Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 14

Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 53 86 4 03 /1 1 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Við erum mjög slegin og svo til orð- laus yfir þessari niðurstöðu sem horf- ir algjörlega framhjá öllum sanngirn- issjónarmiðum,“ segir Arney Einars- dóttir, ein þeirra sem höfðuðu mál gegn Reykjavíkurborg, þar sem hún og eiginmaður hennar fengu ekki að skila lóð í Úlfarsárdal. Þau töpuðu málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær. Arney segist ekki síður slegin yfir háttalagi núverandi borg- arstjórnarmeirihluta, en borgar- fulltrúar Samfylkingarinnar hafi á sínum tíma staðið með lóðarhöfum og m.a. bókað um það tvívegis í borg- arráði. Fjölskylda Arneyjar og sex aðrar fjölskyldur fóru í mál gegn Reykja- víkurborg og kröfðust þess að þau fengju að skila lóðum (bygging- arrétti) undir eitt einbýlishús og þrjú parhús í Úlfarsárdal. Lóðirnar voru seldar í útboði en ekki úthlutað. Hefðu þau hins vegar fengið lóðirnar úthlutaðar hefðu þau átt tvímæla- lausan rétt á að skila þeim og fá end- urgreitt með verðbótum. Fengu ekki lóð í Kópavogi Arney og eiginmaður hennar eiga samtals fjögur börn. Arney segir að þau hafi byrjað að sækjast eftir byggingarlóðum í Kópavogi, þar sem þau búa enn, árið 2005. „Við fengum náttúrlega aldrei lóð af því að ríka og fræga fólkið fékk þær. Síðan hélt verð á lóðum áfram að hækka og hækka. Þetta var hluti af bólunni og sveitarfélögin tóku þátt í að búa hana til með því að selja lóðir á upp- sprengdu verði. Borgin er ekki að axla sinn hluta af ábyrgð sinni á ból- unni með því að koma svona fram við okkur,“ segir hún. Þau keyptu loks lóðina í Úlfarsár- dal vorið 2007 en voru ekki byrjuð að byggja þegar efnahagskerfi landsins hrundi haustið 2008. Arney segir að nú séu allar forsendur fyrir því að byggja á lóðinni brostnar. Verð á íbúð þeirra í Kópavogi, sem átti að fjármagna bygginguna að stórum hluta, hafi lækkað. Hún hafi raunar verið til sölu frá ársbyrjun 2008 en ekkert tilboð borist. Á sama tíma hafi byggingarvísitala snarhækkað, verð- bólga aukist og skattar hækkað. Sumir í hópi þessara sjö fjölskyldna hafi misst vinnuna, sumir þurft að flytja út á land til að sækja vinnu og ein fjölskylda sé flutt úr landi. „Það væri glapræði af okkar hálfu að ætla að byggja.“ Tóku við úthlutuðum lóðum Meðal þess sem kemur fram í dómnum, sem er langur og ítarlegur, er að 15. maí 2007, sex dögum eftir að Arney og eiginmaður hennar keyptu lóðina, voru nýjar reglur um úthlutun íbúðarhúsalóða samþykktar í borg- arstjórn. Samkvæmt þeim á að hætta að bjóða út lóðir heldur skal þeim út- hlutað á föstu verði. Jafnframt er til- greint að ef lóðarhafi hætti við að byggja skuli hann skila lóðinni aftur til borgarinnar og fá endurgreitt með verðbótum. Í reglum sem voru sam- þykktar 20. nóvember 2008 var sam- þykkt að þeim sem hefði verið út- hlutað lóðum á föstu verði á árunum 2007 og 2008 yrði áfram heimilt að skila lóðum og fá endurgreiðslu. Einnig var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni „Útboðslóðir 2006“ þar sem kemur fram að lóðarhafi sem hefði fengið lóð á grundvelli útboðs gæti ekki skilað henni „enda hefði slíkt ekki [verið] í upphaflegum skil- málum“. Arney bendir hins vegar á að hvergi komi fram í skilmálunum að ekki sé heimilt að skila lóðum. Hún segir að hvorki sér né öðrum lóðarhöfum hafi verið kunnugt um þennan mikla mun á réttarstöðu þeirra sem fengu úthlutað og þeirra sem keyptu útboðslóðir. Í dómnum virðist þó sem að vissu leyti sé tekið undir málflutning Arneyjar og hinna lóðarhafanna. Segir svo í honum: „Ljóst er að hér er aðeins um tvær mismunandi aðferðir að ræða við sölu byggingarréttar og skiljanlegt að fyrir kaupendur slíks réttar sé erfitt að gera sér grein fyrir af hverju mis- munandi reglur eigi að gilda um þessi atriði. Enn skiljanlegra er það þegar þessum ólíku aðferðum hefur verið beitt við úthlutun lóða í sama hverfi þannig að sumum lóðum [sé] skilað en [Reykjavíkurborg] hafni viðtöku annarra lóða.