkar. Við mættum stundvíslega, en Örn var ekki kominn. Það var ekki honum líkt sem alltaf var svo stundvís. Við höfðum verið í síma- sambandi daginn áður og hafði hann þá um daginn farið að leiði foreldra sinna og snyrt. Sagðist hann hlakka til fundarins. Nú svaraði hann ekki símanum og við urðum áhyggjufullir. Við höfðum samband við ættingja Arnar sem síðan komu að honum látnum. Samfundirnir urðu með öðrum brag en ætlað var. Örn var mannblendinn og ræð- inn, auðsýndi náungakærleika og studdi margan manninn sem leit- aðist við að fóta sig aftur í lífinu. Í honum bjó mikil barnelska og naut hann þess að umgangast yngri kynslóðina sem hann upp- fræddi og miðlaði til úr eigin reynslubrunni. Örn átti ýmis áhugamál. Lengst af var hann mikill ferða- garpur. Um tíma var hann virkur í björgunarsveit Slysavarna- félagsins. Veiðiskapur og útivist átti vel við hann. Seinni árin tók hann til við tréskurð og hafði gaman af. Einn okkar skrapp með Erni til Grindavíkur á góðum degi sl. janúar og var ekið út á Hópsnes þar sem sjá má hvernig kraftur úthafsins hefur þeytt skipum sem strönduðu við nesið upp á þurrt land. Hafið og farkostir þess voru Erni ætíð mikið áhugaefni. Stigið var úr bílnum við Hópsnesvitann og sem ferðafélagarnir stóðu þarna í köldu björtu veðrinu sannaðist enn hvílíkur þekking- arbrunnur Örn var um land sitt og sögu. Hvert sem litið var kunni hann skil á bæjarnöfnum og kennileitum. Þá kunni hann og fjölda frásagna af mönnum og at- burðum og sögukorn ýmiskonar tengd svæðinu. Það voru forrétt- indi að eiga slíkan vin. Það eru ekki bara við gömlu fé- lagarnir sem söknum nú góðs drengs, heldur allir þeir fjöl- mörgu sem hann þekktu og nutu hans hlýju og góðu nærveru. Blessuð sé minning Arnar Jó- hannessonar. Birgir, Börkur, Einar, Guðjón, Guðmundur, Herbert, Jón Þór, Þórður. Nú heilsar vorið brátt og áfram birtir við blæinn þýða er gróska í moldu sefur. En þó í huga skjótt með sorg hér syrtir, því sýnum horfinn líf til baka ei gefur. Við munum Örn á mildum árdagsfundum á mörkum dægra er gleymdum hugans viðjum. Og honum, sem mun gista á æðri grundum, á greiðri leið við fararheilla biðjum. (B.V.G.) Með virðingu og þökk. F.h. Árdagshópsins á Tíu dropum, Ýrr Bertelsdóttir. Örn Jóhannesson Nú er hún frænka okkar far- in. Ponta eins og við kölluðum hana alltaf frá því að við vorum börn, systir hans pabba, skilur eftir stórt skarð. Það var alltaf gaman að hitta hana og spjalla við hana, hún var skemmtilega ákveðin og samkvæm sjálfri sér, öll hennar framkoma og það hvernig hún bar sig sagði manni að hún vissi nákvæmlega hver hún var. Sigga var sterkur karakter og betra að hafa hana með sér en á móti, hún var dugleg að tileinka sér nýja hluti eins og facebook, sms og allt það sem notað er í dag. Það var mjög gott að eiga Sigríður Svanlaug Heiðberg ✝ Sigríður Svan-laug Heiðberg fæddist í Reykjavík 30. mars 1938. Hún andaðist á líkn- ardeild Landakots- spítala þriðjudag- inn 22. febrúar 2011. Sigríður var jarðsungin fimmtu- daginn 3. mars 2011. hana að, það var gott að tala við hana, lífsreynda og kærleiksríka kon- una. Hvernig Sigga tókst á við veikindi sín segir eiginlega mest um hana, með þvílíkri ró og æðru- leysi og ekki vant- aði húmorinn í hana þó að illa væri hald- in, já og þakklætið hafði hún líka. Við fórum til hennar í Katt- holt sumarið 2008 og fengum lít- inn kettling, kettlingurinn varð mikið veikur hjá okkur og það var ekki fyrr en hún frænka mín tók málin í sínar hendur að dýr- inu var hjálpað almennilega og komst í lag, fyrir það er ég henni mjög þakklát. Hún lagði mikið á sig fyrir óskilakisur og hafði óþrjótandi orku og blíðu þegar kom að því að bjarga þessum greyjum. Elsku Einar, megi góður guð vera með þér og Daníel, hún var heppin að eiga þig, það eiga ekki allir svo hlýjan ástvin. Ragnhildur og Þórey Heiðberg. Ég var slegin doða þegar ég fékk fregnir af mjög svo ótímabæru fráfalli þínu. Ég get ekki hugsað mér að ég eigi aldrei eftir að sjá bros þitt aftur og heyra hlátur þinn og húmor, að ég fái ekki þitt þétta faðmlag og góðu nærveru aftur. Við