Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 27
AF LISTUM
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bókabreiðurnar á markaði út-gefenda í Perlunni eru líkarsjálfum veraldarsænum að
umfangi. Í stórum sal eru bækur;
leikrit, ljóð og sögur, æviminn-
ingar, þjóðlegur fróðleikur, ljós-
myndabækur, barnakver og er þá
fátt eitt talið. Margt af því sem
finnst á útsölum sem þessum er
bókamönnum kunnuglegt; að
minnsta kosti er hlaði einstakra
titla alltaf stór. Aðrar bækur seljast
betur. Í góðærinu runnu sjálfshjálp-
arbækur og draumaráðningakver
út eins og heitar lummur.
Með hruni breyttust viðhorf. Í
dag renna út bækur um heimarækt-
un, matreiðslu, prjónaskap og slíkt.
Á bókamarkaðinum sá ég konumeð fangið fullt af bókum um
íslenska jólasiði. Allur er varinn
góður, þarna mátti sumsé fá góðar
gjafir sem nýtast vel á helgri hátíð.
Innan um og saman við voru þarna
bisnessbækur með hollráðum við-
skiptavitringa; svo sem lítið kver
um betrun í viðskiptaháttum og
hvernig megi læra af mistökum sín-
um. Sú bók er eftir Þór Sigfússon,
fyrrverandi forstjóra Sjóvár, eins
og nokkrar fleiri í sama dúr. Slíkar
heilræðabækur hafa fengið nýtt
inntak eftir efnahagshrunið.
Og svo voru þarna kynstrin öll
af ævisögum. Ævisaga Elvu Gísla-
dóttur leikkonu, Pétur Benedikts-
son bankastjóri í bunka, Kletta-
fjallaskáldið Stephan G. er fjarri
því gengið út hjá forlaginu sem og
ævisaga Guðna Ágústssonar.
Íslensk ævisagnamenning hef-
ur breyst mikið á undanförnum ár-
um. Sú var tíðin að áberandi voru
bækur þar sem mjög hafði verið
kastað til höndum. Bók, umfram
blaðagrein eða netpistil, er ætlað að
lifa. Netfrétt er einnota og grein-
arstúfur í dagblaði lifir daginn sem
breytir þó ekki því að hvergi má
slaka á kröfum um góða íslensku og
réttar aðferðir í heimildaöflun þó
sumir telji þau atriði léttvæg fund-
in. Þegar kemur að bókaskrifum
verður tungutakið því að vera enn
meitlaðra og ganga verður úr
skugga um að hvert atriði sé pott-
þétt, enda er bókin langtímaheim-
ild. Því er hvekkjandi þegar flett
er upp í bókum að sjá eftir
haft að menn „minni eitt-
hvað“ eða „haldi að“
þetta og hitt hafi ver-
ið svona eða hin-
segin.
Í þessum
skrifuðum orð-
um renni ég í
snöggheitum
yfir mínar
eigin bókahill-
ur. Hér er ævi-
saga verkalýðs-
hetju tuttugustu
aldarinnar og víst
er að Guðmund
Jaka rak minni
til ýmissa hluta
eins og eftir honum er haft. Ævi-
saga Ingólfs á Hellu er sama marki
brennd.
Góðu heilli hefur sagnarituntekið breytingum til hins betra
á undanförnum árum. Vandað er
betur til verka.
En þó gilda stofna reki á fjöru
berast þangað líkar maðksmognir
kubbar. Í bókadómum í Morgun-
blaðinu sl. haust fjallaði ég um
nokkrar ævisögur sem voru fjarri
því nógu góðar. Ævisögur
trökkdræveranna Elísar P. Sig-
urðssonar, Sæmundar Sigmunds-
sonar og Sveins Sigurbjarnarsonar
voru afleitar bækur. Í öllum til-
vikum voru skrásetjarar of nærri
viðfangsefni sínu, stíllinn til-
þrifalaus, umbrotið flat-
neskjulegt en meg-
invandinn þó sá að
sögumaður hafði ekki
það fram að færa að
saga hans ætti erindi
í kver bundið inn í
harðspjöld. Og það
eru bækur þessu
marki brenndar
sem sjást í stöflum á
mörkuðum eins og
þeim sem nú er hald-
inn.
Bækurnar góðu og veraldarsærinn
» Og það eru bækurþessu marki brennd-
ar sem sjást í stöflum á
mörkuðum eins og þeim
sem nú er haldinn.
