Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 34
Playtime Frá einni af vinnustofum KRADS. Arkitektar spreyta sig á Lego-kubbum.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í gær var úthlutað styrkjum úr
Hönnunarsjóði Auroru og námu þeir
í heildina 11.580.000 kr. Styrkina
fengu verkefni á sviði grafískrar
hönnunar, fatahönnunar, mat-
arhönnunar, vöruhönnunar og arki-
tektúrs. Um sjóðinn segir í tilkynn-
ingu að leitast sé við að styrkja
framúrskarandi hönnuði með heil-
steypta viðskiptahugmynd og skýra
framtíðarsýn. 80 styrkumsóknir
bárust sjóðnum í ár og hafa þær
aldrei verið fleiri.
Hæsta styrk Auroru í ár,
2.500.000 kr. hlutu þeir Anton Kal-
dal, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar
Farestveit fyrir rannsóknarverkefni
sem kafar djúpt í uppruna,
sögu og þróun bókstafsins
„ð“. Um það verkefni segir í
tilkynningu að bókstafurinn
sé þýðingarmikill hluti af
þjóðararfi Íslendinga og að
rannsóknin verði tekin sam-
an með útgáfu bókar. „Með
verkefninu verður þróun „ð“
sett í sögulegt samhengi og
ljósi varpað á lítt þekktar
staðreyndir í merkilegri
sögu bókstafsins, sem er
þýðingarmikill hluti af þjóðararfi Ís-
lendinga,“ segir í tilkynningu.
Í samvinnu við Lego
Arkitektastofan KRADS hlaut
750.000 kr. styrk fyrir verkefnið
Playtime, farandvinnustofu sem ætl-
uð er nemum í arkitektúr og er þró-
uð í samvinnu við danska leikfanga-
framleiðandann Lego. Nemendur
þreyta í vinnustofum eins konar
hönnunarmaraþon og mega
aðeins nota Lego-kubba til
að miðla hugmyndum sínum,
markmiðið að tileinka sér ný
verkfæri og viðhorf til hönn-
unar.
Sruli Recht fatahönnuður
hlaut styrk að upphæð
1.500.000 kr. til þróunar- og
hönnunarvinnu á nýrri her-
rafatalínu en framleiðsla á
henni fer fram á Íslandi og
fötin unnin úr íslensku hráefni á
borð við hrosshúð og fiskiroð. Annar
fatahönnuður, Bóas Kristjánsson og
fyrirtæki hans 8045 hlaut 1.250.000
kr. styrk fyrir hönnun og þróun fata-
línu fyrir karlmenn en Bóas hefur
m.a. sýnt hönnun sína á tískuvikunni
í París 2009.
Snakk úr pappír til átu
Vöruhönnuðurinn Hafsteinn Júl-
íusson hlaut styrk upp á eina milljón
króna fyrir verkefnið HAF. Haf-
steinn hefur reynt með vörum sín-
um, undir merkinu HAF, að vekja
fólk til umhugsunar um hin ýmsu
gildi í lífinu, þar sem er unnið með
hugtök eins og umhverfisvernd, heil-
brigt líferni og hvíld. Má til dæmis
nefna Slim Chips, snakk úr pappír til
átu sem vekja á fólk til umhugsunar
um ofneyslu ruslfæðis. Framundan
hjá HAF er að setja upp sýningu hjá
fataframleiðandanum Guiliano Fu-
jiwara í Mílanó og hefur sýning-
arstjóri Salone Satellite einnig boðið
HAF að setja upp sýningu þar sem
viðfangsefnið er hönnun eftir 50 ár.
Vöruhönnuðirnir Auður Ösp Guð-
mundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir,
Robert Petersen og Katharina
Löetzch hlutu styrk upp á 1.500.000
kr. fyrir verkefnið „Pantið áhrifin“.
Pantið áhrifin er hugmynda-
fræðilegur og færanlegur veitinga-
staður þar sem réttirnir eru pant-
aðir út frá áhrifum þeirra á
líkamann en ekki út frá innihaldi.
Hönnunarsjóður Auroru veitti einn-
ig í fyrsta sinn í gær styrki til starfs-
náms erlendis. Þá hlutu grafísku
hönnuðirnir Birna Geirfinnsdóttir
og Björgvin Friðgeirsson.
Uppruni, saga og þróun „ð“
Styrkir voru veittir úr Hönnunarsjóði Auroru í gær, samtals 11.580.000 kr.
Verkefni tengd bókstafnum „ð“, Lego og heilsusamlegu líferni m.a. styrkt
Styrkþegar Hönnuðirnir og arkitektarnir sem hlutu styrki við afhendinguna í gær.
Fatahönnun Karlatíska að hætti hönn-
uðarins Bóasar Kristjánssonar.
HAF Slim Chips.
www. honnunarsjodur.is.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
FÍT-verðlaunin, verðlaun í hönn-
unarsamkeppni Félags íslenskra
teiknara, voru veitt í gær í Hug-
myndahúsinu og um leið opnuð
sýning á viðurkenndum og verð-
launuðum verkum úr samkeppn-
inni. Samkeppni þessi er haldin
árlega en markmiðið með henni
er að vekja athygli á þeim verk-
um sem skarað hafa fram úr í
grafískri hönnun á árinu 2010 og
þeim sem komu að hönnun þeirra.
