Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 21

Morgunblaðið - 10.03.2011, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Afi minn, Guð- mundur Ingvi, var aldrei kallað- ur neitt annað en „afi Gúmm“ af okkur barnabörnunum. Afi Gúmm var þvílíkur meistari í alla staði og einn af þeim mönnum sem ég hef mest litið upp til. Minningarnar úr Hvassaleit- inu eru ófáar, en þar hittist fjöl- skyldan iðulega í kaffi um helgar að ógleymdum öllum jólaboðun- um. Ég var svo heppinn að búa í Hvassaleitinu hjá afa Gúmm og ömmu Stínu hálfan vetur, þegar ég var á fyrsta ári í Verzló, en þau bjuggu aðeins spölkorn frá skólanum. Á þessum tíma kynnt- ist ég afa betur, enda eyddum við mörgum kvöldstundum saman að spjalla um allt um mögulegt. Afi var ákaflega yfirvegaður og mjög góð fyrirmynd, því hann var svo klár maður en líka svo hógvær og jarðbundinn. Ég man þegar ég var lítill strákur og lenti í einhverju veseni, þá ímyndaði ég mér oft hvernig afi myndi bregðast við hinum og þessum aðstæðum. Ég man líka að ég var dálítið fúll út í sjálfan mig á unglingsárum fyrir að vera ekki jafn hógvær og afi, því ég Guðmundur Ingvi Sigurðsson ✝ GuðmundurIngvi Sigurðs- son fæddist 16. júní 1922. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 21. febr- úar 2011. Útför hans var gerð frá Háteigs- kirkju 3. mars 2011. fann oft hjá mér til- hneigingu til að deila sögum af góð- um einkunnum í skólanum, eða fal- legu marki skoruðu á knattspyrnuvell- inum, með vinum og kunningjum. Að monta sig er það kallað á góðri ís- lensku! Ég man hvað ég dáðist að þessum karli, afa mín- um, því hann var alltaf svo yf- irvegaður, en samt svo hress og skemmtilegur. Hann var ákaf- lega fyndinn og með virkilega góða kímnigáfu. Og við afi hlóg- um oft saman. Afi var heiðurs- maður og með góðan smekk. Það sannast sennilega best á því að ég sá hann aldrei öðruvísi en óað- finnanlega klæddan í flottum jakkafötum og stífbónuðum skóm. Það hefur verið sagt um okkur föður minn að við kunnum að klæða okkur og það er nokkuð öruggt að þau áhrif koma beint frá afa Gúmm. Afi var líka alltaf að kenna mér eitthvað þegar ég bjó hjá honum í Hvassaleitinu, vísur, latneska frasa, eða ýmsa málshætti. Það má líka segja að afi hafi alltaf verið „léttur“ í þeim skilningi að hann var svo jákvæð- ur, sá björtu hliðarnar á hlut- unum og var alltaf í góðu skapi. Afi Gúmm lagði manni línurn- ar og honum var umhugað um að börn sín og barnabörn hefðu metnað og nýttu hæfileika sína til fulls. Hann var alltaf að spyrja um árangur í námi og lagði á það áherslu að menn gengju veg hinna æðri mennta. Ég man að ég var stoltur af því að vera svolítið líkur afa og ég bar mig oft saman við hann. Við stunduðum báðir knatt- spyrnu og badminton af krafti, afi stundaði reyndar síðarnefndu íþróttina vel fram yfir sjötugt. Og við höfðum báðir mikinn áhuga á enska boltanum og skák, en ég hætti að tefla snemma á unglingsárum. Minningin um afa mun lifa alla tíð. Ef mér hlotnast sú gæfa að eignast afkomendur mun ég reyna eftir fremsta megni að kenna þeim þau góðu gildi sem afi lagði áherslu á. Og leiða þau í allan sannleik um hinn mikla meistara afa Gúmm. Blessuð sé minning þessa sanna heiðursmanns. Þorbjörn Þórðarson. Afi minn hefur fengið hvíldina. Hann hefur átt góða ævi, alið af sér góða fjölskyldu, átt gríðar- lega farsælan starfsferil og verið fyrirmynd annarra. Varla er hægt að óska sér nokkurs meira. Ég hef orðið þeirrar gæfu að- njótandi að læra af honum á mörgum sviðum, hvort sem það voru kennslustundir í tafli í stof- unni í Hvassaleitinu sem barn eða í golfi uppi á Korpu