Morgunblaðið - 10.03.2011, Page 23
DAGBÓK 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
Sudoku
Frumstig
3 7 4
1 8
2 8 6 4
1
9 8 2 4
8 6 7 3 9 1
3
8 1 7
6 7 1 8 5
9 5
1 6
1 3
8 2
2
3 1 2
8 5 7
8 3 9 6
5 1 2
2 7 9
5 3 7
3
1 8
9 2 4 8 1
8 4 3
2 9
3 4 5
6 3 1 4 9 7 8 2 5
5 9 8 2 6 3 1 4 7
2 4 7 5 1 8 9 6 3
7 8 4 1 2 6 5 3 9
3 6 5 7 8 9 2 1 4
9 1 2 3 5 4 6 7 8
1 7 6 9 3 5 4 8 2
4 2 9 8 7 1 3 5 6
8 5 3 6 4 2 7 9 1
2 8 7 9 5 1 3 4 6
1 4 6 7 3 2 5 9 8
9 5 3 6 4 8 1 2 7
5 6 4 2 9 7 8 1 3
3 7 1 4 8 6 9 5 2
8 2 9 5 1 3 6 7 4
6 9 5 8 2 4 7 3 1
7 3 2 1 6 9 4 8 5
4 1 8 3 7 5 2 6 9
1 8 7 5 9 6 3 4 2
3 6 2 1 8 4 7 9 5
5 9 4 3 2 7 6 8 1
4 7 1 9 3 5 2 6 8
9 2 5 8 6 1 4 7 3
6 3 8 7 4 2 5 1 9
2 1 6 4 5 9 8 3 7
7 4 3 2 1 8 9 5 6
8 5 9 6 7 3 1 2 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 10. mars, 69. dag-
ur ársins 2011
Orð dagsins: Andinn opinberast í sér-
hverjum til þess, sem gagnlegt er.
(I.Kor. 12, 7)
Um 1200 börn munu hafa tekiðþátt í Nettómótinu í körfu-
bolta, sem haldið var í Reykjanesbæ
um helgina og er það mesta þátt-
taka frá því þetta mót var haldið
fyrst fyrir 21 ári. Víkverji hefur ver-
ið fastagestur á mótinu undanfarin
ár og getur ekki annað en hrósað að-
standendum mótsins hjá Njarðvík
og Keflavík fyrir umgjörðina. Það er
lítil ást á milli þessara liða inni á
vellinum, en þau kunna greinilega
að taka höndum saman.
x x x
Á þessu móti keppa yngstu þátt-takendurnir í körfubolta og
það getur verið hin mesta skemmt-
un að fylgjast með þeim. Sumir
þátttakendur geta gert ótrúlegustu
hluti við boltann þótt ungir séu og
aðrir eru komnir með leikskilning,
sem sumir öðlast aldrei þótt þeir
þráist við alla ævi, en allir eiga það
sameiginlegt að leggja sig alla fram.
Víkverji hefur orðið vitni að því á
þessu móti hvernig hópur ósam-
stæðra einstaklinga varð að liðsheild
á einum degi.
x x x
Það hefur oft staðið ungmenna-starfi í hópíþróttum fyrir þrif-
um hversu snemma er byrjað að
draga keppendur í dilka í hinni þrot-
lausu sókn eftir titlum. Markmiðið
með íþróttastarfi er að fá börn til að
hreyfa sig og mun ekki veita af
þessa dagana. Áherslan á árangur
getur hins vegar þýtt að þau börn,
sem kannski helst þyrftu á hreyfing-
unni að halda, hrökklast í burtu. Í
körfuboltanum eru stigin ekki talin
á mótum fyrstu árin. Þessi regla er í
fullu gildi á Nettómótinu. Það eru
því allir sigurvegarar. Í framhaldi af
þessu er síðan ástæða til að hrósa
þeirri reglu, sem gildir á Íslands-
mótum í körfubolta fyrstu árin að lið
fái aukastig fyrir að láta að minnsta
kosti tíu leikmenn spila minnst einn
leikhluta. Í raun ætti svona regla að
vera óþörf því að hverjum þjálfara
ætti að vera ljóst að til lengri tíma
er best að vera með stóran hóp
reyndra leikmanna, en það vill aug-
ljóslega gleymast í hita leiksins.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 fugls, 8 grenji, 9
göfugmennska, 10 spils, 11
flýtirinn, 13 fífl, 15 vinna,
18 missa fótanna, 21 rimla-
kassi, 22 lipurð, 23 öskrar,
24 hirðusamt.