Morgunblaðið/Ómar
Bókafólk Kynslóðirnar sækja á bókamarkað. Þúsundir titla í boði; góðar bókmenntir en rusl innan um og saman.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011
Rithöfundurinn Stephen
King er að skrifa bók um
morðið á John F. Kennedy
Bandaríkjaforseta og verð-
ur hún litlar þúsund blaðsíð-
ur. Titill bókarinnar verður
11/22/63, þ.e. dagurinn sem
morðið var framið, 22. nóv-
ember 1963, í Dallas í Tex-
as.
Saga Kings segir af
grunnskólakennara í Maine,
Jake Epping, og vini hans
Al sem á tímavél. Epping er
beðinn um að fara aftur í tíma og koma í
veg fyrir morðið á forsetanum. Hann hittir
Lee Harvey Oswald og verður ástfanginn
af honum. King hyggst sem sagt endurrita
söguna, svo að segja. Breskur útgefandi að
bókum King segir í samtali við dagblaðið
Guardian að í bókinni verði að finna þá
spennu sem höfundurinn er þekktur fyrir
og jafnframt að bókin verði stórbrotin.
Bækur Kings hafa selst í yfir 350 millj-
ónum eintaka og fjöldi kvikmynda verið
gerður eftir bókum hans.
JFK King sækir efnivið í morðið á John F. Kennedy.
King skrifar um morðið á JFK
Kvikmyndin Dark Knight var sýnd á Facebook
í fyrradag í tilraunaskyni, dæmi um það hvern-
ig baráttan um skemmtun á netinu færist í
aukana. Gengi hlutabréfa vefsíðunnar Netflix,
sem leigir kvikmyndir og sjónvarpsþætti á net-
inu, féll um 6% við þessa nýjung Facebook, en
Netflix hefur verið leiðandi á kvikmynda-
leigumarkaðnum á netinu. Kvikmyndasíða
Facebook hefur nú þegar um fjórar milljónir
aðdáenda. Það er þó talið of snemmt að segja
til um hvort Facebook muni yfirtaka
kvikmyndaleigumarkaðinn eða ekki.
Fyrirtæki á borð við Warner Bros eru þann-
ig að færa viðskiptin þangað sem áhorfandinn
er, en um 600 milljónir manna eru virkir not-
endur Facebook í heiminum. Kvikmyndir eru
leigðar í 48 klukkustundir í senn fyrir 3 doll-
ara. Kvikmyndaleigan á Facebook einskorðast
við Bandaríkin enn sem komið er en gert er
ráð fyrir að hún verði opin öllum innan tíðar.
Svo er bara spurning hvort fólk fari á Fa-
cebook til að horfa á kvikmyndir í fullri lengd.
Jókerinn Ledger í kvikmyndinni Dark Knight.
RANGO ENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
RANGO ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50
OKKAR EIGIN OSLÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10
THE MECHANIC Sýnd kl. 8 og 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
- T.V. - KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- ROGER EBERT
HHHH
- H.S. - MBL
HHHH
- Þ.Þ. - FT
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L
OKKAR EIGIN OSLÓ LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L
ROOMMATE KL. 5.50 - 8 - 10.10 14
RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 3.30 - 5.45 L
RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 8 - 10.10 L
THE MECHANIC KL. 10.30 16
HOW DO YOU KNOW KL. 3.30 L
BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.30 L
JUST GO WITH IT KL. 5.30 L
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 6 L
RANGO MEÐ ENSKU TALI KL. 8 - 10 L
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 6 - 8 - 10 L
OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L
ROOMMATE KL. 10.10 14
RANGO MEÐ ÍSLENSKU TALI KL. 5.40 L
HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.35 L
BIG MOMMA´S HOUSE KL. 5.30 L
127 HOURS KL. 10.30 12
BLACK SWAN KL. 5.30 - 8 16
GLERAUGU SELD SÉR
-H.H., MBL-A.E.T., MBL
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
-H.S., MBL -Þ.Þ., FT
Þú greiðir f.símanr. og að
ra n
otk
un
skv
. v
er
ðs
kr
á
á
si
m
in
n.
is
Dagurinn kostar aðeins 25 kr.
(5 MB innifalin), engin
skuldbinding. Prófaðu og fáðu
nýjustu fréttir beint í símann.
Netið í
símanum er ódýrara
en þú heldur
Facebook í
kvikmyndaleigu