á ung- lingsárunum. Þegar ég byrjaði í lagadeildinni héldu kennslu- stundirnar áfram en afi krafðist þess að fá að hjálpa mér í gegn- um niðurskurð Almennunnar á 1. ári laganámsins. Hann tók mig nánast annan hvern dag upp á stofu til sín og hlýddi mér yfir námsefnið og lét mig þylja upp hinar og þessar reglur, hugtök og dóma. Mér fannst ávallt eins og ég væri að trufla hann í störf- um sínum en hann hélt því alltaf fram að ég væri í raun að gera honum greiða, að honum veitti ekki af að rifja upp og að allir lögfræðingar þyrftu „að baða sig upp úr laug lögfræðinnar reglu- lega“. Í þessum einkatímum fór ég fyrst að kynnast afa mínum af einhverri alvöru og áttaði mig á því hversu stórkostlegur maður hann í raun var. Hann var fyrst og fremst mannvinur og sann- gjarn, skarpgreindur og vel les- inn. Hann sá alltaf það góða í mönnum sem og umbjóðendum sínum þótt þeir væru oftar en ekki þrælsekir. Aumingjagóður er orð sem ég hef heyrt marga segja um afa. Því miður náði ég aldrei að vinna við hlið afa míns en þegar ég byrjaði að vinna og hitti gamla starfsbræður hans var mér enn meira ljóst hversu mikil áhrif hann hefur haft á aðra í kringum sig. Þessi mann- gæska hans er, og verður mér, alltaf minnisstæð og ég vona að ég hafi náð að læra eitthvað af honum á því sviði einnig. Margar kærar minningar koma upp í hugann og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við fjölskyldan áttum með honum og ömmu Kristínu. Hann hugsaði ákaflega vel um ömmu í veikindum henn- ar og kvartaði aldrei. Hann var einstaklega barngóður en börn- um okkar, Thelmu og Sigurði, fannst alltaf gaman að koma til hans á Eir og gefa honum súkku- laði. Við minnumst þess með hlýju hversu mikið birti yfir hon- um þegar dóttir okkar lagði hönd sína í stóran lófa hans og kyssti hann á kinnina þegar þau kvöddu hann í hinsta sinn. Við kveðjum einstakan mann og þökkum fyrir allar góðu minningarnar. Hvíl í friði, elsku afi og langafi. Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Þeir voru ólíkir en nánir bræður og vinir Halldór Þor- steinsson og Haukur, faðir minn heitinn. Halldór var slá- andi líkur afa mínum Þorsteini og faðir minn ömmu minni, El- ínu. Traustir, tryggir og sterkir persónuleikar voru þeir báðir. Halldór var einn af þessum mönnum sem er einstaklega gott að vera nálægt. Hann var hægur, hlýr og ljúfur en líka mjög léttur og skemmtilegur. Í gegnum árin var samgangur mikill milli fjölskyldna okkar. Ég man bæði sem barn og ung- lingur að þegar von var á Hall- dóri í heimsókn þá var víst að yrði gaman. Glettin tilsvör og framkoma var einkennandi, en samt alltaf þessi undirliggjandi þétti og hlýi persónuleiki. Halldór starfaði sem flug- virki bæði á Íslandi og í Banda- ríkjunum. Þegar hann og Rósa eiginkona hans ákváðu að flytja til Ameríku var ekki laust við að yfir því hvíldi framandi æv- intýrablær. Á þeim tíma var ekki eins algengt að fólk flygi til annarra landa og nú tíðkast. Mínar fyrstu ferðir til útlanda voru sem unglingur í heimsókn til Halldórs og Rósu á heimili þeirra í New York. Allt var framandi í umhverfi þeirra; sól- in, hitinn, rakinn, gróðurinn og fólk með annan litarhátt en hvítan. Þarna opnaðist heimur Halldór Þorsteinsson ✝ Halldór Þor-steinsson fædd- ist á Höfðabrekku í Mýrdal 26. ágúst 1926. Hann lést á Landspítala, Landakoti, 20. febrúar 2011. Útför hans var gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 6. mars 2011. sem var gjörólíkur þeim sem maður átti að venjast á Ís- landi. Sem fullorðin lá leiðin oft um heimili þeirra í New York og síðar í Baltimore, en þar bjuggu þau þar til Rósa