Aðalverðlaun
Við Djúpið 2010. Hönnuður:
Gunnar Þór Vilhjálmsson. Við-
skiptavinur: Við Djúpið. Í umsögn
dómnefndar segir: „Sterkt stað-
bundið myndmál fyrir flutning
tónlistar í kaupstað tengdum út-
vegi og siglingu. Vekur fyrirvara-
lausa athygli áður en sagt er frá
inntaki.“
Auglýsingaherferðir
Polar Beer – Villtur! Hönnuðir:
Finnur Malmquist og Hjalti
Hjálmarsson. Auglýsingastofa: Fí-
ton. Viðskiptavinur: Ölgerðin.
Bókahönnun
Manifestations. Hönnuður: Dóra
Ísleifsdóttir. Viðskiptavinur: Sam-
starf listamanna.
Hreyfigrafík
Okkar hlutverk er að tryggja.
Hönnuðir: Sigurður Orri Þór-
hannesson, Freymar Þorbergsson,
Hrafn Gunnarsson og Björn Þór
Björnsson. Auglýsingastofa: Mið-
stræti. Viðskiptavinur: VÍS.
Leturhönnun
L10. Hönnuður: Guðmundur Ingi
Úlfarsson. Viðskiptavinur: LungA
Markpóstur og kynningarefni
Níu. Hönnuður: Ármann Agn-
arsson. Viðskiptavinur: Gerðar-
safn.
Mörkun
Við Djúpið 2010. Hönnuður:
Gunnar Þór Vilhjálmsson. Við-
skiptavinur: Við Djúpið – tónlist-
arhátíð.
Opinn flokkur
Kron by KRONKRON sokkabuxur
–þrír litir. Hönnuður: Freymar
Þorbergsson. Viðskiptavinur:
Kron by KRONKRON.
Stakar prentaðar auglýsingar
Kæru heimsleiðtogar. Við treyst-
um á að þið standið við gefin lof-
orð. Hönnuður: Stefán Einarsson.
Auglýsingastofa: Hvíta húsið. Við-
skiptavinur: Svæðisskrifstofa
Sameinuðu þjóðanna í Vestur-
Evrópu.
Umhverfisgrafík
Heyrúllur/Risaostar. Hönnuður:
Vala Þóra Sigurðardóttir. Auglýs-
ingastofa: Hvíta húsið. Við-
skiptavinur: Mjólkursamsalan.
Spark Design Space – Veggur
Hönnuður: Ármann Agnarsson.
Viðskiptavinur: Spark Design
Space.
Veggspjöld
Lítil eyja, stórar sögur
Hönnuður: Jón Ari Helgason
Auglýsingastofa: Fíton. Við-
skiptavinur: Sögueyjan Ísland –
heiðursgestur bókasýningarinnar
í Frankfurt.
Við Djúpið 2010
Hönnuður: Gunnar Þór Vil-
hjálmsson. Viðskiptavinur: Við
Djúpið tónlistarhátíð.
Nemendaverðlaun
How it’s done in Italy
Hönnuður: Guðbjörg Tóm-
asdóttir. Listaháskóli Íslands. Við-
skiptavinur: My bubba & Mi.
helgisnaer@mbl.is
Framúrskarandi grafísk hönnun
FÍT-verðlaunin voru veitt í gær
Aðalverðlaunin fyrir Við Djúpið
Obama Prentuð auglýsing hönnuðarins Stefáns Einarssonar fyrir Svæðisskrifstofa SÞ í Vestur-Evrópu.
Hinni kunni rússneski fiðluleikari og
stjórnandi Vladimir Spivakov kemur
fram á góðgerðartónleikum ásamt
fjórum löndum sínum í Kristskirkju
á morgun, föstudag, og hefjast tón-
leikarnir klukkan 20.
Ásamt Spivakov flytja sópr-
ansöngkonan Anastasia Belukova,
Eremy Tsukerman fiðluleikari,
Dmitry Prokofiev sellóleikari og
semballeikarinn Zoya Abolits verk
eftir J.S. Bach.
Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur
umsjón með tónleikunum en ágóðinn
rennur til styrktar íslenskum mál-
efnum.
Spivakov hefur verið talinn einn af
helstu rússnesku fiðluleikurum og
stjórnendum sinnar kynslóðar.
Þrettán ára gamall sigraði hann í
keppni stjórnenda í Moskvu og vann
einnig til verðlauna í alþjóðlegum
samkeppnum í París, Genúa og
Montreal. Spivakov hefur stjórnað
mörgum helstu sinfóníuhljóm-
sveitum Vesturlanda. Hann stofnaði
kammersveitina Moscov Virtuosi ár-
ið 1979, og hefur hún hlotið ýmsar
viðurkenningar. Árið 1994 stofnaði
hann síðan alþjóðleg hjálparsamtök
til að styðja munaðarlaus börn og
hefur UNESCO heiðrað hann fyrir
tónlistarkennslu barna.
Kunnur
fiðluleikari
Virtir listamenn á
góðgerðartónleikum
Listamaður Spivakov hefur hlotið ótal
viðurkenningar fyrir leik sinn.
Mikil gróska er á
sviði hönnunar og
breytt umhverfi kallar á nýj-
an hugsunarhátt36
»