deildum áhyggjum og draumum því alltaf var hægt að treysta þér, sama hvað. Þú varst hetjan mín, svo sterkur en samt svo viðkvæmur, skilningsríkur og trúr. Elsku Einar bróðir, ég fyllist svo miklu tómarúmi þegar ég átta mig á því að þú sért farinn því þú lifir að ei- lífu í hjarta mínu, vaxandi sorg þegar ég er tengd raunveruleik- anum þar sem doðinn er enn, kannski afneitun. Það verður erf- itt að sleppa þér því óendanlegur söknuður verður alltaf, að það Einar Trausti Sveinsson ✝ Einar Traustifæddist í Reykjavík 18. apríl 1982. Hann lést 20. febrúar síðastlið- inn. Einar Trausti var jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju 5. mars 2011. vanti þig í systk- inahópinn er óbætanlegt. En mig langar samt að þakka þér fyrir góðu stundirnar, fallegu minning- arnar, auðmýktina sem þú kenndir mér og þrautseigj- una sem þú sýndir mér. Það er samt erfitt að kveðja þig með orðum þó að ég sé að reyna það hér, elsku Einar Trausti, takk fyrir allt saman. Þín stóra systir, Helga Rós. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að við, sem þekkt- um þig, Einar, fáum aldrei aftur að setjast niður með þér og ræða um okkar hjartans mál. Ég vildi óska þess að ég gæti hitt þig og farið yfir okkar tíma saman og þakkað þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum. Þótt ég hefði ekki nema einn dag, eitt kvöld eða bara rétt eitt andartak til að fá að kveðja þig með einni fallegri kveðju, þá væri sú stund svo ómetanleg. Því miður fæ hvorki ég né aðrir sem þekktu þig að eiga þessa óskastund með þér, elsku Einar, en það sem við fáum í staðinn eru minningarnar sem þú hefur gefið okkur, minn- ingin um þinn einstaka hlátur og þína einstöku nærveru mun gefa okkur fallegar myndir af liðnum tímum. Það vitum við öll sem þekktum þig að það voru forrétt- indi að eiga þig að, þó að tíminn sem við áttum hafi verið allt of stuttur. Það er svo margs að minnast og svo margs að sakna nú þegar þú ert farinn Einar. Tímanna þegar við vorum yngri og við hjóluðum á æfingar, þú á bláa þríhjólinu þínu, og við brunuðum niður Þorsteinsgötuna. Oftar en ekki fórum við aðeins of hratt sem endaði í árekstrum og stundum nokkrum veltum. En það aftraði þér aldrei að detta eða í þessum tilvikum að velta, þú stóðst alltaf upp og lést ekki á neinu bera. Ég man líka svo vel að þegar ég æfði frjálsar en þú fótbolta, þá fékkst þú mig til að koma í fótboltann enda höfðum við þá í ófá skiptin spilað saman á malarvellinum fyrir neðan Þórð- argötuna. Þú vildir alltaf að ég færi að æfa og ég man hvað mér fannst þú ótrúlega góður í mark- inu og ef ekki hefði verið fyrir fötlunina þá sagði ég alltaf að þú hefðir orðið besti markmaðurinn í heiminum. Ég man hvað ég var stoltur af þér þegar þú fórst að keppa í frjálsum og bættir þig svo mikið á nokkrum árum, ég kom líka stundum á æfingar með þér fyrst þegar þú varst að byrja, enda fannst mér svo gaman að fylgjast með þér standa þig svona vel. Áður en ég vissi af varst þú farinn að keppa á stór- mótum og setja heimsmet, ég var ótrúlega stoltur af þér og verð það alltaf. Seinna hlógum við allt- af að því hvernig við skiptum, þú hættir í fótbolta og byrjaðir í frjálsum og ég hætti í frjálsum og byrjaði í fótbolta, samt vildum við alltaf að við hefðum getað æft saman sömu íþrótt. Minningarnar um okkar tíma saman Einar eru endalausar og þær eiga það allar sameiginlegt að vera góðar, ég man ekki eftir því öll þessi ár að við höfum deilt um eitthvað, nema mögulega þegar ég var tapsár eftir að þú hafðir unnið mig í skák eða ein- hverju öðru spili, en aldrei man ég eftir að þú hafir skipt skapi heldur hlóstu bara að vitleysunni í mér. Það hefði verið gaman að rifja upp allar þessar stundir okkar við betra tilefni, ég veit að þú hefðir haft gaman af því. Ör- lögin gripu hins vegar inn í og þú sveifst upp frá okkur. En þó að við munum ekki eiga fleiri stund- ir saman þá mun ég taka minn- inguna um þig með mér hvert sem ég fer, þú munt búa í hjört- um okkar sem þekktum þig. Þinn frændi og vinur, Helgi Pétur Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.