lést fyrir nokkrum árum. Ætíð var mér tekið af mikilli gestrisni og hlýju. Heimili þeirra stóð manni opið eins og manns eigið. Á efri árum og einkum eftir að Halldór flutti aftur til Ís- lands hafði hann meiri tíma fyr- ir hugðarefni sín svo sem að mála málverk. Ættin og forfeð- urnir áttu einnig hug hans. Hann hugsaði oft til þess staðar þar sem hann var fæddur og uppalinn, Höfðabrekku í V- Skaftafellssýslu. Þá stóð bærinn uppi á höfðanum í stað þess að vera niðri við hlíðar hans eins og nú. Síðustu árin átti ég oft ómetanlegar stundir með Hall- dóri þar sem við ræddum um ættfeður og lífið í sveitinni áður fyrr. Hann var hafsjór af fróð- leik sem reynt var að skrá og muna. Í nokkur ár var ég með í undirbúningi bók með ljóðum og málverkum eftir afa minn Þorstein. Halldór hafði mikinn áhuga á gerð þessarar bókar og fann ósjaldan fleiri ljóð sem gætu átt heima í bókinni. Ljóða- og málverkabókin var að mestu fullunnin og Halldór bú- inn að fá hana í hendur áður en hann lést, sem er vel. Halldór verður jarðsettur á Höfðabrekku, uppi á höfðanum sjálfum, í gamla grafreitnum, ekki langt þaðan sem bærinn stóð. Útsýnið frá staðnum á Hjörleifshöfða, sandinn og sjó- inn er ægifagurt. Þarna ákvað Halldór að skyldi verða sinn hvíldarstaður, á sama stað og hann fæddist. Sérstakt er að velja að vera jarðsettur á slík- um stað, en frændi minn Hall- dór var einstakur maður. Hans er og verður sárt saknað. Vegna starfa erlendis í vetur get ég því miður ekki verið við- stödd útför þessa kæra föður- bróður míns. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég börn- um Halldórs, Guðmundi, Þor- steini og Elsu, og fjölskyldum þeirra. Valgerður Hauksdóttir. Halldór Þorsteinsson flug- virki, vinur minn og samstarfs- maður til margra ára, er látinn. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík eftir nokkra legu þar. Hann missti heilsuna á ýmsa vegu síðustu árin, en lá á spítalanum nokkrar vikur til hins síðasta og lést svo að morgni dags hinn 20. febrúar síðastliðinn, öllum mikill harm- dauði. Hann vann mesta sína starfsævi hjá Flugfélagi Íslands og síðar Flugleiðum, eftir sam- einingu Flugfélags Íslands og Loftleiða. Ég vann allan tímann hjá Loftleiðum, síðar Flugleið- um, þar sem vegir okkar Dóra mættust. Hann var afar fær í sinni grein og var ætíð leitað til hans með ýmsar illleysanlegar bilan- ir til úrlausnar, hvar sem hann var staddur í það skiptið. Alltaf gat hann leyst vandann, oft í gegnum símann, en hann var staðsettur á ýmsum útstöðvum Flugleiða af og til. Ég kynntist honum persónulega mest er við vorum báðir staðsettir í „Prest- wick“ um margra mánaða skeið við eftirlit á CL-44, eða „Mons- anum“, þegar þeim var breytt úr farþegavélum í fraktvélar, eftir að Flugleiðir tóku DC 8- flugvélarnar í notkun. Var sér- lega ánægjulegt að starfa með Halldóri vegna persónuleika hans og gæða. Var hann sérlega geðprúður vinnufélagi, og síðar persónulegur vinur, svo og fjöl- skyldur okkar. Við bjuggum um nokkurra ára skeið á Long Isl- and, NY, og var tiltölulega stutt á milli heimila okkar. Hittust því fjölskyldurnar oft og áttu góðar stundir saman. Halldór missti konu sína Rósu meðan þau bjuggu ennþá í Bandaríkjunum. Tók hann það áfall afar nærri sér og fluttist skömmu síðar til Íslands. Bjó hann síðustu ár sín hjá Þor- steini, syni sínum. Ég votta börnum Halldórs og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð við fráfall hans. Guð blessi hann. Baldur Bjarnasen. „Hún fer að engu óð, er öll- um mönnum góð og vinnur verk sín hljóð.