Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Snæfellska þungarokkssveitin Endless Dark vakti fyrst á sér athygli á Músíktilraunum en hjól- in fóru þó fyrst að snúast þegar hún sigraði í Ís- landsriðli Global Battle of the Bands í ársbyrjun 2010 (og ekki skaðaði að hún hafnaði í öðru sæti í sjálfri úrslitakeppninni í London). Tónlist Endless Dark er nokkurs konar „post- hardcore“ eða „screamo“; rokktónlist sem er sprottin úr harðkjarnarokki og hefur sumpart að- gengilegra yfirbragð. Níðþungir kaflar og hámel- ódískir sprettir skiptast á eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Sveitina skipa bræðurnir Atli Sigursveinsson (gítar), Egill Sigursveinsson (hljómborð) og Vikt- or Sigursveinsson (söngur) ásamt þeim Guðmundi Haraldssyni (gítar), Hólmkatli Leó Aðalsteins- syni (bassi) og Rúnari Sveinssyni trommara sem leysti Daníel Hrafn Sigurðsson af hólmi í fyrra- haust. Það er Rúnar sem svarar fyrir fyrstu út- gáfu sveitarinnar, en þó hann sé tiltölulega ný- genginn í sveitina hefur hann unnið með henni um langa hríð, m.a. við upptökurnar á plötunni sem hafa staðið yfir í tvö ár með hléum. Betra, skemmtilegra og þéttara „Manni finnst hún hafa tekið alltof langan tíma,“ segir Rúnar. „En við erum afskaplega sátt- ir með útkomuna. Það er ekki það að við séum búnir að liggja mikið yfir henni, meira að hún hafi verið gerð í skorpum. Við vorum svo að breyta dá- lítið og bæta og þegar Daníel hætti tókum við trommurnar upp aftur.“ Endless Dark er þegar komin með tengingar út í heim og þannig véluðu útlendingar um hljóð- blöndun og -jöfnun á plötunni. Umboðsmaður og bókari eru líka í höfn og sveitin hefur verið að spila aðeins erlendis, m.a. á nýliðinni Eurosonic- hátíð og framundan er spilamennska á Graspopp í Belgíu. „Við horfum til útlanda og höfum verið að vinna markmiðsbundið í þessu. Við sendum lög til bók- unarfyrirtækisins X-Ray Touring og það var strax haft samband við okkur sem var frábært.“ Á þessu stigi í ferli sveita er vænlegast að reyna að hoppa á túr með lengra komnum og segir Rún- ar að sveitir eins Bring me the Horizon og Archi- techts séu einmitt að spila á Graspop. „Það væri gaman að heilsa upp á þær! Annars erum við að vinna að næstu plötu núna. Efnið er svipað, aðeins flóknara kannski en að okkar viti bæði betra, skemmtilegra og þéttara.“ Múraðir Endless Dark tekur því rólega …eða þannig. Sveitinni hefur vegnað vel síðustu misseri og hyggur nú á landvinninga á erlendri grundu. Glerhjartað slær  Endless Dark gefur út fimm laga plötu  Horft til útlanda og árangur að nást í þeim efnum  Vinna við næstu plötu er þegar komin í gang og lofar hún góðu  Hljómsveitin Rökkurró, með söngkonuna Hildi Kristínu Stef- ánsdóttur í fararbroddi, heldur í stutta tónleikaferð um Evrópu í apríl og kemur víða við á stuttri ferð. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Brixton í Lundúnum 13. apríl og degi síðar í Hoxton í sömu borg. Frá Englandi heldur hljóm- sveitin svo til Brussel í Belgíu og heldur tónleika 16. apríl. Þaðan er förinni heitið til Antwerpen, síðan til Amsterdam og svo aftur til Belg- íu. 20. apríl leikur Rökkurró í Frankfurt og seinustu tónleikarnir verða haldnir degi síðar í Erfurt í Þýskalandi. Morgunblaðið/hag Rökkurró heldur í tón- leikaferð um Evrópu  Opnað var fyrir innsendingar á kvikmyndum til sýninga á næstu Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Reykjavík, RIFF, í síð- ustu viku og segir í tilkynningu að áhuginn hafi verið slíkur, inn- sendingar svo margar að tölvu- kerfið hafi hrunið. Hátíðin í ár fer fram dagana 22. september til 2. október. Í tilkynningu frá RIFF segir að gaman sé að sjá svo sterk viðbrögð. Áhuginn svo mikill að tölvukerfið hrundi » Í gær fóru framtökur á myndbandi við framlag Íslands til Evróvisjónkeppninnar í ár, „Aftur heim“ eftir Sigurjón Brink. Vinir Sigurjóns flytja lagið og af myndunum að dæma var fagmennsk- an og snyrtimennskan í fyrirrúmi sem fyrr. Myndband tekið upp fyrir Evróvisjón innlegg Íslendinga, lagið „Aftur heim“ Morgunblaðið/Golli Flottir Það er óneitanlega smá Bugsy Malone stemning í gangi hjá köppunum. Blástur Skært lúðrar hljóma í myndbandinu eins og þessi mynd sýnir. Nánd Þeir Matti, Pálmi og Gunni taka sig vel út í þessari nærmynd. Hress Þórunn Erna Clausen og Felix Bergsson voru nett á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.