Lóðrétt | 2 þor, 3 eldstæði, 4
skynfærin, 5 hreysi, 6 kven-
fugl, 7 gljúfri, 12 ferskur,
14 leðja, 15 fiskur, 16 hrella,
17 ærslahlátur, 18 hestur, 19
götum, 20 siga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 snart, 4 fussa, 7 komma, 8 ártíð, 9 nár, 11 lært, 13 ár-
ar, 14 ýmist,
15 fjör, 17 tonn, 20 kná, 22 tegla, 23 tengi, 24 kímin, 25 lerki.
Lóðrétt: 1 sýkil, 2 aumur, 3 tían, 4 flár, 5 sútar, 6 arður, 10 ás-
inn, 12 Týr,
13 átt, 15 fátæk, 16 örgum, 18 opnar, 19 neiti, 20 kann, 21 átel.
6
8
11
15
22
1
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c6 5.
cxd5 exd5 6. Bg5 Be7 7. Dc2 g6 8. e3
Bf5 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rbd7 11.
O-O O-O 12. Hab1 a5 13. a4 He8 14.
Bh4 Db6 15. Hfe1 Bb4 16. Rd2 Rh5 17.
f3 Dc7 18. g4 Rg7 19. Bg3 Bd6 20. Kg2
f5 21. e4 Bxg3 22. hxg3 dxe4 23. fxe4
fxg4 24. Dc4+ Kh8 25. Rb5 Db8 26.
Rc3 Dd8 27. Rb3 Rh5 28. e5 Hc8 29.
Hbd1 Hf8 30. De6 Hf3 31. Re4
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
fyrir skömmu í Chennai á Indlandi. Ís-
lenski stórmeistarinn Hannes Hlífar
Stefánsson (2580) hafði svart gegn
Roy Prantik (2230) frá Indlandi. 31…
Hxg3+! 32. Kf1 Df8+ 33. Rf2 Hf3 34.
Dxd7 Hxf2+ 35. Kg1 Df4! 36. Dxc8+
Kg7 37. Dc7+ Kh6 38. e6 Df3 39. Dh2
Hxh2 40. Kxh2 Df2+ og hvítur gafst
upp. Í dag fer fram 2. umferð MP
Reykjavíkurskákmótsins en mótið er í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
Svartur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Demanturinn slípaður.
Norður
♠D83
♥K53
♦K862
♣K83
Vestur Austur
♠7 ♠G6
♥?xx ♥?xxx
♦D75 ♦ÁG10943
♣D109652 ♣7
Suður
♠ÁK109542
♥Á108
♦--
♣ÁG4
Framhaldssaga í 6♠.
Eftir opnun austurs á 2♦ kemur
vestur út með smáan tígul og suður
trompar fyrsta slaginn. Sagnhafi spilar
tvisvar spaða og vestur hendir laufi,
hvergi smeykur. Nú þarf að byggja
upp tvöfalda þvingun, þar sem austur
valdar tígulinn og vestur laufið.
Hjartalitinn valda þeir sameiginlega.
Galdurinn er að spila tígli úr borði og
henda lauffjarka heima! Þannig er
talningin leiðrétt án þess að missa hót-
unarspil.
Nú getur tvennt gerst: (1) Austur
spilar laufi. Sagnhafi „svínar“ gos-
anum, drepur drottningu austurs á
kóng, tekur ♣Á og rúllar niður tromp-
unum. Hjartatían verður slagur í lokin.
(2) Austur spilar hjarta. Sagnhafi
hleypir á kónginn, klárar næst trompin
og þvingar vestur til að henda frá
hjartanu. Tekur svo ♣Á-K og þvingar
austur.
10. mars 1934
Dregið var í fyrsta sinn í
Happdrætti Háskóla Íslands.
Drátturinn fór fram í Iðnó og
var salurinn þéttskipaður
fólki. Hæsti vinningurinn, 10
þúsund krónur, kom á miða
nr. 15857.
10. mars 1935
Fyrsta tískusýningin hér á
landi var haldin á Hótel Borg.
Fjórar stúlkur „sýndu helstu
nýjungar vortískunnar í kjól-
um og höttum,“ að sögn Morg-
unblaðsins.
10. mars 1944
Flugfélagið Loftleiðir hf. var
stofnað. Tæpum þrjátíu árum
síðar sameinaðist það Flug-
félagi Íslands hf. undir nafn-
inu Flugleiðir hf.