“ Þessi ljóðlína úr einu kvæða Davíðs Stef- ánssonar kemur upp í hugann þegar við kveðjum Ingveldi Albertsdóttur Bachmann. Það var einmitt manngæska og kærleikur, fórnfýsi og hóg- værð sem einkenndi öðlings- konuna Ingu. Árið 1992 keyptum við hjónin íbúð í Bólstaðarhlíð- inni. Í íbúðinni á móti okkar bjuggu Inga og Skúli og má með sanni segi að íbúðarvalið hafi verið innsiglað þar sem við þekktum mannkosti ná- grannanna. Það kom líka fljótt í ljós að betra fólk en þau var ekki hægt að fá í nábýli, sem þetta. Sigga kynntist þeim hjónum á unglingsárunum þegar hún og Peta voru saman í Versló. Sigga var því heimagangur í Bólstaðarhlíðinni og kynntist snemma góðu atlæti Ingu. Þegar vinkonurnar komu heim úr skóla var þeim mætt með heimabökuðu brauði og öðrum kræsingum. Umhyggjan sýndi sig líka í því hversu Ingu var annt um að fylgjast með öllu daglegu lífi ungu vinkvenn- anna. Það var því ánægjulegt að endurnýja kynnin við þau hjón. Inga og Skúli hlúðu að okkur og heimili þeirra stóð okkur opið. Þannig kynntumst við stórfjölskyldu þeirra náið, sem er okkur afar mikils virði í dag. Ingveldur Alberts- dóttir Bachmann ✝ Ingveldurfæddist á bæn- um Hrauntúni í Leirársveit í Borg- arfirði 10. maí 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu í Boðaþingi í Kópavogi 7. febr- úar 2011. Útför Ingveldar fór fram frá Há- teigskirkju 16. febrúar 2011. Börnunum okk- ar tóku þau eins og sínum eigin barnabörnum. Það var ekki haldið af- mæli svo ekki væri fyrst leitað til Ingu með ráð- leggingar um bakstur og veit- ingar. Inga var meistari í matar- gerð og oftar en ekki kom hún færandi hendi með alskyns góðgæti úr eld- húsinu sínu. Inga bankaði gjarnan upp á og rétti fram poka með þeim orðum að hún hefði verið að steikja fiskiboll- ur og hvort við vildum ekki smakka á þeim. Við fullyrðum að það fyrirfinnast ekki betri fiskibollur í víðri veröld en bollurnar hennar Ingu. Merima hændist mjög að Ingu. Milli þeirra myndaðist samband þar sem virðingin hvorrar gagnvart annarri var í fyrirrúmi og allar samveru- stundir nýtti Inga til að fræða og þroska barnið. Við getum aldrei fullþakkað allt það sem Inga gerði fyrir okkar fjölskyldu. Allt var það gert með gleði og án tilætl- unarsemi. Þegar við heimsótt- um Ingu í hinsta sinn, skömmu fyrir andlátið, þakkaði hún svo hlýlega fyrir samveruna í gegnum árin. Þakkarskuldin er hins vegar öll okkar. Nú hefur Inga kvatt jarð- vistina, en minningin um hina góðu konu sem við viljum gjarnan hafa sem fyrirmynd mun lifa áfram. Þó að mannlýsingin í ljóðinu „Konan sem kyndir ofninn minn“, sem vitnað er í hér í upphafi, eigi ekki við Ingu nema að litlu leyti, þá var hún sannarlega konan sem kynti „sálarofn“ okkar með sinni gæsku og hlýju. Far þú í friði, elskulega vin- kona. Sigríður Guðmunds- dóttir og Kristján Jón Eysteinsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS JÓNSSONAR bónda, Borgarhóli, Blönduhlíð. Soffía Jakobsdóttir, Rósa María Stefánsdóttir, Halldór Jónsson, Jón Stefánsson, Kristín Sólveig Stefánsdóttir, Sæþór Steingrímsson, Gestur Freyr Stefánsson, Hjördís Anna Helgadóttir, Sigríður Stefanía Stefánsdóttir, Jónas Heiðdal Helgason, Jakob Sævar Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR BJARNI GUÐMUNDSSON bifreiðarstjóri, Þorsteinsgötu 12, Borgarnesi, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgar- nesi, mánudaginn 7. mars. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Jóhanna Birna Þorsteinsdóttir, Guðrún Fjeldsted, Guðjón Guðlaugsson, Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir, Halldór Guðni Guðlaugsson, Guðrún Birgisdóttir, afa- og langafabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.