“ Arney bætir við að sér finnist sér- lega athugavert að þeir sem höfðu keypt lóðir í útboði og gefið út skuldabréf til Reykjavíkurborgar, en ekki staðið í skilum, hafi fengið að skila lóðunum án frekari eftirmála. „Það borgar sig ekki að borga borg- inni,“ segir Arney. Lóðarhafar eru að íhuga áfrýjun til Hæstaréttar. Máls- kostnaður Arneyjar og fjölskyldu er nú þegar orðinn um 1,5 milljónir. Blés í bóluna en axlar ekki ábyrgð Sjö fjölskyldur sem keyptu útboðslóðir fá ekki að skila þeim til borgarinnar samkvæmt dómi Morgunblaðið/Golli Réttur Fjölskyldurnar vilja fá að skila fjórum lóðum við Iðunnarbrunn í Úlfarsárdal. Borgin segir nei.  Keyptu útboðslóð í Úlfarsárdal og fá því ekki að skila  Borgin hafi ýtt undir fasteignabólu en þau sitji í súpunni Fleiri en lóðarhafarnir sjö við Iðunn- arbrunn eru í málaferlum vegna lóðaskila og málefnið hefur töluvert verið til umræðu í borgarstjórn og borgarráði. Hinn 20. maí 2010, nokkrum dögum fyrir borgarstjórn- arkosningar, bókaði Samfylkingin út af málinu í borgarráði. Flokk- urinn hefði alla tíð setið hjá þegar meirihlutinn hefði neitað fólki og fyrirtækjum um lóðaskil og bókað fyrirvara sína á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hefðu verið, sem væru afar hæpin út frá jafnræðisreglu. „Það brýtur gegn almennri réttlæt- iskennd að sum fyrirtæki og sumir einstaklingar hafi haft möguleika á að skila lóðum og fengið endur- greiðslur, en aðrir hafi fengið synj- un og verið vísað á dýra og tíma- freka dómstólaleið,“ segir þar. Ekki hefði verið farið að úrskurðum sam- gönguráðuneytisins sem taldi ákvarðanir Reykjavíkurborgar ólögmætar. Fjárhagslegir skamm- tímahagsmunir borgarinnar væru taldir ofar hagsmunum þeirra sem vísað væri á dómstólana. Fulltrúar þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks bókuðu á móti að það væri ábyrgðarhluti ef Reykjavíkurborg tæki við og endurgreiddi lóðir án þess að það væri skylt. Arney Einarsdóttir segir að hún hafi reynt að ná í Dag B. Eggerts- son, oddvita Samfylkingarinnar, frá því eftir kosningar, bæði með því að senda honum tölvuskeyti og hringja, en ekki tekist. Hún hefur heldur ekki fengið svar við bréfi sem hún afhenti Jóni Gnarr borgarstjóra á fundi með honum í fyrrasumar. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í borg- arstjórn, vegna málsins í gær. Dómstólaleiðin var farin Í byrjun júní 2010, eftir borg- arstjórnarkosningarnar sagði Einar Örn Benediktsson, þá verðandi borgarfulltrúi Besta flokksins, í út- varpsþætti á Bylgjunni að hann væri fylgjandi því að leyfa kaupendum út- boðslóða að skila þeim. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að þetta hefði verið svar við spurningu konu sem hefði hringt. Hann hefði sagst vera fylgjandi skilum en málið þyrfti að fara í þann farveg sem þyrfti. „En ef dómstólaleiðin er far- in, þá er búið að fara dómstólaleið- ina. Það er lítið sem ég get bætt við það,“ sagði hann. „Þetta er nið- urstaðan.“ Braut gegn réttlæt- iskennd í maí 2010 Dagur B. Eggerts- son Einar Örn Bene- diktsson Lágmark 10,5 millj. » Lóð Arneyjar og fjölskyldu var auglýst í janúar 2006. » Reykjavíkurborg leitaði þá eftir kauptilboðum í bygging- arrétt. » Lágmarkssöluverð var 10,5 milljónir. » Lóðin var fyrst seld á 11,8 milljónir. » Arney og eiginmaður hennar keyptu lóðina af fyrsta kaup- anda um ári síðar á 14 millj- ónir. » Lánið vegna lóðarinnar hef- ur verið í frystingu frá haustinu 2008 og Arney segir allar for- sendur brostnar. Nýbygging Hús hafa risið í Úlfars- árdal en ekki er búið að klára öll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.