10. mars 1962
Söngleikurinn My Fair Lady
var frumsýndur í Þjóðleikhús-
inu. „Ég hef aldrei séð á ís-
lensku leiksviði jafn glæsilega
og skemmtilega leiksýningu,“
sagði leiklistargagnrýnandi
Morgunblaðsins.
10. mars 1967
Þrjú timburhús á horni Lækj-
argötu og Vonarstrætis í
Reykjavík brunnu til grunna
og hús Iðnaðarbankans
skemmdist mikið. „Mesti bruni
síðustu ára,“ sagði í fyrirsögn
á forsíðu Morgunblaðsins.
„Tugmilljóna tjón, ómetanleg
verðmæti eyðilögðust.“
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
„Fjölskyldan liggur á mér um að halda ein-
hverja stórveislu en vegna anna hefur ekkert
verið sett á skipulagið ennþá, hvað sem gerist
með vorinu,“ segir Ragnar Hauksson vélaverk-
fræðingur, sem á 50 ára afmæli í dag.
Hann hafði ætlað að taka sér frí í vinnunni
en varð að taka starfið fram yfir stóráfangann
vegna fundahalda en Ragnar vinnur hjá Al-
mennu verkfræðistofunni, á byggingar- og iðn-
aðarsviði. Hann býst þó við að gera sér ein-
hvern dagamun með fjölskyldunni að vinnudegi
loknum eða um helgina en eiginkona Ragnars
er Esther Laufey Þórhallsdóttir og saman eiga þau tvö börn, 10
og 22 ára.
Þó að ekki hafi verið mikið um byggingaverkefni og aðra
mannvirkjagerð eftir hrunið segir Ragnar verkefnastöðuna hjá
Almennu verkfræðistofunni ágæta. Árin frá hruni hafi vissulega
verið erfið og mikill tími farið í verkefnaöflun. Það hefur þó skil-
að einhverjum árangri.
„Við berum okkur þokkalega,“ segir Ragnar en nokkur verk-
efni eru í sigtinu hér á landi og í Noregi. bjb@mbl.is
Ragnar Hauksson vélaverkfræðingur 50 ára
Undir þrýstingi um veislu
Flóðogfjara
10. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 3.12 0,8 9.16 3,4 15.27 0,8 21.36 3,4 8.05 19.12
Ísafjörður 5.20 0,3 11.14 1,6 17.37 0,3 23.36 1,7 8.12 19.15
Siglufjörður 1.35 1,1 7.39 0,3 14.05 1,1 19.47 0,3 7.55 18.58
Djúpivogur 0.29 0,4 6.23 1,6 12.35 0,4 18.45 1,7 7.35 18.41
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Mundu að töluð orð verða ekki aftur
tekin. Leggðu drög að því að komast í gott
ferðalag. Fólk á það til að segja ósatt.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú þarft að bregðast við og verja þig og
þína gegn utanaðkomandi þrýstingi, sem er
ósanngjarn og í raun rangur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Lestu vandlega öll skjöl sem þú
þarft að skrifa undir hvort sem um er að
ræða einkaskjöl eða opinber plögg. Vertu
með augu og eyru opin.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú ert í eilífu ákvörðunarferli þessa
dagana. Ummælin gætu verið umdeild eða á
skjön við skoðanir viðkomandi. Staðan verður
varla betri en nú: gríptu öll tækifæri sem gef-
ast í dag.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þar sem þú ert alltaf svo nærgætin/n,
gæti það valdið vissum aðilum sársauka ef þú
ætlar að vera hispurslaus. Þú ert á réttri leið í
ástamálunum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Fólk veitir þér svo sannarlega eftirtekt
í dag. Gakktu í þau verk sem mestu skipta og
kláraðu þau, en leyfðu smáhlutunum að eiga
sig eitthvað áfram.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru
miklar um þessar mundir og allir vilja hafa
þig með. Þú færð einhverja peninga senda.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú og ástvinir þínir eruð ekki
endilega sammála um hvað geri lífið spenn-
andi. Sannleikurinn er stundum eins og að
rífa af sér plástur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er eitt og annað sem veldur
þér sérstakri kátínu þessa dagana. Leitaðu
ráðgjafar varðandi fjárfestingar og sparnað.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert sterkari en áður. Undirbúðu
þig vel svo ekkert fari nú úrskeiðis, þegar á
hólminn er komið.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut-
unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess
að skila vel unnu verki. Mundu að taka bara
eðlilegt gjald fyrir vinnu þína.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Sýndu varkárni í samskiptum við
ókunnuga. Gættu þess að sýna öðrum sann-
girni þegar þú klífur metorðastigann.
Stjörnuspá
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is